Dagblaðið - 29.01.1979, Page 4
4
Fyrirtœkið LISTGLER
getur nú afgreitt blýlagt gler
á skömmum tíma. — Hring-
ið eða komið og kynnið
ykkur verð
LISTGLER
Grandagarði 5
Sími 29412
® Lausar stöður
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að
ráða í eftirtaldar stöður:
1. Deildarverkfræðing, aðalstarfssvið við hita-
og hreinlætislagnir. Laun samkvæmt kjara-
samningi Stéttarfélags verkfræðinga og
Reykjavíkurborgar.
2. Tæknifræðing með starfsreynslu á sviði
byggingatækni. Laun samkvæmt kjara-
samningi Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar.
Upplýsingar um fyrri störf ásamt prófskírteini,
sendist með umsókn fyrir 9. febrúar n.k. til
byggingarfulltrúans í Reykjavík, Skúlatúni 2.
Clarks
kvöldskór,
mikið úrval
Laugavegi 60 —
Sími 21270
Litur: svart
Verð kr. 13.900.-
Skósei
Lrtur: svart
Verðkr. 13.640.-
Póstsendum
Litur: svart og grétt
Verðkr. 10.480.-
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANUAR 1979.
ðl-
DB á ne ytendamarkaði
Verðkönnun Neytenda-
samtakanna á Akranesi
Akranesdeild Neytendasamtak-
anna, sem stofnuð var i vetur, hefur
svo sannarlega ekki setið auðum
höndum. Deildin hefur nú þegar geng-
izt fyrir tveimur verðkönnunum. Sú
siðari var gerð 15. janúar sl. í sex
verzlunum á Akranesi. Borið var
saman verð á 45 vörutegundum.
Ekki virðist tiltakanlega mikill verð-
munur á milli verzlana á Akranesi
nema á einstaka vörutegundum.
Athyglisvert er þó að 1/2 kg af
púðursykri er ódýrast á 162 kr. (í erl.
pakkningu) en 1/2 kg af uppvigtuðum
púðursykri kostar 212. Á Ota hrís-
mjöli munar 150 kr. og á uppvigtuðu
kartöflumjöli munar 45 kr. Á sveskj-
um munar 120 kr. á 1/2 uppvigtuðu
kg. Enn meiru munar þó á rúsínunum
eða 265 kr., en þær eru einnig uppvigt-
aðar. 286 kr. mismunur er á hæsta og
lægsta kókómaltverðinu. 158 kr. mis-
munur er á verðinu á barnamjöli, sem
kostar þó ekki nema 358 kr. hæsta
verð. Dálítið undarlegur verðmunur er
á stóru Prins pólói, eða 40 kr. Lægsta
verðið er 90 kr. en siðan 125,130 og
125 kr. Þetta vinsæla súkkulaðikex
var uppselt á tveim stöðum.
Kaupmenn
óánægðir
Komið hefur fyrir að kaupmenn
hafa látið í Ijósi óánægju sína með
verðkannanir sem Neytendasamtökin
og DB hafa gert. Segja gjarnan að ekki
sé raunhæft að gera verðsamanburð í
verðbólguþjóðfélagi eins og hjá okkur.
Það má vel vera að verðsaman-
buröur hér á landi sé ekki jafn
raunhæfur og hann er annars staðar
þar sem gengi gjaldmiðils er stöðugt.
Hins vegar hefur almenningur áhuga
á verðkönnunum. Þær veita líka áreið-
anlega ákveðið aðhald, gætu jafnvel
stuðlað að þvi að kaupmenn kysu
heldur að gera hagkvæm innkaup til
þess að laða til sin viðskiptavini með
hagstæðu vöruverði.
Það er því rétt að taká fram, að
neytendur hafi í huga er þeir lesa verð-
kannanir, að þótt vöruverð sé hærra í
einni verzlun en annarri þýðir það alls
ekki að kaupmaðurinn sé að svindla.
Hans vara er e.t.v. nýkomin og þá á
nýju verði, en lægra verðið er þá orðið
„gamla góða” verðið. Smám saman
verður sá sem er hæstur i einni könn-
vininnii
Vörutegund magn SS Kaupfólag Einarsbuö Traöarb Skagaver - útibú
Sykur, Danaukker 2 kg Schloss 1 kg 168 364 349 345 332 337
Plóraykur,Daneukker 1/2 kg 143 145 149 135 130 -
Sirkku, aolasykur 1 kg 331 333 339 304 318 220
Púðursykur, mjírk, Dans. 1/2 kg 191 193 Parina 162 170 170 uppv. 212
HveitijPillsbury's 10 lbs. 913 Robin H. 941 920 840 900 888
Hriamjöl.Ota 550 g 109 243 259 157 248 195
Knrtöflumjöl 1 kg uiir Katla . 247 Katla 333 Katla 336 Katla 379 uppv. 228
Rúgmjöl, Katla 2 kg 398 430 393 350 - -
Hrísgrjón, River <*54 < uppa. 180 176 - 162 173
Spaghetti, Honig 454 g 480 - 482 - 415 -
Corn Flakes, Kelloggs 575 g 496 - 557 - 555 555
Cbeerios 198 g 318 319 321 319 314 314
Coco Puffs 226 g " 440 411 439 433 444
Rasp, Paxo 142 g 169 162 163 160 - 168
Lyftiduft, Royal 450 g 417 434 417 389 415 373
Vanilludropar 89 90 88 95 86 88
Vanillubúöingur, Royal 90 g 91 117 118 100 115 110
Uaggi-súpur 196 211 212 202 210 169
Vilko-súpur, bl. áv. 260 264 262 236 227 260
Sveskjur uppv. 1/2 kg 405 475 447 - 525 453
Rúsinur uppv. 1/2 kg - 455 upps. upps. 590 720
Hesquick 800 g 1668 1624 1722 - 1760 1910
Melrose te 40 g 200 191 206 169 202 202
Prón mjólkurkex 400 g 292 260 270 269 273 268
Grmnar baunir.Ora stór dós 337 364 353 351 541 541
Piskbúðingur,Ora stór dós 659 677 661 660 559 683
Rauökál, Ora stór dós 629 634 627 640 840
Maísbaunir hálf dós _ 400 406 354 408 488
Libby's tómatsósa st.fl. 487 uupd. 498 490 upps. upps.
Vals tómataósa " 518 518 518 535 upps. upps.
Ðeecb Nut barnamjöl 356 200 359 - 358 ' 358
Kjötfars 1 *e 778 800 778 _ 778 778
-Mills kaviar 190 g 394 407 392 - upps. 399
Majónes, Gunnars 250 ml upps. 250 248 220 275 275
Egg 1 kg 1170 1162 1210 1209 -1170 1170
Gulrófur 1 kg 182 153 133 - 145 145
Þvottaefni, C - 11 3 kg 1476 1555 1442 upps I 1330
Hreinol fl. 187 192 - 190 180 180
Prigg, þvœr og bónar fl. 493 571 536 497 536 -
Rmstiduft, Vim Ajax 220 MJöll 216 185 85 109 139
Ajax til vinduer 375 g 255 234 258 240 254 -
Ajax WC 450 g 310 230 394 Harp. 180 389 393
Lux, handsápa 90 g 145 g 120 121 130 194 105 upps. i 120 lq6 212
Colgate fluor tannkrem 90 g 355 325 upp. 369 375 343
Prince Polo stórt upps. upps. 90 !25 130 125
un líka lægstur — eða þegar þeir sem
áður voru lægri eru búnir að selja
sínar vörur og fá nýjar! Þá eru þeir
komnir með „nýja verðið” og orðnir
hæstir!
Hvernig á nokkur maður að geta
botnað i svona hringavitleysu? — Það
er ekki von að vel fari þegar botninn er
suður í...
A.Bj.
STEIKT HROGN
Þegar hrogn eru soðin getur verið
ágætt að sjóða meira heldur en gert er
ráð fyrir að heimilisfólkið borði í eina
máltið, því hægt er að steikja afgang-
inn. Hrogn þarf jafnan að sjóða áður
en þau eru steikt.
Soðin hrognin eru skorin í frekar
þykkar sneiðar, veltið þeim upp úr
eggi og raspi (því má líka sleppa).
Steiktar í fáeinar mínútur á hvorri
hlið. Með steiktum hrognum eru born-
ar fram soðnar kartöflur, sítrónusneið-
ar, brúnað smjör eða hollenzk sósa.
Hráefni i hrognamáltið handa fjór-
um kostar í kringum 850 kr. eða rúm-
lega 200 kr. á mann. Er þá reiknað
bæði með sósu og kartöflum.
A.Bj.
Uppskrift dagsins
Kvörtunarþjónusta NS á
Akranesi opin þriðjudagskvöld
Deild Neytendasamtakannaá Akra-
nesi rekur kvörtunarþjónustu þar sem
félagsmenn geta komið á framfæri
kvörtunum. Þjónusta þessi er opin á
þriðjudagskvöldum kl. 20—22 og
hefur síma 2539. Þjónustan er ókeypis
fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn
greiða þjónustugjald sem erl0%af
þeirri upphæðsem kvörtunin snertir.