Dagblaðið - 29.01.1979, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
BESTU KAUPIN í LITSJÓNVARPSTÆKJUM
20" kr. 415.000
22" kr. 476.000
26" kr. 525.000
Fyrstirá íslandi meö eftirtaldar nýjungar:
O OBC ln Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem
gefur bjartari og skarpari mynd.
GB Sjálfvirkur stöðvaleitari, með minni fyrir 16 rásir.
D Straumtaka í lágmarki, 75 wött á 20 tommur, 95 wött
á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið það
kaldasta á markaðnum.
D Samskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem
auðveldar alla þjónustu.
D Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir
allar gerðir(einnig eftir á).
Öll FINLUX litsjónvarpstækin hafa veriö reynd í 24 tíma í verksm.
og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu).
Finlux Finlux
ri
Finlux Finlux
AÐRIR ÚTSÖUSTAÐIR:
Reykjavik: Radió & Sjónvarpsverkst. Laugav.147
Grindavík: Verst. Báran
Selfoss: Höfn h/f.
Vestmannaeyjar Kjarni s/f.
Höfn Hornafiról: K.A.S.K.
Stöðvartjörður. Kaupfélag Stöðfirðinga
Eskifjörður: Versl. Ellsar Guðnas.
Seyðlsfjörður: Stálbúðin
Egilstaðir: Raleind
Vopnafjörður: Versl. Ólafs Antonssonar
Húsavik: Kaupfél. Þingeyinga
Akureyri: Vöruhús K.E.A.
Dalvík: Ú.K.E
Ólafsfjörðun Valberg h/f.
Ólafsfjörður: Kaupfélagið
Siglufjörður: Ú.K.E.
Sauðárkrókur: Kaupfél. Skagfirðinga
Blönduós: Kaupfél. Hú.nvetninga
Hvammstangi: Kaupféi. V-Húnvetninga
Hólmavik: Risverslunin
Bolungarvik: Radióv. Jóns B. Haukssonar
Tálknarfjörður Kaupfél. Tálknafjarðar
Ólafsvík:Tómas Guðmundsson
Finlux Finlux Finlux Finlux
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
17
C íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Mesti yfirburðarsigurinn
f Kambaboðhlaupinu
Kambaboðhlaup lR var háð i sjöunda sinn I gær
og A-sveit ÍR vann mesta yfirburðasigur, sem um
getur í hlatipinu. Það er rúmir 40 km. Byrjað rétt
vestan Kambabrúnar og endað við ÍR-húsið í
Túngötu. Sveit ÍR hljóp á 2 klst. 15.54. Ágúst Ás-
geirsson 32.58 — Hafsteinn Óskarsson 36.39 —
Sigfús Jónsson 32.40 og Miko Hami 33.37 min.
Lokaspretturinn i hlaupinu aðeins lengri en hinir
— rúmir 10 km.
önnur varð sveit sundmanna Ármanns á
2:30.34. Árni Kristjánsson 37.24 — Guðmundur
Gíslason 37.31 — Leiknir Jónsson 37.00 — Árni
Kristjánsson 38.39.
B-sveit ÍR þriðja á 2:32.09. Guðm. Valdimars-
son 44.46 — Steinar Friðgeirsson 35.06 —
Gunnar Páll Jóakimsson 34.28 — Stefán
Friðgeirsson 37.49. Síðan komu C-sveit ÍR á
2:34.09 — Sverrir Sigurjónsson með beztan tíma
36.43 á lokasprettinum — kvennasveit UBK á
3:10.21. Þar var Thelma Björnsdóttir með beztan
tíma 45.50 min. og að lokum kvennasveit ÍR á
3:28.24. Hanna Friðgeirsdóttir bezt með 48.56
mín.
Þjálfaramálinu
vísað aftur
til FRÍ
Ólympíunefnd íslands tók fyrir tilboo
vestur-þýzka félagsins i Köln fyrir helgi,
þar sem félagið býður íslenzku'
frjálsíþróttafólki til sin með þvi skilyrði
að fá 2—3 þjálfara með islenzka liðinu á
ólympiuleikana i Moskvu.
Ekki var tekin ákvörðun í málinu og
þvi visað aftur til Frjálsíþróttasambands
íslands til frekari umfjöllunnar.
Heiðursformaður IR, Albert Guðmundsson, alþingismaður, afhenti sigurvegurunum verðlauneftir hlaupið.
IFrá vinstri Albert, Miko Hami, Hafsteinn Óskarsson, Ágúst Ásgeirsson og Sigfús Jónsson.
-DB-mynd Bjarnleifur.
Island f fjórtánda sæti
ísland varð i 14. sæti á alþjóðamóti í bad-
minton, sem háð var í Klagenfurt í Austurriki um
helgina. Þar kepptu iandsliö 17 Evrópuþjóða.
Fyrst voru undanrásir og þar vann Ísland Sviss
5—2 en tapaði fyrir Austurríki 6—1. lslenzka
landsliðið lék síðan við Pólland og tapaði 5—2.
Lenti við það i fjórða riðlinum i keppninni — þeim
lakasta. Þar vann ísland Frakkland 5—2 og
einnig Ítaiiu og Möltu en tapaði fyrir Sviss með
5—2. Sviss varð efst í þeim riðli — síðan Ísland,
Frakkland, Malta og Ítalía.
Sovétrikin sigruðu í keppninni. Unnu Írland í
úrslitaleiknum 6—1. Sovétríkin unnu Wales 7—0
og Noreg 6—1. Efstu átta þjóðirnar urðu. 1.
Sovétríkin 2. írland 3. Noregur 4. Wales 5.
Tékkóslóvakía 6. Ungverjaland 7. Austurríki 8.
Júgóslavia. Síðan komu Finnland, Portúgal, sem
vann Pólland 7—0 og Belgíu 6—1, Pólland og
Belgía. Sviss svo í 13. sæti og ísland 14.
Mark Axels kom of seint
Dankersen gerði jafntefii við Þýzkalandsmeist-
ara Grosswallstad 15—15 i spennandi leik i Mind-
en á laugardag. Axel Axelsson sendi knöttinn í
mark meistarana með siðasta skoti leiksins.
Dómarinn dæmdi mark en tímaverðir sögðu að
timinn hefði verið útrunninn sekúndubroti áður en
knötturinn hafnaði i markinu. Markið þvl ekki
dæmt til mikilla vonbrigða fjölmörgum áhorf-
endum — og læti urðu talsverð. Waltke skoraði
fiest mörk Dankersen 6/4, Axel 4/1 og átti skot i
stöng úr vhakasti. Þeir Ólafur, Busch, van Öpen,
Krcbs og Grund skoruðu eitt mark hver.
Gummersbach vann stórsigur á Göppingen á
heimavelli 21—12. Kiel vann Leverkusen 16—12,
Rheinhausen tapaði heima fyrir Milbertsbofen
15—16 og Rintheim vann Gensungen 21—15.
ÍSLANDSMEISTARINN
VARD í FJÓRÐA SÆTI
—á af mælismóti Judof élags Reykjavíkur f gær
Keppt var i fjúrum þyngdarflokkum karla á
fyrri hl. Afmælismóts JSÍ á sunnudag. Urðu þar
snarpar sviptingar, og ýmsir ungir judomenn létu
verulega að sér kveða i keppni við hina gamal-
reyndu keppnismenn. Mesta athygli vakti að ts-
landsmeistarinn Bjarni Friðriksson varð að iáta
sér nægja fjórða sætið i þyngsta flokknum eftir tap
fyrir þeim Sigurði Haukssyni og Benedikt Páls-
syni.
Úrslit urðu þessi:
Vfir78 kg
1. Sigurður Hauksson UMFK
2. Benedikt Pálsson JFR
3. Óskar Knudsen Á
71-78 kg
!. HalldórGuðbjörnsson JFR
2. Bjarni Björnsson JFR
3. Friðrik Kristjánsson Á
65-71 kg
1. Ómar Sigurðsson UMFK
2. GunnarGuðmundsson UMFK
3. Óskar Wíurn Á
Undir65 kg
1. Jóhannes Haraldsson UMFG
2. Kristinn Bjarnason UMFK
3. RúnarGuðjónsson JFR
Seinni hluti Afmælismóts JSÍ verður nk. sunnu-
dag 4. febrúar í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Verður þá keppt í opnum flokki karla og í flokkum
unglinga.
Jöf nunarmark FH úr víti
þegar leiknum var lokið!
„Maður er alltaf ánægður með að
hljóta stig,” sagði Pétur Bjarnason,
þjálfari Fylkis og brosti út að eyrum eftir
að Fylkir og FH höfðu gert jafntefli
25—25 i 1. deild i Laugardalshöll 1 gær.
Að öðru leyti vildi Pétur ekki tjá sig um
leikinn — varla búinn að jafna sig eftir
þann mikla darraðardans, sem átti sér
stað á fjölum hallarinnar lokakafla
leiksins. Fylkismenn voru svo nærri sigri
þvi það var ekki fyrr en eftir að leiktíma
lauk, að Geir Hallsteinsson jafnaði fyrir
FH úr vítakasti. Vítakastið dæmt á
Fylki sekúndubrotum fyrir leikslok og
Geir, sem átti frábæran leik, brást ekki á
úrslitastundu. Lengi vel hafði FH virzt j
stefna í öruggan sigur í leiknum — enj
mátti svo þakka fyrir jafnteflið i lokin.
Spennan var gífurleg lokamínútnrar'
og áhorfendur — nær allir á bandi
Fylkis — vel með á nótunum. Fyikir
ismávann upp fjögurra marka forskot
iFH, 17—21 og tveimurmín. fyrir leiks-
lok jafnaði Ögmundur Kristinsson fyrir
j Fylki í 24—24. Rétt áður hafði Janus
Guðlaugsson, FH, komizt einn upp í
hraðaupphlaupi en skot hans fór í stöng.
Gunnar Baldursson jafnaði það með
stangarskoti hinu megin en Fylkir náði
knettinum aftur og Ögmundur jafnaði.
Hann lét ekki þar við sitja — lék sinn
bezta leik í gær og var FH-ingum mjög
erfiður — heldur kom Fylki yfir 25—24,
þegar 25 sekúkndur voru eftir. Það skeði
einnig eftir að Janus hafði verið í dauða-
færi hinum megin en Jón Gunnarsson|
varið gott skot hans. Sekúndurnar
tifuðu áfram — FH sótti og rétt fyrir I
lokin dæmdi Jón Friðsteinsson vítið, j
sem FH jafnaði úr.
Fylkir byrjaði vel. Komst i 2—0 en
FH jafnaði úr 2 vitaköstum. Fylkirj
náði aftur 2ja marka forustu 5—3, en
síðan hljóp allt í baklás hjá Árbæjar-j
tliðinu. FH skoraði næstu sex mörk, 9—
5, og sá munur hélzt að mestu út hálf-
leikinn. 14—11 fyr'u FH í hálfleik.
Sú staða breyttist lítið lengi vel í síðari
hálfleiknum og FH hafði enn fjögur
mörk yfir miðjan síðari hálfleikinn, 17—
21. Fátt benti til annars en öruggs
sigurs FH. En Fylkismenn gáfust ekki
upp — höfðu mjög strangar gætur á
Geir — og fóru smám saman að vinna
upp forskot FH. Hafnfirðingum tókst
meira aðsegjaekki að nýta þó Einari
Einarssyni væri vikið af velli i tvær
mínútur, heldur saxaði Fylkir enn á for-
skotið. Lokakaflann var svo allt á
suðupunkti — jafntefli, sem voru
kannski réttlátustu úrslitin, þó svo að
FH-ingar hljóti að naga sig i handarbök-
;in fyrir að hafa misst niður það góða for-
skot, sem þeir náðu.
Tveir leikmenn Fylkis, Ögmundur og
Jansen kemur
ekki til ÍA
Jo Jansen, hollenzki þjálfarinn, sem
bikarmeistarar í A höfðu ráðið þjálfara f
sumar mun ekki koma. Skagamenn
fengu skeyti frá NAC Breda fyrir helg-
ina, þar sem því var lýst yfir, að Jansen
kæmi ekki til íslands.
„Við erum mjög hissa á þessu. Við
erum nú að skoða málið. Við höfum i
höndunum undirskrifaðan samning af
Jansen hálfu, og skiljum ekki svona
lagað,” sagði Gunnar Sigurðsson, vara-
formaður knattspyrnuráðs ÍA, í viðtali
við DB í gær.
Fyrir skömmu rak NAC Breda aðal-
þjálfara sinn og var Jo Jansen þá
hækkaður í tign — gerður að aðalþjálf-
ara NAC Breda. Keppnistímabilinu í
Hollandi lýkur ekki fyrr en í maí.
H.Halls.
Sigurður Símonarson, komu á óvart í:
gær. Léku báðir mjög vel og léku aðal ^
hlutverkin í liði sínu. Það kom sérvelþvij
Einar Einarsson og Gunnar Baldursson
virtust bera of mikla virðingu fyrir hin-
um þekktu mótherjum sínum. Hjá FH
var Geir hreint frábær og Janus sterkur.
Mörk Fylkis skoruðu Ögmundur 6,
Sigurður 5, Magnús Sigurðsson 4/2,
Gunnar 3, Kristinn SigurðsMn 3, Einar
2, Einar Ágústsson 1, Halldór Sig-
urðsson 3, Einar 2, Eipar Ágústsson 1,
Halldór Sigurðsson 1. Mörk FH Geir
9/4, Janus 3, Viðar Símonarson 3/1,
Guðmundur Magnússon 3,
Guðmundur Árni Stefánsson 3, Kristján
Arason 2, Hans Guðmundsson 1 og
Sæmundur Stefánsson 1.
Dómarar Jón Friðsteinsson og Valur
Benediktsson. FH fékk 5 víti í leiknum.
Fylkir 3. Tveim FH—ingum, Guðm.
Mag., og Sæmundi, var vísað af leikvelli.
Einum úr Fylki.
-hsím.
Gummersbach
hélt jöf nu
— gegn MaiíMoskvu
Vestur-þýzku liðin, Grossvallstadt og
Gummersbach, stóðu sig vel I átta-liða
úrslitum Evrópumótanna i siðustu viku.
Grosswallstadt lék á heimavelli við tékk-
nesku meistarana Kosice og vann 17—
12. Það var I meistarakeppninni i keppni
bikarhafa gerði Gummersbach jafntefli
20—20 við Mai 1 Moskvu.
Staðaní
1. deild
Úrslit i 1. deild handboltans um helg-
ina urðu þessi:
Fram - - ÍR 16 •15
HK — Haukar 20 -20
Fvlkir — FH 25 -25
Staðan er nú þannig:
Valur 7 6 1 0 137-111 13
Víkingur 8 6 1 1 189-162 13
FH 9 5 1 3 180-170 11
Fram 9 4 1 4 171-183 9
Haukar 9 3 2 4 182-181 8
Fylkir 9 1 3 5 164-175 5
ÍR 9 2 1 6 159-173 5
HK 8 1 2 5 145-172 4
Markahæstu leikmenn eru nú:
Geir Hallsteinsson, FH 58/21
Hörður Harðarson, Haukum, 50/16
Gústaf Björnsson, Fram, 48/24
Atli Hilmarsson, Fram, 46/7
Guðjón Marteinsson, tR, 42/3
Þorrabakkinn
kr. 1600.-
15 tegundir.
Útval. gl.rtifckari, ikvrhUtarl. nHtouta,
•vfrUMulta. hrútspungar, lundabaggi, amjör,
bringukoMar, hvabuha, hvalrangi, flatkökur,
raykt sfld, marinarufl sfld, afrytt rúgbraufl,
harflfiskur, úrvals hangflcjöt. Rfrarpyba.
ijÖR | SM5ÖR.
ImIÖR SMjöR
s/'m/ 3 50 20