Dagblaðið - 09.01.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.01.1979, Blaðsíða 24
Skeytamálið: HAFNAÐISATTARBODI RÍKISSAKSÓKNARA —og vill láta reyna á réttmæti brottvikningarinnar f rá Pósti og síma „Mér var boðið að Ijúka málinu með sátt upp á hundrað þúsund króna sekt en ég hafnaði þvi, enda vil ég að málið fari fyrir dómstóla. Mér finnst þetta vera veigamikil spurning um rétt opinberra starfsmanna,” sagði fyrrv. símritari í Reykjavík í samtali við blað- ið i gær, en hann er sá sami og viður- kenndi i sumar að hafa sent blaðinu falskt skeyti um fjárhagsstuðning norskra jafnaðarmanna við Alþýðu- flokkinn. Manninum var vikið úr starfi hjá Pósti og sima um stundarsakir um leið og Ijóst var að hann hafði sjálfur samið skeytið og skömmu siðar var hann látinn fara fyrir fullt og allt. „Ég tel að uppsagnarákvæði i samningum opinberra starfsmanna við ríkið hafi verið túlkuð ákaflega frjálslega þegar mér var sparkað,” sagði maðurinn í samtalinu við DB. „Mér var sagt upp strax og fékk aðeins hálf laun i einn mánuð. Ég missi öll min réttindi vegna þessa, uppsagnarfrestinn og annað. Ég tel mig eiga inni þriggja mánaða laun hjá ríkinu og jafnvel meira — það fer eftir úrslitum málsins. Á þetta vil ég láta reyna og þess vegna hafnaði ég sáttartilboði ríkissaksóknara.” ÓV. Jarðborarnir Glaumur og Narfi enn fastir: Tjónið nemur milljón ádag — aðkallandi verkefni á Blönduósi Jarðborinn Narfi hefur nú verið fastur á annan mánuð í Öngulsstaða- hreppi og sömu sögu er að segja af jarð- bornum Glaumi, sem hefur verið fastur á Svalbarðseyri frá því fyrir jól. Starfs- mönnum Orkustofnunar tókst ekki að ná bornum upp fyrir jólaleyfi, en sam- kvæmt upplýsingum ísleifs Jónssonar, forstöðumanns Jarðborunardeildar, fóru menn norður fyrir helgi og vinna nú við losun boranna. Sjö manns vinna við losun hvors bors, en talið er mun erfiðara að losa um Narfa, þar sem sjálfar borstangirnar eru í holunni. Þessi óhöpp valda miklum óþægindum að sögn ísleifs og fyrir utan mikinn kostnað vegna tafa, þá er hætt við að tæki tapist, sem eru bæði dýr og oft er erfitt að endurnýja. Isleifur sagði að afgreiðslufrestur væri um tveir til þrír mánuðir á varahlutum. Hann sagði að ekki væri ólíklegt að kostnaður vegna þessara tafa næmi um einni milljón króna á dag. Næg verkefni bíða jarðboranna og gert er ráð fyrir því að Narfi verði sendur til Blönduóss strax og færi gefst, en verkefni þar eru aðkallandi, þar sem Hitavcita Blönduóss er illa sett með vatn. Þá bíða næg verkefni fyrir báða borana i Eyjafirði og bora verður fleiri holur fyrir Hitaveitu Akureyrar og einnig holur við Grenivík og Hrafnagil. JH. Þeir eru kankvísir ð svip, guttamir tveir, sem standa þama í „fshellinum" og gæða sér ð dýrindis grýlukertum — sem nóg er af f þessari tfð. DB-mynd: Kristján Ingi. Margt gerist á Isafirði: YFIRLOGREGLUÞJONINN FLUTTUR í LÖGREGLUUÐ REYKJAVÍKUR Yfirlögregluþjónninn á ísafirði, Skarphéðinn Njálsson, lét þar af störf- um um áramótin og mun taka upp lög- reglumannsstörf i umferðardeild lög- reglunnar i Reykjavík. Varð þessi breyting á með mjög skömmum fyrir- vara en var gerð að frumkvæði og með milligöngu dómsmálaráðherra sjálfs, sem einnig er einn af þingmönnum Vestfjarðakjördæmis. Skarphéðinn var lögreglumaður í Keflavík áður en hann tók við yfirlög- reglumannsstarfi á lsafirði. í Keflavík tók Skarphéðinn á sínum tíma þátt i handtöku Guðbjarts heitins Pálssonar og var leystur frá störfum um stundar- sakir á meðan rannsókn þess máls stóð yfir. Með ráðherrabréfi fékk hann síðan lausn frá störfum í Keflavík um eins árs skeið, en þrátt fyrir ráðherra- bréfið mun hann ekki hefja störf aftur í Keflavík, heldur í lögregluliði Reykjavíkur. Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði i samtali við DB að setning Skarphéð- ins i yfirlögreglumannsstarfið hefði ekki verið framlengd. „Með sam- komulagi við hann og í góðum sáttum hefði orðið að ráði að hann flyttist í Reykjavíkurlögregluna.” Baldur tók fram að ekki væri fundið að störfum Skarphéðins sem yfirlögregluþjóns. DB hefur heyrt að Skarphéðinn hafi verið mjög vel látinn af borgurum á ísafirði og að hann hafi i starfi sínu komið mörgu góðu til leiðar. Hins veg- ar hafi aðrir lögreglumenn á staðnum haft horn í siðu hans. DB náði i Skarphéðin á heimili hans í Keflavík. Vildi hann ekkert um þessa breytingu ræða. -ASt. frfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 9. JAN. 1979. Hóstað fullum hálsi — í hörku diskó — Samstarfsnefnd um reykingavarnir gefur út hljómplötu sem kostareins ogeinn sígarettupakki „Reyklaus dagur” verður 23. janúar nk. eins og DB hefur greint frá. Sam- starfsnefnd um reykingavarnir mun af því tilefni gefa út plötu og verður fyrsta upplag stærra en áður hefur þekkzt með islenzkar plötur, eða tiu þúsund eintök. Á plötunni verða fjögur lög, eða i raun ekki nema tvö. Á annarri hliðinni eru tvö lög sungin og „hóstuð”, en á hinni eru lögin spiluð, þannig að auðvelt er að syngja og „hósta” fullum hálsi. Lögin eru eftir Jóhann G. Jóhannsson. Plata þessi mun kosta sama og einn sígarettupakki eða 565 kr. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum, hvort sé betri fjárfesting „líkkistunaglarnir” eða hljómplatan. Platan er í fjörugum diskó- stíl og ætti engum að leiðast meðan hún er spiluð og allra sízt eftir að sá hinn sami hefur ákveðið að fjölga „reyk- lausum dögum” ævi sinnar og þá jafn- framt þeirra sem hann umgengst. -JH. Jólagjöf til heild- salanna Mikil gleði ríkir nú meðal innflytjenda vegna þess að nú hefur verið aflétt skyldu til að greiða inn á geymslufjárreikning 10% af vörulánum erlendis frá. Á þessa innborgunarskyldu hefur verið litið eins og hverja aðra skatt- lagningu, sem margir hafa talið ósann- gjarna og naumast rökstudda. Nú er henni sem sagt aflétt. hvort sem önnur fjárbinding kemur i hennar stað eða ekki. -BS. Kviknaðiíútfrá miðstöðvarkatli Laust eftir kl. 8 i morgun var Slökkvi- liðið í Reykjavík kvatt að Karlagötu 3. Þar var eldur laus í geymsluherbergi og var talið að kviknað hefði út frá miðstöðvarkatli í næsta herbergi, þar sem verið var að brenna rusli. 1 geymslunni var mikið af fatnaði sem hefur hitnað í með þeim afleiðingum að eldur hefur kviknað. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en tjón varð töluvert af völdum reyks. -GAJ- /yKaupið^ TÖLVUR _ I* QG TÖLVUUI BANKASTRÆTI8 ^V!I275^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.