Dagblaðið - 31.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.01.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979. BIAÐIB frjálst, úháð datfblað Útgofandi: DagblaðiÖ hf. Framkvœmdastjöii: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfuitrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Raykdal. iþróttir. Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjórar Atii Stekiarsson og Ómar Valdk marsson. Menningarmál: Aöaisteinn Ingólfeson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragl Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurös- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jótuinnsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieKsson. Sökistjóri: Ingvar Svelnsson. DreKing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiösla, áskrtftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoKi 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 125 kr. ekitakið. Setning og umbrot Dagblaöið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeKunni 10. Ofmat og vanmat Ef ástandið er verra á íslandi á ein- hverju sviði en það er í nágrannalöndun- um, er einfaldast að reyna að læra af ná- grönnunum. Mismunurinn hlýtur að ein- hverju eða verulegu leyti að stafa af skynsamlegra fyrirkomulagi hjá ná- grönnunum. Ef verðlagsstjóri hugsaði svona eftir endurteknar at- huganir skrifstofu hans á innflutningsverði og saman- burði við Norðurlönd, mundi hann leggja til, að ísland tæki upp verðlagsreglur Norðurlanda. Þá mundi hann leggja til, að álagning verði frjálsari og að aukin áherzla verði lögð á neytendavernd og neyt- endafræðslu, svo að neytendur geti tekið að sér aðhald að vöruverði. Hann mundi leggja til, að lögunum um samkeppni og viðskiptahætti verði ekki lengur frestað. En þetta gerir hann ekki. Hann efast um gagnsemi frjálsari verzlunar, þar sem aðstæður séu á ýmsan hátt ekki hinar sömu hér og annars staðar á Norðurlöndum. Einkum hafi verðbólgan brenglað verðskyn neytenda hér á landi. Þetta er að vísu rétt, en lýsir ekki þróun síðustu miss- era. Lesendur Dagblaðsins hafa tekið eftir því, að kaup- menn auglýsa vöruverð í vaxandi mæli. Mikill fjöldi les- enda tekur þátt í könnun blaðsins á heimilisútgjöldum. Og mataruppskriftirnar með verðútreikningi hafa vakið athygli. Ýmis slík dæmi sýna, að verðskyn er hægt að efla og að það er einmitt að eflast um þessar mundir, þrátt fyrir verðbólguna. Og þetta gerist, án þess að ríkið hafi frum- kvæði eða leggi hönd á plóginn, til dæmis með umtals- verðum fjárstuðningi við Neytendasamtökin. Verðlagsstjóri vanmetur neytendur. Hann er að detta í gömlu embættismannagryfjuna. í augum þeirra er al- menningur einskis nýtur múgur, sem embættismenn verði að leiða götuna fram eftir vegi. í verðlagsmálum sjá slíkir embættismenn aðeins þá lausn að magna lög- regluaðgerðir gegn heildsölum og kaupmönnum. Verðlagsstjóri hefur rökstutt, að 31—36% umboðs- launa íslenzkra fyrirtækja eða 2,3 milljörðum króna á ári sé stungið undan gjaldeyris- og skattskilum. Jafnframt sé hagur heildverzlunarinnar mjög slæmur um þessar mundir. Auðvitað þarf að koma lögum yfir þessa 2,3 milljarða og breyta þeim í löglega álagningu. En verðlagsstjóri má ekki halda, að þar með sé hann að gæta hagsmuna neyt- enda eða halda niðri verði í landinu. Breyting umboðslauna í álagningu lækkar að vísu flutningskostnað og aðflutningsgjöld á yfirborðinu. En þar er ekki um fundið fé að ræða, nema ríkið og aðrir málsaðilar sætti sig við rýrari tekjur. Kjarni málsins er sá, að finna verður leið, sem freistar heildsala til að leita ódýrustu og hagkvæmustu inn- kaupa. Hingað til hefur verið talið, að nágrannar okkar á Norðurlöndum hafi fundið slíka leið í auknu verzlunar- frelsi. Verðlagsstjóri virðist kominn á þá skoðun, að sú leið gildi ekki fyrir ísland. En hann hefur enn sem komið er ekki bent á neina betri leið, enda er ótrúlegt, að slik sé til. Verðlagsstjóri mundi ná betri árangri, ef hann hætti að ofmeta verðbólguna og að vanmeta neytendur. Kínverjar taka upp bónuskerfi eftir 10 ára hlé Endurreist bónuskerfi á veigamik- inn þátt i því að framleiðsla margra kínverskra verksmiðja hefur stórauk- izt. Bónus var fordæmdur af „fjór- menningaklíkunni”, en hefur nú komið aftur fram sem efnisleg verð- laun til verkamanna sem skila góðu starfi á verksmiöjugólfinu. „Pólitísk hvatning og efnisleg verð- laun verða að fylgjast að, með áherzlu á því fyrrgreinda,” sagði Hua Guofeng formaður í skýrslu sinni til fimmta þjóðþings alþýðunnar í febrúar 1978. Síðan þá hefur þessi regla verið fram- kvæmd í þrjátiu af hverjum hundrað iðnfyrirtækjum. Kínverskar álverksmiðjur eru að gera tilraunir með mismunandi bónus- kerfi. Er sett til hliðar upphæð sem svarar til tíu hundraðshluta allra launagreiðslna. Þessi tíu prósent eru notuð til að verðlauna verkamennina. Hundrað stiga mælikvarði er notaður. Þrjátíu stig eru gefin fyrir gæði vinn- m IíVíf YM jí JJL- -* NIÐURLAG Kæri Árni Björnsson. Ég bið þig að afsaka, hve mjög það hefur dregist að svara bréfkorni þínu, er birtist i Dagblaðinu 3. janúar. Við sveitamenn verðum oft höndum seinni að góma tíðindi úr höfuðstaðnum og ,bregðast við þeim. Ég var líka á báðum áttum um það, hvort ástæða væri til að auka nokkru við orðaskipti okkar; sé mig þó tilneyddan að leið- rétta þig í litlu einu og árétta annað. Annars vil ég byrja á að þakka þér svarið og fagna því, hve mjög þar kveður við annan tón en í hinni fyrri grein þinni. Spurningu minni um það, hvort þér finnist ekkert athugavert við tiitæki Vernströms svarar þú t.d. á þessa leið: „Ég myndi ekki gera þetta sjálfur.” Þar með getum við sæst á þýðingarmikið efni. Hinu sem á eftir fer í sama hluta bréfs þíns tek ég vin- samlega. Þó geri ég þá athugasemd, að mér finnst það tæpast jafnræði, er þú talar um yrkisefnin Jesú frá Nazaret og Natan Ketilsson svo að segja i einni og sömu andrá. Lái mér það hver sem vill. Missagnir Þá er að vikja fáum orðum að þvi, sem rangt er hermt í máli þínu: Þú læst framan af hafa verið svo til einn um að halda uppi vörnum fyrir „Fé- lagann”. Þetta er ekki rétt, og það vita almennir blaðalesendur jafn vel og þú sjálfur. 1 annan stað dregur þú mjög úr þeim þáttum bókarinnar, sem ýmsum þóttu ámælisverðir. Þetta hlýt ég að nefna tæpitungu, að ekki sé beinlínis talað um undanbrögð. Ég mun ekki fremja neina úttekt á því kveri, sem varð upphaf þessara orðaskipta. Hitt fullyrði ég, að þar er miklum mun fastar og oftar kveðið að upplognum ávirðingum Jesú en þú gefur í skyn. Skýt ég þessum hluta máls óhræddur til lesenda bókarinnar Kirkja og valdastéttir Þú ert sem fyrr viðkvæmur vegna kirkjunnar sem „bandamanns valda- stétta”. Sjálfur gerir þú játningar í svari þinu, og nú skal ég glaður endur- gjalda þá hreinskilni: Ég er þér sam- mála um það, að hér er um að ræða þau afglöp kristinna manna, sem einna alvarlegust hljóta að teljast fyrr og síðar. Skal að visu ekki nánar út I þá sálma farið, enda er hér um að ræða stærra mál en svo, að höndum verði til þess kastað. Á hitt skal bent, að hér eiga kirkjur allra alda og landa engan veginn óskilið mál. Til þeirrar staðreyndar átti hún rætur að rekja sú væga mein- fýsni, sem ég af þessu tilefni leyfði mér í bréfi til þín. Mér er t.d. alls ekki Ijóst það sam- band, er sumir virðast sjá milli íslensku þjóðkirkjunnar og þeirra valdhafa hér á landi, sem hamingju- hjólið nú á dögum lyftir að morgni en lægir að kvöldi. Vilji menn halda þvi fram, að kirkjan sé handgengnari einni stétt en annarri úti hér í svip, vísa ég slíkum fullyrðingum einfaldlega en af- dráttarlaust á bug sem tómri mark- leysu. Ég hef með ýmsum hætti verið í þjónustu kirkjunnar hátt á annan ára- tug, sé öllu til skila haldið. Ég hef ekki ætíð verið ánægður með allt það, sem skrifast hefur á hennar reikning, beint eða óbeint, enda aldrei legið á þvi, sem mér þótti miður fara. En mér er alls ekki kunnugt um, að kirkjan sem stofnun hafi þennan tíma allan í nokkrum skilningi verið hallari undir einn hagsmunahóp en annan. Þar af leiðandi get ég ekki að mér gert að brosa, þegar ég heyri einhvem gefa slíkt i skyn. Þess konar dylgjur eru thnaskekkja. Það er ámóta fráleitt að núa íslenskum kristsmönnum vorra daga því um nasir, að kirkjan fyrr meir þjónaði undir veraldarvaldið, og að ákæra núverandi dómendur á tslandi fyrir það, að forverar þeirra hlíttu ákvæðum Stóradóms á sinni tið. Á ofanverðri tuttugustu öld leitar ís- lenska kirkjan sér staðar hjá hverjum þeim, er heyra vill boðskap hennar og ekki er svo steigurlátur, að hann vísi leiðsögn hennar á bug. Einstakir þjón- ar kirkjunnar hafa að sjálfsögðu sínar skoðanir á stjórnmálum og leyfist það væntanlega eða hvað? Menn úr þeirra hópi mun vera að finna í námunda við „Það er ámóta fráleitt að núa íslenskum krists- mönnum vorra daga því um nasir, að kirkjan fyrr meir þjónaði undir veraldarvaldið, og að ákæra nú- verandi dómendur á íslandi fyrir það, að forverar þeirra hlíttu ákvæðum Stóradóms á sinni tíð.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.