Dagblaðið - 29.01.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
Taxti Tannlæknafélags íslands:
Lín VIÐ HÆFIALMENNINGS
Frá 19. apríl 1975 hafa tannlæknar
samið við Tryggingastofnun ríkisins um
gerð lágmarkstaxta. Þar sem tann-
læknar eru þeirrar skoðunar að þessi
taxti eigi ekkert erindi i fjölmiðla hafði
DB samband við Tryggingastofnun
rikisins og fékk taxtann þar afhentan til
birtingar.
Það þarf hins vegar ekki að blaða
lengi I þessum faxta til að sannfærast
um, að hann er litt við hæfi almennings.
Fæstir liðirnir erti islenzkir og I lang
flestumtilfellum eru notuð erlend fræði
orð, sem almenningur skilur vitaskuld
ekki. Eftir stendur sú staðreynd að hér
er einungis um að ræða lágmarkstaxta
sem eingöngu er miðaður við þarfir
læknanna, þannig að þeir t.d. undirbjóði
ekki hver annan. Sjúklingurinn hefur
hins vegar enga möguleika á að fylgjast
með hvort greiðslur hans séu sann
gjarnar. Hann á þann leik einan í stöð-
unni að greiða það sem upp er sett.
Hér verða tekin fáein dæmi úr taxta
Tannlæknafélagsins, nánast af handa-
hófi. Taxtinn er frá I. des. sl.
Skoðun, fræðsla og undirbúningur:
Stúdiumódel..................... 4160 kr.
Skrifleg kostnaðaráætlun .... 5060 —
Lyfseðill, vottorð. tilvísun.... 960—
Vitjun i heimahús,
ferðakostnaður
ekki innifalinn................. 4830 —
Tannfyllingar:
Einfalt botnlag innifalið I verði fyllinga.
Aukabotnlag...................... 810 kr.
Fosfatsement.................... 1870 —
Silivat sement,
einfylling .................. 5050 —
Viðbótar Silicat fylling
i sömu vitjun............... 4260
Acryl fyllingar................ 5490
Prefabrikeraðar krónur úr
stáli eða plasti ...........14500
Uppbyggingá brotinni tönn:
Meiriháttar trauma
byggt með geisla
polym.efnum................ 30330
Kirugi:
Apex amputation án rótfyllingar
Framtönn.......................21400
24600 —
28390 -
Torus aðgerð
Torus palatinus............ 14420 —
Frenúlumplastic............... 12020 —
Extraction dentium (án deyfingar)
Impacteraðar tennur:
Tönn imp. í mjúkum vef....... 8610 —
Tönn hálfeðaal imp.
i beini.................... 43080 —
Radical operation............. 43080 —
- GAJ
Praemolar
— Molar. ..
„Engar gjaldskrár má
hækka án leyfis”
— segir Svavar Gestsson viðskiptaráðherra
S\a»ar (ícstsson: „Kg hef ritað \erðlagsstjóra og þar er íylg/t með þessum töxtum."
Vélar í innréttinga-
iðnaði
Til sölu eru vélar til mótunar á PVC-viðarlíkis-
filmu til klæðningar á innihurðir, karma og
skápahurðir, nýjar sem notaðar, veggþiljur
o.fl. Kemur í stað spónlagningar. Möguleikar
á ýmiss konar formum, upphleyptu mynstri
o.þ.h. með vacuummótun.
Vélarnar eru amerískar, aðeins þriggja ára
gamlar og í mjög góðu ástandi. Hurða- og
skápamót af ýmsum stærðum og gerðum
fylgja. Nánari upplýsingar í síma 97—1340.
BRÚNÁS HF.
EGILSSTÖDUM.
Ölfushreppur
Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn óskar eftir að
ráða byggingarfulltrúa og umsjónarmann
verklegra framkvæmda hreppsins til starfa frá
1. apríl 1979. Tæknimenntun áskilin. Nánari
upplýsingar veitir undirritaður.
Skriflegum umsóknum, er greina frá menntun
og fyrri störfum skal skila á skrifstofu Ölfus-
hrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn fyrir 1.
marz 1979.
Sveitarstjóri öffushrepps.
„Verðstöðvun á að rikja í landinu.
samkvæmt nýlegum lögum og raunar
allar götur aftur til 1970, eins og allir
vita. Þetta þýðit að enginn má hækka
gjaldskrá fyrir vinnu. vöru, þjónustu og
fleira án leyfis," sagði Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra i viðtali við DB.
Fréttamaður DB spurði hann.
hvernig farið væri með gjaldskrár
ýmissa stétta, sem væru og hefðu verið
hækkaðar með einhliða ákvörðun án
leyfis eða yfirleitt nokkurs samráðs við
verðlagsyfirvöld.
„Þetta hefur ekki verið tekið upp i
Verðlagsnefnd," sagði Svavar. „en ég
hefi ritað verðlagsstjóra og þar er fylgzt
með þessum töxtum.
Ég tel eðlilegt að þessir taxtar fari i
gegnum verðlagsskrifstofuna." sagði
ráðherra. Hann bætti við: „Þetta ætti að
hlita söntu reglum og önnur þjónusta að
þvi er til verðlags tekur.”
„Ég hefi kallað eftir þessum gjald-
skrám." sagði Georg Ólafsson verðlags-
stjóri i viðtali við DB. „Þær eru að
berast til okkar og ég vona að það taki
ekki nijög langan tima fyrir okkur að fá
þær." sagði Georg.
• BS
Aðgerðir í
herstöðvar-
máli
Alþýðubandalagsmenn á Akra-
nesi eru ánægðir nteð árangur
stjórnarflokkanna i efnahagsmál-
um og telja hann umtalsverðan og
réttlæti veru Alþýðubandalagsins í
rikisstjórn áfram.
Telja þeir Skagamenn að við
endurskoðun stjómarsáttmálans
beri forystu Alþýðubandalagsins
og þingliði þess að knýja á um að-
gerðir i herstöðvarmálinu. Náist
samstaða ekki er lagt til að þing-
menn flokksins beri fram á þingi
kröfu um þjóðaratkvæði urn
málið.
- JBP
Deilt um Bessa-
staðaárvirkjun
Stjórnarflokkarnir deila um.
hvort fresta skuli Bessastaðaár-
virkjun. Ágreiningurinn er i
tengslum við frágang á lánsfjár-
áætlun, sem er annars langt
komin.
Alþýðuflokksmenn vilja fresta
virkjuninni, en alþýðubandalags-
og framsóknarmenn ekki.
Auk þess deila stjórnarflokk-
arnir urn tillögur Alþýðubanda-
lagsins unt frestun framkvæmda á
Grundartanga og stuðning við
skipasmiði i staðinn.
HH
Lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags íslands:
Prósentur af upphæðum
geta gef ið géðar tekjur
Taxti Lögmannafélags íslands liggur
ekki á lausu. Við eftirgrennslan fékkst
taxtinn ekki hjá dómsmálaráðuneyti.
Hæstarétti eða Borgardómi, þrátt fyrir
það að taxtinn eigi að liggja þar frammi.
Dagblaðið komst þó yfir Lágmarks
gjaldskrá Lögmannafélags íslands. þar
sem greint er frá hvað teljist hæfileg
þóknun fyrir unnin störf. Þar kemur
m.a. fram að lögmönnum er heintilt að
áskilja sér hærri þóknun ef mál vinnst en
ef það tapast. Þá skal viðskiptamaður
greiða lögmanni allan útlagðan kostnað.
Málflutningur
Fyrir héraðsdómi skal grunngjald
málflutningsþóknunar vera 22.000 að
viðbættum 10% af stefnufjárhæð. allt
að kr. 5.500.000 og 5% af næstu kr.
11.000.00 og 3% af þvi, sem umfram er.
Mál sem eru munnlega flutt eða gagna-
söfnun fer fram I eru dýrari en þar er
lágmarksþóknun 67 þúsund kr„ að við-
bættum 15% af stefnufjárhæð, allt að
5.5 millj.. 7% af næstu 11 millj. og 4%
af því sem umfrarn er. Þá skal greiða 110
þúsund I málum þar sem örðugt er að
meta hagsmuni til fjár og í máluni þar
sem um lágar fjárhæðir er að ræða, en
úrslitin hafa þýðingu fyrir ótiltekinn
fjölda aðila.
Lágmarkstaxti fyrir málflutning fyrir
Hæstarétti er 67 þúsund kr„ að viðbætt-
um 15% af stefnufjárhæð. allt að kr. 5.5
millj., 7% af næstu 11 millj. kr. og 4%
af þvi sem umfram er.
Mót, innheimtur og
fasteignaviðskipti
Mæti lögfræðingur fyrir héraðsdómi
er gjaldið, 7 þúsund kr„ en fyrir Hæsta-
rétti kr. 11 þúsund. Fyrir mót viðsjópróf
og við sakadóms- og lögreglurannsóknir
ergjaldið 18 þúsund.
Grunngjald innheimtuþóknunar er 5
þúsund kr„ en við bætast 25% af fyrstu
60 þúsundunum. 10% af næstu 500
þúsundunum. 5% af næstu 5 milljónum
kr„ 3% af næstu 11 millj. kr. og 2% af
þvi sem fram yfir er. Reikna skal inn-
heimtuþóknun af samanlagðri fjárhæð
höfuðstóls og vaxta. Skuldareigandi er
ábyrgur gagnvart lögmanni fyrir
greiðslu innheimtulaunanna.
Fyrir sölu fasteigna er gjald 2% af
söluverði. Fyrir kaup fasteigna er gjald
1% af kaupverði. Fyrir að annast alla
skjalagerð og frágang við sölu á fasteign
er gjaldið 1 % af söluverði. Ákvæði þessi
gilda einnig um kaup og sölu skipa svo
og atvinnufyrirtækja. Fyrir sölu annars
lausafjár er 5% af söluverði og kaup
annars lausafjár 3% af kaupverði.
Gjald fyrir sölu á veðskuldabréfum er
2% af nafnverði. Sala annarra verðbréfa
og hlutabréfa: 2% af söluverði. Fyrir
kaupsamninga eða afsalsbréf er gjald 11
þúsund kr. og 0.3% af kaupverði.
Félög — ferðalög —
meðferð búa
Gjald fyrir stofnun hlutafélags er kr.
93 þúsund og auk þess I % af hlutafjár
hæðaðkr. 73 milljónum en 0.5% úr þvi.
Sama gjald er fyrir stofnun samvinnu-
félags, samvinnusantbands eða gagn-
kvæms félags. nema þar er miðað við
stofnfé i stað hlutafjár.
Gjald fyrir stofnun sameignar eða
samlagsfélags er kr. 56 þúsund auk 1%
af stofnfé allt að73 millj. kr„ en 0.5% úr
þvi. Gjald fyrir stofnun annarra félaga
er kr. 56 þúsund auk 0.2% af stofnfé ef
þvieraðskipta.
Fyrir félagsslitasamning greiðist kr.
93 þúsund auk 1% af því sem til skipta
kemur.
Greiða skal lögmönnum kr. 33
þúsund kr. i dagpeninga á ferðalögum.
auk alls ferða- og dvalarkostnaðar. Fyrir
ferðir sem ekki taka hálfan dag skal
reikna hæfilega þóknun. Sé unnið að
fleiri májum í sömu ferð ber að skipta
dagpcningunt og ferðakostnaði.
Við meðferð dánarbúa er gjald fyrir
aðstoð við skiptaráðanda 1—4% af fjár
hæð brúttóeigna. Þá er gjald fyrir skipta
forstjórn og bú I einkaskiptum 2- -4% af
fjárhæð brúttóeignar. Fyrir þrotabú er
gjald I —10% af fjárhæð brúttóeigna.
Fyrir félagsbú hjóna er gjald 2—4% af
fjárhæð brúttóeignar. Sama gjald er
fyrir önnur bú og gjald fyrir nauðasamn-
inga er einnig 2—4% af upphaflegri
fjárhæðskulda.
I hjónaskilnaðarmálum er lágmarks-
þóknun fyrir aðstoð 47 þúsund kr. Ef
hjón eru þegar i upphafi sammála um
búskipti ber ekki að reikna aukaþóknun.
þ.e. miðað við félagsbú hjóna. en i þeini
tilvikum skal þóknun fyrir gcrð skipta
gernings nema 33 þúsundum króna.
Ýmis viðvik
Fyrir samniriga um skuldasakir er
gjald 2—4% af fjárhæð skulda. Gjald
fyrir verksamninga er 47 þúsund kr. auk
0.5% af verði samningsverksins, allt að
kr. 36.5 millj.. en 0.3% að kr. 73 millj.
en 0.1 % úr því.
Gjald fyrir kaupmála er kr. 30 þúsund
og 0.3% af fjárhæð séreignar. Fyrir arf-
leiðsluskrár er gjaldið 30 þús. kr. Gjald
fyrir beiðni um náðun og vinna i þvi
sambandi er kr. 23 þúsund.
Tilkynning til skráningar vörumerkis
kostar 36 þúsund kr. og umsókn urn
einkaleyfi 48 þúsund kr. Þá er gjald fyrir
umsóknir og aðstoð við bréfaskriftir kr.
8 þúsund.
Séu samningar gerðir um leigu er
grunngjald 11 þús. kr. auk 0.5% af
leigufjárhæð, allt að ársleigu. Ef lög-
maður hefur jafnframt komið á leigu
samningum reiknast auk þess 3% af
sömu leigufjárhæð.
Gjald fyrir lögfræðilegar leiðbein
ingar og munnlegar álitsgerðir er kr. 8
þúsund. Fyrir fjárnámsbeiðnir, uppboðs-
beiðnir og kröfulýsingar er gjald 7 þús
und og beiðni um dómkvaðningu mats-
manna 22 þúsund.
Skattframtöl
Gjald fyrir einfalt framtal er kr. 13
þúsund. Gjald fyrir framtal með sölu
eða kaupum á fasteign eða skipi. svo og
húsbyggingarskýrslu er kr. 33 þúsund.
Framtal með efnahags- og rekstrarreikn-
ingi kostar 55 þúsund kr. Þá má geta
þess að gjald fyrir skattkærur er 11
þúsund.
Hér að framan hefur verið farið yfir
gjaldskrá Lögmannafélagsins i stórunt
dráttum. Gjaldskráin var samþykkt á
aðalfundi Lögmannafélagsins 1. april
1977 og breyting tók gildi á skránni 1.
ágúst sl.
Heimilt er að taka sérstaklega fyrir
vélritun og er það kr. 600 fyrir hverja
blaðsiðu. Þá má vikja frá skránni til
lækkunar taki lögmaður fasta ársþókn-
un hjá viðskiptamanni.
- JH