Dagblaðið - 09.01.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979.
3
S.S. skrifar:
1 dag er Alþýðuflokkurinn i sér-
stöðu í islenzkum stjórnmálum. Hann
hefur að undanförnu barizt fyrir þeim
umbótamálum, sem hann boðaði fyrir
kosningar. Af þessum ástæðum hefur
flokkurinn og þingmenn hans verið
mjög í sviðsljósinu. Þessu una
kommar afar illa. Þeir hafa sem kunn-
ugt er alltaf viljað vera i sviðsljósinu
með glamuryrði sín og upphrópanir.
Skitt með þjóðarheill — bara að við
náum okkur niðri á krötum, virðist
vera aðaimál kommanna um þessar
mundir.
Alþýðuflokkurinn boðaði gjör-
breytta efnahagsstefnu og kjarasátt-
mála fyrir kosningar og flokkurinn
vann glæsilegasta kosningasigur i sögu
lýðveldisins. En hvers vegna hefur
ekki verið tekið meira tillit til sjónar-
miða Alþýðuflokksins, eins og t.a.m.
við gerð fjárlagafrumvarpsins? Stað-
reyndin er sú að verðbólguflokkarnir
tveir, sem aðild eiga að ríkisstjórninni
ásam' Ajþýðuflokknum, virða ekki
lýðræði i reynd. Nærtækt dænti er.
þegar Steingrímur Hermannsson lét
þess getið fyrir skömmu I vjðtali við
Dagblaðið að það væru óþolandi
vinnubrögð hjá krötum að veu' alltal
með heilan þingflokk á biðstofunni.
Þar er dómsmálaráðherra að skamni
ast yfir því, hversu mikið samband
ráðherrar Alþýðuflokksins hafi við
þingflokk sinn. Þarna má glögglega
greina muninn á vinnubrögðum
Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins, þar sem flokksforustan telur
það aukaatriði að fjöldinn taki afstöðu
til mála. í Framsóknarflokknum verða
menn að hlýða hinu föðurlega alræðis-
valdi flokksforustunnar. Þarf nokkum
að undra þótt nýjum flokki á gömlum
grunni gangi erfiðlega að koma sinum
málum i höfn og þurfa að vera i svona
náu samstarfi við þessa þreyttu kerfis-
kalla?
Kosningastefnuskrá
Alþýðuflokksins
Megininntakið í kosningastefnuskrá
Alþýðuflokksins var að stofna til ær
legrar hreingemingar i þjóðfélaginu og
stemma stigu við þeirri óðaverðbólgu,
sem ríkt hefur og ríkir og leiðir svo af
„Flugmenn
hegða sér
eins og
krakkar”
— segir bréfritari
H.S. skrifar:
Þó íslenzkir flugmenn séu öðrum
betri i sinu starfi hefur hegðun þeirra
núna upp á siðkastið sem oft áður
valdið slikri hneykslan að allt þeirra
starf gleymist. Flugmenn haga sér
núna eins og krakkar sem heimta að fá
að leika sér einir að nýja, dýra leik-
fanginu en vilja ekki lofa bróður
sinum að vera með. Á meðan á þessu
barnalega kíti stendur tapar islenzka
þjóðin stórfé á því að láta hina nýju
DC þotu standa ónotaða. Jafnvel
þegar leysa átti málið með þvi að fá
erlenda flugstjóra til að fljúga þotunni
fyrst íslendingar gátu ekki komið sér
saman um hana urðu þeir reiðir og
hótuðu aðgerðum, ekki skilgreint
nánar.
Islenzkir flugmenn hafa áður brotið
í bága við allar viðteknar venjur í þjóð-
félaginu og aflað sjálfum sér lítils
stuðnings með þeim. Skemmst er þess
að minnast að þótt þeir séu með tvö-
eða þrefalt kaup verkamanna á mán-
uði fyrir mun styttri vinnutima eru
þeir alltaf fyrstir manna til að heimta
hærra kaup. Og þeir láta ekkert semja
um minna kaup en þeir upphaflega
fóru fram á. Nei takk. Þar til þeir fá
það sem þeir vilja liggur flug niðri, öll-
um til ómælds tjóns.
Raddir heyrast segja „það ætti að
reka þá alla”. Þessu er ég ekki sam-
mála. En það ætti vissulega ekki alltaf
að láta með flugmenn eins og þeir einir
skipti þjóðina verulegu máli. Þeir eins
og aðrir eru nauðsynlegir í lifskeðj-
unni, en einn hlekkur i þeirri ágætu
keðju er ekki öðrum mikilvægari. Það
ætti að sýna flugmönnum fram á og
reyna að ala þá upp, svo þeir séu ekki
eigingjarnir krakkar allt sitt líf.
7
Þingmenn Alþýðuflokksins eru að meðaltali mjög ungir og vill S.S. að þeir fái tima til að sanna ágæti sitt.
\
Erfitt að reka erindi í
Af Alþyðuflokknum
stjóminni
sér bæði spillingu og óréttlæti. Þessi
stefnumörkun fékk svo sannarlega byr
undir báða vængi i kosningunum, en
hefur fengið mótbyr í stjórnarsam-
starfinu. Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa oft á líðum fengið til liðs við sig
sérfróða menn til að gera tillögur um
úrbætur i efnahagsntálum þjóðarinnar
og hefur eðlilega farið í þær mik'l
vinna.
/
Raddir
lesenda
En engu að síður hafa gömlu
kerfisflokkarnir ekki fengizt til að fall
ast á þær. Með mikilli hörku tókst þó
Alþýðuflokknum að koma fram
nokkrum markmiðum við gerð fjár-
lagafrumvarpsins. Þeim kröfum sem
flokkurinn gerði um samræmda efna
hagsstefnu til 2 ára hefur verið frestað
til I. febrúar. Það er ekki til of ntikils
ætlazt af rikisstjórninni að hún verði
þá búin að gera samræmdar ráðstaf-
anir i efnahagsmálum til langs tíma.
Ef ekki — þá eiga kratar leik.
öll spjót beinast
að Alþýðuflokknum
Verðbólguflokkarnir þrir beina nú
allir spjótum sínum mjög að Alþýðu-
flokknum vegna pólitískrar afbrýði-
semi. Alþýðuflokkurinn hefur svo
gjörsamlega skyggt á stjórnarandstöðu
Sjálfstæðisflokksins, að ekki hefur
verið hægt að sjá né heyra að sá flokk
ur væri með I stjórnmálabaráttunni
yfirleitt. Sennilega hefur stjórnarand-
staða á Islandi aldrei verið jafnslök og
nú. Ástæðan er vafalaust sú hversu
mikil innanflokksvandamál er við að
glima i þeim flokki.sem á að kallast
stjórnarandstöðuflokkur.
Hinn litli spillti Framsóknarflokkur
með flokksforingjann i broddi fylk-
ingar kennir Alþýðuflokknum fyrst og
fremst um kosningaósigurinn sl. vor.
Framsóknarmenn vilja þvi allt til
vinna að gera Alþýðuflokkinn beran
að sviksemi við gefin fyrirheit i augum
kjósenda. Hingað til hafa þeir ekki
haft erindi sem erfiði.
Alþýðubandalagsmenn eru nú að
verða pakksaddir við að gleypa kosn-
ingaloforðin. En eins og menn ntuna
lofuðu þeir öllum öllu fyrir kosningar.
Þeir eru svo yfirþyrmandi afbrýði
samir vegna kosningasigurs Alþýðu-
flokksins, að þeir vilja allt til vinna, að
íhaldið vinni sem mest fylgi frá
krötum i næstu kosningum.
Við þessar aðstæður hlýtur að vera
afar erfitt fyrir Alþýðuflokkinn að
reka erindi sitt i ríkisstjórninni. En
þingflokkurinn er bæði ungur og
hraustur og vonandi berst hann til
,þrautar.
stígvé/
Ecco Tmmps, „Sporty" og
nwö Mýju fóöri, sórstaklega
mjúkt leöur og mjög sterkk
sótar.
Litur. Naturleður
Stœrðir
Nr. 28-34kr. 13.985.-
Nr. 36—40kr. 15.985--
41-46 kr. 16.985.-
PÓSTSENDUM
Teg. 12
Lhir.
Rauðbrúnt
leður eða
millibrúnt
l’eður
Loðfóðruð
með hrá-
gúmmísóla
Skóverziun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8
v/Austurvöii. Sími 14181.
Stærðir36—41
Verðkr. 17.875.-
Millihá
Teg.3
Lrtur: Svart
leðureða
dökkbrúnt
leður
Loðfóðruð og
með hrágúmmí-
sóla
Stærðir 36-41
Verðkr. 18.650,-
Hnóhá
ÚRVALAF
BARNASTÍGVÉLUM
NÝKOMIÐ
Spurning
dagsins
Hvernig er að byrja í
skólanum eftir
jólafriið?
á ■*# m |
Jón Ragnar Helgason, 8 ára: Mér finnst
það gaman en það var lika mjög gantan i
jólafriinu.
Soffla Gunnarsdóttir, 14 ára: Mér finnst
að jólafríið ætti að vera lengra. Þó er
stundum gaman í skólanum.
Unnur Vala Jónsdóttir, 14 ára: Mér
finnst það nú frentur slæmt því að það er
svo gaman um jólin. Ég vildi gjarna fá
lengra fri.
Hanna Brekkan, 14 ára: Það er ágæll að
byrja aftur og hitta krakkana á ný. Þó
finnst mér að friið mælti vera svona
þrjár vikur.
Ágústa Jónsdóttir, 14 ára: Mér finnsl
það leiðinlegt og raunar heldur leiðinlegt
í skólanum yfirleitt. Fríminúturnar eru
skásli tfminn I skólanum. Jólafriið hefði
mátt byrja á ntánudegi i stað fintmtu
dags.
Ólöf Þorvaldsdóttir, 14 ára: Æ, mér
finnst það ekki nógu gott. Friið hefði
mátt vera lengra enda finnst mér helrn-
ingi skemmtilegra að vera i fríi en i skól
anum.