Dagblaðið - 29.01.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
’ogvömbinfuM” Leigjendasamtökin
óánægð með saksóknara
Þann 31. okt. 1978 sendu Leigj-
endasamtökin bréf til embætta rikis-
saksóknara, rannsóknarlögreglu ríkis-
ins og lögreglustjórans i Reykjavik,
þar sem óskaö var rannsóknar á starf-
semi nokkurra húsaleigumiðlara í
Reykjavik. Ástæða þessarar bónar var
tilgreind í bréfinu, byggð á kvörtunum
margra manna til skrifstofu Leigjenda-
samtakanna undan þessum leigumiðl-
unum. Auk þeirra leigumiðlana sem
taldar voru upp í bréfinu, var þess
getið að fleiri leigumiðlanir kynnu að
starfa hér, þótt okkur væri það ekki
kunnugt og kvartanir hefðu ekki bor-
izt þeirra vegna. Voru helztu kvörtun-
arefnin talin upp I bréfinu.
Umrætt bréf var samið i samráði
við lögmann og dreifing þess til fyrr-
nefndra þriggja aðila var einnig að
hans ráðum. Voru rök hans þau að
verkaskipting embættanna væri svo
óljós að ekki væri á hreinu hvert bæri
að senda erindi sem þetta og því bezt
að þau réðu því með sér.
Nokkru eftir að bréfið var sent.
hafði ég samband við embætti rann-
sóknarlögreglu rikisins. Þar var strax
kannazt við málið og harmað að það
skyldi einnig sent saksóknara. Var
fyllilega gefið í skyn að rannsóknarlög-
regla hefði brugðið fljótar við, ef er- ^
indið hefði einungis verið sent til
hennar. Ég hringdi þá til ríkissaksókn-
ara og spurði hann um málið. Sak-
sóknari virtist ekki jafnfús til skjótra
viðbragða og hafði uppi nokkrar vífi-
lengjur, m.a. þær að ekki væri hægt að
rannsaka starfsemi heilla stétta og
nefndi til dæmis bændur og heildsala.
Þó lofaði hann að láta kanna hvort
leigumiðlunarfyrirtæki þyrftu starfs-
leyfi og væru bókhaldsskyld. Að-
spurður sagði saksóknari að vildum
við fá fram rannsókn á starfsemi til-
tekinna fyrirtækja yrðum við að leggja
fram ákveðin dæmi frá sérstökum til-
greindum aðilum. Lauk samtalinu á
þann veg að ég ítrekaði það sem stóð í
bréfinu að Leigjendasamtökin væru
reiðubúin til allrar aðstoðar sem þau
gætu veitt og þar með að nefna til
ákveðin dæmi.
Gerðist nú ekkert í málinu þar til
snemma í þessum mánuði að skrif-
stofu Leigjendasamtakanna barst bréf
frá embætti ríkissaksóknara dags. 5.
jan. 1979 þar sem erindi samtakanna
er hafnað „eins og það er úr garði
gert” svo sem segir í bréfinu. Embætti
saksóknara hafði aldrei samband við
skrifstofu Leigjendasamtakanna og
leitaði ekki eftir þeirri aðstoð sem
boðin var. Ekki er heldur nefnt hvort
athuguð hafi verið bókhaldsskylda og
starfsleyfi, eins og lofað var. Finnst
mér þetta svar og reyndar allur mála-
tilbúnaður embættis saksóknara i
þessu máli bera keim af fyrirslætti og
vægt sagt litlum áhuga á að verða við
beiðni okkar.
Eins og margir vita, spretta leigu-
miðlanir upp hér og hvar og hverfa
stundum fljótlega aftur. Virðist þá til-
gangur þeirra helzt sá einn að safna
fólki á skrá og láta það borga fyrir og
stinga síðan af með peningana án þess
að veita þjónustu á móti.
I það minnsta tvær leigumiðlanir
sem tilgreindar voru í oftnefndu bréfi
og mikið auglýstu á síðasta ári og virt-
ust hafa talsverð umsvif, finnast nú
ekki lengur og svara aldrei sima. Orð-
sveimur hefur borizt til okkar þess efn-
is að öðru þessu fyrirtæki hafi verið
lokað af opinberum aðilum. Sönnur á
því veit ég ekki og mun því ekki ræða
það frekar hér. Um hitt fyrirtækið
vitum við að því hefur eigandi lokað
Raddir
lesenda
sjálfur og ráðið sig i vinnu úti á landi.
Bjó hann hér í leiguíbúð þar sem hann
skuldaði leiguna o.fl. og leigði síðan
öðrum í heimildarleysi. Þegar nýi leigj-
andinn hugðist flytja inn var lokað
fyrir allt, hita, rafmagn og síma sem
fylgja átti íbúðinni og leigusali mættur
á staðnum að tilkynna útburð. Varla
þarf að taka fram að nýi leigjandinn
var búinn að borga miðlaranum a.m.k.
hálft árið fyrirfram án þess að fá kvitt-
un, og stóð á götunni samt. Bæði þessi
fyrirtæki virðast hafa tekið fullt gjald.
af fólki fram á síðasta dag og lofað
þjónustu í mánuð að minnsta kosti.
20.jan. 1979
Jón frá Pálmholti,
form. Leigjendasamtakanna.
Mikið er um leiguhúsnæði I gamla miðbænum i Reykjavik. Ásgeir Tómasson tók þessa mynd af honum úr loftbelg.
STERKASTA RYKSUGA
,-jfT í HEIMI
ítíSfk HOOVER S-3001
Hoover S-3001 er á margart hátt lang sterkasta heimilisryksuga
sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þtn teppi af hvers
kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir þvi hvað hentar.
Þér til mikils vinnuhagrœðis er rofinn íhandfanginu, undirþumal-
fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog-
stykki sérfyrir þvt. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001
einkar lipra i snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þín.
Til þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber
sjálf öll hjálpartœki, svo núgeturþú loksins haft fulltgagn af þeim.
Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án
tcemingar.
Hringlaga lögunin gefur
hinum risastóra 12 lítra
rykpoka ncegjanlegt rými.
HOOVER
er heimilishjálp.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
SENDUM
B/EKLINGA
Guðjón Garðarsson, bilstjóri hjá Coca-
Cola: Já. Ég fylgist með þessum þætti og
mér finnst hann mjög góður og tel að
hann gefi rétta mynd af ástandinu eins
og það var. Ég ætla að fylgjast með
þessum þáttum áfram.
Sigurður Sigurðsson, bilstjóri hjá Coca-
Cola: Já. Ég hef fylgzt með honum frá
byrjun og ekki misst úr þátt. Mér finnst
þessir þættir mjög fínir og vel leiknir.
Margrét Þórólfsdóttir, 10 ára: Já. Ég
hef stundum horft á hann og mér finnst
hann bara ágætur og Kúnta Kinte
beztur.
Erla Reynisdóttir, 12 ára: Já. alltaf. Mér
finnst hann alveg ágætur, spennandi og
vel leikinn.
Inga Dóra Sigvaldadóttir, 12 ára: Já. Ég
hef horft á þá alla. Þeir eru æöislegir. Ég
vorkenni Kúnta Kinte, það er farið svo
illa með hann. Ég ætla örugglega að
fylgjast með þessum þáttum áfram.
Áslaug Jónsdóttir, 14 ára: Ég hef séð
alla þættina og mér finnst þeir mjög
skemmtilegir. Jú. Ég vorkenni Kúnta,
Kinte. Það er farið heldur illa með hann.
Það mættu vera fleiri svona þættir í
sjónvarpinu.
Spurning
dagsins
Fylgistu með sjón-
varpsþættinum
Rætur?