Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.01.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 09.01.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1979. r Ungur knapi við hcsthús Reykvfkinga. Andstyggð borgaranna er algjör ÁRAMÓTAKVEÐJA TIL LÓÐA- NEFNDAR OG BORGARRÁÐS Þó ekki sé það í allra augum merkis- viðburður gæti það verið forvitnilegt fyrir Reykvikinga að kynnast nýlegri úthlutun lóðanefndar Reykjavíkur- borgar á byggjngarrétti fyrir hesthús. Strangar yóru reglur sem settar voru til að g'risja stóran hóp umsækj- enda, enda ekki nema gott eitt um þær að segja ef haldnar væru og umsækj- endur allir sætu cndanlega við sama borð. Sérprentuð umsóknareyðublöð og seinna tilkomin viðbótarskilyrði eru illa getin furðuverk sem embættiskerfi borgarinnar sjálft hefur tæplega tekið nógu alvarlega til þess að ráðið gætu endanlegum ákvörðunum. Það láðist t.d. alveg að spyrja hvort umsækj- endur ættu hesthús fyrir. Enda er ekki grunlaust um að furðuverkinu hafi verið stuggað til hliðar og aðrar for- sendur ráðið úthlutun. Til þess að þeir, sem ekki fengu já- kvæða afgreiðslu á umsókn sinni, geti betur sætt sig við að vera útundan og án þess að væna Lóðanefnd o.fi. um hlutdrægni að ósekju mætti birta opin- berlega eftirfarandi atriði, til saman- burðar við umsóknareyðublaðið ásamt viðbótarpunktum, sem og birt- ust í dagblöðum til áréttingar lýð- ræðislegum starfsháttum ... Ef rétt hefur verið á málum haldið þarf ekk-' ert að fela og enginn þarf að skammast sin fyrir unnin verk. 1. Nöfn og fæðingard. þeirra sem byggingarrétt hlutu ásamt starfs heiti. 2. Hestaeign hvers eins og aldur hrossa. 3. Hve lengi hefur viðkomandi átt hross. 4. Hvar hafa hrossin verið hýst þar til nú og hvar verða þau þar til ný- byggingu er lokið. 5. Dags. hverrar úthlutunar fyrir sig, ef þær hafa ckki allar verið af- greiddar samdægurs. 6. Allra forvitnilegast væri að fá að vita hvernig Lóðanefnd er skipuð, hverja hún hefur sér til ráðuneytis og hvernig hún hagar störfum sínum í samráði við borgarráð. Þá væri lika gaman að vita hvaða for múlu borgarráð notaði við að velja úr „fullgildum” umsóknum þcgar grófkembingu var lokið. Umsækjendur, hvort sem þeir full- nægðu settum skilyrðum eða ekki, hafa ástæðu til þess að gruna embætt ismenn borgarinnar um hlutdrægni og sérhyggju. Ef dagblöðeru ekki talin réttur vett- vangur til birtingar viðunandi svara væri ekki úr vegi að borgarverk- fræðingur sendi umsækjendum öllum fjölritaða skilgrein embættisins, vöfiu laust og án undansláttar. Ærleg vinnu brögð mundu ef til vill gera hann óvinsælan hjá húsbændum en meiri í augum hestakarla þegar hann bætist í hópinn . .. Úthluiun á aðstöðu til hestahalds á landi borgarinnar og á kostnað al- mennings er ekkert einkamál skrif- stofupilta borgarinnar og pólitiskra tækifærissinna í húsbóndastólum. Hún er heldur ekkert leyndarmál. Leyndin rýrir traust fólks á embættis- verkum borgarkerfisins. Þjónar þess eru oft í felum fyrir hinum almenna borgara, sem kemur erinda sinna utan af götunni og er tæplega virtur viðlits, nema hann sé á einhvern hátt tengdur kerfinu innbyrðis. Gruggug persónu- sambönd eru liklega öruggari til ár- angurs heldur en heiðarlega útfyllt umsóknin ein. Við íslendingar eru stoltir, ef til vill stundum um efni fram, og viljum síður lata hafa okkur að fíflum. Til- lagan um framkvæmdarráð til þess að fylgjast með verklegum framkvæmd- um borgarinnar virðist vera tímabær, en mun því miður aldrei koma neinu til leiðar nema tefja fyrir og auka kostnað. Silkihúfur lúta sígildum kerfislögmálum, hver sem uppruni þeirra er og hvernig sem þær eru á lit- inn. Þeir sem hyggja að félagsmálum sínum á bak við kröftugu súlurnar utar i Rauðarártúninu geta leyft sér að leyna sinu föndri fyrir almenningi, en ekki strákar sem dunda við að hygla sér og sínum i bæjarvinnunni á ann arra kostnað i imynduðum filabeins- turni aðSkúlatúni 2. Þegar ungir gæðingar borgarkcrfis- ins gaukuðu byggingarrétti að sér og sínum, sem ekki eiga dróg undir rass- inn svo vitað sé, voru aðrir snið- gengnir sem átt höfðu hross hér i bæn- um i allt að fjóra áratugi. Hunzaðir voru menn sem höfðu mælzt til fyrir- greiðslu hjá þremur borgarverk- fræðingum. a.m.k. jafnmörgum skrif- stofustjórum og annars konar undir- sátum og lagt inn samsvarandi fjölda umsókna á valdaferli þessara póten- táta. Það er auðmýkjandi fyrir innfædda og rótgróna Reykvíkinga að þola til- litsleysi og litilsvirðingu sérglaðra skriffinna borgarinnar og margra ára iðustraum óprúttinna pólitiskra henti- stefnumanna og skrumara i borgar- stjórn. Þeim sem i einfeldni sinni settu traust sitt á heiðarlega útfyllt um- sóknareyðublöð, en skorti þar að auki hæfileika til undirlægjuháttar og slef- andi smjaðurs, finnst litilsviröingin sárust. Tvennt hefur þó áunnizt. Nú er lítilsvirðingin gagnkvæm og and- styggðin á kerfinu algjör. Útigangur íþróttaáhugamaður vill endilega fá að sjá myndir af hinni fögru fþrótt, fjölbragðagli mu, i sjónvarpi. Sjónvarpið: Hvar er Víetnam- nefndin? Þ.B. hringdi: Mig langar að koma á framfæri gálu dagsins: Hvernig stendur á þvi að Vietnam-nefndin hefur annaðhvort gufað upp eða horfið niður í jörðina eftir að Víetnamar réðust á Kam- bódíumertn? Svaróskast. Frá Saigon f Suður-Víetnam Fáum við f jölbragðaglímu í íþróttaþættina? íþróttaáhugamaður hringdi: „Mig langar til þess að biðja ykkur að upplýsa mig um það, hvers vegna ekk' er neitt um fjölbragðaglímu í íþ ittaþáttum sjónvarpsins? t g er mikill aðdáandi þeirrar íþr'‘"'greinar og skil ekki. hvers vegna hún fær ekki sitt pláss, eins og margra klukkustunda þættir með list- hlauþi á skautum, kappreiðum og öllu mögulegu.” Bjarni Fclixson: „Ég verð að hryggja bréfritarann með þvi, að okkur stendur efni sem þetta yfirleitt ekki til boða, annars væri ég búinn að sýna það fyrir löngu. Við erum, eins og kunnugt er, i sambandi við Euro- vision með innkaup á mestum hluta efnis okkar og þar er ákaficga lítið að finna af fjölbragðaglimu. Hún er aðal- lega stunduð I Bandarikjunum.” Hringiðísíma 27022 millikl. 13 og 15, eða skrifið

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.