Dagblaðið - 29.01.1979, Síða 14

Dagblaðið - 29.01.1979, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. FORVITNILEG SAKAMÁLAMYND Heiti: La Menace J Leikstjóri: Alein Comoau Handrit: Daniel Bouianger og Aiain Comeau TónNst Gorry MuNigan Kvikmyndun: Pierre-William Glenn Geró í Frakklandi / Kanada 1977 AflaJhkitverk: Yves Montand Marie Dubols Carole Laure Frakkar hafa löngum þótt listræn þjóð. Á sviði kvikmynda hafa þeir verið iðnir í framleiðslu listrænna kvikmynda og hafa alið upp listamenn á borð við Lumiere, Godard, Renoir, Truffaut og Chabrol svo örfáir séu nefndir. Framlag Frakklands til kvik- myndanna er því orðið nokkuð stórt. Talið er að Frakkinn Louis Lumiere og bróðir hans hafi staðið að fyrstu kvikmyndasýningunni fyrir almenn- ing þar sem seldur var aðgangur. Var það 28. desember I895. Þannig fæddist það kvikmyndasýningarform sem við þekkjum nú í París fyrir röskum 83árum. Flókinn söguþráður Tilefni þessa inngangs er frönsk mynd sem Stjörnubí.ó sýnir um þessar mundir og gerir vonandi enn þegar þetta birtist á prenti. Árið I977 fram- leiddu Frakkar 222 myndir i fullri lengd, svo það er grátbroslegt hve fáar komast alla leið yfir hafið til okkar. Myndin sem hér um ræðir er saka- málamynd, efniviður sem virðist Frökkum nokkuð hugleikinn. Orsök sakamálsins er, eins og svo oft áður, ástin. Um sjálfan söguþráðinn ætla ég ekki að ræða enda er hann nokkuð flókinn og oft á tíðum þannig að áhorfandinn er aldrei viss um hvaða stefnu myndin taki næst. Þó skal tekið fyrir eitt atriði í handritinu. Það er hvernig lögreglan er látin koma inn i atburðarásina. Ég hef sjaldan séð eins neyðarlega tengingu. Leikstjórinn hefur þarna verið i miklum vanda. Með snöggri klippingu frá söguhetjun- um eru áhorfendur allt í einu farnir að horfa á ókunnan mann I ókunnu her- bergi. Vinkona hans er að fara, hún hendir í hann lyklunum og hann situr einn eftir djúpt hugsi. Snögg klipping aftur. Nú er þessi maður kominn á slysstaðinn og allt í einu orðinn ábyrgðarfullur lögreglumaður. Allt þetta virkar ósannfærandi og þvingað. Bandarísk áhrif Það eru svona smáatriði sem fara illa með þessa mynd. Hún er meistara- lega gerð á köflum en inn á milli koma Kvik myndir Baldur Hjaltason klaufalegar útfærslur. Það virðist hafa verið kastað til höndunum á einstaka stað, þótt í heildina sé þetta dágóð mynd. í fyrra sýndi Stjörnubió aðra franska sakamálamynd eftir Corneau. Það var Polic Pvthon 357. Fór hann þar á kostum enda með sterkara hand- rit á milli handanna. Ferill Corneau er nokkuð sérstæður. Hann lærði kvik- myndagerð í Institut des Hautes Etudes Cinématographiques og starfaði jafnframt sem jassleikari og hefur spilað með mönnum eins og Al- bert Ayler. Eins og svo margir verð- andi leikstjórar vann hann sem hjálparmaður hjá Roger Corman og Costa-Garvas. Fyrstu mynd sína sendi hann frá sér I974 sem var France Societe Anonyme. Síðustu tvær myndir hans hafa verið lögreglu- myndir, efni sem hann virðist hafa gaman af. Um tíma dvaldist Corneau i Bandaríkjunum og sést það nokkuð vel á myndum hans. Honum hefur tekizt að nýta það bezta úr banda- rísku kvikmyndunum án þess að glata neinu af hinum sérstæða stil sem Frakkar hafa einir þróað. Frábær myndataka Þar leikur kvikmyndatökumaður- inn stórt hlutverk. Hann notar mikið af nærmyndum og gefur sér góðan tíma til þess. Þannig skapast sérstæð hr.ynjandi sem hefur seiðmögnuð u * v- / \ Það er Yves Montand sem fer með aðalhlutverkið i Fórninni. áhrif. I þessu sambandi er forvitnilegt að skoða aðra sakamálamynd sem sýnd er um þessar mundir. Það er myndin ökuþórinn eða The Driver sem Hafnarbíó sýnir. Ef athuguð er hrynjandin þar sést vel hve Banda- ríkjamenn og Frakkar byggja ólíkt upp sakamálamyndir sínar. Frakkar eru yfirleitt Ijóðrænni og gefa sér góðan tíma til að ná tökum á áhorf- endum. Bandaríkjamenn eru með hraðari atburðarás og meira „action” en vantar þessa rólegu hrynjandi. I lokin er ástæða til að þakka Stjörnubíó fyrir þessa mynd og hve iðið það er, a.m.k. miðað við mörg önnur -kvikmyndahús, að sýna franskarmyndir. FJOLBREYTT BLAO um hesta og hestamennsku Eiðfaxi er mánaðarrit og hefur nú komið út í hálft annað ár. Mikill áskrifendafjöldi og góð sala sanna vinsældirnar. Eiðfaxi er einstætt blað fyrir áhugafólk um íslenska hestinn. Vandað að frágangi og efni. Viðtöl, greinar, frásagnir og mikill fjöldi mynda. Hringið í síma 85111 - eða póstleggið áskriftarbeiðni nú, — og blaðið kemur um hæl. Árið 1977 komu út sex tbl., júlí-des og kostar ein - takið nú 600 kr. Árgangur 1978,12 tbl. kostar nú 5300,00. Fyrri hluti 1979, jan-júní kostar 3600,00. Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa □ frá upphafi □ frá áramótum 77/78 □ frá áramótum 78/79 (það sem til er af tölublöðum) □ frá og með næsta tölublaði NAFN NAFNNÚMER HEIMILI Póstnúmer Póststöð Guðmundur Trvggvi Ólafsson, ökumaður ársins 1978. yKeppnin hafði mikil áhrif — segir ökumaður ársins 1978 „Það er ekki hægt að neita því að ég eins og aðrir fór að sýna meiri tillitssemi í umferðinni eftir að þátturinn Fjölþing hóf göngu sina,” sagði Guðmundur Tryggvi Ólafsson, lögregluþjónn í Hafnar firði, er hann var tilnefndur öku- maður ársins 1978 af hlustendum útvarpsþáttarins Fjölþings. „Mér er sagt að ábending hafi komið úr Borgarfirði um að ég hafi sýnt tillitssemi er ég var á leið norður í land. Hitt tilfellið mun hafa verið hér i Hafnarfirði. Þá hlaut kona mín einnig eina tilnefn- ingu úr Hafnarfirði. Ég hef ekki verið alveg laus við óhöpp á minum ökumannsferli en aldrei verið dæmdur í sök. Mér finnst tví- mælalaust að þessi keppni hafi haft jákvæð áhrif og umferðin lag- azt mikið að þessu leyti, þ.e. að sýna meiri tillitssemi,” sagði Guð- mundur að lokum en hann ekur á Saab99árgerð 1971. • GAJ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.