Dagblaðið - 29.01.1979, Page 7

Dagblaðið - 29.01.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. 7 Gjald fyrir einkaleyfi á íslandi hlægilega lágt Þúsundasta einkaleyf ið var veittfyrir helgina Þúsundasta einkaleyfið sem veitt fer á íslandi var veitt fyrir helgina af iðnaðar- ráðuneytinu. Alls berast um 50 einka- leyfisumsóknir árlega til ráðuneytisins, sem eitt getur veitt einkaleyfi hér á landi. Gunnar Guttormsson deildarstjóri fer með þessi mál af hálfu ráðuneytisins ásamt með vörumerkjaleyfum. Umsókn- ir um vörumerki eru u.þ.b. 500 á ári. Einkaleyfisumsóknir eru rannsakaðar mjög nákvæmlega og við þær athuganir nýtur iðnaðarráðuneytið aðstoðar stofn- unar í Danmörku sem þar í landi sér ein- göngu um þau mál sem einn máður í iðnaðarráðuneytinu afgreiðir hér. Starfs- fólk hinnar dönsku stofnunar er um 160 manns. Stofnunin rannsakar að hve miklu leyti og i hve rikum mæli umsóknimar líkjast efnum og hlutum sem til eru fyrir og er Ijóst að til þess þarf sérfræðilega vöruþekkingu ásamt kunnáttu til ýmissa rannsókna. Gjald fyrir einkaleyfi á Islandi þykir erlendis hlægilega lágt. Fyrir fyrstu fimm árin sem einkaleyfi er veitt kostar leyfið 12000 krónur, fyrir næstu fimm ár kostar leyfið 35 þúsund krónur og fyrir þriðja fimm ára tímabilið kostar leyfi 75 þúsund krónur. Einkaleyfi eru ekki veitt nema til fimmtán ára. • ASt. Samvinnuferðir og Landsýn í eina sæng: „EKKITIL AÐ HALDA GRÍSAVEIZLUR” - heldur til að fullnægja þörfum félagsmanna „Við erum ekki að þessu til að setja á fót sölustofnun heldur til að fullnægja þörfum þeirra sem eru innan þessara hreyfinga,” sagði Hallgrimur Sigurðs- son, stjórnarformaður Samvinnuferða — Landsýnar hf., en 28. des. sl. voru ferðaskrifstofur samvinnuhreyfingarinn- ar og verkalýðshreyfingarinnar samein- aðar, þ.e. Samvinnuferðirhf.og Landsýn hf. Af þessu tilefni voru blaðamenn boð- aðir til fundar á hina nýju ferðaskrif- stofu en hún er til húsa i Austurstræti 12 og mun Eysteinn Helgason veita henni forstöðu. Auk framangrcindra fjöldahreyfinga eru Landssamband isl. samvinnustarfs- manna. Bandalag starfsmanna rikis og bæja og Stéttarsamband bænda hlut hafar i ferðaskrifstofunni. í nýsam- þykktri stcfnumörkun stjórnar ferða skrifstofunnar er þess m.a. getið. að nteð fjölda þátltöku félagsmanna ætti að vera unnt að bjóða öruggar utanlandsferðir á hagkvæmu verði. Þá er einnig lögð á það áherzla að hérlendis verði boðið upp á ódýrar, beinar leiguflugsferðir til nýrra áfangastaða. 1 því sambandi var m.a. minnzt á Dublin í Irlandi, Umeá í N-Sví- þjóð og ferðir beint til Rinarlanda, án nokkurrar millilendingar. Jafnframt þvi verður unnið á hinum hefðbundnu mörkuðum. Aðalstaðurinn á næsta suniri verður Júgóslavía en þann markað hefur Landsýn unnið upp. Voru stjómarmenn mjög bjartsýnir á, að hægt yrði að ná mikilli hagræðingu i sameiningu ferðaskrifstofanna tveggja. Þá verður höfð mjög náin samvinna við systurhreyfingarnar á Norðurlöndum, og mikilvægur þáttur i starfsemi skrif- stt)funnar verður móttaka erlendra fcrðamanna og gagnkvæm samskipti við svsturlm'vfingar erlencts Þá inun fcrða- skrifstofan selja farmiða nteð áætlun- arflugi og er verð þeirra hið santa og ef keypt er hjá flugfélagi beint. og ýmiss konar þjónusta að kostnaðarlausu. - GAJ ístjórn Samvinnuferoa-Landsýnar hf. Talið frá vinstri: Axel Gislason, framkvstj. skipadeildar SIS, Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsambands bænda, Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunn- ar, Hallgrimur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, Snorri Jónsson, forseti ASÍ, Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, og Sigurður Þórhallsson, form. Landssambands ísl. samvinnustarfsmanna. KLASSÍK -POPP - KASSETTUR - JAZZ - LÉTT TÓNLIST - KLASSÍK - POPP - KASSETTUR - JAZZ Okkar landsfrœga hljómplötuútsala hófst í morgun. Við bjóöum upp á stórkostlegt úrval af popptónlisty jazz, léttri tónlist, klassík og kassett- um. i lx \-n F ALKIN N Laugavegi 24, sími 18670 - Suðurlandsbraut 8, sími 84670 — MEÐAL POPPTÓNLISTAR ER AÐ FINNA: BEEGEES ANDYGIBB TOM PETTY BLUE OYSTER CULT DARTS DAVID GILMOUR CHICAGO FRANK ZAPPA MOTORS STRANGLERS BOSTON PLAYER NEILYOUNG KINKS KISS BLACK SABBATH STATUSQUO COMMODORES STEPHEN STILLS ABBA YES GERRY RAFFERTY WINGS WHO MOODY BLUES GILLA ALVIN LEE ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR m> POPP - KASSETTUR - JAZZ - LÉTT TÖNLIST - KLASSÍK - POPP - KASSETTUR - JAZZ - POPP

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.