Dagblaðið - 09.01.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979.
Nosferatu
Werner Herzog vinnur um þessar
mundir að gerð myndar um Nosferatu
Margt virðist benda til að 1979
verði ár Dracula. Tvær stórmyndir um
Dracula eru í uppsiglingu og ber þar
fyrst að nefna Nosferatu, sem Werner
Herzog undrabarn þýskrar kvik-
myndagerðar leikstýrir. Hin myndin
ber gamalkunna heitið Dracula og er
framleidd af Universal með Frank
Langella í aðalhlutverki. Einnig hefur
heyrst að Ken Russel ætli að fást við
sama efnivið.
Flestir hafa kynnst Dracula gegnum
annars flokks myndir sem sýndar hafa
verið í kvikmyndahúsum borgarinnar.
Flestar þessar myndir hafa verið
breskar og framleiddar af Hammer
Film með Christopher Lee í aðalhlut-
verkinu. En það eru færri sem hafa
séð fyrstu myndina um Dracula sem
var Nosferatu. Var það W.C. Murnau
sem leikstýrði henni 1922.
Faðir Dracula
Litum nú lengra aftur og athugum
bakgrunninn að Dracula. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem ég hef undir
höndum hafa þjóðsögur um blóðsugur
lengi verið við lýði. Einnigeru til skjal-
fest dæmi um geðveika einstaklinga
sem hafa neytt mannablóðs. Sjálft
nafnið Dracula hefur verið tileinkað
rithöfundinum Bram Stoker sem skrif-
aði samnefnda sögu 1897. Nafnið
virðist haft eftir prinsinum Vlad
Dracul, harðstjóra miklum sem var
uppi á 15. öld. Tilefni bókar Stoker er
þó óljóst, því ekkert bendir til að Vlad
Dracul hafi verið blóðsuga. Aftur á
móti virðist Stoker hafa kynnt sér ævi
Elizabeth Bathory (fædd 1560), sem
var allævintýraleg. Naut hann þar
stuðnings bókar Sabine Barinf-Gould,
sem nefndist The Book of Where-
wolves.
Sagan kvikmynduð
Það var svo 1922 sem Murnau gerði
mynd sína Nosferatu, Eine Sym-
phonie Des Grauens. Virtist myndin
hafa verið byggð að mestu á bók Stok-
er þótt nöfnum og fleira smávægilegu
hafi verið breytt. Orsakaði þetta mála
ferli um höfundarrétt, sem endaði með
dómi á þann veg aðöll eintök myndar-
innar skyldu eyðilögð. Sem betur fór
hafði tekist að selja nokkur eintök úr
landi svo þessi mynd glataðist ekki að
eilífu.
Baldur Hjaltason
Nosferatu hefur löngum verið talin
eitt besta dæmi um þýskan expression-
isma í þýskri kvikmyndagerð. Leik-
stjórinn Friedrich Wilhelm Murnau er
líklega stærsti brautryðjandj þýskrar
kvikmyndagerðar fyrr og síðar. Mynd-
ræn meðferð hans var mjög sérstæð.
Hann reyndi ekki að fegra myndir
sínar heldur hélt hann sig við kaldan
raunveruleikann.
Rottuplága
Það kemur því ekki svo á óvart að
einn efnilegasti kvikmyndagerðar-
maður vorra tima, Þjóðverjinn Wern-
er Herzog, skuli vera að kvikmynda
Nosferatu að nýju. Hér fær hann
tækifæri til að reyna sig gagnvart
gamla meistaranum. Sjálfur segir
Herzog: „Mynd Murnau um Nos-
feratu er myndrænust allra þýskra
kvikmynda. Hún spáði tilkomu nas-
ismans í atriðinu þegar Dracula
hreiðrar um sig i Þýskalandi ásamt
rottunum sínum sem bám með sér
drepsóttina. Einnig gaf myndin þýskri
kvikmyndagerð reisn sem týndist fljótt
á Hitlerstímabilinu. Við erum að
reyna með myndinni að byggja þrönga
brú yftr til þessa timabils, þ.e. halda
reisn yfir menningu okkar og kvik-
myndagerð. Við erum ekki að endur-
kvikmynda Nosferatu heldur að
endurlífga og aðlaga hana og persón-
urnar nýjum og breyttum tíma.”
Þekktur leikstjóri
1 útgáfu Murnau á sögu Stoker
fylgjumst við með fasteignasala,
Jónatan Hutter, sem er sendur af yfir-
manni sinum til Transylvaníu til að
selja Nosferatu húseign. Nosferatu sér
mynd af Ellen, eiginkonu Jónatans, og
fellur fyrir fegurð hennar. Eftir heim-
komu Jónatans fer Ellen að dreyma
tilvonandi komu Nosferatu. Skömmu
síðar kemur kappinn á skipi sem ber
kistu hans ásamt fylgdarliðinu, sem er
rottuskari. Hefst nú mikili darraðar-
dans, sem endar með dramatísku falli
Nosferatu.
Herzog heldur sig við þennan efnis-
-þráð en hefur breytt nöfnunum i sam-
ræmi við bók Stoker. Það sem tengir
þá Murnau og Herzog saman er hve
þeir eru gifurlega myndrænir. Þeir
sem hafa átt þess kost að sjá myndir
Herzog hafa hrifist af frumlegri og
einfaldri en þó magnþrunginni mynd-
byggingu þeirra. Sjónvarpið sýndi eitt
þekktasta verk hans um Kaspar Haus-
er og á listahátið var sýnd myndin
Stroszek. Fjalakötturinn, kvikmynda-
klúbbur framhaldsskólanna, lagði
einnig sitt af mörkum og sýndi sl.
vetur heimildamyndina um skíða-
stökkvarann Steiner, Glerhjartað og
Dverga. í vetur er fyrsta mynd hans í
fullri lengd á dagskrá, en það er Lífs-
mark sem hann gerði 1968 á eyjunni
Krít. Murnau er líklega þekktastur hér
á landi fyrir mynd sína Der Letze
Mann, sem hefur verið sýnd í sjón-
varpinu.
Borgin Delft
Herzog fór viða um heim þegar
hann var að kvikmynda Nosferatu.
Eins og Murnau vildi hann ekki nota
kvikmyndaverin og tók því myndina í
Tékkóslóvakíu, V-Þýskalandi og í
borginni Delft í Hollandi. 1 Delft lenti
hann i miklum vandræðum. Borgar-
búar voru á móti honum og aðstoðar-
mönnum hans vegna þess að of margir
mundu hernám Þjóðverja. Herseta
þeirra hafði skilið eftir djúp ör og varð
til þess að Herzog hafði mjög takmark-
að athafnasvið. Hann vildi ekki breyta
um borg vegna þess að Delft er ein af
fáum borgum Hollands sem hefur
haldið svip sínum óbreyttum.
Eitt stærsta vandamálið var neitun
borgarstjórans um afnot af götum
borgarinnar til að kvikmynda atriðið
þegar rotturnar ráðast inn í bæinn úr
skipi Nosferatu. Herzog hafði keypt
10.000 stk. af tilraunarottum sem
Ekki er allt gull sem glóir
Lausleg úttekt á jólamyndum kvikmyndahúsanna 1978
Þótt sjálf jólahátíðin sé nú yfir-
staðin þá sýna flest kvikmyndahúsin
enn jólamyndir sínar. Sé litið yfir
heildina sést að flestar þeirra eru
bandarískar og það sem á vantar eru
breskar myndir. Allar eiga þær
sameiginlegt að vera „stórmyndir”,
þ.e. að hafa gengið vel fjárhagslega á
erlendri grund.
Ef litið er á efnishliðina þá virðist
gamanmyndin hafa farið með sigur af
hólmi. Þar er meistarinn Chaplin með
sína hárfínu ádeilu og fyndni í farar-
broddi með stuttu myndirnar
PÍLAGRÍMURINN og AXLIÐ
BYSSURNAR. Eru þetta raunareinu
myndirnar er skilja eitthvað eftir hjá
áhorfendunum, því hinar eru hreinar
afþreyingarmyndir. Ég hef í sjálfu sér
ekkert á móti þessum afþreyingar-
myndum, því þær þjóna sínum
tilgangi, en þetta er einum of stór
skammtur. Það þarf að bjóða upp á
fjölbreyttara efnisval og efnismeiri
myndir á svona stórhátíðum. Ef svo
væri er ég sannfærður um að það
tækist að laða eldri áhorfendur að, þ.e.
þá sem annars sætu heima og horfðu á
imbakassann vegna þess að kvik-
myndahúsin byðu ekki upp á neitt
skárra. Ég er lika sannfærður um að
Chaplin myndirnar draga að áhorf-
endur sem leggja ekki í vana sinn að
sækja kvikmyndahús.
Sittaf
hverju tagi
Snúum okkur nú aftur að ástandinu
eins og það var um jólin og lítum aftur
á gamanamyndirnar. Þar gat að líta
flestar gerðir gamanmynda, ærsla-
fullar jafnt sem fingerðar. Sú sem kom
mér einna mest á óvart er reyndar
auglýst sem spennandi úrvals saka-
málamynd í litum. Þótt efnið í
MORÐ UM MIÐNÆTTI sé sakamál
þá er það tekið fyrir á gamansaman
máta. Peter Sellers fer þar á kostum
ásamt blinda yfirþjóninum, sem Alec
Guinness leikur. Þótt oft sé hama-
gangur í öskjunni þá fer myndin ör-
sjaldan yftr markið og er það kostur
hennar.
Það tekst Mel Brooks hins vegar
ekki í SILENT MOVIE. Yfirferð hans
er svo mikil, þeyst úr einu í annað, að
áhorfendum þykir oft nóg um. Inn á
milli koma þó óborganlegir brandarar.
Mel Brooks er búinn að skapa sér per-
sónulegan stíl, svo áhorfendur vita
svona nokkurn veginn að hverju þeir
ganga. Sama gildir um myndina
BLEIKI PARDUSINN LEGGUR
TIL ATLÖGU. Þeir sem hafa gaman
af Peter Sellers verða ekki fyrir von-
brigðum, en þetta er nú samt sem
áður fjórða myndin í röðinni og fólk
fer nú að verða leitt á vandræðum
Inspector Clouseau.
Að teygja
lopann
HIMNARIKI MÁ BÍÐA sker sig
úr hinum gamanmyndunum að því
leyti að áhorfendur glotta hið innra án
þess að hlæja upphátt. Þetta er ósköp
látlaus mynd sem er fljót að gleymast.
Ef til vill er ástæðan bandaríski fót-
boltinn, sem skipar töluverðan sess 1
myndinni og fáir virðast skilja. Þá er
ótalin Disney gamanmyndit ‘ v ir fjöl-
skylduna, sem ber heitið LUKKU-
BÍLLINN í MONTF CARLO.
En hvað um afganginn? Jú, þar fá-
um við að kynnast ókind, dauða og
kúlnaregni. Oft hefur Clint Eastwood
staðið sig betur en í myndinni 1
KÚLNAREGNI. Ef til vill er ástæðan
handritið sem krefst töluverðra
samræðna af hálfu Eastwood en að
mínum dómi' eru myndir hans þeim
mun betri eftir þvi sem hann segir
minna í þeim. Samkvæmt aðsókn að
myndum Eastwood virðist hann þó
15
Klaus Kinki i hlutverki Nosferatu.
voru ófrjóar og varð að flytja þær
burtu í aðra borg þar sem atriðið var
kvikmyndað, þó í smækkaðri útgáfu
heldur en upphaflega var áætlað.
Þrátt fyrir þessi vandkvæði tókst að
ganga frá kvikmynduninni þannig að
Herzog var ánægður.
Endalok Nosferatu.
Herzog
á tímamótum
Þessi mynd markar timamót a erli
Herzog á fleiri en einn máta. Til
dæmis er þetta fyrsta mvnd hans sem
er fjárntögnuð af bandarísku dreifing-
árfyrirtæki. Twenty Century Fox
ásatnt franska fyrirtækinu Gaumont
og þýskri sjónvarpsstöð leggja til fjár-(
magnið. Samt sem áður hefur Herzog
alveg frjálsar hendur.
Aukið fjármagn hefur hann notað
m.a. til að fá þekkta leikara til liðs við
sig. Nosferatu er leikinn af Klaus
Kinki en önnur stórnöfn eru franska
leikkonan Isabelle Adjani, sem gat sér
gott orð I mynd Truffauts um Adelene
H, og svo Bruno Gans sem var í
myndinni Ameríski vinurinn. Hvort
þetta verður Herzog til góðs verður
ekki hægt að segja fyrr en gerð mynd-
arinnar er lokið. Samstarf hans við
Twenty Century Fox virðist þó ætla
að halda aliam, þvi nsista mynd hans,
Fitzarraldo, sem gerist i Perú um alda-
mótin, r fjármögnuð af bandaríska
fyrirtækinu.
aldrei gera lélega mynd fjárhagslega,
þótt efnið sé svona og svona.
Aðlítaá
klukkuna
Miðað við þann fjölda bóka sem
Agatha Christie hefur ritað er undrun-
arefni hve fáar hafa verið kvikmynd-
aðrar. Yfirleitt er um gott efni að
ræða en mjög vandmeðfarið.
DAUÐINN Á NÍL er liklega nýleg-
ust þeirra kvikmynda, sent byggðar
hafa verið á bókum hennar. Likt og í
myndinni Morðið á Austurlanda-
hraðlestinni þá er þessi mynd mjög
iburðarmikil og margt frægra leikara.
Peter Ustinov í hlutverki belgíska
sporhundsins er óborganlegur og
heldur óneitanlega myndinni uppi.
Einnig er gaman að sjá Bette Davis og
David Niven, sem þvi núður sjást allt
öf sjaldan á hvíta tjaldinu.
Eins og með margar sakamála-
myndir þá byggist allur efnisþráðurinn
upp á lokaatriðinu þegar hulunni er
svipt af morðingjanum. í
DAUÐANUM Á NÍL tekur þetta
langan tíma og mikið er um endur-
tekningar. Það ar þvi ekki að á-
stæðulausu að áhorfendur eru yfirleitt
orðnir æði langeygðir eftir endinum.
Um ÓKINDINA er fátt að segja.
Það hefur löngum þótt merki um
langa og einhæfa atburðarrás að lita á
klukkuna meðan á sýningu stendur.
Stærsti galli myndarinnar er að hún
virkar sem endurútgáfa en ekki fram
hald á Jaws. Svo getur ekki hver sem
er farið í fótspor Spielberg.
Þegar jólamyndirnar hata runnð
sitt skeið á enda verður forvitnilegt að
sjá hvað kvikmyndahúsin draga fram i
dagsljósið. Eftir þeim upplýsingum
sem ég hef aflað mér luma sum kvik-
myndahúsanna á forvitnilegum
myndum en óvlst erhvenær .ær verða
sýndar. Vonandi fáum við ekki aðra
andlega ládeyðu eins og var fyrir ára
mótin.
vsm?