Dagblaðið - 05.12.1978, Page 11

Dagblaðið - 05.12.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. 23 IÓLAHALD í FIRDINUM — íbyrjun aldarinnar Núna þegar mesti annatimi verzlunar- manna fer í hönd sem órjúfanlegur þáttur jólahaldsins getur verið forvitni- legt að skyggnast aftur i tímann og kynnast litillega jólahaldi í Hafnarfirði skömmu eftir aldamót. Gjafirnir voru þá ekki jafn stórkost- legar og núna en allir fengu þó kerti og spil. Konurnar prjónuðu sokka á alla fjölskylduna og stundum kom það fyrir, að bóndinn stakk einhverju að konu sinni. Það gat t.d. verið silfurnæla með steini I. Aðrar gjafir var yfirleitt ekki um að ræða en menn undu glaðir við sitt. Jólatré þekktust ekki I heimahúsum nema þá á efnaðra manna heimilum. Alltaf var sætsúpa á aðfangadags- kvöld en aðaljólamaturinn var á jóla- dagskvöld og var það vel útilátið hangi- kjöt. Ef menn höfðu slátrað hesti þá voru líka oft reykt bjúgu til hátíða- brigða. Enginn skortur var heldur á flat- brauði en ávextir sáust varla, I mesta lagi eitt epli á mann. Þá fóru allir í kirkju á jóladag kl. 12 og meðan fjölmenni var í Garðahverfi þá var einnig aftansöngur i Garðakirkju aðfangadagskvöld jóla. Barnastúkan Vonarstjarnan gekkst fyrir jólatrésskemmtun og þangað komu yfirleitt flest börn í bænum. Þau fengu öll jólapoka með epli, súkkulaðistykki og brjóstsykri. Gengið var í kringum jólatré og sungnir stúkusöngvar og sálmar. Opin ljós voru á jólatrénu og var mjög ströng gæzla við tréð vegna eldhætt- unnar. Á annan jóladag varalltaf haldiðjóla- ball. Yfirleitt gengust stúkurnar fyrir því en árið 1916 var stofnað skemmtifélagið Frelsi til mótvægis við stúkurnar og gekkst það félag alltaf fyrir jóladansleikj- um. -GAJ. Þjóðkirkjan 1 Hafnarfirði var byggð árið 1914 en árið áður hafði orðið klofningur f söfnuðinum og þá var Frikirkjan i Hafnarfirði reist DB-mynd Ragnar Th. Sig. Þá er það jólamaturinn Aligœsir, kjúklingar, svínabógar, svína- lærissteikur, svínakótilettur, hamborg- arhryggir, London lamb, nautakjöt, lambakjöt, folaldakjöt og svo auövitað hið margrómaða hangikjöt að norðan. Einnig gravlax, reyktur lax Allt í jólabaksturinn einnig úrval kínverskra jólakerta á góðu verði, jólapappír, bönd, jólakort, pakka- skraut og servíettur. Sendum heim. Verzlið þar sem kjötúrvalið er. HVAMMSKJOR SMÁRAHVAMMI2. SÍMI54120.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.