Dagblaðið - 29.01.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
I
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Valsmenn komnir í efsta sæti
eftir nauman sigur á KR-ingum
Leikur Vals og KR i úrvaisdeildinni i
gærkvöldi bar öil einkenni úrslitaleiks og
er þá nánast sama hvort um fyrstu mín-
útur leiksins eöa þær siðustu var að
ræða. Spennan og taugaóstyrkurinn réði
miklu og svo miklu i KR-liðinu að þeir
náðu aldrei að sýna það sem i þeim hVr.
Reyndar var sigur Vals liklega sigur
sterkari varnar auk þess sem Tim Dwyer
átti mjög góðan leik og hirti ótrúlega
mörg fráköst bæði i vörn og sókn.
KR-ingar náðu fjögurra stiga forskoti
áður en Valsmenn komust á blað en
stigin létu standa á sér í byrjun leiksins
og var það einkum vegna þess að lang-
skot beggja liða brugðust að mestu og
báðum liðum gekk erfiðlega að komast í
gegnum varnirandstæðinganna.
Mikið var einnig um mistök og til
dæmis er það ekki á hverjum degi, sem
bæði John Hudson og Jón Sigurðsson fé-
lagamir úr KR missa boltann til and-
stæðinga beint af fingrum sér. Það
gerðist þó í leiknum í gær með nokkurra
minútna millibili i fyrri hálfleiknum. Jón
Sigurðsson var einnig svo óheppinn að
fá á sig þrjár villur fljótlega i leiknum og '
mátti því gæta sin mjög en tókst að forð-
Eyja-Þór vann
Akureyrar-Þór
Þór, Vestmannaeyjum, skauzt að hiið
KR og Ármanns i efsta sæti 2. deildar
með sigri á Þór, Akureyri, í Iþrótta-
skemmunni á Akureyri á laugardag, 22-
20. Þórarar, eins og ávallt er sagt i Eyj-
um, höfðu undirtökin lengst af, sterkari
aðilinn og sanngjarn sigur.
Það var jafnræði með liðunum
framan af en undir lok fyrri hálfleiks
seig Þór, Eyjum, framúr og hafði yfir í
leikhléi, 13-10. Sá munur hélzt lengst af í
síðari hálfleik en þó munaði litlu að Þór,
Akureyri, tækist að jafna. Náði að
minnka muninn I eitt mark en missti
mann fyrir að mótmæla dómum. Það
reyndist Akureyrarliðinu dýrkeypt því
Þór missti 4 leikmenn út af fyrir að mót-1
mæla dómum. Þá fór Arnar Guðlaugs-
son illa að ráði sínu, skaut allt of mikið.
Sigurður Sigurðsson og Arnar Guð-
laugsson skoruðu mest fyrir Akureyrar
liðið. 6 mörk hvor, Sigtryggur Guðlaugs-
son 3 mörk, Andrés Bridde skoraði mest
fyrir Eyjamenn. 6 mörk, Hannes Leifs-
son og Ásmundur Friðriksson 4 mörk
hvor.
Þeir Árni Tómasson og Gunnar
Kjartansson dæmdu — ráku 8 leikmenn
Þórs Akureyri út af, 2 Eyjamenn.
- St.A. I
ast fimmtu villuna þar til nokkrar sek-
úndur voru eftir og úrslit leiksins I raun
ráðin.
Valsliðið, sem að þessu sinni lék án
Þóris Magnússonar hafði yfirhöndina i
lok fyrri hálfleiks 42 stig gegn 37.
Þegar rúmar níu mínútur voru eftir af
síðari hálfleik tók Ólafur Thorlacius liðs-
stjóri þeirra leikhlé en þá var staðan
63—60 Val í vil. Virtust KR-ingar vera
að sækja í sig veðrið og tæplega tveim
minútum síðar náðu þeir yfirhöndinni
— i fyrsta skipti síðan um miðjan fyrri
hálfleik. Gunnar Jóakimsson skaut utan
af kanti og staðan var 67—66 fyrir KR.
Eftir laglegt stökkskot Ríkarðs er staðan
orðin 70—67 fyrir Val og Torfi
Magnússon bætir enn um betur 72—67.
Eftir mikinn darraðardans þar sem þeir
koma mest við sögu á stigatöflunni Rík-
arður og Hudson er staðan orðin 77—75
og aðeins tæpar þrjár mínútur til loka.
Staðan var sú sama þegar 1.55 minútur
voru eftir en þá tók Gunnar Gunnars-
son liðsstjóri KR tima. Nú skyldi nota
allt sem til væri. Leikurinn hefst aftur og
Hafsteinn Hafsteinsson krækir í víti.
Nær einu stigi úr þrem skotum 78—75
fyrir Val. Jón Sigurðsson KR brýzt einn
í gegn og skorar. Aðeins eins stigs
munur — minúta til leiksloka. KR-ingar
ná knettinum eftur og drifa upp sókn.
Hudson reynir körfuskot, sem fer naum-
lega framhjá. Jón Sigurðsson nær knett-
inum en missir hann þegar dæmt er á
hann „sóp”. Rétt á eftir fær Jón fjórðu
villuna og Dwyer skorar úr tveim skot-
um af þrem, staðan orðin 80 gegn 77
fyrir Val og aðeins 41 sekúnda til leiks-
loka.
Siðustu sekúndurnar liðu án þess að
skorað væri þó ekki vantaði dramatísk
augnablik. Bæði Hudson og Jón Sigurðs-
son urðu að yfirgefa leikvöllinn með
fimm villur og lokaflautið hljómaði og
Valsmenn hafa náð beztri stöðu í úrvals-
deildinni.
Það voru orð að sönnu, sem liðsstjór-
ar liðanna beggja létu falla i viðtali við
DB að loknum leiknum í gær. „Við
náðum okkur aldrei á strik í kvöld og
Jón SigurðssonKRbarðist að venju eins og Ijón I leiknum gegn Val f gærkvöldi. Það
dugði þó ekki til að þessu sinni. Á myndinni sést er Jón hefur náð knettinum úr frá-
kasti vandlega varinn af fjórum félögum sinum en Rikarður f Val horfir á.
DB-mynd Bjarnleifur.
þetta varð því miður ekki okkar leikur,"
sagði Gunnar Gunnarsson KR. „En nú
standa leikar þannig eftir þrjá leiki gegn
Val í úrvalsdeildinni að við höfum unnið
einn en tapað tveim. Við látum þó ekki
deigan siga og næst mætum við hinu
toppliðinu, Njarðvíkingum, á þriðjudag-
inn í næstu viku og þá verður keyrt á.
fullu,” sagði Gunnar að lokum.
„Þessi leikur bar öll merki úrslitaleiks
og sá munur sem varð að lokum og réði
úrslitum var að þvi mér finnst vegna
þess að Valur hefur meiri breidd — eða
jafnvel betri menn," sagði Ólafur Thor-
lacius Val. „Auðvitað erum við ánægðir
með að sigra en það sást bezt i kvöld að
enginn leikur er öruggur i úrvalsdeild-
inni.”
Tim Dwyer var stigahæstur hjá Val
með 30 stig. Siðan komu Rikarður með
18. Torfi 15, Kristján 14, Lárus 5 og
Hafsteinn 3. Hudson var stigahæstur
KR-inga með 27, Einar Bollason 15, Jón
Sigurðsson 13, Garðar 13, Birgir 4, Árni
2ogGunnar2.
-ÓG.
Staðan í úr-
valsdeildinni
Urslit i úrvalsdeildinni um helgina
urðu þessi:
ÍR-Þór 123-90
UMFN-Þór 127-80
Valur-KR 80-77
Staðan er nú þannig:
Valur
KR
UMFN
tR
Is
Þór
14 10
13 9
13
14
13
13
1229—1225 20
1181—1031 18
1325—1197 18
1261-1221
10 1114—1196
11 1038—1276
14
6
4
SDGAMET NJARÐVIK-
INGA í ÚRVALSDEILD
sigruðu Þór f rá Akureyri með 127 stigum gegn 80
Njarðvikingar náðu hæstu stigatöiu
sem skoruðu hefur verið i úrvalsdeildinni
með sigri yfir Þór frá Akureyri syðra i
gærdag, 127 stigum gegn 80. Njarðvík-
ingar eru sem sagt við sama heygarðs-
hornið, fylgja toppliðinu í deildinni fast
eftir, með 18 stig. Staða Þórs er aftur á
móti alvarlegri, fallið virðist blasa við
Norræn samvinna íverki:
DANINN PEDERSEN HEFUR
SYNJAÐ ÁFRYJUN VÍKINGS
Hann hefur þvflagt Svíum og Norðmönnum lið við að dæma
Vfking úr Evrópukeppni bikarhafa á meðan fjarlægar
þjóðir eins og Sovétmenn hafa lýst yf ir stuðningi, og
Spánverjar og V-Þjóðverjar eru Víking hagstæðir
Daninn Frelund Pedersen sendi í
lok vikunnar atkvæði sitt til IHF en
hann á sæti i framkvæmdanefnd IHF
og er einn sex manna er dæmir i
Vikingsmálinu. Svar Pedersen var —
rekið Vikinga úr Evrópukeppni bikar-
hafa.
Staðan í Víkingsmálinu er nú sú,
að varaformaður IHF, Sovétmaður
hefur lýst yfir stuöningi við Viking og
telur að dómurinn hafi verið allt of
harður. Þá hafa V-Þjóðverji og
Spánverji verið Vikingum hagstæðir
og líklegt að þeir dæmi Víkinga áfram.
En allt eins er víst, að Víkingur
verði rekinn úr Evrópukeppni bikar-
hafa þar sem næsta liklegt þykir nú, að
atkvæði verði jöfn — 3 á móti Víking,
3 með Viking.
Þeir er dæma Vfking úr keppninni
cru Pedersen, Curt Wadmark, en
Vikingar hafa raunar lýst því yfir að
þeir telji ekki rétt að hann dæmi, svoj
og forseti Alþjóðahandknattleikssam- j
bandsins — Sviinn Högberg. Ekki er
vitað hvernig hann muni dæma, en ef
að likum lætur mun hann styðja landa
sinn, Curt Wadmark.
Það eru Norðurlandaþjóðirnar
þrjár — Sviþjóð, Danmörk og
Noregur,sem sjá um, að eini fulltrúi
Norðurlanda, sem eftir er í Evrópu-
keppni í ár verði rekinn úr
Evrópukeppninni!
í upphafi var það Svíinn Curt
Wadmark er kærði Vikinga og dæmdi
síðan sjálfur ásamt Norðmanninum
Carl Wang og Rúmenanum Ivan
Kunst. Nú taka Danir þátt i leik
Svians Curt Wadmark á meðan fjar-
lægari þjóðir eins og Sovétrikin, V-
Þýzkaland og Spánn eru Viking — frá
íslandi — hagstæðar. Norræn sam-
vinna i verki.
H. Halls.
liðinu nema það taki miklúm stakka-
skiptum.
Annars var leikurinn í gær ærið'
sveiflukenndur. Heimamenn náðu fljót-
lega miklu forskoti 20-6 og áttu Gunnar
Þorvarðsson, sem lek afburðaleik, og
Jónas Jóhannesson drýgstan þáttinn í
þessum kafla. En svo breytti alit í einu
til hins verra og engu var líkara en öll
reyndu „Ijónin" hjá UMFN, yrðu loppin
á „loppunum". Hver mistökin ráku
önnur, svo að norðanmenn tóku að saxa
á forskotið, án þess að beinlínis sé hægt
að segja að leikur þeirra hafi verið til að
státa af. Jón Indriðason, bezti maður
Þórsara, minnkaði muninn niður í 9 stig,
26-17. Hilmar Hafsteinsson, greip þá til
þess ráðs að „skipta um blóð”. Setti al
gerlega nýtt lið á völlinn, unglingana.
sem á örskammri stund juku bilið i 22
stig og var Arni Lárusson mjög góður á
þeim kafla, bæði i sókn með 12 stig og
einnig i vörninni, sem hann varð að
gjalda með fjórum villum og þeirri
fimmtu snemma í seinni hálfleik.
Seinni hálfleikinn hófu heimamenn
með krafti miklum en eins og i
hinum fyrri hljóp allt I baklás eftir stutta
stund. Hilmar kom enn með „nýja upp
skrift”, blandaði hæfilega hinunt yngri
og eldri, og eftir það jukust yfirburðir
UMFN jafnt og þétt, svo að áhorfendur
höfðu ekki annað til að gleðjast ylir en
þegar Guðsteinn Ingimarsson skoraði
stig nr. 124—125.
Stig UMFN: Gunnar Þorvarðsson 33,
Ted Bee 15, Geir Þorsteinsson, Jónas
Jóhannesson, Árni Lárusson og Guð
steinn Ingimarsson 14 stig hver. Stefán
Bjarkason 9 ogGuðjón Þorsteinsson 7.
Stig Þórs: Jón Indriðason 34. Mark
Cristiansen 25, EiríkurSigurðsson 8, Al-
freð Tulinius 4. Ellert Finnbogason 4.
Ágúst Pálsson 3 og Sigurgeir Sveinsson
2.
Dómarar voru þeir Sigurður Valur
Halldórsson og Guðbrandur Sigurðsson
og dæmdu mjög vel.
Dómaranámskeið
Knattspyrnudómaranámskeið
hefst í kvöld, mánudaginn 29.
janúar, kl. 20 í Fellahelli.
K.D.R.