Dagblaðið - 23.12.1978, Qupperneq 36
Þjálfarinn enn á sjúkrahúsi
eftir slys í Hollywood
Verður hugsanlega að hætta þjálfunarstörfum hér
Bandarískur þjálfari körfuknatt-
leiksdeildar Ármanns liggur enn i
Landakotsspítala eftir augnmeiðsl er
hann hlaut í ryskingum, sem urðu í
veitingahúsinu Hollywood sl.
sunnudag. 1 gær var talið líklegt að
hann fengi að fara heim af sjúkrahúsi
á aðfangadag, en aðgerð á auga hans
gæti orðið að biða I 1—2 mánuði.
Biðtíminn eftir aðgerðinni ræður því
hvort aðgerðin verður gerð hér eða í
heimalandi hans.
Að sögn Guðmundar Hermanns-
sonar yfirlögregluþjðns rannsóknar-
deildar hjá lögreglustjóra kom til
ryskinga á skemmtistaðnum. Að þeim
áttu hlut par eitt og tveir bandariskir
körfuknattleiksmenn, sá er meiddist
og annar sem starfar í Borgarnesi.
Málið er að sögn komið til
Rannsóknarlögreglu ríkisins, en þar
var ekki unnt að afla upplýsinga um
það í gær. Því er ekki ljóst hvað ná-
kvæmlega skeði. Stúlkan mun hafa
verið komin hálfgrátandi fram i for-
stofu á tal við dyraverði, er hún fór
aftur í salinn og kastaði glasi að
bandaríkjamanninum. Lenti það í
auga hans.
Lögregla var kvödd á staðinn og
síðan var tekin skýrsla af öllum fjór-
menningum á lögreglustöð. .Aðþvi
Stewart Johnson.
búnu var farið með hinn meidda í
slysavarðstofu og var hann þangað
kominn 1 klsúog 11 mín.eftir að kall-
barst. Á lögreglustöðinni virtust
meiðsli hans ekki alvarleg. Annað
kom síðar á daginn, þvi blætt hafði í
augnbotninn og einhver flís var i auga
mannsins.
Bandaríkjamaðurinn, Stewart
Johnson, sér nú aðeins í móðu með
særða auganu. Ekki er vitað hver áhrif
slyssins eða aðgerðar, sem verður að
bíða, geta orðið t.d. á fjarlægðarskyni
augans.
-ASt.
/
Annatíma lokið
Það var orðið áliðið í gær þegar jólasveinninn hafði lokið innkaupunum. Flestum pökkum var hann búinn aö dreifa en
eitthvað kemur annað kvöld. Hann var hvíldinni feginn á bekk i Austurstræti og studdi sig við galdrastafinn sinn.
-DB-mynd: Bj. Bj.
VERÐJÖFNUNARGJALDH)
STRANDAÐI í TÍMAHRAKI
Hækkun verðjöfnunargjaldsins á
rafmagni strandaði á Alþingi i gærdag
þegar ekki var unnt að taka málið fyrir
i efri deild vegna þingslita. 1 neðri deild
var meira samkomulag um hækkun en
áður og samþykkt breytingartillaga frá
Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráð-
herra með 23 samhljóða atkvæðum,
15 sátu hjá og tveir voru fjarstaddir.
1 tillögu ráðherra segir að verð-
jöfnunargjaldinu skuli varið til að
bæta fjárhag Rafmagnsveitna rikisins
og Orkubús Vestfjarða. Hækkun
gjaldsins um 6% skuli varið til að ná
fram verðjöfnun á töxtum til heimilis-
notkunar og iðnaðar hjá þessum
aðilum. Rafmagnsveiturnar skuli fá
80% af tekjum af gjaldinu en Orkubú
Vestfjarða 20%.
Ellert B. Schram (S) var með
nokkuð svipaða tillögu sem kom ekki
til atkvæða. Frumvarpið var siðan
samþykkt í deildinni með 20:13 at-
kvæðum en komst ekki á dagskrá efri
deildar. Er helzt búizt við að rikis-
stjórnin gefi út bráðabirgðalög i þing-
hléi, svo að gjaldið falli ekki niður. HH
dagur
til
)óla
Sá jólasveinn sem segir okkur
að aðeins sé einn dagur tii jóla er
Askasleikir, foringi jólasveinanna.
Askasleikir kom með þá bræður
sina til byggða á dögunum eins og
frægt er orðið. Þcir komu siðan
fram er kveikt var á Oslóarjóla-
trénu eins og þeir hafa gert undan-
farin ár. Askasleikir er orðin fræg
útvarpsstjarna tftir að hann vann
verðlaunasamkeppni þar á laugar-
daginn fyrir háifum mánuði í þætt-
inum í vikulokin.
„Hvað ég vil í jólagjöf? Nú, en
góða flösku af lýsi,” sagði Aska-
sleikir. Vinir hans kalla hann Ketil.
DB-mynd Bj. Bj.
Smáauglýsingar DB um jólin
Auglýsingadeild Dagblaðsins (smáauglýsingamóttaka)
verður opin sem hér segir um jólahelgina:
Þorláksmessa 23. desember — opið kl. 9—12.
Aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum — lokað.
Starfsfólk auglýsingadeildar sendir viðskiptavinum og
landsmönnum öllum óskir um
GLEÐILEG JÓL
frjálst, nháð dagblað
LAUGARDAGUR 23. DES. 1978.
Jólakveðja úr
40% hita
íNígeríu
„Viljið þið á Dagblaðinu ekki koma
jólakveðju til fólksins okkar heima. Við
urðum of seinir með kveðju í útvarpið,”
sagði fjarlæg rödd í síma ritstjórnarinn-
ar, svo fjarlæg að hún hefði eins getað
komið frá tunglinu, þar sem jólasveinn-
inn er stundum sagður búa.
Röddin reyndist vera Ómars Sveins-
sonar, loftskeytamanns á Hvalvíkinni,
sem nú liggur í höfn í Port Harcourt í
Nígeríu. „Það er þokkalegasta veður,
fjörutíu stiga hiti,” sagði Ómar.
Tveir mánuðir eru síðan Hvalvíkin
fór frá Hornafirði til Nígeríu meðskreið-
arfarm. Skipið hefur legið við akkeri á
ytri höfninni í Port Harcourt í fimm
vikur en lestun er nýlega hafin. „Það er
ekki hægt að segja að hér sé unnið
hratt,” sagði loftskeytamaðurinn.
Hann bað fyrir kærar jóla- og nýárs-
kveðjur frá skipshöfninni á Hvalvík til
ættingja, vina og vandamanna hér
heima. DB kemur kveðjunni hér með á
framfæri.
-ÓV.
Enginn
„brennu-
vargur” laus
— kveikti í til að dylja
fjárdrátt
„Okkur þótti rétt að slá á þann
orðróm, sem gengur um, að
brennuvargur hafi verið valdur að bruna
sem varð í Bergiðjunni, vinnustofu
Kleppsspítalans, aðfaranótt 2. þessa
mánaðar,” sagði Arnar Guðmundsson
hjá Rannsóknarlögreglu í viðtali við DB.
Tvitugur piltur, búsettur í Kópavogi,
hefur játað við yfirheyrslur að vera
valdur að bruna þeim, sem í Bergiðjunni
varð. Hafi hann með því ætlað að
eyðileggja þar bókhaldsgögn sem bera
með sér verulegan fjárdrátt, sem hann er
valdur að, en hann er starfsmaður
Bergiðjunnar.
Fjárdráttarmálið er á rannsóknarstigi.
Ekkert hefur komið fram, sem bendir
til þess að þessi maður eða annar hafi
verið valdur að nokkrum eldsvoðum,
sem orðið hafa að undanförnu i Reykja-
vik.
-BS.
Tóiffá
heiðurslaun
Alþingi samþykkti i gær að veita eftir-
töldum tólf listamönnum heiðurslaun,
milljón á mann, á næsta ári.
Ásmundi Sveinssyni, Finni Jónssyni,
Guðmundi Daníelssyni, Guðmundi G.
Hagalin, Halldóri Laxness, Indriða G.
Þorsteinssyni, Kristmanni Guðmunds-
syni, Maríu Markan, Snorra Hjartar-
syni, Tómasi Guðmundssyni, Vali
Gíslasyni og Þorvaldi Skúlasyni.
-HH.
/í<&’Það\x
Ky KauplðVx
? TÖLVUR
OG TÖLVUÚR
BANKASTRÆTI8