Dagblaðið - 09.01.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1979.
5
S
Skyndikönnun Almannavarna
á sjúkraflutningum:
Aðeins þrír
sjúkrabílar
í Reykjavík
Almannavarnir ríkisins gerðu á flytja mætti 250 manns frá Kefla-
laugardag skyndikönnun á þvi hvernig víkurflugvelli með sjúkrabifreiðum. Í
r
Rannsóknarlögreglumenn mótmæla LMFI:
„Ætlað að grafa
undan trausti
rannsóknarlög-
reglunnar”
könnuninni kom í Ijós að flytja mætti
86 manns í skyndi með tiltækum
sjúkrabifreiðum og björgunarsveitar-
bifreiðum. Þá voru ekki til kallaðar
sendibifreiðir, sem einnig eru tiltækar í
neyðartilvikum.
Samkvæmt upplýsingum Guðjóns
Petersen, framkvæmdastjóra Al-
mannavama rikisins, kom í Ijós i
könnuninni, að aðeins eru tiltækir þrir
sjúkrabílar í Reykjavík. Rauði kross-
inn starfrækir alls fimm sjúkrabifreiðir
fyrir Reykjavík og nágrannasveitar-
félögin og þykir það fullnægjandi. En
tvær bifreiðanna munu vera ógang-
færar nú um þessar mundir og er því
flotinn alveg i lágmarki.
Fjöldi sjúkrabifreiða i Reykjavík er
aðeins miðaður við daglega þjónustu,
en ekki til þess að anna til fullnustu
verkefnum ef stórslys verða. Auk bíl-
anna i Reykjavík er einn sjúkrabíll í
Hafnarfirði.
Almannavarnir ríkissins halda
æfingar reglulega á þriggja mánaða
fresti, eða þá laugardaga sem flautur
almannavama eru prófaðar. Þá er
kallað til aukalið Almannavarna og
ýmist hlustað á fyrirlestra eða tekið
þátt íæfingum.
Sjúkraflutningar i miðborg Reykjavík-
ur: Tvær sjúkrabifrciðir ógangfærar
og flotinn i lágmarki.
Samkvæmt upplýsingum Rauða
krossins hefur hjartabillinn svonefndi
verið i mikilli viðgerð og unnið er við
innréttingar í nýjum bil. Annars eiga
alltaf að vera fjórir bílar til taks i
Reykjavik og í bilanatilfellum ergripið
til eldri bíls.
JH
Rannsóknarlögreglumenn við Rann-
sóknarlögreglu ríkisins hafa harðlega
mótmælt fullyrðingum í yfirlýsingu
stjórnar Lögmannafélags íslands um að
réttarhagsmunir sakborninga séu um of
fyrir borð bornir i ákafa við upplýsingu
sakamála.
„Furðu sætir að slik yfirlýsing skuli
koma frá stjórn Lögmannafélags
íslands. Yfirlýsingin ber með sér van-
þekkingu þeirra manna, er að henni hafa
staðið, á þeirri breytingu réttarfarslaga,
sem samþykkt var á Alþingi 1977,” segir
í fréttatilkynningu frá stjórn félags rann-
sóknarlögreglumanna í RLR.
Segir þar einnig, að yfirlýsing stjórnar
LMFÍ virðist bera það með sér, „að
henni sé ætlað að grafa undan því
trausti, sem RLR hefur notið hjá al-
menningi frá þvi embættið var stofnað.
Má þvi ætla, að aðrar hvatir liggi að
baki yfirlýsingu þessari en umhyggja
fyrir hagsmunum sakborninga.”
Rannsóknarlögreglumennirnir mót-
mæla þvi harðlega, að réttarstaða sak-
aðra manna hafi verið skert af hálfu
RLR síðan það embætti tók til starfa ’77
og benda á þá áherzlu, sem rannsóknar-
lögreglustjóri hafi lagt á aukna menntun
og þjálfun rannsóknarlögreglumanna.
Þeir segja það óneitanlega vekja eftirtekt
við lestur yfirlýsingar LMFÍ, að ekki sé
„minnst á þá aðila, er orðið hafa fyrir
tjóni vegna athafna sakamanna. Ein-
hver skýring kann að vera á því og jafn-
vel sú að rikið leggur út þann kostnað til
réttargæzlumanns, sem skipaður hefur
verið gæzlufanga. Sá er misgert var við
hins vegar, verður sjálfur að leggja fram
þá háu fjárhæð er lögmaður þiggur fyrir
störf sín og getur þvi ekki, oft á tíðum og
af þessum sökum, notfært sér slíka að-
stoð.”
Þá gerir stjórn Félags RLR einnig at-
hugasemd við ummæli aðstoðarmanns
dómsmálaráðherra í dagblaðinu Visi
þann 3. þessa mánaðar. Þar er haft eftir
honum m.a.: „hefur ef til vill verið lögð
of rík áherzla á að upplýsa brot og þá
jafnvel á kostnað réttarstöðu sakborn-
inga”.
Stjórnin segir að ekki sé með fullu
ljóst hvað aðstoðarmaður dómsmálaráð-
herra eigi við með þessum orðum, ef rétt
Q
VIÐ STÆKKUM
0G BREYTUM
i«|l i| Wk || | bjóöum víð flestar byggingavörur á
Iml 1 I sama stað í nýinnréttudu húsnæði á 1.
1 ™ og 2. hæð, samtals 600 m2.
Rannsóknarlögreglumenn og rann-
sóknarlögreglustjóri (fyrír miðju) i kaffl-
hléi á vinnustað: „Starfsmenn RLR
vinna samkvæmt lögum. Umræður um
annað eru markleysa”.
DB-mynd RagnarTh.
séu eftir höfð og sú sé von Félags RLR
að maður í hinu háa dómsmálaráðu-
neyti láti ekki eftir sér hafa svo alvarleg
ummæli á opinberum vettvangi.
Að lokum visar stjórnin á bug öllum
ummælum um hæpin vinnubrögð við
rannsókn sakamála af hálfu Rann-
sóknarlögreglu rikisins og minnir á, að
starfsmenn RLR vinna samkvæmt
lögum. Umræður um annað eru þvi
markleysa.
1 samtali við Eirík Tómasson, að-
stoðarmann dómsmálaráðherra, kom
fram að þessi fréttatilkynning Félags
RLR var send að honum forspurðum.
Eiríkur vildi taka fram að með hinum til-
vitnuðu orðum eigi hann ekki við að ein-.
stakir lögreglumenn, eða aðrir er unnið
hafa að rannsókn opinberra mála, hafi
brotið i bága við þau fyrirmæli, sem er
að finna í lögum um meðferð opinberra
mála.
Hins vegar telur Eiríkur að til greina
geti komið að þau ákvæði laganna sem
snerta réttarstöðu sakbornings i opin-
beru máli, verði að einhverju leyti
endurskoðuð.
- ÓV/JH
Ritgerðasamkeppni Lions
„Unglingavandamálin. Hvað getur
samfélagið gert til þess að leysa þau?” er
efnið í ritgerðasamkeppni, sem Lions-
hreyfingin á lslandi efnir nú til. Sam-
keppnin er opin öllum ungmennum á
aldrinum 15 til 17ára.
Fimm ritgerðir verða verðlaunaðar.
Verðlaunin eru dvöl i norrænum ungl-
ingabúðum i Noregi 23. júní til 15. júli i
sumar.
Skilafrestur er til 25. janúar og ber að
senda ritgerðirnar til skrifstofu Lions-
umdæmisins á íslandi, Háaleitisbraut
68, Reykjavík. Þar er einnig hægt að fá
nánari upplýsingar.
ÓV
Komið og skoðið. — Það er hagkvœmt að verzla
allt á sama stað.
Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður
Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fíttings Veggstrigi
Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflísar
Grindaefni Skrúfur Álpappír Veggflísar
Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lím
Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur
Steinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar
Glerullarhólkar Viðarþiljur Málningarvörur Saumur
Þakjárn Baðskápar Verkfæri
ALLT UNDIR EINU ÞAKI
BYGGINGARVORUDEILD
JÓN LOFTSSON HF.
HRINGBRAUT121