Dagblaðið - 23.12.1978, Side 12

Dagblaðið - 23.12.1978, Side 12
12 wamm frjálst, aháð dagblað Útgafandk Dagblaðið hf. Framkvnmdastjöri: Svakin R. EyJóHaaon. Rhatjóri: Jónaa Kriatjánaaon. Fréttaatjóri: Jón Blrgir Péturaaon. RKatjómarfu»tnjL Haukur Haigason. Skrifatofuatjóri ritatjómar J6- hinnM RaykdaL Iþrótdr Hakur Shnonaraon. AðatoðarfróttaatJArar AW Stalnaraaon og Ómar ValdL maraaon. ManrkigannM: Aðab talnn IngðHaaon. Handrtt Aagrtmur Pklaaon. Blaðamann: Anna BJamaaon, Aafioir TAmaaaon, Bragl Slgurðaaon, Dðra Stafinadðttlr, Eln Abarta- dóttlr, Glaaur Slgurðaaon, Gunnlaugur A. Jónaaon. Haður HaMaaon, Halgl Pétutaaon, Jönaa Haraldaaon, Ólafur Goiraaon, Ólafur Jónaaon. Httnnun: Guðjttn H. Pðlaaon. LJóamyndlr AH Krtadnaaon, Aml PkU Jöhannaaon, BJamlaHur BJamlatfaaon, Hfirður VRhJáknaaon, RagnarTh. Sigurðaaon, Svainn Þormöðaaon. Skrifatofuatjóri: Ólafur Eyjólfaaon. GJaldkart: Prölnn Þortotfaaon. Sttkiatjóri: Ingvar Svalnaaon. DraHing- aratjóri: Mór E.M. Hattdóraaon. Rltatjóm Slfiumóla 12. Afgralfiala, áakriftadald, auglýahtgar og akrifatofur ÞvarhoM 11. Aflalahni blaðalna ar 27022110 Inuri. Aakrift 2500 kr. á mánufli Innanlanda. I lauaaafilu 125 kr. alntaklð. Setnlng og umbrot DagMaðlð hf. Siðumóla 12. Mynda- og plfitugarð: Hlmh hf. Slfiumóla 12. Prantun: Arvakur hf. SkaHunnl 10. Kærieikur og samheldni íslendingar fagna jólum að þessu sinm í skugga umræðna um efnahagsvanda, sem margir mála dökkum litum. Fréttir herma, að fólk sé varkárara í útgjöldum en oft hefur verið. Innkaupum sé stillt í hóf. Mörgum þykir geta brugðið til beggja vona um lífskjör og atvinnulíf á næstu mánuðum. Menn hika við að skrifa upp á jólavíxla. Ekki heyrist svo frá hagsmunahópi í þjóðfélaginu, að hann kvarti ekki um bágan hag. Greinilega standa fjöl- mörg fyrirtæki illa um þessi áramót, og þau þurfa að taka á sig nýjar skattaálögur. Launþegar hafa orðið að gefa eftir af kaupi og mega búast við meiru af slíku. Verðbólguhugsunarhátturinn hefur veikt stoðir atvinnu- lífsins. Landsmenn munu ekki láta slík áhyggjuefni spilla jólagleði sinni. Litlu skiptir, hvort gjafir eru einhverjum þúsundum dýrari eða ódýrari. Jólin eru hátíð sam- heldni og kærleika. Þau eiga að treysta tryggðarbönd milli vina og skyldmenna. Þau eru hátíð ljóssins, sem loga skal í hverju húsi. Gagnstætt hinu hversdagslega brauðstriti og lífsgæðakapphlaupi veita þau tækifæri til að leiða hugann að andlegum verðmætum, sem eru langtum mikilvægari en þau verðmæti, sem með krónum má kaupa. í stað svartsýni skyldu menn hugleiða, hversu hagur okkar er góður samanborið við meginhluta heimsbyggð- arinnar. Á vegum kirkjunnar stendur yfir söfnun fyrir hungraðan heim. Þar er athygli beint að því, að fyrir ein- ar þrettán hundruð íslenzkar krónur mætti greiða mjólk eins barns í Afríku eða Asíu í heilt ár. Þetta er fjárhæð, sem mörgum mun víst þykja lág til kaupa á jólagjöf. Þannig má bjarga lifi einhvers bróður okkar eða systur í fjarlægu landi fyrir upphæðir, sem okkur þykja ella lít- ils virði. Kærleikurinn skyldi vera grundvöllur þessarar trúar- hátíðar, enda er hann undirstaða kristindómsins. Vitna má í orð eins íslenzks kennimanns, sem sagði: „Kærleik- urinn er upphafið á lífi okkar sem kristinna manna. Kær- leikurinn er vegurinn, sem okkur er ætlað að ganga, og kærleikurinn er markmiðið, sem stefnt er að. Án kær- leikans erum við guðvana. Það fær ekkert komizt í hálf- kvisti við kærleika, og ekkert annað fær komið því til vegar, sem hann áorkar.” í samanburði við þetta reynist margt hjóm, sem við sýslum við. Á þessari trúarhátíð skyldum við reyna að slíðra sverð sundrungar. Litlu skiptir við þær aðstæður, hvernig menn skiptast í flokka og hagsmunahópa og einnig deilur um útleggingar á einstökum trúaratriðum. Þetta tvennt: kærleikur og samheldni skyldu ráða för inni. Einbeiting andans að slíkum verðmætum á þessari jólahátíð á að geta verið okkur vegarnesti á komandi ári, þannig að með sameiginlegu átaki megi komast framhjá skerjum. Dagblaðið óskar öllum landsmönnum GleðUegrar hátíðar DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978. leikföng ein bezta söluvaran um jólin —velja má um allt milli himins og jarðar, jaf nvel heilu styrjaldirnar þar sem Sovétmenn eða herir Atlantshafsbandalagsins geysast um Evrópu Um allan hinn kristna heim eru vopnasalar nú á fullri férð að selja vopnaleikföngin fyrir jólin. Á hverju ári græða þeir milljónir og aftur milljónir á að selja slík leikföng, því svo virðist sem allir, i það minnsta allir af hinu sterkara kyni, elski strið, sögur af því og leikföng tengd því. Fyrir börnin eru vélbyssur, sem nota má til að þykjast brytja niður allt heimilisfólkið, og brúður sem klæddar eru I alls kyns herbúninga, eins og til' dæmis SS hryðjuverkasveitir Hitlers sáluga. Auk þess er hægt að fá svo- kölluð „model” af öllum tegundum vopna, sem einhvern tíma hafa verið framleidd. Fyrir fullorðna eru meira að segja tómstundaspil, þar sem hægt er að líkja eftir heilu styrjöldunum eða orustunum, sem háðar hafa verið. Auk þess er mikið úrval af ímynduðum styrjöldum sem gæti átt eftirað heyja. Fyrir upphæö sem aðeins samsvarar um það bil tiu þúsund krónum er hægt að fá leiktæki sem kallað er næsta styrjöld. Þar geta menn dundað sér viö að fylkja og senda Rauða herinn sovézka vestur eftir Evrópu. Framleiðandinn hrósar sér af því að sérfræðingarnir i Pentagon, hermálaráðuneyti Banda- rikjanna, noti leikföng hans þegar þeir setja styrjaldar- og varnaráætlanir sinará svið. Ef einhver er þannig sinnaður að vilja fremur ímynda sér að vestræn riki ráðist inn fyrir járntjaldið, þá hafa hinir ágætu framleiðendur stríðsleik- fanganna séð við því. Eitt leiktækið er þannig að herir Atlantshafsbanda- lagsins blanda sér inn i uppreisn í einu fylgiríkja Sovétríkjanna í Austur- Evrópu. Fyrir þá sem hafa tilhneig- ingu til að bera samvizku heimsins á herðum sér, er sérhannað gervistrið, þar sem hinn kúgaði svarti meirihluti I Suður-Afriku rís upp gegn hvitum íbúum landsins og þurrkar þá nánast út af þessu tilverustigi. Framleiðendur sýna meira að segja þann siðferðilega þroska að búa svo um hnútana, að her hinna hvítu getur aldrei unnið. Og fyrir spekingana sem enn lesa bækur er boðið upp á ímyndaðar frásagnir af þriðju heimsstyrjöldinni. Tvær þykkar bækur um þetta efni hafa komið út í Bandaríkjunum á siðustu mánuðum. GwynneDyeer orkustyrjöld, þar sem aðeins tveim stórborgum er eytt. Eru það Birming- ham á Bretlandi og Minsk i Sovét- ríkjunum. Veldi hins siðarnefnda fellur i rúst og Atlantshafsbandalags- rikin sigra. Sir John segir að annar endir hafi verið á bókinni í byrjun. Þá hafi leikar farið þannig »8 Atlants- hafsbandalagið hafi beðið lægri hlut. Telur hann þaö mun raunhæfari niðurstöðu. Áhrifamenn hafa aftur á móti mjög lagzt gegn þeirri hugmynd á þeim grundvelli að slíkt væri of napurt fyrir hinn almenna borgara á Vesturlöndum. Því var sá kostur tekinn að láta hemaðarlegan styrk vesturveldanna aukast að mun, svo að andlegum og siðferðilegum styrk íbúa landanna væri eigi hætt. Nær því hver einasti eyrir sem varið er til kaupa á stríðsleikföngum og Höfundar þeirra beggja eru hópar fyrrverandi yfirmanna i herjum Bandarikjanna og Bretlands. önnur bókin heitir Þriðja heims- styrjöldin árið 1985. Forustumaður höfundanna er Sir John Hacket, fyrrum hershöfðingi. Bókin er að sögn mjög raunveruleg að efni til en þykir falla nokkuð I lokin. Styrjöldinni lýkur með tiltölulega lltilli kjam- leiktækjum kemur frá körlum eða drengjum. Kaupi einhver annar slíkt ætlar hann það til gjafa til þeirra. Engin önnur leikföng eru eins tengd kynferði og striðstækin, nema ef vera skyldu brúður fyrir stúlkur. Talið er að þarna tengist þau hugmyndum um afl og kraft og i þeim efnum skari stríðsleikföngin jafnvel fram úr bif- reiðunum. Stríðiö og stríðs-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.