Dagblaðið - 29.01.1979, Side 18

Dagblaðið - 29.01.1979, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Shrewsbury — graf reitur Man. City — liðið úr 3. deild sigraði Man. City íf jórðu umferð ensku bikarkeppninnar Shrewsbury, litla borgin 10 milum frá landamærum Wales I miðlöndun- um, virðist grafreitur Manch. City. Á laugardag gerði lið Shrewsbury i 3. deild sér litið fyrir og sló Manch. City með allar slnar stjörnur út úr ensku bikarkeppninni — fjórðu umferð. Úrslit 2-0 og það var sanngjarn sigur á mjög erfiðum, frostbörðum velli, og það var aðeins snilldarmarkvarzla Joe Corrigan I marki City, sem bjargaði 1. deildarliðinu frá stórtapi. Fjórum sinn- um varði hann á hreint ótrúlegan hátt I leiknum. Fyrir 14 árum féll Manch. City einnig I bikarkeppninni I Shrews- bury eftir jafntefii, fyrst á Maine Road — reyndar þá sem 2. deildarlið. Sigur Shrewsbury kom mest á óvart á laugardag. Eins og áður réð vetur kon- ungur rikjum. Aðeins var hægt að leika flmm leiki i bikarkeppninni. Ellefu leikjum frestað. Þá voru aðeins fjórir leikir i deildakeppninni — þrir I 3. deild og einn I þeirri fjórðu. Aðstæður voru erfiðar á Gay Meadow-leikvellinum í Shrewsbury og gagnrýnt mjög að leikurinn skyldi háður. Það var met-áhorfendafjöldi — á sautjánda þúsund og hreint ótrú- legur fögnuður meðal þeirra, jtegar dómarinn flautaði af í leikslok. Litla borgin var beinlínis á „hvolfi” það sem eftir lifði laugardagsins og reyndar fram á sunnudagsmorgun. Leikmönnum Manch. City urðu á mikil mistök. Þeir reyndu að leika knattspyrnu með stuttum samleik. Það gat ekki gengið á erfiðum vellin- um — og eftir þvi, sem leið á leikinn greip vonleysi um sig í röðum jteirra. Sjálfsöryggið ekki mikið fyrir. Manch. City ekki unnið leik í deildakeppninni í þrjá mánuði. Leikmenn Shrewsbury höguðuð sér eftir aðstæðunum. Notuðu mest langspyrnur fram völl- inn, sem sköpuðu mikinn óróa í vörn City, einkum hjá Ron Futcher, sem átti afleitan leik sem miðvörður. Á 9. mín. náði Shrewsbury forustu. Skot- inn Paul McQuire, aðalmarkaskorari Shrewsbury, hafði betur í skallaeinvígi við enska landsliðsmiðvörðinn Dave Watson. Náði knettinum og spyrnti á markið. Corrigan varði en hélt ekki knettinum, sem trítlaði yfir marklín- una. Á 59. min. skoraði Sammy Chap- mann, sá kunni kappi, síðara mark Shrewsbury með skalla eftir horn- spyrnu. Colin Bell kom inn hjá Manch. City í stað pólska landsliðsfyrirliðans, Deyna, og lokakaflann sótti City tals- vert. Robert Wardle, markvörður Shrewsbury, varði þá tvívegis vel, m.a. frá Mike Channon, sem óvænt lék með liði City þó hann sé á sölulista félagsins. Það vakti athygli að Manch. City hafði engan fastan leikmann sem hægri bakvörð — með fjóra framverði — og nýtti Shrewsbury vel það mikla gap, sem myndaðist á vinstri vængn- um. En það er vist kominn tími til að líta á úrslitin. Bikarkeppnin Arsenal — Notts Co. 2-0 Ipswich — Orient 0-0 Newcastle — Wolves 1-1 Nottm. For. — York City 3-1 Shrewsbury — Man. City 2-0 3. deild Gillingham — Brentford 0-0 Oxford — Watford 1-1 Plymouth — Sheff. Wed. 2-0 4. deild Torquay — Darlington 1-0 Sá svissneski hlaut fimmtíu stig f gær! —og möguleikar Ingemar Stenmark taldir úr sögunni íkeppni heimsbikarsins „Þetta er stærsti dagur i lífi minu. Veðrið hentaði mér og sigurinn eykur mjög sjálfstraust mitt,” sagði hinn 21 árs Peter Liischer, Sviss, eftir að hann sigraði í svigi i Garmisch-Parten- kirchen í Vestur-Þýzkalandi i gær í keppni heimsbikarsins. Auk þess sem hann sigraði i sviginu vann hann Tap hjá AC Milano Efsta liðið i I. deildinni á Italiu, AC Milanó, tapaði óvænt i gær fyrir Avellino — einu af neðstu liðum deildarinnar. Úrslit: Ascoli — Napoli 0-0 Atlanta — Catanzaro 0-2 Avellino—AC Milano 1-0 Fiorentia — Torino 0-0 Inter—Bologna 0-0 Juventus—Laszio 2-1 Vincenza — Perugia 1-1 Roma — Verona 2-0 Staða efstu liða: ACMilano 16 11 3 2 28-9 25 Perugia 16 7 9 0 18-7 23 Inter 16 6 9 1 21-11 21 Torino 16 7 7 2 22-12 21 Juventus 16 6 7 3 18-12 19 samanlagt i bruni og svigi. Hlaut því 50 stig f stigakeppni heimsbikarsins og er nú 38 stigum á undan Ingemar Sten- mark. í Reuters-skeyti í gær sagði.að Ingemar hefði nú enga möguleika að sigra i heimsbikarnum fjórða árið i röð. Það rigndi i gær, þegar keppnin fór fram, og aðstæður voru mjög erfiðar fyrir keppendur. Peter Lúscher náði beztum brautartima í fyrri umferð- inni, 42.71 sek. en Ingemar var aðeins i 12. sæti eftir fyrri umferðina. Keyrði á 44.71 sek. — tveimur sekúndum á eftir Lúscher. í síðari umferðinni keyrði Sviinn glæsilega og náði þá langbeztum tíma. Það nægði honum þó ekki nema í fjórða sætið. Úrslit: 1. P. Lúscher, Sviss, 86.11 2. Phil Mahre, USA, 86.14 3. Popangelov, Búlgariu, 86.26 4.1. Stenmark, Sviþjóð, 86.86 5. Piero Gros, Italíu, 87.10 6. A. Wenzel, Lichtenstein, 87.15 7. G. Thoeni, Ítalíu, 87.22 Samanlagt var Lúscher beztur. Siðan komu þeir Phil Mahre, A. Wenzel, Gros, Leonhard Stock, Austurríki, Steve Mahre, USA, Zeman, Tékkóslóvakiu, og Herbert Plank, Ítalíu. Eftir keppnina í gær er stigatala þeirra efstu i heimsbikarnum 1. Peter Lúscher, Sviss, 173 2. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, 1-35 3. Andreaz Wenzel, Lichtenst., 122 4. Phil Mahre, USA, 106 5. PieroGros, ítaliu, 77 6. L. Stock, Austurríki, 71 7. C. Neureuther, V-Þýzkal., 65 8. Peter Múller, Sviss, 61 9. Herbert Plank, ítaliu, 60 10. Bojan Krizaj, Júgósl., 58 Flest stig í svigkeppni heimsbikars- ins hefur Neureuther hlotið eða 73. Stenmark er með 71 stig, Paul Frommelt, Lichtenstein, 59 og Peter Lúscher 48 stig. Wirnsberger vannfbruni Austurrikismaðurinn Peter Wirns- berger sigraði i bruninu í Garmisch- Partenkirchen á laugardag á 1:57.44 mín. Uli Spicss, Austurriki, varð annar á 1:57.82 min. og Herbert Plank, Itallu, þriðji á 1:57.85 min. Siðan komu Stock, Austurriki, á 1:57.89 mín. og Sepp Ferstl, V-Þýzkalandi, á 1:58.20 min. Alla daga vikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. ífDöagfrakt Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. %%fáLsAC LOmEIBm Sunnuda Mánudaj Þríðjuda Miðvikui Fimmtut Föstrn Laugardagur úrslita við Ipswich á Wembley og átti þar enga möguleika. Roger Osborne skoraði eina markið i úrslitaleiknum — fyrsti sigur Ipswich í FA-bikar- keppninni. I 3. deild jók Watford enn forskot sitt á næstu lið — en fimm stigum á undan Shrewsbury. Eina mark liðsins gegn Oxford skoraði Steve Sims, sem Watford keypti nýlega frá Leicester fyrir 200 þúsund sterlingspund. - hsim. Meðal áhorfenda í Shrewsbury var Alan Durban, landsliðsmaðurinn kunni hjá Derby hér áður fyrr, nú framkvæmdastjóri Stoke City, en það var hann sem „byggði upp” það lið, sem nú gerir það svo gott hjá Shrews- bury. Komið í fimmtu umferð bikar- keppninnar og er i öðru sæti í 3. deild. Arsenal hafði mikla yfirburði gegn Notts County á Highbury en lengi vel leit út fyrir, að knötturinn vildi ekki í mark County. Leikmenn Arsenal áttu stangarskot og tvívegis var bjargað á marklínu .áður en Willie Young skoraði fyrra mark Arsenal á 71. mín. með skalla eftir hornspyrnu Graham Rix. Á 78. mín. lék svo Liam Brady á þrjá mótherja, spyrnti fyrir markið og þar kom Brian Talbot, nýi leikmaður- inn frá Ipswich, á fullri ferð og skoraði síðara mark Arsenal. Nottingham Forest fór einnig létt með York úr 4. deild. Larry Lloyd skoraði á 15. mín. Fyrirliði Forest, John McGovern, á 44. mín. og Martin O’Neil kom Forest í 3-0 á 72. mín. Tíu ' mín. siðar skoraði varamaðurinn Welling eina mark York. Bikarliðin frægu, Newcastle, sem sex sinnum hefur sigrað í bikarkeppn- inni, og Wolverhampton, með fjóra sigra, gerðu jafntefli á St. James’ Park í Newcastle. Peter Withe náði forustu fyrir Newcastle, þegar langt var liðið á síðari hálfleikinn, en fimm mínútum fyrir leikslok tókst Ken Hibbitt að jafna. Liðin leika i Wolverhampton á ný á þriðjudag. Newcastle sótti meira en framlinumennirnir slakir að Withe frátöldum. Framkvæmdastjórar Ipswich og Orient mótmæltu þeirri ákvörðun dómarans að láta leika í Ipswich. Völl- urinn afleitur — en dómarinn fór sinu fram. Ipswich sótti mjög og leikurinn var furðu-góður en vörn Orient stóð sig mjög vel. John Jackson, gamla kempan i marki Lundúnaliðsins, frá- bær. Orient, sem leikur í 2. deild, komst í undanúrslit í keppninni i fyrra en tapaði fyrir Arsenal. Leikmenn Orient voru þá iðnir við að senda knöttinn í eigið mark. Arsenal lék til Laurie Cunningham, WBA. Enska lands- liðið dekkist Laurie Cunningham, svertinginn snjalli hjá West Bromwich Albion, var á föstudag valinn i 16 manna landsliðs- hóp Englendinga í knattspyrnunni. England mun leika i Evrópukeppninni við tra 7. febrúar nk. og allar likur eru á að þá verði tveir svertingjar i lands- liðinu enska — Viv Anderson, Nott- ingham Forest, og Cunningham. Enski landsliöseinvaldurinn, Ron Green- wood, valdi 16 leikmenn i landsliðshöp sinn og heldur sig við sömu leikmenn að mestu og áður — nema hvað Cunn- ingham er valinn og Joe Corrigan, markvörður Man. City. Það vakti tals- verða athygli enskra blaðamanna að Ray Wilkins, Chelsea, er valinn þó hann hafi litið leikiö með liði sinu siðustu vikurnar. Þrír leikir í V-Þýzkalandi Fresta varð sex leikjum í vestur- þýzku 1. deildinni i knattspyrnu á laugardaginn vegna veðurs eða slæmra vallarskilyrða. Þrir leikir voru háðir. Úrslit urðu þessi: Bielefeld — Frankfurt 0-0 Bayern M. — Schalke 2-1 Hertha—Nurnberg 4-1 Staða efstu liða er nú: Kaisersl. 18 10 6 2 36-23 26 Stuttgart 19 11 4 4 34-19 26 Hamborg 17 11 3 3 36-13 25 Frankfurt 19 10 3 6 30-25 23 BayernM. 18 8 4 6 35-26 20 Fjórir bikar- leikir Skota Aðeins fjórir leikir voru háðir i 3. umferð skozku bikarkeppninnar á laugardag. Úrslit urðu þessi: Arbroth — Airdrie 0-1 East Fife — Berwick 0-1 Hamilton — Aberdeen 0-2 Raith Rov. — Hearts 0-2 Þeir Miller og Joe Harper skoruðu mörk Aberdeen, þegar liðið vann auö- veldan sigur á Hamilton úr 1. deild. t gær, sunnudag, gerðu Dunfermline og Hibernian jafntefli 1-1 i bikar- keppninni.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.