Dagblaðið - 29.01.1979, Page 21

Dagblaðið - 29.01.1979, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. JANUAR 1979. Fleetwood Mac fólk önnum kafið við hljómplötugerð Ein örstutt frétt fyrir aðdáendur Fleetwood Mac. Hljómsveitarfólkið vinnur þessa dagana með sveitta skalla í sólinni í Los Angeles við að Ijúka næstu plötu sinni — þeirri fyrstu síðan metsölu- platan Rumours kom út. Útgáfudagur |hefur þó enn ekki verið kunngerður, né heldur nafn plötunnar. Nýja platan verður tvöföld i um- slaginu og mun hafa aðgeymatuttugu og tvö lög. Þeirra á meðal er lagið Sist- er of the Moon eftir Stevie Nicks sem hljómsveitin flutti á hljómleikum sinum síðastliðið sumar. Nýjustu fregnir — óstaðfestar að sjálfsögðu — herma hins vegar að Stevie Nicks hyggist ganga i það heil- aga á næstunni með Dennis Wilson, trommuleikara Beach Boys. Þeir velja sér sannarlega fólkið til að slúðra um þarna á vesturströndinni. Or MELODY M AKER FLEETWOOD MAC — Næsta plata verður tvöföld, með einum 22 lögum. Mannaskipti íTívolí Kemur f ram á ný ef tir mánaðamót Litlum sögum hefur farið af hljóm- sveitinni Tívolí síðustu vikurnar. Hún er þó langt frá því að vera hætt störf- um. „Það hafa orðið talsverðar manna- breytingar i Tivoli núna upp á siðkast- ið,” sagði Ólafur Helgason trommu- leikari og hljómsveitarstjóri er Dag- blaðið leitaði hjá honum frétta af hljómsveitinni. „Við lékum í siðasta skipti með gömlu liðsskipaninni í síð- ustu viku. Ef æfingar með nýju mönn- unum ganga að óskum vonast ég til að vera kominn af stað aftur i febrúar- byrjun." Ekki vildi Ólafur á þessu stigi skýra frá því hverjir skipuðu hið nýja Tívolí. Þó er Ijóst að Ellen Kristjánsdóttir verður ekki með. Hún æfir nú af kappi með hljómsveitinni Poker. Þá hefur það lengi legið í loftinu að Friðrik Karlsson gitarleikari hygðist hætta. ^ Ólafur vildi ekkert um það segja hvort gitarleikaraskipti yrðu í Tívolí. „Þetta kemur allt í Ijós eftir nokkra daga,” sagöi hann. -ÁT- Vegna vinsældavals DB og Vikunnar: Hvers vegna komust Fræbblamir ekki að? Dagblaðinu hefur borizt opið bréf, undirritað af sextíu og fimm manns. Bréfið er stutt og laggott og hljóðar svo: „Hvers vegna voru atkvæði okkar I vinsældavali Dagblaðsins og Vikunn- ar, þar sem við völdum FRÆBBL- ANA sem Hljómsveit ársins, ekki tek- in gild?” Því er til að svara að aðstandendur Vinsældavals Dagblaðsins og Vikunn- ar setja sér nokkrar grundvallarreglur >við úrvinnslu valsins. Ein er sú að á öll samtök kjósenda til að koma einhverri ákveðinni hljómsveit eða manni að er litið sem svindl. Tilgangur vinsælda- valsins er sá að kanna stöðu tónlistar- markaðarins með tilliti til þess sem menn og hópar hafa afrekað á árinu. Sigurvegararnir eru siðan verðlaun- aðir sem slikir á Stjörnumessu blað- anna. Alls kyns klikur, sem vilja koma sínu fólki að og neyta til þess samtaka- máttar síns, gera úrslitin marklaus. Því er reynt i tíma að hindra slíkt. Dæmið með hljómsveitina Fræbblana er þessa eðlis. Við pólitískar kosningar er leyfilegt að reka alls kyns áróður. 1 kjörklefan- um er þó hver einstaklingur frjáls að greiða atkvæði hverjum sem er án þess að nokkurn tíma vitnist hvað hann kaus. Þessi meginregla á við í Vinsældavali Dagblaðsins og Vikunn- ar að svo miklu leyti sem hægt er að heimfæra hana upp á opnar kosningar án kjörklefa og leynilegrar atkvæða- greiðslu. Stefnt er þó að sömu niður stöðu og i leynilegum kosningum: Réttum úrslitum. -ÁT- ÓLAFUR HELGASON — Liðsskipanin í Tívoli kemur i Ijós eftir nokkra daga.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.