Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 — 29. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. * 1 Rúmlega tugur skipa f rá Stórrannsókn skatta- og gjaldeyris- yfirvalda: „Á næstu vikum og mánuðum má búast við þvi að unnt verði að skýra opinberlega frá rannsókn á allnokkr- um skipakaupum til viðbótar þeim er nú þegar hefur verið sagt frá og ákært fyrir,” sagði Garðar Valdimars- son skattrannsóknastjóri í viðtali við DB. Hér er um að ræða allnokkur skip, eða nokkuð á annan tug, sem við- Noregi undir smásjá bótarupplýsingar hafa nú borizt um. „Varðandi þessi skip má búast við að þessar upplýsingar séu þær sem yfir- leitt fást,” sagði skattrannsóknastjóri. Yfirleitt eru þetta fiskiskip þótt ekki hafi verið synjað fyrir að um annars konar skip hafi einnig fengizt athyglis- verðar upplýsingar. Skattrannsóknastjóri sagði að náin samvinna hefði verið og væri á milli skattayfirvalda og gjaldeyrisyfirvalda hér um skipakauparannsóknirnar. Auk samvinnu skattayfirvalda hér- lendis og í Noregi hefur einnig verið góð samvinna milli gjaldeyrisdeildar Seðlabankans og norskra banka. Í þeim skipakaupamálum. sem á annað borð tengjast alvarlegum lög- brotum beint eða óbeint eru þau ytir leitt á sviði gjaldeyrislagabrota, skatt- svika og falskrar skýrslugjafar við lán- tökur. Þar að auki blandast slíkum skipakaupum umboðssvik, þótt ekki sé þaðalltaf. 1 tveim málum, sem hérlendis hefur tiltölulega nýlega verið ákært i, var meðal annars talið að raunverulegt kaupverði hefði verið mun la^gra en það sem gefið var upp við gjaldeyris- yfirvöld og lána sjóði eða stofnanir hér. Enn er ekki hægt að fullyrða neitt um eðli þeirra brota sem hugsanlega kunna að komast upp í sambandi við þau mál sem nú eru til rannsóknar. Innan nokkurra vikna eða mánaða má vænta opinberra upplýsinga um þau mál, eins og að framan greinir. BS. Könnunin vekur at- hygli — bis. 5 Meiifr ingar- verð- launin —greiðið atkvæði... Nú fer hver að verða síðastur að greiða atkvæði í skoðanakönnun DB vegna menningar- verðlaunanna sem veitt vefða síðar í þessum mánuði. Nú þegar hefur borizt nokkurt magn seðla en mikilvægt er að sem flestir lesendur DB láti í Ijós einhverja skoðun á því hverjir eigi að hljóta þessar viðurkenningar. Dómnefndir hafa fyrir nokkru tekið til starfa og bíða nú úr- skurðar lesenda áður en þær taka lokaákvarðanir um veitingu verðlaunanna. Eins og áður hefur verið sagt frá, eru þau í formi leir- skjalda, sem hin þekkta listakona, Jónína Guðnadóttir, vinnur nú að. Mun DB birta myndir af vinnslu þeirra og útliti eins fljótt ogauðið er. Gengur Jónina út frá sama stefi í öllutn þessum skjöldum en sér- hannar þó hvern og einn, þannig að hver skjöldur er einstakt lista- verk. Verðlaunaafhending fer fram við málsverð i hinum glæsilega sal, Þingholti, i Hótel Holti fimnjtudaginn 22. febrúar. Verða þar væntanlega viðstaddir, auk verðlaunahafa og dómnefnda, helztu frammámenn i listum hér á landi. En sem sagt — atkvæðaseðlar óskast þiðsnarasta... -A.l. — bls. 15 ^ Þær voru óðum að hressast, litlu systurnar sem björguðust svo undursamlega úr bílveltunni I Kópavogslæk á fímmtudaginn, þegar DB-mcnn litu inn á Borgar- spitalann 1 gærkvöld. Þá var óvísthvortþærfengju að fara heim í gær en Hrafn- hildur E.vsteinsdóttir móðir þeirra (lengst til hægrí) sagði allt vera á góðrí leið. Hrönn litlaftil vinstri) var þó ekki alveg ánægð með heimsóknina en Katrin undi sér hið bezta. -DB-mynd Bj. Bj. Ottarr Mðller hættir hjáEI Óttarr Möller, forstjóri Eimskipa- félagsins, tilkynnti á stjórnarfundi þar í gær að hann óskaði eftir að láta af störfum hjá félaginu frá og með I. ágúst næstkomandi. Óttarr hefur starfað hjá Eimskip i rúm fjörutiu ár og verið forstjóri félagsins í nærsautján ár. 1 fréttatilkynningu Eimskipa- félagsins segir að ástæðan fyrir brott- föróttarsséheilsufarsleg. -ÓV. FIDE-sigri Friðriks fagnað: Líklegt að Karpov komi til íslands Skáksamband íslands sendi heims- meistaranum A. Karpov skeyti í síð- ustu viku þar sem ítrekað er boð þess um að hann komi hér við og taki þátt i stuttu skákmóti hér. Einar S. Einarsson, formaður Skák- sambands Íslands, sagði í samtali við DB að hann hefði nokkrum sinnum rætt við Karpov, siðast á ólvmpíuskák- mótinu í Argentínu og hefði Karpov þar lýst áhuga sínum á að koma til Ís- lands. Sagðist Einar vonast til að af þessari heimsókn heimsmeistarans gæti orðið mjög bráðlega og yrði þá slegið uppfjögurra manna skákmóti til að fagna sigri Friðriks Ólafssonar i FIDE-kosningunum. Hefur Bent Larsen lýst sig reiðubúinn að takaþátt í sliku móti og einnig hefur Hollend- ingurinn Jan Timman verið undir- stunginn með að taka þátt i því. GAJ- V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.