Dagblaðið - 09.01.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.01.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979. 9 ■\ Álit FÍI á stuðningsaðgerðum ríkisstjórnarinnar: „Hér ríkir óvinsamlegt and- rúmsloft gagnvart iðnaði” „Við erum ákanega vonsviknir, þvi að við áttum satt að setja von á ein- hverju stærra og meira,” sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags islenzkra iðnrekenda á blaðamanna- fundi sem stjórn félagsins boðaði til i tilefni af fréttatilkynningu rikisstjórn- arinnar um stuöningsaðgerðir handa iðnaðinum. Á fundinum kom fram að F.Í.I. telur tillögur ríkisstjórnarinnar um opinberar stuðningsaðgerðir við ís- lenzkan iðnað vera óralangt frá þvi að geta talizt ígildi þeirrar skertu sam- keppnisaðstöðu, sem iðnaðurinn býr við frá 1. janúar sl. að telja. ígildi tollalækkana hefur því enn ekki séð dagsins Ijós. „Við höfum orðið fyrir tveim mjög stórum áföllum,” sagði Davíð. „í fyrsta lagi það að tollalækkanirnar ’skyldu koma til framkvæmda og í öðru lagi er það hækkun skattanna, sem er mun alvarlegra mál heldur en hitt. Þvi var heitið að við skyldum búa við sambærilega aðstöðu og sam- keppnisþjóðir okkar hvað þetta varð- ar, en ekki hefur verið staðið við það. Við höfum aldrei beðið um annað en að fá sömu aðstöðu og útlendingar hafa hér.” Iðnrekendur telja sumt í þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar jákvætt, annað neikvætt, en í heild telja þeir aðgerðirnar mjög litlar. Iðnrekendur segja einnig að þaö sé mjög einkenn- andi fyrir þessa fréttatilkynningu ríkis- stjórnarinnar að litið hafi verið ákveðið af aðgerðum en ýmislegt sé í athugun, þ.á m. hækkun jöfnunar- gjalds, sem þeir telja mjög jákvæða að- gerð. „Það er full ástæða til að bera ugg í brjósti yfir atvinnuöryggi þeirra 12 þús. manna sem vinna í iðnaði,” sagði Davíð, „þvi að þessar aðgerðir eru óra- vegu frá þvi að vega upp á móti þeim áföllum sem iðnaðurinn hefur orðið fyrir.” Aðspurður sagðist Davíð taka undir þá skoðun að á Islandi ríkti „óvinsamlegt andrúmsloft gagnvart iðnaði”. -GAJ LEIÐIN FRÁ BORGARSPÍTALA TIL KÓPAVOGS STYTT Kringlumýrarbraut „Þetta er hugsað til þess að þeir sem koma eftir Sléttuveginum frá Borgar- spítalanum inn á Kringlumýrarbrautina geti beygt til suðurs án þess að fara alla leið að Hamrahlíð,” sagði Þór Vigfús- son, formaður Umferðarnefndar Reykjavíkur í samtali við DB. En á fundi horgarráðs 2. janúar sl. var samþykkt tillaga umferðarnefndar um gerð u-beygju á Kringlumýrarbraut 50—100 m norðan gatnamóta við Sléttuveg. Upphaflega var Sléttuvegurinn lagður þvert yfir Kringlumýrarbrautina, en það sýndi sig síðan að vera óheppilegt vegna hinnar miklu umferðar um Kringlumýr- arbrautina. Því var gripið til þess ráðs að loka fyrir umferð þarna yfir Kringlu- mýrarbraut í vestur en það hafði þá ókosti i för með sér að nú þurfti sá er halda vildi i suður frá Sléttuveginum fyrst að halda alla leið að Hamrahlíð. Þór sagði að þessi aðgerð miöaði því að því að stytta leiðina og jafnframt að létta á Hamrahlíðinni. Þór sagði að þessu yrði væntanlega komið í verk strax og veður leyfði. -GAJ- Rétt ofan við strætisvagninn er ætlunin að setja u-beygjuna, sem styttir leiðina frá Borgarspitala i Kópavog. DB-mynd Bj.Bj.' i€ MILLI ÉUA Sólin fer hækkandi með hverjum deginum sem líður og litar himininn dýrlegum litum á milli élja. Sólina ber þarna í Bessastaði í vestri. DB-mynd Ragnar. Vaxandiskákáhugi á Austurlandi: Trausti sigraði í jólahrað- skákmótinu Jólahraðskákmót Austurlands var haldið á Eskifirði 28. desember sl. Keppendur voru 14 frá Eskifirði, Egilsstöðum, Stöðvar- firðiogEiðum. Tefld var tvöföld umferð og varð röð efstu manna þcssi: 1. Trausti Björnsson. Eskifirði 211/2 vinn 2. Gunnar Finnsson, Eskifirði, 21 vinn. 3. Aðalsteinn Steinþórsson, Egilsstöðum. 20 vinn. 4. -5. Viðar Jónsson, Stöðvarfirði og Hákon Sófuss., Eskif. 18 vinn. 6. Hjálmar Jóelsson, Egilsstöðum 17vinn. 7. Magnús Steinþórsson, Egilsstöðum I4vinn. Taflfélög á Austurlandi eru með misjafnlega miklu lífsmarki um þessar mundir. Norðfirðingar og Reyðfirðingar halda reglulegar skákæfingar. Á Egilsstöðum er dafnandi skáklíf, og Hornfirðingar láta ekki deigan síga. Á Eskifirði virðist erfitt að halda uppi reglu- legum æfingum. Helzt eru vonir bundnar við yngri kynslóðina um skákiðkun. Þegar á heildina er litið i Skák- sambandi Austurlands, er ekki á- stæða til að örvænta um vaxandi skákiðkun og eru mörg járn í eldinum hjá sambandinu á árinu, sem nú eraðbyrja. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.