Dagblaðið - 23.12.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978. 13
Eins nauð er annars brauð
Hérna í henni Ameríku hrærumst
við í auðvaldsskipulagi eins og ykkur
er vonandi kunnugt. Gróðasjónarmið-
ið er það afl, sem fær fólk til að leggja
fé i atvinnutæki, framleiða vörur og
stunda verzlun. Af skapast atvinna og
tekjur og allir eru kátir og ánægðir! Ég
veit ekki, hvort þið heima á Fróni
skiljið þetta öllsömul, því siðast er ég
vissi til. trúði stór hluti þjóðarinnar, að
álagning á vöru væri þjófnaður. Og
ekki veit ég. hvort þeirri trú verður
hróflað í bili. fyrst þið eruð búin að fá
Marxista fyrir viðskiptamálaráðherra!
En jafnvel hér í Barbaríinu þykir
ekki sama, hvernig farið er að þvi að
hug hann Jón Sker (íslenzkað nafn),
maður ekki fertugur, sem búinn er að
komast yfir fyrstu milljónina ($) og er
nú að huga að þeirri annarri. 1 Flórída
eru næstum allir aðfluttir, og hafði
Jón komið frá Seattle í Washington
riki fyrir einum 18 árum. Hann var
svo að segja ómenntaður og vann
hann fyrst i stað á bensinstöðvum en
greip í önnur störf eftir þvi sem hann
fann þau. Hann gifti sig ungur og
vann konan úti fyrstu árin. Þau voru
dugleg að vinna og reglusöm og lögðu
peninga í bankabók i hverri viku.
Jón var búinn að ákveða með sjálf-
um sér, að hann ætlaði að verða milli
og kvenfólk. Rauðsokkur hér vestra
eru ævar út af þessu og hafa krafizt
þess, að þessu verði breytt.
Jæja, nú var fæddur stormur,
Donna, og stefndi hún beint á Miami!
Jón fann einhvern veginn á sér, að hér
var komið hið gullna tækifæri. Hann
lagðist undir feld, ef svo má að orði
komast, og braut um það heilann,
hvað fólk myndi hclzt vanta, eftir að
hvirfilbylur væri búinn að umturna
byggð þess. Og hann kom með svarið
ÍS!!
Hvirfilbyljum fylgja jafnan flóð,
rafmagnsleysi, vatnsleysi (drykkjar) og
önnur hörmung. Jón ályktaði, að
græða peninga. Það eru mörg mis-
munandi stig af peningagræðgi og hefi
ég ckki pláss til að tala um þau öll hér.
En fínast og eðlast þykir það. þcgar sá
gráðugi getur grætt án þess, að allt of
mikið beri á græðginni. Líkja má
þessu við át; menn geta verið svangir.
cn þeir geta tekið til matarsíns kurteis-
lega og dulið svengd sína. því þeir
kunna borðsiði. Aðrir geta ekki haft
stjórn á sér; þeir rífa i sig matinn eins
og grimmir úlfar og kæra sig kollótta
þótt aðrir borðgestir fái ekkert.
Margar sögur má heyra hér um það,
hvernig þessi eða hinn hafi rifið sig
upp úr sárustu fátækt og komizt til
auðs og kannske valda. Mér dettui i
og var aldrei i neinum vafa um að slíkt
myndi takast. Hann sagðist alltaf hafa
vitað, að tækifærið myndi koma, sem
þoka myndi honum áleiðis á braut vel
gengni og velsældar. Og tækifærið
kom fimmta árið, sem hann dældi
bensíni. Þá voru komnir um $2.000.00
i bankabókina.
Þetta var i september, en þá er
einna mest hættan á hvirfilbyljum við
Karabiska hafið. Veðurstofan fylgist
mjög vel með hverjum stormi sem
myndast og varar fólk við. ef útlit er
fyrir, að bylur gangi á land upp.
Stormarnir eru skirðir kvennanöfnuni
og er það ekki að undra. þvi þeir eru
óútreiknanlegir og duttlungafullir eins
blokkar-is niyndi verða i eftirspurn
bæði til að kæla rafmagnslausa
ísskápa og til að kæla drykkjarföng.
Hann þaut i bankann og tók út allt
spariféð. leigði 15 tonna frystibil með
bílstjóra, fór svo í næstu isverksmiðju
og fyllti bilinn af ís og beið þess, að
Donna ryddist á land ,i heimaborg
hans! Hann ætlaði að hagnast á hörm-
ungunum.
En kerlingin hún Donna lét ekki
reikna sig út. Fimmtán mílur frá
ströndinni tók hún að beygja í suður
og þótt Jón legðist á bæn, smaug hún
niður fyrir skagann og inn í Mexikó-
flóann. Söguhetjan var eyðilögð og sá
fram á að hafa tapað öllu sparifénu, en
Vi
Bréf frá henni
Ameríku:
Þórir S. Gröndal
þá- heyrði hann í útvarpinu, að
stormurinn hefði breytt um stefnu á
ný og virtist nú ætla að taka land vest-
an niegin á skaganum. við Tampa og
St. Petersburg.
Þeir þutu af stað. Jón og bilstjórinn,
með 15 tonn af ís í leit að gæfunni.
Ekki lék við þá lánið. því Donna kom
á land fyrir sunnan borgarsvæðið og
fór þvert yfir skagann en olli litlu
tjóni, þvi þar var að mestu óbyggt
svæði, fen og frumskógar. Aftur á
móti lentu þeir sjálfir i miklum
ógöngum og lá við. að vörubilnum
hvolfdi með hinn dýrmæta farm; svo
mikil var veðurhæðin. Við illan leik
komust þeir aftur til Miami og var Jón
nú niðurbeygður maður. Donna hafði
smogið gegnum greipar hans, en
heima beið úrill eiginkonan, sem sendi
'honum tóninn og lét hann heyra, að
betra hefði nú verið aðeiga peningana
tá bókinni.
Ekki veit ég, hvort einhver á æðri
stöðum hefir vorkennt hetjunni okkar,
þvi nú gerðist það, að útvarpið skýrði
frá þvi. rétt þegar Jón ætlaði að taka á
sig náðir, að Donna hefði óvænt snúið
;aftur til lands og stefndi nú beint á
Jacksonville, sem er stærsta borg
Flórida og situr nyrzt á skaganum
Atlantshafsniegin.
Nú var aftur þotið af stað. ekið i 10
tima, og komið til Jacksonville að
morgni. rétt eftir að Donna hafði gert
allan þann usla, sem henni var mögu-
legt. Tugir manns höfðu farizt í fióð
unum og allt var rafmagnslaust. Senv
sagt gott. sagði Jón! Félagarnir lögðu
bilnum á stórt bilastæði og settu upp
skilti: ÍS TIL SÖLU. Von bráðar þusti
fólk úr öllum áttum og keypti isinn af
græðgi án þess að býsnast yfir hinu
háa verði. Sumir prísuðu og blessuðu
þá félaga fyrir framtakið.
Það var þreyttur Jón, sem kom
heim næsta kvöld með stóran pappa-
kassa fullan af krumpuðum peninga-
seðluni. Eftir talningu kom í Ijós. að
$2.000.00 sparifcð var orðið að
$14.000.00 og var þá búiðað grciðaall
an kostnað. Fyrir hagnaöinn al
isævintýrinu keypti vinurinn stóra
fiskbúð í Coral Gables, sem er eitt fin
asta og rikasta hvcrfi á Mianii
svæðinu. Hann vann eins og þræll frá
morgni til kvölds og konan sá um bók-
haldið. Eftir sextán ár seldu þau svo
húðina og Jón var orðinn milljóna-
mæringur.
Þórir S. Gröndal
r
Ljónaveiðar....
— ekki aldeilis
Það er auðvitað alveg ófyrirgefan
legt að leiða hugann að nokkru öðru í
hinu alvarlega ástandi, sem nú rikir
með vorri þjóð, en rúmri 6% kaup-
hækkun og öðrum meiri % kaup-
hækkunum sem Óli Jó kemur á fram-
færi i óbeinni kauphækkun. Samt sem
áður gerast aðrir, alveg háalvarlegir
atburðir svo sem hér skal greint frá.
Hér á Fróni eigum við ekki við
,mörg óargadýr að etja (fyrir utan verð-
bólguna). Ekki erum við þeir kappar,
svo sem í sumum löndum að geta
stundað Ijónaveiðar, hvað þá héra-
veiðar, eins og vinir okkar og nágrann
ar Englendingar hafa gert með kurt og
pí í gegnum aldirnar. En við getum þó
farið á villidýraveiðar og það meira að
segja i heimahúsum.
Það var hér eina helgina að ég vakn-
^ aði um miðja nótt, heldur betur þyrst.
Vitanlega fer maður þá t kranann og
fær sér dásamlegt vatn að drekka
(vatn úr krana er nokkuð sem margur
útlendingur getur varla hugsaðsér, þvi
þeir eiga ekki eins gott vatn og vér ís
lendingar). Jæja, þegar ég kem inn i
eldhúsið og kveiki ljósið. er þá ekki ein
heljar stór mús að rýsla sér á eldhús-
borðinu. Vissi égekki hvorri brá meir.
mér eða músinni. Mikið langaði mig
að reka upp hið ægilegasta öskur, en
allir í fasta svefni í húsinu og ég hætti
við. Það „risu á mér veiðihárin”. Hvað
skyldi nú til bragðs að taka? /
Alltaf þegar maður heyrir um músa-
og rottuveiðar eru kústar afar mikið
notaðir. Ég greip einn í snatri, en það
Kjallarinn
„Hvílíkar hetjur við íslendingar erum orðn-
• 5?
Erna V. Ingólfsdóttir
er að segja af músinni að hún hljóp hið
hraðasta á bak við uppþvottagrindina.
Þótt ég sæi vel í gegnum grindina, liélt
hún augsýnilega, að þar væri hún
örugg, því að ekki hreyfði hún sig á
meðan ég bjó mig undir veiðarnar. Ég
leitaði að fleiri vopnum. Jú, rauðvins-
tár var þarna i flösku frá kvöldinu
áður. Ég fékk mér einn vænan til að
styrkja taugarnar. Mér óx ásmeginn.
Hvað næst? Sennilega gæti ég ekki
drepið ófreskjuna með kústskafti, en
kannski færi hún út um gluggann, ef
rétt væri að farið. Straujám varð næst
fyrir fránum augum mínum. Ég stakk
því í samband, svo að músin færi ekki
beint niður í borðkrókinn. Hún var
alltaf á bak við uppþvottagrindina. Og
nú var ég tilbúin í slaginn.
Ég potaði i gluggafagið með kúst-
skaftinu svo að það opnaðist í hálfa
gátt. Út skyldi óargadýrið. Það hins
vegar hreyfði sig ekki úr horninu.
Tuska var nálæg. Ég barði í borðið. Ég
gerði „ógurlegan” hávaða með kúst-
skaftinu. Allt í einu tók dýrið undir sig
stökk. Haldið þið kannski að það hafi
farið út um gluggann? Ó nei, ó nei.
Það stökk þvi sem næst alveg á mig,
'ég hoppandi hæð mína mcð kúst-
skaftið. Svo hvarf ófétið sjónum.
Það eru svo sem til önnur ráð, hugs-
aði ég þegar ég var búin að jafna mig
eftir átökin. Það er liægt að fá músa-
gildru fyrir litið. Eitur, liklega fyrir
enn minna (það cr að segja ef maður
gæti sannað að niaður væri ekki
orðinn leiður á „kallinum" og ætlaði
honum eitrið). Svo cru það nú kettirn
ir. En köttur þarf félagsskap, svo sem
önnur dýr og til þcss að eiga kött þarf
að vera heima til þess að sinna
honum.
Það cr lika til ein lausn enn sem við
i okkar nútímaþjóðfélagi höfum
fundið upp. Það er nefnilega bara svo
einfalt að hringja í meindýraeyði og
láta hann koma til þess að setja upp
músagildru eða koma fyrir eitri. Þetta
kostar auðvitað peninga (sem við
eigum svo mikið a0, en það er allt í
lagi. Það kemur ekki við okkar eigin
pyngju, rikið borgar.
Ja, hvilíkar hetjur við íslendingar
crum orðnir, að geta ekki einu sinni
kotnið okkar eigin músum fyrir kattar
nef.
Erna V. Ingólfsdóttir.
Eftirmáli: Ég hef ekki séð óarga
dýrið síðan. Liklega hefur það drepizt
úrhræðslu.
V