Dagblaðið - 29.11.1978, Page 8

Dagblaðið - 29.11.1978, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978. Fóstbræður til Selfoss og Skálholts: Tilbreyting að syngja ekki í hljóm- lausum húsum „l»að hefur ekki gerzt í minni tíð að karlakór hafi flutt kirkjulegt prógramm. Yfirleitt syngja karlakórar eingöngu fyrir styrktarmeðlimi sína í hljómlausum húsum. Það er því nýlunda að syngja I hinum hljómmiklu kirkjum,” sagði Jónas Ingimundarson stjórnandi karla- kórsins Fóstbræðra. Kórinn fer á laugar- daginn i ferð til Selfoss, þar sem hann syngur um daginn klukkan 5, og þaðan i Skálholt þar sem sungið er klukkan hálf- tíu um kvöldið. Á miðvikudagskvöldið klukkan hálfniu á siðan að syngja i Há- teigskirkju. DB-menn litu inn á æfingu hjá Fóst- bræðrum i vikunni. Æfingin var haldin í Garðakirkju á Álftanesi i vitlausu veðri. Þrátt fyrir það var vel mætt og mikið sungið. t hléi milli laga tókum við tali Ara Ólafsson kórformann, Jónas kór- stjóra og Rut L. Magnússon sem syngur einsöng með kórnum í ferðinni. Tlmi til að gera eitthvað nýtt „Kórstjóranum fannst kominn tími til að gera eitthvað nýtt. Við höfum aldrei áður sungið í kirkju og var ákveðið að það skyldi verða hið nýja. Við syngjum lika söngva sem eru nokkuð annars eðlis en þeir sem við erum vanir. Sálmar skipa þar mikinn sess, bæði gamlir og nýrri. Einnig syngjum við nokkuð af jólalög- um og öðrum lögum sem hljóma vel i kirkjum. Ég reikna ekki með þvi að við förum frekar um með þetta prógramm en að við reynum að taka eitthvað af því upp á plötu. Núna förum við að æfa fyrir styrktarfélagatónleikana i vor. Það hefur lengi staðið til að við gerðum plötu eða plötur. Við söfnum lögum eftir efnum og ástæðum og eitt- hvað ætti að koma út eftir að búið er að fylla plötu,” sagði Ari Ólafsson kórfor- maður. Eiga enga karlakóra Fóstbræður fóru I söngferðalag til Færeyja I fyrravor. Að sögn Ara heppnaðist förin í alla staði prýöilega. Kórnum var mjög vel tekið og tónleikar vel sóttir. „Færeying- ar eiga gamla sönghefð sem lýsir sér í söngvum með færeyska dansinum. Þeir eiga einnig góða kóra en að vísu ekki karlakóra. Ef til vill var það þess vegna sem okkur var svona vel tekið.” Þorlákstíðir og Pílagrímakór Efnisskrá Fóstbræðra í kirkjunum BÍLAPARTASALAN Höfum urval notaöra varahluta íýmsar tegundir bifreióa, til dæmis: Franskur Chrysler '71 Fiat 128 '73 Toyota Crown '67 Rambler '67 Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73 Einnig höfum viö urval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 Tilboð óskast í ýmiss konar húsgögn, sem skemmdust í flutningi. Uppl. í sima 13655. Verzlunin Húsmunir, Hverfisgötu 82. Ibúð til sölu við Furugrund. 3ja herb. á 3. hæð, endi. 1 herb. í kjallara ásamt WC, geymslu og þvottahúsi m.m. íbúðin er ný og að mestu tilbúin. Hægt að flytja inn strax. íbúðin er í sérflokki. Óvenjufagurt útsýni. Útborgun 10 milljónir. Uppl. í síma 15605 frá kl. 12—6 daglega. ,Látið það renna ... Þið eruð ekki að morsa,” sagði Jónas. DB-myndir Hörður verður samsett úr lögum sinu úr hverri áttinni. Byrjað verður með tíðasöng Þor- láks helga sem frumfluttur var i Skál- holti. Þá verða sungnir tveir Passíu- sálmar, Gefðu að móðurmálið mitt og Víst eru Jesú kóngur klár. Að þeim lokn- um verða sungin nokkur dæmigerð karlakórslög, eins og Jónas orðaði það, þá þrjár Ave Maríur, ein gregoríönsk, önnur eftir Arcadelt og sú þriðja eftir Karl Ó. Runólfsson. Óperunum er ekki gleymt. Næst á efnisskránni eru Presta- kórinn úr Töfraflautu Mozarts og Píla- grímakórinn úr Tannhauser eftir Wagner. Að síðustu eru svo aðventulög eftir hina og þessa. Rut L. Magnússon syngur einsöng með kórnum auk þess sem hún syngur eitt lag ein. Haukur Guðlaugsson söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar leikur undir í þvi lagi og sömuleiðis nokkrum öðrum. Auk þess leikur hann eitt lag eftir Bach. „Skálholtskirkja er eitt bezta sönghús á landinu og við hlökkum mikið til að syngja þar eftir að vera búnir að syngja í húsum eins og Háskólabiói sem eru al- gerlega hljómlaus. Ég vona bara að þetta takist vel,” sagði Jónas. Gaman að syngja með Fóstbræðrum Rut L. Magnússon sat og hlýddi á kórfélagana æfa sig. Hún var spurð hvernig henni þætti að syngja með karlakór. „Það er mjög gaman. Ég hef haft mun meira að gera með blönduðum kórum, hef bara einu sinni áður sungið með karlakór. öll tilbreyting er ánægju- leg. Hljómurinn i Fóstbræðrum er mjög góður og krafturinn gífurlegur,” sagði Rut. - DS Opið bréf frá de La Grandiére: „EG HEF TAPAÐ ORRUSTU EN EKKISTRÍDINU GEGN... Ari Ólafsson kórformaður: „Plata lengi áætluð.” Áður en Roger de La Grandiére kvaddi land og þjóð gegn vilja sínum I gærmorgun afhenti hann blaðamanni Dagblaðsins „opið bréf til Islendinga”. Óskaði de La Grandiére eftir þvi að DB birti bréfið sem fer hér á eftir I ís- lenzkri þýðingu: „Ég yfirgef nú lsland — ekki af frjálsum vilja. Ég er neyddur til þess. Undanfarin fimm ár hef ég komið á flesta staði á landinu og hitt mörg ykkar. Næstu fimm ár gæti verið útilokað fyrir mig að snúa aftur til nokkurs Norðurlandanna og hitta ykkur aftur. Þessi ákvörðun er ekki tekin af dómara. Þrátt fyrir itrekaðar óskir mínar hef ég ekki komið fyrir rétt. Ég mun lengi minnast hlýju og gest- risni sjómannanna sem ég hef unnið með, bændanna sem ég hef heimsótt og alls fólksins sem ég hef átt viðræður við. 1 ykkur tel ég mig hafa fundið sálu þjóðarinnar og mynd ykkar mun ekki gleymast í huga mínum né hjarta mínu. Roger de La Grandiére f frakka skrif- stofustjóra sjávarútvegsráðuneytisins. Frakkinn borgaði nýjan jakka á skrif- stofustjórann og var sjálfur hinn ánægðasti i hlýjum vctrarfrakkanum I nepjunni hér áður en hann var fluttur úr landi. DB-mynd Hörður V. Ég hef nú tapað orrustu en ég hef ekki tapað stríðinu gegn nokkrum embættismönnum ykkar sem þrátt fyrir allt réttlæti stjórna landinu í eiginhagsmunaskyni. Bandaríkjamenn hafa átt sitt Watergate, Holland, Japan og V-Þýzkaland sitt Lockheed- hneyskli. Svo virðist sem ísland sé ekki reiðubúið til að axla hneyksli og þvi er mérvísaðúrlandi. Þið hljótið að vita- að mér finnst ég vera fórnarlamb sarhsæris rikra en óheiðarlegra Bandarikjamanna, frægs íslenzks skálks og háttsetts embættis- manns ríkis ykkar. Dollarinn hefur jafnan verið raunveruleg ástæða þessa samsæris. Bandarikjamennirnir eru verndaðir fyrir réttlæti eigin heimalands af islenzka skálknum, sem sjálfur er verndaður fyrir íslenzk- um lögum af háttsetta embættismann- inum, sem er verndaður af ríkinu sem stjórnar íslenzku réttlæti. Þótt Idi Amin Dada sé skrímsli eru borgarar Uganda flestir vænstu menn. Roger de La Grandiére.” Jónas Ingimundarson kórstjóri: „Höfum sungið of lengi i hljómlausum húsum.” Rut L. Magnússon: „Ánægjuleg tilbreyt- ing.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.