Dagblaðið - 09.01.1979, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979.
BIADIÐ
Utgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Sveínn R. Eyjóffsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RKstjómarfuNtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjóman
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjóran Atli Steinarsson og ómar Valdi-
marsson. Menningarmál: Aðalsteinn IngóHsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjamoson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Þormóflsson.
Skrífstofustjórí: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjórí: Ingvar Svoinsson. Drerfing
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Rltstjóm Siflumúta 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11.
Aflabimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2500 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakifl.
Sotning og umbrot Dagblaflifl hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skerfunni 10.
Viðurlögin eru úrelt
Rekstur fangelsa er mjög dýr í nútíma '/J
þjóðfélagi. Sem refsing hefur fangelsun
takmarkað gildi, annað en að losa þjóðfé-
lagið við afbrotamenn um lengri eða
skemmri tíma. Uppeldisgildi fangelsunar
er örugglega verra en ekkert.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson,
fól í fyrravor svonefndri Hegningalaganefnd að endur-
skoða viðurlög við afbrotum, meðal annars með það í
huga að auka sektir á kostnað fangelsunar og kanna
jafnframt nýjar leiðir á borð við skylduvinnu og - nám.
Síðastliðinn föstudag kom fram í viðtali Dagbiaðsins
við Steingrím Hermannsson dómsmálaráðherra, að hann
er mjög hlynntur slíkri endurskoðun. Svipuð sjónarmið
komu fram í ummælum sjö dómara, sem Dagblaðið
hafði viðtal við sama dag.
Þjóðfélagsþróunin hefur raskað innra samræmi viður-
laga við afbrotum. Kerfið lítur venjulega þjófnaði of al-
varlegum augum, en umfangsmikil fjársvik og fjárdrætti
ekki nógu alvarlegum augum.
Þá virðist kerfið ekki líta líkamsárásir og -meiðingar
nógu alvarlegum augum í samanburði við þjófnaði.
Skyldutryggingar og frjálsar tryggingar valda því, að
fórnardýr þjófnaðar komast sjaldnast á kaldan klaka, en
árásir valda oft örkumlun.
Við erum enn á sama báti og íbúar Babýlon eftir rétt-
arbót Hammúrabís. Lögin miðast fyrst og fremst við að
verja eignafólk gegn smákörlum, en sinna því síður að
verja almenning gegn hákörlum á yfirstéttarplani í fjár-
málum.
Tilgangslítið er að fylla fangelsi af smáþjófum. Þar
læra þeir bara listirnar hver af öðrum og herða hver ann-
an upp í að halda áfram á sömu braut. Þar fyrir utan er
sennilegt, að þjóðfélagið hafi meiri kostnað af fangelsun-
inni en afbrotunum.
Auknar sektargreiðslur í stað fangelsunar koma ekki
að gagni á þessu sviði. Afbrotamennirnir geta engar sekt-
ir greitt. Á þessu sviði kemur því mjög til greina að reyna
nýjar leiðir á borð við skylduvinnu og skyldunám.
Öðru máli gegnir um síbrotamenn í morðum, nauðg-
unum og öðrum líkamsárásum. Þá menn þarf þjóðfélag-
ið að losa úr umferð á varanlegan hátt. Það gerist bezt
með sem lengstri fangelsun.
Hár kostnaður við fangelsun má ekki fæla frá löngum
fangelsisdómum fyrir endurteknar líkamsárásir. Fangelsi
eiga fyrst og fremst að vera fyrir árásarmenn, enda eru
þeir ekki svo margir, að heildarkostnaðurinn þurfi að
vera umtalsverður.
Þriðja flokkinn skipa svo stórþjófarnir í hvítu skyrtun-
um. Þeir hafa litla áhættu af fjársvikum og fjárdrætti.
Kerfið hefur ekki mannafla og kunnáttu til að fást við
þá. Þar að auki eru viðurlög oftast lægri en samansafn-
aður verðbólgugróði af hinu illa fengna fé.
Á þessu sviði þarf í mörgum tilvikum að vera unnt að
hækka og jafnvel margfalda sektargreiðslur. Þar á ofan
þarf í auknum mæli að vera unnt að beita fangelsun,
þótt líka verði að hafa í huga, að hvítskyrtungar eiga
auðvelt með að afla sér læknisvottorða um, að þeir þoli
ekki fangelsisvist.
Mestu máli skiptir þó, að rannsóknaraðilar og dóm-
stólar fái aðstöðu til að fjalla hratt og vel um fjársvik og
fjárdrætti. Við þessi embætti þarf að ráða marga endur-
skoðendur og viðskiptafræðinga, sem kunna til verka.
Mikilvægt er, að Hegningarlaganefnd hraði störfum
sínum og taki tillit til sjónarmiða á borð við þau, sem hér
hafa verið sett fram.
Taiwan veröur
ekki sett út í
hom
—fyrir því virðist haf a verið sett
trygging þegar stjórnmálasamskipti
Bandaríkjanna og Kína voru ákveðin
Hinn fasti hópur fréttamanna sem
fylgir bandarískum stórmennum, kom
nýlega til Taiwan til að fylgjast með
störfum þeirrar opinberu nefndar sem
stjórnin í Washington sendi til að
ganga frá ýmsum jnálum vegna stjórn-
málaslita landanna. Sannarlega
óvenjuleg vinnubrögð við stjórnmála-
slit enda eru stjórnmálaslit Bandarikj-
anna gagnvart Taiwan óvenjuleg og
ber ekki að með sama hætti og venju-
legt er i slíkum tilfellum. Tyrsta frétt-
in. sem fréttamennirnir sendu frá
Taiwan var sú að um það bil tíu
þúsund mótmælendur fleygðu
eggjum, tómötum og grjóti að sendi-
nefndinni, þegar hún steig frá borði á
flugvellinum við Tapei, höfuðborg
landsins.
En fréttamennirnir hugleiddu lika
hver yrðu örlög þessarar eyjar út af
ströndum Kína. Mundi herlið Peking-
stjórnarinnar gera innrás eða mundi
Taiwan sameinast meginlandinu
aftur. Fyrir þessu eru litlar líkur, i það
minnsta í bili. Her stjómar Kína er að
öllum likindum nógu öflugur til sliks
eða þá að her hinna svokölluðu þjóð-
ernissinna á Taiwan er of öflugur. Um
annars konar sameiningu verður
heldur ekki að ræða á meðan Chiang
Ching-Kuo forseti heldur völdum á
ERLEND
MÁLEFNI
Gwynne Dyeer
Taiwan. Hann er sonur Sjang kæ
Sjekk fyrrum forseta eyjarinnar og var
foringi þjóðernissinna, þegar þeir urðu
að flýja af meginlandinu árið 1948.
Mundi Taiwanstjórn halla sér meira
að Sovétríkjunum til að fá þar þá
vernd gegn Kínverjum, sem þeir teldu
sér nauðsynlega. Skoðun viðstaddra
fréttamanna var nær samhljóða um
þetta efni. Möguleikinn fyrir Taiwan-
stjórn á að beita „Rússagrýlunni”
gagnvart stjórninni í Washington væri
ekki lengur fyrir hendi. Sumir töldu
reyndar einnig að sá möguleiki á að
Taiwan snúi sér til Sovétríkjanna hafi
einmitt verið hvati fyrir Kinverja að
ganga formlega frá stjórnmálasam-
skiptum við Bandarikin hið fyrsta.
Að sjálfsögðu voru aðrar ástæður
fyrir því að skyndilegur hraði komst á
frekari samskipti Kina og Sovétrikj-
anna núna eftir um það bil fimrn ára
hlé, sem varð eftir að Nixon, fyrrum
forseti Bandaríkjanna, fór í heimsókn
til Kina. Þar má meðal annars nefna
að Kínverjar sáu fram á að styrjöldin i
hinu gamla Indókína var að gerast al-
varleg. Sá möguleiki er meira að segja
fyrir hendi að Kina dragist inn í átökin
beint. þá ekki aðeins við herlið Viet
nama eitt heldur einnig hina sovézku
stuðningsmenn þeirra.
Vegna þessa var nauðsynlegt fyrir
Kinverja að semja hið skjótasta við
vestræn ríki og þá fyrst og fremst við
Bandarikin. Þar með mundu koma
möguleikar að nýrri tækni og ýmsum
fjárfestingum erlendis frá, sem Kina
þarfnast svo mjög. Á það ekki sizt við
Brjóta tryggingafélögin
daglega hegningarlögin?
— f viðskiptum sínum og tjónþola
Fyrst lenda menn i árekstri, en siðan
stilla tryggingafélögin þeim upp við
vegg. Misnota tryggingafélögin svo
aðstöðu sína, að það varði við lög?
Fyrir nokkrum vikum vakti það
mikla athygli, að maður nokkur var
kærður — og stóð jafnvel til að
hneppa hann í gæsluvarðhald — fyrir
að hafa keypt hús í Reykjavík á um
það bil hálfvirði, og var kæruástæðan
sú, að maðurinn hefði notfært sér
„bágindi” eða „einfeldni” seljandans,
eða eitthvað i þá átt, til þess að kaupa
eignina á vildarkjörum.
Það var með öðrum orðum talið, að
seljandinn hefði verið í klipu, sem
kaupandinn hefði notfært sér — og
grætt vel á.
í verðbólguþjóðfélaginu lenda
margir í klípu út af fjárskorti, en
einnig veldur verðbólgan því, að menn
stórtapa á að eiga útistandandi fé.
Þannig er það hagstæðara að gefa eftir
25% skuldar gegn því að fá greiðslu
strax en að fá fulla greiðslu með vöxt
um eftir I—2 ár.
Dómarar
í eigin sök
Þegar menn verða fyrir því óláni að
lenda í árekstri á bifreiðum sínum,
kemur ævinlega til kasta tryggingafé-
laga um uppgjör tjónanna.
Tryggingafélögin láta athuga skýrsl
ur og skjöl vegna árekstranna og koma
svo með úrskurð sinn um bótaskyld-
una. Auðvitað eiga báðir aðilar sök í
mörgurn árekstrum, en oftast er sök
annars svo miklu meiri, að ósann-
gjarnt er að fella skaðabótaskyldu á
gagnaðilann.
Þó leyfa tryggingafélögin sér
stundum aðgera slíkt.
Eins eru dæmi um að menn treysti
ekki dómi tryggingafélaganna, þótt
réttur reynist; menn þessir eru sann-
færðir um að þeir sjálfir, en ekki trygg-
ingafélagið, fari með rétt mál. Þeir eru
þá lika með hin gömlu sannindi í huga,
að „enginn er dómari í eigin sök", og
þvi hljóti tryggingafélagið að hugsa
meira um sína eigin buddu en buddu
tjónþolans.
Dæmigert er i svona deilum, að
tryggingafélagið bjóði að bæta 75%
tjónsins, er. tjónþolinn vilji ekki sætta
sig við minna en fullar bætur.
Góður „bissniss"
tryggingafélaganna
Tryggingafélagið situr fast við sinn
keip.
Leó E. Löve
Það býður að borga 75%, en ekki
krónu umfram það. Vilji maðurinn
meira, verður hann að fara í mál, er
lokasvar tryggingafélagsins.
Manninum þykir þetta leitt, hann er
að vonum óánægður með að eiga
tækum ráðum. Hann svarar þvi til-
boði tryggingafélagsins með þessum
orðum:
„Gott og vel. Ég tek þessi 75% og
fer svo í mál vegna afgangsins, og það
mál skal ég vinna, að mér heilum og
lifandi.”