Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.01.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 29.01.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. 5 EKKERTINNANLANDS- FLUG VAR UM HELGINA — og skæruhernaði beitt þessa viku Verkfall hjá flugmönnum Flugfélagsins: l - Verkfall Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna hófst kl. 19 á laugardags- ,kvöld og því lauk kl. 8.00 i morgun, þ.e.a.s. fyrstu lotu þess. Innanlandsflug lá því alveg niðri um helgina hjá Flugfélagi Islands en millilandaflugi hefur verið haldið uppi af Arnarflugi. Þó voru felldar niður tvær fraktferðir til Kaupmannahafnar og London. Flug verður með eðlilegum hætti i dag en á þriðjudag hefst nokkurs konar skæruhernaður Fí. Þann dag verður ekkert flogið til Vestfjarða. Á miðvikudag verða felldar niður ferðir til Kaupmannahafnar og Glasgow og í innanlandsflugi falla niður ferðir til Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Á fimmtudag verður ekki farin kvöld- ferðin til London og flug til Egilsstaða og Norðfjarðar verður fellt niður. Á föstudag liggur allt millilandaflug niðri á B-727 og ekki verður flogið til Akur- eyrar, Sauðárkróks og Húsavíkur. Á laugardag verður allt flug eðlilegt fram til kl. 19.00 en þá hefst verkfall og liggur þá niðri allt flug á vegum Flug- félags Islands fram til kl. 8.00 á þriðju dagsmorgun. Kristján Egilsson hjá FÍA sagði i samtali við DB í gær, að frekari aðgerðir hefðu ekki verið ákveðnar en menn vonuðust til að samkomulag næðist sem allra fyrst, þannig að ekki þyrfti að grípa til frek- ari aðgerða. Kristján sagði að alger samstaða hefði verið innan félagsin.s um þessar aðgerðir. - GAJ Fjöldi fólks notaði góða veðrið i gærdag tii að heimsækja Sædýrasafnið við Hafnar- fjörð. Þar virðast dýrin una sér hið bezta þrátt fyrir efasemdir sumra dýraverndunar- manna, jafnt dýr úr hitabeitinu sem og þau, sem koma úr köidum höfútn. Háhyrning- arnir voru að visu í einhverju letikasti, þegar ijósmyndara Dagblaðsins bar að garði, en sæljónin „léku við hvurn sinn fingur”. Á meðan tóku ljónin ungu hraust- lega til matar síns og hámuðu í sig sunnu- dags„steikina”. Ekki var annað að sjá en selunum líkaði lífið hið bezta, þrátt fyrir að kalt væri í veðri. ÐB-myndir Hörður. KAMPAKÁTIR SELIR OG HÁ- HYRNINGAR í LETIKASTI Teg. 10 (Reimaðir) Litir: Brúnt eða Natur leður Stœrðir: Nr. 35—46 Verðkr. 14.495.- Skóverzlun Póstsendum Kirkjustræti 8 Þorðar Paturssonar víð Austurvöii — sími 1418i

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.