Dagblaðið - 31.01.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.01.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979. Benedikt Ólafsson héraðsdómslög- maður skrifar. Hinn 10, janúar 1979 birtist í Dag-i blaðinu grein undir feitletraðri fjögurra. dálka fyrirsögn „Dömur fallinn i máli Nesco h.f. gegn Neyt-. endasamtökunum: „Fréttatilkynning Neytendasamtakanna í meginatriðum sönn,” segir í niðurstöðum dómsins.” Þar sem ég tel uppsetningu greinarinnar og skýringar greinar- höfundar á efni dómsins gefa mjög vafasama mynd af málinu og niður- stöðum þess, og Dagblaðinu þótti við hæfi að gefa eingöngu lögmanni stefnda færi á að skýra sjónarmið um-| bjóðanda síns í nefndri blaðagrein, vil ég leyfa mér að koma eftirfarandi á framfæri. Niðurstaða dómsins er orðrétt svohljóðandi: „Fallast ber á það með stefndu, Neytendasamtökunum, að fréttatil- kynning sú, sem stefnandi hefur krafist ómerkingar á, sé í meginat- riðum sönn. Verður aðalkrafa stefn- anda því ekki tekin til greina, þar sem sönn ummæli verða ekki dæmd dauð og ómerk. Varakrafa stefnanda lýtur að tveimur setningum í grein þessari. Fyrri setningin er þannig: „Hitt er þó alvarlegra að í auglýsingunni er farið mjög frjálslega með staðreyndir og dregnar skakkar ályktanir af gefnum forsendum.” í hinni umdeildu auglýsingu stefnanda var þvi haldið fram að Grundig hefði orðið nr. I i könnun vestur-þýzka neytenda-1 blaðsins Test. 1 máli þessu er i ljós leitt, að þessi fullyrðing, sem er lang- mest áberandi í nefndri auglýsingu, sé röng. Grundig tækið, sem prófað var, fékk hæstu einkunn ásamt tækinu ITT Scaub-Lorenz Digitimer Ideal Color 1789. Einnig er þess að geta, að i auglýsingunni er ekki tckið fram, að Verzlunin iNesco sem er annar aðili maisins. DB-mynd Árni Páll. SJONARMIÐ I NESCO SKÝRÐ DB og dómur í máli Neytendasamtakanna og Nesco hf. einungis hafi verið prófað eitt ákveðið tæki frá Grundig verksmiðjunum. Þegar þetta er virt er Ijóst, að svo mikill sannleikur felst i nefndri setningu, að krafa stefnanda um ómerkingu hennar verður ekki tekin til greina. Síðari setningin er þannig: „Auglýsandinn beitir síðan þeirri lævísu brellu að leggja saman plúsa og draga síðan mínusana frá og þykist þannig vera búinn að finna út einkunnina sem tækið fær.” Með umræddri stigatöflu, sem virðist hafa verið búin til af auglýsandanum, var Grundig tækinu ekki gert svo hátt undir höfði, að blekking megi teljast, þar sem það hlaut einmitt plúsa fyrir þá þætti sem vógu þyngst, t.d. mynd- gæði. Með þessari setningu gefa stefndu i skyn, að þessi aðferð sé í þessu tilviki i grundvallaratriðum röng. Telja verður að stefndu hafi hér tekið of sterkt til orða, en slíkt ber að varast í tilkynningum sem þessari. Stefndu hafa ekki sýnt fram á, að stefnandi hafi hér beitt lævisri brellu, og ber því að ómerkja setningu þessa þar sem hún er óviðurkvæmileg. Eftir þessari niðurstöðu verður krafa stefn- anda um birtingarkostnað ekki tekin til greina, en rétt er að stefndu greiði stefnanda málskostnað, sem ákveðst /kr, 90.000.- með hliðsjón af útlögðum kostnaði.” í niðurstöðu dómsins kemur fram að í umræddri könnun var Grundig tækið talið best, reyndar ásamt öðru sjónvarpstæki (sem þó hlaut ekki eins mörg „sehr gut” og Grundig tækið). Einnig er tekið fram í dómsniður- stöðunni að Grundig tækið hafi ein- mitt hlotið plúsa fyrir þá þætti sem vógu þyngst, t.d. myndgæði. Dómur er fallinn: Það hlýtur að teljast fremur óvandaður fréttaflutningur af Dag- blaði að túlka niðurstöður dóms sem endanleg úrslit máls áður en á- frýjunarfrestur er liðinn og ekki Ijóst hvort málinu verður áfrýjað til hæsta- réttar. Fyrirsögnin, Dómur fallinn, og upphaf greinarinnar, Fallinn er dómur, gefur lesandanum það í skyn, að um endanlega niðurstöðu sé að ræða, en ekki áfrýjanlegan dóm undir- réttar. Forráðamenn Nesco h.f. hafa tekið ákvörðun um að áfrýja málinu til hæstaréttar, og hafði sú ákvörðun reyndar þegar verið tekin þegar frétt Dagblaðsins birtist hinn 10. janúar sl. Því hefði verið við hæfi, að greinar höfundur hefði leitað álits beggja aðila i máli þessu, en ekki annars. Hitler og hans vinir. Skúli vill vita hvort við eigum von á fleiri slikum. „Hverjum megum við þakka fyrir stríðs- glæpamenn?” Skúli Helgason prentari hringdi: Spurði hann hverjum við ættum það að þakka að norskur stríðsglæpa- maður hefðist hér við, aö öllum likindum með stolið striðsgóss í fórum sínum. Átti hann þar við Norðmanninn Egil Holmboe sem hingað kom að stríði loknu og er íslenzkur ríkisborgari. Skúli taldi að Egill þessi hefði komið hingað í tíð ríkisstjórnar þeirrar er nefnd var Stefanía og vildi hann fá að vita hvernig í ósköpunum stæði á þvi að manninum var hleypt inn í landið. Þó hann væri gamall nú væri það engin afsökun, það væri Rudolf Hess líka. LmneTiition STftfcT- 'fá ERFÍhL£/Kfi$? LUMENITION kveikjan sparar ekki bara bensín. Margir kaupa búnaöinn beinlínis til þess að komast hjá vandrœðum við gang- setningu og kaldakstur. Vertu öruggur, kauptu LUMENITION. jjHBEft^raS j i HABERGhi r|$keiSunni 3e • Simi 3-33*45 Athugasemd blaðamanns Rétt er að taka það fram, að sá er þetta ritar vann umrædda frétt ein- göngu upp úr niðurstöðum dómsins án þess að taka mið af sjónarmiðum lögfræðinga málsaðila. Þar sem það var ljóst, að Neytendasamtökin höfðu unnið þetta mál þá var ekki óeðlilegt aö DB hefði samband við lögfræðing samtakanna. Allt og sumt sem eftir honum var haft var það, að hann væri ánægður með niðurstöður dómsins þó alltaf væri skemmtilegra að vinna mál 100%. Varðandi orðalagið dómur er fallinn þá er það eitt að segja, að það er notað jafnt yfir dóm í undirrétti sem og hæstarétti. Þetta er vitaskuld öllum almenningi Ijóst og það gefur ekkert í skyn um, hvort um endanleg úrslit máls sé að ræða, þó Benedikt Ólafsson, kjósi að leggja þann skilning í orða- lagið. Undirritaður getur ekki fallizt á að frétt hans hafi gefið vafasama mynd af málinu en vitaskuld gafst aðeins tækifæri til að draga út aðal- atriðin úr niðurstöðum dómsins og af þeim sökum kunna að hafa orðið út- undan einhver þau atriði sem Benedikt hefði viljað sjá í fréttinni. -GAJ- Guðmundur Jóelsson skrifar: í Dagblaðinu mánudaginn 22. janúar sl. birtist næsta einkennileg 'frétt þar semgætirmikillarundrunará því, að fólk skyldi ekki hópast til Þórs- merkur sl. sumar með flugfélaginu Vængir. Ályktun blaðamannsins er sú að fólk virðist fremur kjósa „svaðil- farir og lífshættu” en „öruggan og ein- faldan máta” með Vængjum. í umræddri grein er fjallaö um mál þetta af þvílíku þekkingarleysi, að full ástæða er til að leggja orð í belg. Þar er fyrst til að taka, að flugvöllurinn í Þórsmörk er staðsettur á aurunum fyrir mynni Húsadals og er drjúgur spölur af vellinum inn í Dalinn. Margir kjósa fremur að dvelja í Langa- dal þar sem skáli Ferðafélags Islands er og sé haldið þangað af flugvellinum skiptir vegalengdin nokkrum kílómetrum. Þvi er stór spurning, hver er hinn „öruggi og einfaldi máti” Vængja á að koma farþegum sínum á- samt farangri (sem oft getur verið tals- vert mikill í slíkum ferðum) alla leið á áfangastað? Það er ekki nóg að henda fólkinu út á flugvellinum, það verður að koma því alla leið og fólk er mis- jafnlega í stakk búið til að rogast með drápsklyfjar langar leiðir, jafnvel þótt „öruggar og einfaldar” séu. Um langt árabil hefur fólk átt þess kost að komast á auðveldan hátt til Þórsmerkur á vegum Ferðafélags tslands, og hefur undirritaður óspart notað sér það undanfarin ár. Eru i ferðum þessum yfirleitt notaöir traustir langferðabilar sem stjórnað er af ennþá traustari bilstjórum, sem margir hverjir þekkja leiöina inn í Mörk eins og fingurna á sér. Vissulega hefur Krossá stundum verið erfið og dyntótt, en undantekning er, ef bílar Vestfjarðaleiðar hafa ekki skilað ferðalangnum heilu og höldnu að skálanum i Langadal og í bæinn aftur. Að minnsta kosti veit ég ekki til að nokkur hafi beðið fjörtjón í ferðum á vegum þessara aðila til og frá Þórs- mörk. Þvi spyr ég, er þetta sá ferða- Skáli Ferðafélagsins i Þórsmörk. DB-mynd Hilmar. Enn um Þórsmerkurferðir: EKKIALLT FENGIÐ MEÐ FLUGINU máti, sem blaðamaðurinn kallar „svaðilfarir og lífshættu”? Undri sig svo hver sem vill á því, að fólk skuli ekki hlaupa upp til handa og fóta þegar eitthvert flugfélag auglýsir flugferðir til Þórsmerkur. Yfirleitt sakar ekki að kynna sér örlítið staðhætti áður en dregnar eru vafa- samar ályktanir eða hellt úr skálum undrunar sinnar. A.m.k. er ég, eftir lestur umræddrar fréttar í Dag- blaðinu, í stórum vafa um, hvort blaðamaðurinn, eða talsmaður Vængja hafa nokkru sinni til Þórs- merkur komið. Svan Undirritaður íblaðamaður hefur oft komið í Þórsmörk og er enginn talsmaður Vængja i þessu máli. Er mér einnig kunnugt um að vel er staðið að ferðum Ferðafélagsins til Þórsmerkur, þrátt fyrir að sumar 'verði að teljast svaðilfarir er að Krossá kemur, þótt mannskaðar hafi ekki orðið.—En fréttin var einkum skrifuð með tilliti til ferðalaga einstaklinga í Mörkina, sem þvi miður hafa oftar en einu sinni endað með mannskaða í Krossá, svo ekki sé talað um gífurlegt eignatjón þegar rándýrir bílar hafa' eyðilagzt þar vegna ókunnugleika. Að lokum: það stendur félaga í Ferðafé- laginu sizt næst að setja fyrir sig nokkurra kílómetra göngu, jafn mikla áherzlu og félagið leggur á gönguferðir. Og til að vera hátiðlegur í lokin má minna á að betri er krókur en kelda. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.