Dagblaðið - 09.01.1979, Page 11

Dagblaðið - 09.01.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979. um hernaðarframleiðslu landsins, sem mjög er vanþróuð. Jimmy Carter, forseti Bandaríkj- anna, var einnig undir nokkrum þrýst- ingi heima fyrir. Hann þurfti helzt að ganga frá stjórnmálasambandinu hið fyrsta til að brjóta ekki i bága við sam- þykktir öldungadeildar þingsins í Washington. Einnig er bandarískum fjármálamönnum mjög í mun að komast inn á kinverska markaðinn. Það á sérstaklega við um oliufyrirtæki og banka. Þeir vilja komast inn á þennan stóra markað og líta gráðug- um augum alla þá fjármuni, sem ekki fóru í kassa þeirra heldur lentu allir í kassa keppinautanna. Í september siðastliðnum lék Tai- wanstjóm sinn leik. Fulltrúi þeirra hitti fulltrúa frá sovézka sendiráðinu i Washington. Ekkert er vitað um hvað þeim fór á milli en Taiwan menn sáu svo um að Kínverjar vissu af fundin- um. Áhrifin voru skjót og nijög athyglis- verð. í byrjun desember siðastliðnum kom fram hjá Teng varaforseta Kína að Bandaríkjamenn gætu verið þess fullvissir að Pekingstjórnin hygði ekki á árás á Taiwan. Pekingstjórnin mundi heldur ekki segja neitt við því þó haldið yrði áfram að selja varnar- vopn til Taiwan eftir að formlegt stjórnmálasamband yrði komið á að fullu milli Peking og Moskvu. Sovétmenn líta þróunina austur þar með ugg að því er virðist og er það i sjálfu sér ekkert annað en búast mátti við. Blað Rauða hersins i Moskvu varaði við öllum tilburðum til að stofna nokkurs konar NATO þar sem Kina, Japan og Bandaríkin samein- uðust á Kyrrahafssvæðinu. Þætti Sovétmönnum að vonum hallað á sig i þessum heimshluta. Svo virðist þó mega álykta að sam- komulagið á milli Peking- og Washing- tonstjórnanna hafi falið i sér einhvers konar tryggingu fyrir þvi að þeir sem nú ráða á Taiwan verði ekki hafðir útundan eða lendi i styrjöld við Peking-Kína. í það minnsta á næstu árum. Það kemur glampi i augu starfs- manns tryggingafélagsins, glampi sem erfitt er að greina á milli hvort er vegna reiði eða spennu, eða kannski það sé glampi þeirra augna, sem vita af spaðaásnum uppi í erminni. Hann segir: „Nei, góði, svo einfalt er þetta nú ekki. Við borgum þér 75% og þú kvitt- ar fyrir að tjónið sé uppgert að fullu. Ef þú ert ekki tilbúinn að gefa slíka kvittun, borgum við ekkert, og þú verður að sækja alla upphæðina með málssókn.” Tjónþolinn möglar: „En hverju munar það ykkur, þið eruð hvort sem er búnir að samþykkja að þið eigið að borga 75%. Á ég lika að fara í mál út af þvi sem við erum sammála um?” En allt kemur fyrir ekki. Trygginga- félaginu verður ekki þokað og tjónþol- inn hugsar sitt ráð. Hann reiknar út að málaferli með allri gagnaöflun, frest- um, sem lögmenn veita á víxl, mál- flutningi o.s.frv., muni taka að minnsta kosti eitt ár — kannski tvö. Hann hefur ekki efni á að eiga allt þetta fé útistandandi svo lengi, og hann sér lika, að þrátt fyrir alla vexti muni verðbólgan sjá til þess, að þegar hann loks fengi peningana, þá yrðu þeir minna en 75 % af verðgildinu í dag. Tjónþolanum er nauðugur einn kostur: Hann verður að taka boði tryggingafélagsins um 75% bætur. 1 sumum tilvikum hefur trygginga- félagið örugglega metið rétt, og niður- staða málsins því sanngjörn. En oft eru tjónþolar hlunnfarnir — og tryggingafélagið hefur gert góðan bissniss. 253.gr. hegningar- laganna Tryggingafélagið hefur beitt skæðu vopni i verðbólguþjóðfélagi: Það hefur hótað að greiða ekki fyrr en eftir lang- an tima. Flestum finnst tryggingafélagið hafa stillt tjónþolanum upp við vegg, og illskiljanlegt er, að félagið lýsi sig reiðubúið til að greiða 75% tjónsins, og viðurkenni þar með greiðsluskyldu. en neiti greiðslunni nema gegn þeim afarkostum, sem þaðsjáft setur. Hver er tilgangurinn með að neita tjónþolanum um þau 75%, sem báðir aðilar eru sammála um? Það fer ekki hjá þvi að mönnum detti í hug 253. grein hegningarlaganna, því að sá ein- staklingur, t.d. verkamaður eða ein- stæð móðir, sem á útistandandi stórfé í fjárhungruðu verðbólguþjóðfélagi, hlýtur i fjárhagslegu tilliti að teljast „bágur maður”. 253.greinin er svohljóðandi: „Hafi maður notað sér bágindi ann- ars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér með löggerningi hags- muna eða áskilja sér þá, þannig að ber- sýnilegur munur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því, sem fyrir þá koma eða skyldi koma, eða hags- munir þessir skyldu veittir án endur- gjalds, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.” Gerðardómur Væri ekki gott ráð að opinberir aðil- ar — tryggingamálaráðuneytið — beittu sér fyrir því, að settur yrði á laggirnar gerðardómur, þ.e.a.s. nefnd fárra manna, sem mætu þessi mál eftir sömu gögnum og tryggingafélögin, og væri þess vegna jafn fljótvirkur og þau sjálf? Ef tryggingafélag eða tjónþoli vildu ekki una niðurstöðu gerðardómsins, mætti skjóta málum til hinna almennu dómstóla, en þau tilvik yrðu væntan- lega fá, og ef svo vel tækist til hjá gerðardóminum, að dómstólar stað- festu nær alla úrskurði hans, myndu menn láta þá nægja. Hvort þessi lausn eða önnur verður valin er augljóst, að á ástandinu verður að ráða bót fyrr en siðar. Að lokum skal það tekið fram — enda sanngjarnt — , að sem betur fer verður oft þegar í upphafi fullt sam- komulag milli tryggingafélags og tjón- þola. Leó E. Löve lögfræðingur. -—* Tímabært að Jesús Jósefsson fá íslenzkan þegnrétt Um sólhvörfin í vetur hefur meira verið rætt um Jesús Jósefsson frá Nasaret í Gyðingalandi hinu forna en fjölmörg undanfarin ár, og er það fagnaðarefni fyrir okkur sem höfum mætur á frásögnum guðspjallanna um kenningar Jesúsar og athafnir. Umræðurnar hafa þó því miður farið gamaltroðnar slóðir og birt ágreining milli þeirra sem hafa mætur á Jesúsi og hinna sem eru háðir kirkjustofnun- inni eins og hún birtist i næsta fjöl- breytilegum myndum; sá ágreiningur er næsta hliðstæður þeim sem er á milli marxista og stalínista. Ég hef litil- lega lagt orð i þennan umræðubelg og hafði ekki hugsað mér að gera það frekar, fyrr en i dag, 3ðja janúar, þegar ég sá grein i Dagblaðinu eftir góðkunningja minn Árna Björnsson safnvörð. Þáttur í námi Árna var mál- fræði, og hann hefur orðið að halda þeirri þekkingu við og auka hana í sambandi við þjóðháttasöfnun sína. Samt beygir hann orðið Jesús á þenn- an skringilega hátt: Jesús, um Jesúm, frá Jesú, til Jesú. Allir hérlandsmenn sjá á svipstundu að þessi beyging á ekkert skylt við íslenskar málreglur, og hún er ekki heldur sótt í reglur neins tungumáls sem kunnugt er um, heldur er hún fráleitur hrærigrautur. Nefni- fallsmyndin er sótt í forna grísku, þol- fallsmyndin í forna latnesku, en þágu- fall og eignarfall aftur i grisku. Þetta er ámóta tiltæki og ef ég hrærði saman dönsku og íslensku þegar ég beygði orðið Árni: Arne, um Árna, frá Arne, til Arnes. Auk þess hét hinn sagn- fræðilegi Jesús auðvitað ekki grisku nafni, heldur var arameiska megin- tungumálið í Gyðingalandi á dögum hans, og hann bar því nafnið Jeshúa að viðbættum orðunum bar Jósef, þ.e. Jósefsson. Breyting Árna á hinu raunverulega nafni Jesúsarer hliðstæð því ef ég færi að kalla sjálfan hann örn. Mér er fullkomlega Ijóst að hér er ekki um að ræða neinn hrærigraut sem Árni Björnsson hefur soðið, heldur sættir hann sig athugasemdar- laust við málfarsspjöll kaþólsku kirkj- unnar í Róm, en þau spjöll höfðu til- gang sem Árni virðist ekki gera sér neina grein fyrir. Eins og sjá má eink- ar ljóslega af guðspjöllunum var Jesús uppreisnarleiðtogi í landi sínu, beitti sér gegn rómversku hernámi, leppum hernámsliðsins og hverskyns reglum sem þau máttarvöld reyndu að inn- ræta þjóðinni. Málalok urðu þau að hann var dæmdur til dauða og kross- festur af hernámsliðinu og þjónum þess. En eftirmálin urðu lærdómsrik og eiga sér ýmsar hliðstæður í mann- kynssögunni. Jesús hafði með störfum sínum og kenningum komið þvílíku róti á hugi fólks að rómversk stjórnar- völd óttuðust, enda voru þau þá að gliðna sundur af siðferðilegri upp- lausn. Þvi var gripið til þess ráðs að breyta Jesúsi úr félaga og besta bróður í valdhafa sem rikir á himnum hátt, stuðningsmanni Rómaveldis. Helsti frumkvöðull þessarar breytingar var rómverskur þegn, Páll, siðar kallaður postuli, en hann og félagar hans gerðu Jesús að afar fjarlægum guði sem sagður var ríkja með boði og bönnum i þágu stjórnvalda. Til þess að gera hann sem fjarlægastan alþýðu voru allar kenningar hans afskræmdar, og löghelgaðar voru sérstakar beygingar á nafni hans í trássi við almenna siði, svo að almenningi þætti hann sem fjarlægastur sér og þyrði helst ekki að Kjallarinn Magnús Kjartansson nefna nafnið hans af ótta við að fara „rangt” með. Gripu þá margir til þess ráðs að nefna Jesús heldur Krist, en það er grisk þýðing á arameíska orðinu messias, sem merkir „hinn smurði”, en í því fólst að sjálfsögðu áhersla á fjar- lægð Jesúsar frá öllum almenningi. Af sama toga var það hátterni að hafa guðspjöllin ekki tiltæk á máli semal- þýða skildi og Iáta svokallaðar guðs- þjónustur einnig fara fram á óskiljan- legu tungutaki. Beyging Árna Björns- sonar (og fjölmargra fleiri, einkum skriftlærðra) á nafni Jesúsar er leifar af því háttalagi valdsmanna að gera Jesús sem fjarlægastan allri alþýðu, i öndverðu sprottnar af óvild á athöfn- um hans og orðum. Ég ber sjálfur nafn sem i upphafi var latneskt lýsingarorð og barst inn í norrænu af misskilningi, að því er heimildir herma. Ef einhver tæki upp á því að beygja nafn mitt að latneskum hætti og kalla mig Magnúm mundi ég telja hann óvildar- mann sem vildi gera mig útlægan úr is- lensku samfélagi. "Mikið hefur verið rætt um að Jesús hafi verið boðberi friðar, og ekki þarf að rannsaka guðspjöllin ýtarlega til þess að fá það staðfest. En friðarsinnar geta einnig fyllst heilagri reiði og svo fór Jesúsi þegar hann kom til Jerúsa- lemborgar í síðasta sinn. Um það segir svo i Jóhannesar-guðspjalli, öðrum kafla, 13da til 16da versi: „Og páskar Gyðinga fóru i hönd, og Jesús fór upp til Jerúsalem. Og hann fann í helgidóminum þá, sem seldu naut og sauði og dúfur, og vixlarana sitjandi þar. Og hann gjörði sér svipu úr köðlum og rak allt út úr helgidóm- inum, bæði sauðina og nautin; og hann steypti niður smápeningum víxl aranna og hratt um borðum þeirra. Og við dúfnasalana sagði hann: Takið þetta burt héðan: gjörið ekki hús föður mins að verslunarbúð.” Ég veit ekki hvort launaðir prédik- arar islenskra safnaða gera mikið að þvi að draga upp mynd af Jesúsi með kaðlasvipu, þar sem hann grýtir frá sér peningum og hrindir borðum. Slíkar upprifjanir kynnu einnig að leiða til háskalegra viðbragða eins og nú er komið hérlendis. Það hefur færst mjög i vöxt að kirkjur og veislusalir séu í sömu húsakynnum, og i veislusölun- um er boðið upp á hvers kyns góðgæti til að kitla bragðlauka i sambandi við skirnarathafnir, fermingar, giftingar og fleiri atburði. Hvað skyldi gerast ef einhver aðvifandi maður ryddist inn i slíkan veislusal. hellti kaffi, tei, súkku laði og kóki yfir kjóla prúðbúinna kvenna en kastaði rjómatertum framan i jafn vel klædda karla? Skyldi þeim manni nokkuð stoða að segjast fylgja fordæmi Jesúsar? Ætli Heródes og Pílatus yrðu ekki vinir í staðinn, einsogfyrri daginn? Ég sé i grein Áma Björnssonar að eitthvað hefur verið minnst á guð i sambandi við umræðurnar um Jesús. Ekki verður annað séð af guðspjöllun um en Jesús hafi aðeins talað um guð á sama hátt og þá tíðkaðist í gyðing dómi. Jesús kallar áheyrendur sína og sjálfan sig einatt börn guðs, en i ger- völlum guðspjöllunum er hvergi starf- krók að finna sem beri það með sér að Jesús hafi talið sig barn guðs urnfram aðra menn. Kenningin um að hann hafi verið sonur guðs umfram aðra er ekki frá honum komin, heldur þeim . sem vildu fjarlægja hann sem niest allri alþýðu. Jesús kallaði sig hins veg- ar oft mannssoninn og lagði á það mikla áherslu; og einmitt i því orðafari er að finna lykilinn aðathöfnum hans og kenningum. Ég ætla mér ekki að sinni að halda lengra út I umræður um Jesús Jósefs- son; ætlun mín var fyrst og fremst sú að leggja til að honum verði loksins veittur jtegnréttur á tslandi í samræmi við lög um rikisfang, þvi auðvitað lifir hann góður lífi enn, eins og umræð- urnar um vetrarsólhvörf hafa sannað. Sjálfsagt er að hann haldi því nafni sem lengst hefur verið um hann notað, þó hann héti þvi aldrei, en jafn einsætt er að nafn hans verði fcllt að íslensk um beygingarreglum; Jesús, um Jesús, frá Jesúsi, til Jesúsar. Þá yrði hann, ennþá nákomnari okkur sem þykir1 vænt um hann. Magnús Kjartansson. astur sér ... ” Ég veit ekkij hvort launaöir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.