Dagblaðið - 05.12.1978, Side 7

Dagblaðið - 05.12.1978, Side 7
19 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. myndarbrag. Guörún réð strax til sin unga hljómlistarmenn til að leika fyrir dansi. Jafnvel fékk hún til sín valda hljómlistamenn annarra þjóða. Þrátt fyrir þá krepputíma, sem yfir gengu á þessum árum rak Guðrún hótel sitt er þangað fóru að venja komur sínar ungir menn og framagjarnir. Hlutu þeir nafnið „Bjarnargreifarnir” Settu þeir ekki lítinn svip á hirðlífið í Birninum. Hér verða engin nöfn nefnd en þeir taka til sín sem eiga. Guðrún rak Hótel Bjöminn fram til 1938. Þá seldi hún allt og fluttist burt. 1938 keypti frú Svava Jónsdóttir eignina. Rak hún Hótelið áfram með svipuðum hætti og verið hafði. Var frú Svava með allstóra fjölskyldu þ.á.m. föður sinn Jón Kr. Jónsson. Hann var lærður klæðskeri og hafði rekið klæð- skeraverkstæði á Eskifirði og verzlun, en var nú hættur enda orðinn gamall maður. Þetta fólk kynnti sig vel og var einstaklega reglusamt. Ekki stóð hótel- rekstur þess nema eitt ár þá fluttist það burt. Þá fluttist til Hafnarfjarðar Ólafur Guðlaugsson. Ólafur hafði lengi verið ráðsmaður á Hótel Borg í Reykjavík. Var hann því vanur slíkum rekstri. í fyrstu urðu ekki miklar breytingar á rekstrinum. En nú var skammt til stórra tíðinda. 10. maí 1940 var landið hernumið. Fjölgaði þá i Firðinum. Ólafur var góður málamaður og bætti það mikið um og forðaði hann mörgum árekstrinum. Þótti rekstur hans á hótelinu hinn bezti miðað við þær aðstæður sem sköpuðust af hersetunni. Haustið 1942 hurfu Englendingar á brott héðan, en í þeirra stað fluttist hingað lið Bandarikjamanna. Fyllti lið þetta hótelið hvert kvöld. Eins og vænta mátti munaði oft litlu að óhöpp yrðu. En allt fór vel. Bandaríska liðið lagði einnig fram góða lögregluþjónustu, og hafði hina beztu samvinnu við lögreglu bæjarins. Árið 1947 hætti Ólafur Guðlaugsson hótelrekstri í Hafnarfirði og fluttist burt. Þá var húsið tekið á leigu af Þórði Sveinssyni o.fl. Rak hann það nokkurn tíma en heldur fór rekstrinum hnign- andi. Um 1950 var öilum hótelrekstri lokið i húsi þessu. Siðan hefur ýmiss konar starfsemi farið fram i þvi. Verzlunarrekstur niðri, en uppi voru skrifstofur félaga í bænum. Að síðustu eignaðist Kaupfélag Hafnfirðinga húsið og rak þar verzlun lengi og á lofti vöru- geymslur. Þegar hinar miklu breytingar voru gerðar á Reykjavíkurvegi, var brotið af húsinu einn þriðji partur og var síðan rifið á haustvertiðardögum 1970 eins og áður segir. Hafði húsið þá staðið þarna í rúm 60 ár. Þó hús þetta byggi alla tíð yfir sérkennilegum þokka og margt væri vel um þá sem þar réðu húsum, þá mun það vera sameiginlegur dómur allra eldri Hafnfirðinga, að aldrei hafi það staðið með öðrum eins glans og sjarma og meðan þau hjónin frú Þórunn og Ágúst Flygenring bjuggu þar. -GAJ Heimild: Flygenringshús, Gisli Sigurðs- son, varðstjóri í Hafnarfirði 17. des. 1970. u Flygenring. Flygenringshúsið yngra er kennt við fyrsta eiganda þess, August Theodór Flygenring Þórðarson. Um aldamótin fór hann að reka verzlun i Hafnarfirði og einnig rak hann mikla útgerð á tfmabili. Þeir voru oft nefndir f sömu andránni, hann og Einar Þorgilsson, sem umsvifa- miklir atvinnuveitendur f Hafnarfirði á fyrstu þrem áratugum þessarar aldar. Báðir urðu þeir alþingismenn, Flygen- ring 1905—12 og Einar 1924—25. Hjónin August og Þórunn Sendum Hafnfirðingum og öðrum landsmönnum beztu jóla og nýárskveðjur! Sjúkraþjálfun Guðjóns Sigurjónssonai Strandgötu 32, sími 52645, Hafnarfirði Sælgætisgerðin Móna Sími50300 ■1 B1 | BankiþeirrasemhyggjaaðframtiÖinni * Iðnaðarbankinn %-VEÖ^ 2 s Strandgötu 1, Hafnarfinði Sími 50980 Óvissa framundan í fjármálunum? Oft skiptast á skin og skúrir ífjármálum fólks. Tekjur og gjöld eru breytileg frámánuði tilmánaðar. Kannski ererfið afborgun framundan, en fjármunir af skornum skammti. Útlitið virðist ekki of bjart. Fyrirhyggja er lausnarorðið í slíkum vanda. Við bendum á IB-lán okkar. Þau byggjast á reglubundnum sparn- aði sem gefur rétt til lántöku. IB-lánin gætu lyft mörgum yfir erfiðan hjalla, en það krefst fyrirhyggju. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.