Dagblaðið - 29.11.1978, Side 7

Dagblaðið - 29.11.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978. 7 Erlendar fréttir Brezkar gleðikonur heimta réttindi Brezkar gleðikonur héldu í fyrradag þing sitt og þar kröfðust þær lögleiðingar atvinnugreinar sinnar. Til þingsins var einnig boðið dómurum, lögreglu- mönnum og fleiri opinberum starfs- mönnum. Ekki hafa borizt fregnir um hve margir mættu til þingsins. 100.000 með Concorde Til þessa hafa meira en 100.000 far- þegar flogið með Concordþotunum sem Frakkar og Bretar framleiða og fljúga yfir Atlantshafið. Það flug hefur staðið í um það bil eitt ár. Búizt er við að fljótlega hefjist áætlunarflug með Concordþotum frá Evrópu til Kanada og Kína. Rúmenía: Bætum lífskjörin — minna til hersins —segir Ceausescu forseti Rumeníu ogstenduruppi íhárinu á Moskvuvaldinu Harka virðist aukast í samskiptum Rúmeniu við önnur Varsjárbandalags- lönd og i gær fóru allir sendiherrar rikj- anna á brott frá Búkarest. Er það talið gert i mótmælaskyni við óþægðina í Ceausescu forseta Rúmeníu. Hann neitar að auka fjárframlög til sameigin- legra varna Varsjárbandalagsins og vill heldur ekki auka sameiginlegar hernaðarframkvæmdir rikja í bandalag- inu. Fyrst kom þessi ágreiningur upp á yfirborðið á fundi leiðtoga rikjanna sem haldinn var í Moskvu og Ceausescu sagði frá um síðustu helgi. Undirstrikaði forsetinn að Rúmenía væri sjálfstætt ríki, sem ekki tæki við neinum skiplmum frá öðrum rikjum. Á fundi með hers- höfðingjum úr rúmenska hernum sagði hann að her landsins mundi aldrei taka við skipunum annars staðar frá en stjórn landsins í Búkarest. Rúmenía er eina ríkið í Austur- Evrópu, sem hefur stjórnmálasamband við ísrael og einnig hefur samband landsins við Kína verið mun vinsam- legra en Sovétríkin hafa gert sig ánægð með. Svo virðist sem Ceausescu forseti Rúmeníu sé nú að hefja mikla herferð fyrir þeirri stefnu sinni að lífskjör í land- inu sjálfu séu mikilvægari en aukin út- gjöld til hermála. Efnahagsbandalagið: FUNDUR UM FISKINN ENN EINUSINNI ÚTUMÞÚFUR Svo virðist sem fundur þeirra ráðherra Efnahagsbandalagsins sem fara með fiskveiðimál og haldinn var i Brussel hafi farið út um þúfur. Að venju munu það vera Bretar, með John Silkin fiskimálaráðherra sinn í fararbroddi, sem eru annarrar skoðunar en allar aðrar þjóðir banda- lagsins. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir þjóðir eins og Dani og Vestur- Þjóðverja, sem eru orðnar langeygðar eftir að ákveðin stefna Efnahags- bandalagsins verði mótuð i þessum málum. svo hægt verði að fara að semja sín á milli og einnig við þjóðir utan bandalagsins. Einnig þykja þetta tiðindi í Bret- Iandi og Ijóst þykir að John Silkin, sem aldrei hefur verið neinn aðdáandi Efnahagsbandalagsins, ætlar ekki að beygja sig fyrir tilmælum James Callaghans um samninga. í það minnsta virðist svo vera, að Callaghan verði sjálfur að ganga fram fyrir skjöldu og kveða upp úr um hvernig fiskveiðisamninga Bretar vilja gera. Helzta deilumálið milli Breta og annarra þjóða Efnahagsbandalagsins er hve stór einkalögsaga hinna fyrr- nefndu eigi að vera við strendur Bret- lands. Bretar vilja 50 milur, tillögur hinna hljóða upp á 12 mílur. Einnig er deilt um veiðikvóta og fiskvernd. Á fundi Callaghans forsætis- ráðherra Breta og Helmut Schmidt kanslara VesturÞýzkalands fyrir nokkru var talið að þeir hefðu samið um fiskveiðimálin en svo virðist sem það verði eitt af málum, sem æðstu menn Efnahagsbandalagsríkjanna muni ræða á fundi sínum í Brussel á mánudaginn kemur. Danmörk: Vestur-Jótar búnir að fá nóg af ferðamönnum —vilja minna af hótelbyggingum meira af fjölskyldufólki sem dvelst í náttúrunni Vietnam flóttamenn til V-Þýzka- lands Yfirvöld í Neðra-Saxlandi tilkynntu nýlega að þau mundu taka við eitt þúsund víetnömskum flóttamönnum sem svo vikum skipti urðu að bíða í báti sinum fyrir utan strönd Malasíu. Þar var flóttamönnunum ekki heimiluð land- ganga. 464í dauðaklef- umíBanda- nkjunum Nú sitja fimm konur og 459 karlar í fangelsi vegna dauðadóms. Enn eru þrjátiu og þrjú riki af fimmtíu rikjum Bandaríkjanna, sem hafa dauðarefsingu við vissum tegundum glæpa. Af hinum dauðadæmdu eru 106 i Texas og 40 í Alabama. Sveitarfélög á Vestur-Jótlandi hafa ákveðið að stöðva frekari fjölgun ferðamanna yfir sumartímann. Hvorki ibúarnir né náttúran þola frekari fjölgun. Á ráðstefnu þar sem komu saman ferðamálafrömuðir, sveitarstjómarmenn og náttúruvernd- armenn voru allir sammála um að yfir hásumarið mætti ekki fjölga ferða- mönnum. Aftur á móti er talið æskilegt að lengja ferðamannatímann. Á ráðstefnunni kom fram, að þær raddir heyrist meira og meira meðal íbúa Vestur-Jótlands að ferðamenn megi ekki yfirgnæfa þá sjálfa þó svo ekki sé mjög þéttbýlt í þessum hluta Danmerkur. Ekki er þó víst að svo auðvelt verði að draga úr aukningu ferðamanna- straumsins. Sums staðar hefur verið staðiðþannigaðmálum aðekkierallt gistirými notað yfir ferðamanna- tímann og einnig hafa nokkur sveitar- félög skipulagt stór svæði fyrir sumar- hús sem ekki er farið að byggja enn. Þó er talið að vegna náttúruvernd- arsjónarmiða verði ekki aukið við gistihúsakostinn heldur lögð frekari áherzla á að fá þangað fjölskyldufólk sem vill vera úti í náttúrunni en ekki þina sem óska eftir stórum og miklum skemmtisvæðum. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME Fyrirlestur um innhverfa ihugun verður haldinn í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 18. (Gegnt Þjóðleikhúsinu). Aðferðin er auðstunduð, veitir hvíld og eykur skapandi greind. Síðasta námskeið fyrir áramót. Allir velkomnir. Islenzka ihugunarfelagið

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.