Dagblaðið - 09.01.1979, Síða 7

Dagblaðið - 09.01.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979. ‘7 Stjórn Baktiar ríðar til falls á þriðja degi Jam hermálaráðherra hótar að segja af sér og hef ur jaf nvel þegar gert það Hin þriggja daga gamla stjóm Baktiars forsætisráðherra í lran virðist nú riða til falls og ber heimildum ekki saman um hvernig mál standa þar nú. Vestrænir sendimenn I Teheran sögðu í morgun að Fereidoun Jam, varnar- málaráðherra landsins, hefði hótað að segja af sér. Heimildir í Washington í Bandaríkjunum sögðu aftur á móti að Jam væri þegar búinn að segja sig úr hinni fjórtán manna ríkisstjórn lands- ins. Jam er eini meðlimur ríkisstjórn- arinnar, sem er i hernum. Var varnarmálaráðherranum ætlað að vera tengiliður á milli Baktiars og yfirmanna hers Iran, sem styðja keis- arann, sem farið hefur halloka að und- anförnu. Hefur því verið haldið fram að hann hygðist halda utan til dvalar um nokkurn tima. Ágreiningur Jam varnarmálaráð- herra og Baktiars þykir renna stoðum undir þær fullyrðingar að stjórn hins síðarnefnda sé þess engan veginn megnug að leysa þær innanlands- deilur, sem tröllriða tran og hafa gert undanfarna mánuði. Chariie Mingus erlátinn Charlie Mingus hinn frægi bandaríski jasshöfundur og bassaleikari lézt fyrir nokkrum dögum í Mexico. Mingus var 56 ára og banamein hans var hjartaslag. Að ósk hans mun kona hans hafa farið með ösku hans að rótum Himalajafjalla i Asíu og dreift henni þar í fljótið Gang- es. Ekki náum við Argentínu Framfærslukostnaður í Argentínu jókst um 169,8% á siðastliðnu ári. Árið 1977jóksthannum 160,4%. írland: Ennlogarglattí olíuskipinu Jack Lynch, forsætisráðherra írlands, tilkynnti í gær að fullkomin rannsókn mundi fara fram á orsökum mikillar sprengingar í franska olíuskipinu i aðal- olíuhöfn landsins, Bantry, i gærmorgun. Þá fórust fimmtiu manns. Skipið er hálf- sokkið I höfninni og logar enn glatt i báðum hlutum þess en það brotnaði í tvennt fljótlega eftir sprenginguna. Vonir eru taldar til þess að þau tæplega fimmtíu þúsund tonn af olíu, sem í skip- inu voru, brenni að mestu upp. Kambódía: Sihanoukað koma til New York Sihanouk prins, fyrrum leiðtogi í Kambódíu mun koma til New York I dag en þar ætlar hann að fara fram á af- skipti Sameinuðu þjóðanna af átökun- um I Kambódiu. Þar berjast herir stjórn- ar landsins undir forustu Pol Pot forseta landsins gegn uppreisnarmönnum, sem studdir eru ötullega af herliði frá Viet- nam. Ráða hinir siðarnefndu nú yfir Phnom Penh höfuðborg landsins og stórum hlutum þess. Talið er að Pol Pot og félagar hans hafizt við i skógum Kambódíu og berjizt þar við uppreisnar- menn. Sihanouk ásakaði Sovétrikin og fylgi- ríki þeirra um að styðja við bakið á upp- reisnarmönnum og Vietnam. Kínverjar styðja stjórn Pol Pot. REUTER Páfi reynir aðleysa deilumar um eyjamar —ílandhelgisstríði Argentfnu og Chile Stjórnir Chile og Argentínu hafa nú farið formlega fram á það við Jóhannes Pál annan páfa að hann leiti sátta i deilu milli ríkjanna. Deilan er um þrjár litlar eyjar suður af Hornhöfða, syðst i Suður- Anteríku. Vilja bæði ríkin helga sér eyj- arnar, sem til skamms tíma voru ekki taldar neins virði og þýðingarlausar. Hefur um hríð legið við styrjaldar- ástandi milli landanna vegna þessa. Samkomulagið um að páfi taki að sér sáttasemjarahlutverkið I deilunni náðist fyrir forustu Samore kardinála, sem unnið hefur að lausn undanfarnar vikur. Fór hann þrisvar til Buenos Aires höfuð- borgar Argentínu og tvisvar til Santiago höfuðborgar Chile á meðan hann vann að málinu. Bæði löndin hafa talið sig eiga lögsögu yfir eyjunum þrem í nokkra áratugi. Við ný sjónarmið varðandi efnahagslögsögu blossaði missættið aftur upp árið 1977. Auk þess munu framtiðarhagsmunir á Suðurskautslandinu hafa vegið þungt í þessu máli. Argentína vildi ekki fallast á úrskurð Breta sem tóku að sér gerðardómshlut- verkið í málinu fyrir ári siðan. Vildúþeir að Chile réði eyjunum. Siðan hefur legið við hernaðarátökum þar til nú að bæði löndin lofuðu að draga her og flota af svæðinu og bíða úrskurðar páfa. Hvor- ugt ríkjanna hefur þó lofað að hlíta úr- skurði hans. Abe Lincoln hótelið I Springfleld i Illinoisfylki I Bandarikjunum á sér langa og viöburðarika sögu. Nú er henni lokið og myndin var tekin nákvæmlega á þvi augnabUki þegar þessi fyrrum glæsibygging frá 1925 hrynur til grunna. Hótelið þjónar ekki lengur kröfúm timans og þá er engin miskunn hjá Magnúsi. AUGLÝSING UM INN LAUSNARVERD VERDTRVGGDFIA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1966-2. fl 15.01.79 kr. 349.898 1968 — 1. fl. 25.01.79-25.01.80 kr. 285.521 1968-2. fl. 25.02.79 - 25.02.80 kr. 270.042 1969 — 1. fl. 20.02.79 - 20.02.80 kr. 200.626 1970-2. fl. 05.02.79 - 05.02.80 kr. 133.138 1972 — 1. fl. 25.01.79-25.01.80 kr. 108.725 1973-2. fl. 25.01.79-25.01.80 kr. 65.072 *) Innlausnarverð er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Athygli skal vakin á því, að lokagjalddagi spariskírteina í 2. fl. 1966 er 15. janúar n. k. og falla hvorki til vextir né verðbætur frá þeim degi. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1979 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.