Dagblaðið - 23.12.1978, Síða 1
f
4. ARG. — LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 — 288. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022.
„Draumspakur” á Húsavík
spáir alhvítum jólum
„Það er ekki gott að segja um jóla-
veðrið, því auðvitað er aldrei hægt að
vera alveg viss, en ég segi að það verði
hvít jól um allt land.”
Þetta er jólaveðurspáin frá Jóni
Jónssyni, draumspökum manni á
Húsavik, sem DB hefur áður rætt við
um líkur á gosi í Kröflu.
— Af hverju heldurðu að það verði
hvít jól? Ertu kannske með gikt í
mjöðminni eða vinstri handleggnum?
„Nei, mér er sagt þetia í draumi,”
sagði Jón. Hann sagðist heldur ekki
eiga von á stormi um jólin eða illviðri
að öðru leyti.
— En hvað með Kröflu? Heldurðu
að hún verði til friðs um jólahátíðina?
„Það er allt í lagi með Kröflu. Ég er
alltaf á sömu linu með hana, hún gýs
ekki á meðan ég lifi,” sagði Jón. — Við
höfum áöur rætt við hann um horfur á
Kröflugosi og hefur Jón jafnan haldið
fast við að honum hefði verið tjáð í
draumi að engin hætta væri á Kröflu-
gosi á meðan hann væri á lífi. — Það
er því von allra að Jón lifi sem alira
lengst, en hann verður 75 ára á næsta
ári og enn við beztu heilsu.
A.Bj.
Það er snjóþungt á þessari mynd, sem tekin var á
Húsavík fyrir um mánuði síðan. ' Eftir það tók upp
snjó þar. sem víðast hvar á landinu — en draum-
spakur vinur DB á Húsavik spáir þó hvitum jólum
um land allt. Aftur á móti spáir veðurstofan fölgrá-
umog köldum jólum.
-DB-mynd: Einar ólason, Húsavtk.
— en bráðabirgða-
veðurspá Veður-
stofunnarer
FÖLGRÁ,
KÖLDJÓL
„Við sjáum nú ekki mjög langt fram
í tímann en við reiknum meö að veðrið
haldist svipað um jólin,” sagði Páll
Bergþórsson veðurfræðingur í spjalli
við DB.
„Að öllum líkindum verður frost
um allt land og norðaustan átt. Mér
sýnist ekkert útlit fyrir að snjói meira
fyrir jólin.
Núna er ómögulegt að segja nokkuð
um áramótin og þú mátt gjarnan láta
það koma fram að þessi jólaspá er
aðeins til bráðabirgða, enda er heldur
of snemmt að segja nokkuð öruggt um
jólaveðrið,” sagði Páll. -DS.
mí
* í
JOUN ERU
Á BAK VIÐ
Linda litla Ólafsdóttir
gægist inn um dyrnar og
bíður spennt eftir jólunum.
Hún þarf ekki að bíða lengi
úr þessu.... aðfangadagur er
á morgun.
— Jólamynd: Jóhann
Kristjánsson.
MEBIAÐIB fœrir ksendum sínum og landsmönnum ölkim öskirum
GLEÐILEG10L
Minnum á jólahandbókina með blaðinu ígær