Dagblaðið - 29.01.1979, Side 11

Dagblaðið - 29.01.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. 11 legar við próf annarra lögreglumanna. Eftir nokkra daga mun hún fá að vita niðurstöðurnar, hvort hún telst hæf eða verður að láta af störfum með litl- um eftirlaunum. Sjálf hefur Bonnie það eftir lækni sínum og einnig sál- fræðingi að hún sé orðin fullkomin kona sem ekkert eigi að vera í vegi með að geti hafið störf i lögreglunni. Þó þessu máli sé ekki að fullu lokið telja fyrri félagar Bonníar að kynskipt- in ein muni tæplega koma í veg fyrir að hún fái fyrra starf sitt aftur. Sjálf er hún sannfærð um að henni muni vegna vel. Starfsferill hennar sem lög- reglumanns er talinn lofsverður. Meðal annars vann hún eða réttara sagt hann þá sem leynilögreglumaður við uppljóstrun stórra sakamála. Kynskiptaaðgerðin var framkvæmd af dr. Stanley Biber lækni í Colorado. Hefur hann látið hafa eftir sér að líf Davenport muni verða mun betra og henni léttara eftir að líkami hennar er orðinn í samræmi við hennar eigin hneigðir. Læknirinn, sem framkvæmt hefur um þrjú hundruð og fimmtíu kynskiptaaðgerðir, segir að Bonnie hafi verið til meðferðar hjá sálfræðingi og gengið undir hormónaaðgerðir í tvö ár. Auk þess hafi hún notað eitt ár til að læra að lifa og umgangast annað fólk sem kona. Að aðgerðinni lokinni segir læknirinn að Bonnie hafi kynfæri kvenna sem gerð voru með skurðað- gerð. Henni mun þó ekki verða auðið að geta af sér börn. Bonnie Davenport átti þrjú börn áður en aðgerðin fór fram og segir hún að hún hafi gengið i gegnum allt tilstandið án nokkurra teljandi erfiðleika. Reynir Hugason sauðfjárafurðir ef sama hlutfall helst. Fyrir það fé mætti kaupa 47000 tonn af kjarnfóðri og framleiða til viðbótar á því 15000 tonn af kjúklingum, en það vill svo til að því er spáð að dilka- kjötsframleiðslan í heild á þessu ári verði einmitt 15000 tonn. Ekki hefur heldur enn verið minnst á það aukna hagræði sem ynnist í minnkaðri ánauð á landinu ef sauðféð væri skorið niður. Nýjustu merkin um óhóflega beitar- ánauð á úthaga hér á landi eru þær upplýsingar sem mánud. 22. jan. komu fram í fréttum sjónvarpsins að á Grænlandi, þar sem er alíslenskur fjár- stofn, sé meðalfallþungi dilka 22,8 kg en hér á landi aðeins rúm 14 kg. Ástæðan sem gefin er upp fyrir þessum mismun er fyrst of fremst sú að á Grænlandi sé gróður allur mun gróskumeiri vegna minni beitarþunga. Það væri annars fróðlegt að vita hve mikið við Islendingar gætum bætt lífs- kjörin i landinu með þvi einu að beita kaldri skynsemi og raunsæi i atvinnu- málum okkar en ekki tilfinningasemi, eigingirni og rányrkju. Við megum til með að hætta að trúa í blindni á ágæti sjávarútvegs og landbúnaðar. Við verðum að læra að hugsa og höndla eins og við höfum menntun til, eins og siðmenntað og tæknivætt þjóðfélag. Reynir Hugason verkfræðingur. Alþýðubandalagið og úrræðin—síðari grein KRAUMAR í MOÐINU Kjallarinn í fyrri grein minni vakti ég athygli á, að tillögur Alþýðubandalagsins I efnahagsmálum koma hvergi nærri þVi viðfangsefni — viðnámi gegn verð- bólgu og varðveislu atvinnuöryggis — sem ríkisstjórnin er nú að fjalla um. í þeim efnum hefur Alþýðubandalagið bókstaflega ekkert til málanna að leggja, en „áskilur sér rétt” til þess að skila tillögum síðar. Um tillögur hinna flokkanna sér Alþýðubandalagið ekki „á þessu stigi” ástæðu til þess að „fjalla á formlegan hátt”. Ástæðan? Einfaldlega sú, að Alþýðubandalagið lýsir því yfir, að allt sé I stakasta lagi. Með orðum Ólafs Ragnars Gríms- sonar: „ ... við teljum, að með að- gerðum, sem rlkisstjórnin hefur þegar gert, sé búið að ieggja grundvöllinn að þvf að koma verðbólgunni ... niður fyrir 30% á næsta hausti”. Sem sé um efnahagsvandann á máli Alþýðu- bandalagsins: „Búið, heilagur!” Tillögur Alþýðubandalagsins sem hjálpargagn fyrir rikisstjórnina eru einskis virði. Þær fjalla ekki um við- fangsefnið. Fjalli þær um eitthvað, þá fjalla þær helst um hvað gera eigi þegar búið er að leysa verðbólguvand- ann og jafnvægi orðið í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Hvernig þá eigi að fara að því að bæta lifskjörin. En hvernig skyldu þá tillögurnar vera sem slíkar? Því miður allt of lítils virði. Hvers vegna? Vegna þess, að þær bitastæðu hugmyndir, sem fram eru settar, eru flest allar svo almennt orðaðar, að þær segja bókstaflega ekki neitt. Og annað er þvi miður alger moðsuða. Svo furðulegur samansetn- ingur, að ég vil gjarna fá að sjá þann alþýðubandalagsmann, sem gengist við höfundarréttinum. Stef nt að þvf að stefnan verði... Orðhagur maður hefur sagt það auðkenni á hefðbundnum afgreiðslu- máta flokksþinga, þegar á tveimur dögum eru soðnar saman tillögur um allt frá eyðingu vargfugls upp i al- menna leiðsögn i efnahagsmálum, að þá væri upphafið gjarna orðað eitt- hvað á þá leið, að: „Stefnt verði að því að stefnan verði...” Það sem við er átt er, að flest allar slikar samþykktir séu svo almennt orðaðar og slagorða- kenndar, að þær segi í senn allt og ekki neitt. Flestar þessar samþykktir eru því þannig, að hvaða félagasamtök sem er gætu látið þær frá sér fara — allt frá Framfarafélagi Norður-Þing- eyinga til stjórnenda Kvennasögu- safns íslands. Margar af efnahagstil- lögum Alþýðubandalagsins eru með þessu marki brenndar. Þær gætu alveg eins hafa komið frá Framfarafélagi Norður-Þingeyinga, Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, Kvennasögusafni íslands, stjórn Kjarvalsstaða (sam- þykkt samhljóða), eða þeim aðskiljan- legum stofnunum stjórnmálalífsins öllum í senn, bæði lifandi og dauðum, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið í forsvari fyrir. Hvað segja menn t.d. um tillögu- gerð eins og þessa: „ ... að vinna að framleiðni- aukningu I sjávarútvegi og almennum iðnaði sem nemi 10—15% á tveimur árum” og „Hliðstætt átak verði síðar gert I öðrum atvinnugreinum”? Hvers vegna 10—15%? Á hverju er það byggt? Það kemur hvergi fram. Bara tala fengin með svipuðum hætti eins og þegar töframaður dregur kanínu upp úr hatti. Gæti alveg eins hafa verið 14% — 1 % á hvern þing- mann Alþýðubandalagsins. Eða 19,104973%, sem er kvaðratrótin af 365 dögum ársins, ekki hlaupári. Eða 21%, sem gæti verið sama tala og aldur Ólafs Ragnars Grímssonar að frádregnu götunúmerinu á húsi hans, margfölduðu með tveimur. Því á hverju eru þessi 10—15% byggð? Á hverju er sú niðurstaða grundvölluð? Á þvi að tryggja við- bótarfjármagn til þess verkefnis, „sem fyrst I stað nemi a.m.k. 3,0 milljörðum króna”. Til viðbótar hverju? Eitt af viðfangsefnum rikisstjórnarinnar er nú að stýra takmörkuðu fjármagni til fjárfestingar í atvinnuvegunum. Alþýðubandalagið hefur I tillögum sínum ekkert um það viðfangsefni aö segja umfram það að verja skuli 3.0 milljörðum kr. til fiskiðnaðar og al- menns iðnaðar til viðbótar! Og hvernig á svo að ná þessu „við- bótarfé”? 1 milljarður á að koma sem sérstök fjáröflun í tengslum við áform um stuðning við iðnaðinn. Þetta hefur þegar verið ráðgert. Ekkert nýtt í því. Annar milljarðurinn á að koma úr „Hér er víða um svo furðulegan samsetning að rœða, að ég vildi gjarna fá að sjá þann al- þýðubandalagsmann, sem gengist við höfund- arréttinum." „Að leggja slíkan slagorðabálk fram við ríkj- andi aðstæður er að tala í norður, þegar allir aðrir tala i suður — eða að tala í austur, þegar allir aðrir tala í vestur, ef það skyldi vera Al- þýðubandalaginu þóknanlegri samlíking." gengishagnaðarsjóði, sem þegar er farið að ráðstafa. Harla lítið „við- bótarfjármagn” það! Þann þriðja og síðasta á siðan rikið að útvega með láni. Hvar? Hvernig Hvenær? M.ö.o.: Fyrir 1 milljarð króna af nýju fjármagni (2/3 hluta af kaupverði eins togara af millistærð), sem rikið á að útvega að láni, ætlar Alþýðubanda- lagið að auka framleiðni í bæði sjávar- útvegi og almennum iðnaði um hvorki meira né minna en 10—15%!! Um frekari framkvæmdir i málinu hefur Alþýðubandalagið ekkert að segja utan það, að „tryggt veröi nauðsynlegt viðbótarfjármagn samkvæmt áætlun, fyrir næstu ár”, „Til álita kemur að skipa sérstaka nefnd i hvorri atvinnu- grein til þess að hafa á hendi stjórn þeirra aðgerða, sem hér um ræðir”, og að „umræddar ráðstafanir verði vel skipulagðar”. Sá, sem ekki sér í hendi sinni hvílík eindæma moðsuða þetta er, hann er óvenjumikill moðhaus sjálfur. ... og allt þetta að auki — Stefnt að því, að stefnan verði — . Hinar almennt orðuðu ályktanir, sem segja í senn allt og ekki neitt og gætu þess vegna komið frá hverjum sem er. Látum „moðsuðuna” bíða um sinn en víkjum enn að þessu. Nokkur dæmi, beint úr plagginu: „Tillögur Alþýðu- bandalagsins i efnahagsmálum. NÝ ATVINNUSTEFNA. SAMRÆMD HAGSTJÓRN”. 1. dæmi: „Gerð verði heildaráætlun um þróun sjávarútvegs og fiskiðnaðar á næstu 5 árum. Áætlunin taki mið af hagkvæmri nýtingu fiskistofnanna og aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða, m.a. með fullri nýtingu og bættri úrvinnslu.” 7. dæmi: „Fjármagnsfyrirgreiðsla við iðnfyrirtæki í formi rekstrar- og af- urðalána verði bætt.” 8. dæmi: „Skipulagsmál í þágu iðn- aðar verði athuguð sérstaklega.” 9. dæmi: „Átak verði gert i verk- menntun og starfsþjálfun innan skóla- kerfisins.” 10. dæmi: „Sérstakt átak verði gert til eflingar skipasmíðum, bæði á sviði nýsmíða og viðgerða.” 11. dæmi: „Markaðsleit og sölu- starfsemi á framleiðslu lagmetisiðn- aðar verði efld sérstaklega.” 12. dæmi: „Efldur verði margvis- legur iðnaður i tengslum við sjávarút- veg.” 13. dæmi: „Haldið verði áfram að þróa úrvinnslu landbúnaðarafurða.” 14. dæmi: „Stutt verði markvisst við nýiðnað, þar sem vænlegir kostir gef- ast.” 15. dæmi: „Félagslegur rekstur verði efldur og njóti forgangs þegar um meiriháttar verkefni er að ræða.” 16. dæmi: „Gerð verði varanleg út- tekt á rekstri ríkisstofnana og megin- þátta i ríkisrekstrinum og verði mark- mið hennar að efla verulega sparn- aðarviðleitni í rekstri ríkisins.” Ég hef ekki nennu til þess að halda áfram upptalningunni. Löngu ætti að vera orðið ljóst hvað hér er um að vera. Þetta eru engar efnahagstillögur. Þetta er almennur slagorðavaðall, sem merkir í senn allt og ekki neitt og menn hafa verið að bjástra við að sam- þykkja i öllum flokkum, félögum og stofnunum svo langt aftur, sem ég man. Þetta eru í stórum dráttum og hafa verið viðfangsefnin i atvinnumál- um í landinu og veröa það vafalaust um alla tíð. Þannig gæti Sjálfstæðis- flokkurinn t.d. tekið öll þessi atriði, lið fyrir lið og án þess að víkja við orði, upp I stefnumótun sina til aldamóta. 2. dæmi: „Veiðar íslenska flotans verði skipulagðar og geymslu- og vinnsluaðstaða á sjó stórbætt til þess að auka verðmæti aflans.” 3. dæmi: „Heildarúttekt verði fram- kvæmd á öllum frystihúsum á landinu og starfsemi þeirra endurskipulögð með sérstöku tilliti til eflingar þeirra þátta, sem einkum gera rekstur frysti- húsa arðbæran.” 4. dæmi: „Nýjar framleiðslugreinar i fiskverkun verði byggðar upp, svo sem með byggingu fiskréttaverk- smiðja, framleiðslu á manneldismjöli og þurrkun á smáfiski.” 5. dæmis: „Mörkuð verði langtíma- stefna um iðnþróun með samþykkt þingsályktunar á Alþingi. Á grundvelli hennar verði gerð iðnþróunaráætlun til lengri tíma, þar sem áhersla verði lögð á að skapa innlendum iðnaði vaxtarskilyrði með bættum aðbúnaði á sem flestum sviðum.” 6. dæmi: „Stuðningur við iðnaðinn af opinberri hálfu verði aukinn veru- lega.” Sighvatur Björgvinsson Hvers vegna? Vegna þess t.d. að hvergi er vikið að þvi, hvernig þetta eigiaðgera. Eitthvað hlýtur allt þetta t.a.m. að kosta — að styðja markvisst við ný- iðnað, gera sérstakt átak til eflingar skipasmíði, átak i verkmenntun og starfsþjálfun, auka verulega opinberan stuðning við iðnaðinn og fjármagns- fyrirgreiðslu við iðnfyrirtæki, byggja upp nýjar framleiðslugreinar i sjávar- útvegi o.s.frv., o.s.frv.? Ekki verður allt þetta gert fyrir þann 1 milljarð af „viðbótarfjármagni”, sem auk þess á að skila 10—15% framleiðsluaukn- ingu i sjávarútvegi og almennum iðn- aði? Alþýðubandalagið er hins vegar næsta fáort um það — hvað sem veldur. Aðeins á tveimur stöðum í plagginu er á slikt „smáatriði” minnst. Þar segir fyrst á einum stað, að með hækkun jöfnunargjalds „og öðrum hliðstæðum aðgerðum” verði „fjár- magn tryggt til iðnþróunaraðgerða” og skömmu siðar á öðrum stað „Nauð- synlegt fjármagn og fyrirgreiðsla verði tryggð I þessu skyni af opinberri hálfu og frá öðrum aðilum.” Og þetta heitir „Tillögur Alþýðubandalagsins í efna- hagsmálum”. Þaðer nú likast til! Auðvitað hvarflar ekki að mér að segja, að þetta séu út af fyrir sig vondar tillögur. En að leggja slíkan slagorðabálk fram við ríkjandi að- stæður er að tala i norður, þegar allir aðrir tala í suður — eða í austur, þegar allir aðrir tala í vestur, ef það skyldi vera Alþýðubandalaginu þóknanlegri samlíking. Kraumar í moðinu Þótt meira en nóg sé komið að sinni af skrifelsi get ég ekki neitað mér og öðrum um þá ánægju að tilfæra örfá dæmi í lokin um hvernig kraumar i moðinu í hinu pólitiska eldhúsi Alþýðubandalagsins. Það minnsta, sem Alþýðubandalagið getur gert, er að gera manni glatt I geði. Hláturinn lengir lifið. Lif stjórnarinnar? Það væri þá eina marktæka framlag Alþýðubandalagsins til að svo megi vera. Á bls. 15 í tillögunum kr.itimar'neð þessum hætti i moðinu: „Nauðsynlegt er aú framkiæina rækilega endurskipulagningu á banka- kerfinu.” ... Til þess að tryggja „að Seðlabankinn starfi jafnan I samráði við efnahagsstefnu ríkisstjórnar” ber að „endurskoða hlutverk bankans”. Á meðan sú endurskoðun fer fram „skipi rlkisstjórnin þriggja manna nefnd, sem hafi eftirlit fyrir hennar hönd með al- mcnnri framkvæmd peningamála”. Meðal verkefna nefndarinnar verði að „sjá um, að allur nauðsynlegur at- vinnurekstur geti fengið nægilegt rekstrarfé á viðráðanlegum kjör- um”!!!? (tillaga: nefndarmenn verði þeir Jesper, Kasper og Jónatan. Ástæða augljós — innskot SB). En ,auk þess ber nefndinni „Að gera til- lögur til rikisstjórnarinnar um það, hvernig helst megi tryggja verðgildi sparifjár, en þó jafnframt tryggja undirstöðuatvinnurekstri rekstrarlán með sanngjörnum kjörum.”!?! Þegar hér er komið málum gefst ég hreinlega upp. Ég stend bara hér — og getekki meira. Nú held ég sé kominn tími til, að Ólafur Ragnar Grímsson, doktor í hagsögu, láti þá Jesper, Kasper og Jónatan sækja Soffíu frænku. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.