Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRIJAR 1979.
Starfskraft
vantar í skóbúð hálfan daginn. Þarf að geta
unnið eitthvað meira í sumar.
Uppl. um aldur og fyrri störf sendist Dagblað-
inu fyrir 7. febr. merkt „Skóbúð 1001”.
MIKLATORGI
SÍMI22822
KAKTUSAR
NÝ SENDING
Leir kaktusaker
og skáiar
OPIÐ KL. 9-21
T^mm^^mmnm^mmmm^mmmm—mMm*
VEGG- OG GÓLFFLÍSAR
YFIR 100 MISMUNANDI GERÐIR OG LITIR
Leynimakk við
Norðmenn um lög-
sögu við
Jan Mayen?
—Lúðvík
Jósefsson
létaðþví
liggjaá
, Alþingi
„Meginforsenda fyrir 200 mílna efna-
hagslögsögu var og hefur verið að í hlut
eigi þjóðríki sem þurfi á útfærslu að
halda,” sagði Lúðvik Jósefsson í
umræðum um fiskveiðisamninga við
Færeyinga á þingi. Þar bar á góma fisk-
veiðilögsaga íslands í átt til Jan Mayen
en fái Norðmenn 200 mílna lögsögu um-
hverfis Jan Mayen skerðir það lögsögu
Islands og miðlína ræður.
„Það var aldrei ætlan að 200 mílna
lögsaga næði til óbyggðra eyja eða
kletta. Jan Mayen er ekki klettur en þar
er heldur ekkert þjóðríki eða þjóðfélag.
Það stríðir á móti grundvallarskilyrðum
að Norðmenn teygi sig eftir 200 mílna
efnahagslögsögu þar. Þeir eiga að fá 12
mílna landhelgi, en efnahagslögsögu
ekki,” sagði Lúðvík.
Hann kvaðst óttast að Norðmenn
væru að reyna að fá íslenzk stjórnvöld
til að styðja það á alþjóðavettvangi að
200 milna efnahagslögsaga Norðmanna
yrði viðurkennd við Jan Mayen. Lét
Lúðvík að því liggja að gegn slíkri aðstoð
við Norðmenn gæti verið heitið því að
íslendingar réðu yfir 200 mílna lögsögu
sinni, einnig að því er tæki til þess
svæðis sem gengi inn i 200 mílna lög-
sögu við Jan Mayen.
Fordæmdi Lúðvík allt slíkt samninga-
makk og kvaðst vona að íslenzk stjórn-
völd létu ekki leiða sig til.sliks.
Benedikt Gröndal svaraði og sagði að
nýr texti lægi fyrir hafréttar-
ráðstefnunni um slíka lögsögu og stæðist
hann, sem enn væri óvíst, þá er það
skoðun Norðmanna, að þeir eigi rétt til
200 milna við Jan Mayen. -ASt.
Lúðvík Jósefsson spurði á Alþingi:
„Vilja alþingismenn
gefa Færeyingum
l-2ja mánaða kaup?"
— eða bara veita þeim réttindi hér við land á kostnað annarra manna
„Vilja þeir alþingismenn og ráðherrar
sem semja vilja við Færeyinga um fisk-
veiðiréttindi hér við land taka l—2ja
mánaða laun sín og senda
Færeyingum?” spurði Lúðvík Jósefsson
er hann mælti móti staðfestingu
Færeyjasamkomulagsins á Alþingi á
fimmtudag. „Eða eru þessir menn
aðeins tilbúnir að semja á kostnað
sjómanna og útgerðarmanna og annars
fólks í landverstöðvum hér, sem sagt er
að gera ekki neitt á meðan fisk-
veiðibönn eru sett hér á sama tíma og
fiskimönnum annarra þjóða er leyft að
stunda veiðar hér?”
Lúðvík sagði að segja bæri upp öllum
fiskveiðisamningum við Færeyinga,
Norðmenn og Belga. Fiskistofnar okkar
sýna að draga verður úr veiðum. Þorsk-
veiðibönn eru orðin staðreynd gagnvart
íslenzkum sjómönnum og nú eru
komnar takmarkanir á loðnuveiðar.
Stærstu skipin mega ekki veiða í heilan
mánuð samfleytt. Yfir vofa meiri tak-
markanir. Við slíkar aðstæður er ekki
samningsgrundvöllur, sagði Lúðvík.
Hann kvað Færeyinga ekki hafa tekið
upp okkar stefnu í fiskveiðimálum.
Þeir takmarka veiðar útlendinga á sínum
miðum litið. Kvað Lúðvik þetta mikið
deilumál i Færeyjum. Á heimamiðum
veiddu Færeyingar 99 þúsund tonn en
útlendingar veiddu þar 203 þúsund
tonn og lítill hluti þess aflamagns væri
kolmunni.
Hann kvað Færeyinga nú eiga yfir 30
frystihús og gætu þeir þvi nýtt sín
heimamið miklu betur i dag en áður
fyrr.
„Færeyingar tóku 56.700 tonn hér
við land á sl. ári,” sagði Lúðvik, „og
munar um minna þegar íslenzkum sjó-
mönnum og útgerðarmönnum er
bannað að stunda sína aðalatvinnu og
vinna fólks í landi stöðvast.” Kvað
Lúðvík þessar upplýsingar hafa átt að
liggja Ijósar fyrir samningamönnum.
„Færeyingar ættu að takmarka veiðar
útlendinga hjá sér að mun og tala síðan
við okkur,” sagði Lúðvík. Hann kvað
alveg eins hægt að gera samning við
aðrar þjóðir, jafnvel samninga við Efna-
hagsbandalagið vegna réttinda þess við
Grænland, ef farið væri að röksemda-
færslu Benedikts Gröndals um
samninga við „vinveittar ná-
grannaþjóðir”. -A.St.
íslendingar veiddu
180 þús. tonn af loðnu
utan lögsögunnar
— og vegna slíkra veiða stuðla hagsmunaástæður að
fiskveiðisamningum við nágrannaþjóðir
„Hagsmunaástæður stuðla að því að
við Islendingar eigum að halda áfram að
semja um fiskveiðiréttindi við þau riki
sem næst eru við okkur,” sagði Benedikt
Gröndal utanríkisráðherra er hann
fylgdi fiskveiðisamningsdrögum við
Færeyinga úr hlaði á fundi sameinaðs
þings á fimmtudag en þingið þarf að
staðfesta samningana eða hafna þeim.
Við það tækifæri lagði Benedikt mikla
áherzlu á að mjög hafði verið dregið úr
fiskveiðiréttindum Færeyinga hér við
land með samningsgerðinni. Þorskafla-
kvóti þeirra hefði verið lækkaður um
1000 tonn, úr 7000 í 6000 tonn. Ákvæði
hefðu náðst j samningana um hert eftir-
lit með veiðum þeirra hér og ákvæði sett
í þá sem kveður á um að allur afli fær-
eysks skips skuli talinn fenginn á Is-
landsmiðum ef skipið hefur komið á Is-
landsmið I veiðiferð sinni. Sagði Bene-
dikt að grunur léku á að Færeyingar
hefðu sagzt hafa veitt svo og svo mikið
af afla sinum utan íslenzkrar fiskveiði-
lögsögu.
Benedikt sagði að fróðir menn áætl-
uðu að Islendingar hefðu á sl. ári veitt
um 180 þúsund tonn af loðnu utan 200
mílna lögsögu tslands. Væru um 120
þúsund tonn fengin á svæðinu milli 67.
og 70. breiddargráðu en það væri utan
200 mílna marka milli Islands og Græn-
lands. 55.900 tonn væru fengin norðan
70. gráðu en það væri utan marka fisk-
veiðilögsögu Islands og Jan Mayen.
„Þessar veiðar eru ekki ólöglegar því
þarná skiptir úr okkar lögsögu í „opið
haf’,” sagði Benedikt, en hann laldi
þetta sýna að samningslipurðar þyrfti
við gagnvart næstu nágrönnum okkar.
Benedikt vék að kolmunnaveiðunum
og taldi þann stofn verða nytjaðan i
auknum mæli í stað sildar. Kolmunninn
kæmi að tslandi gegnum fiskveiðilög-
sögu Færeyja og gott væri fyrir tslend-
inga að beta byrjað fyrr að veiða kol-
munnann svo veiðitímabilið yrði lengra
en lofa Færeyingum síðan að veiða
loðnu á íslenzka svæðinu í staðinn.
samningarnir gerðu því ráð fyrir 17500
tonna loðnuveiðiheimilda til handa Fær-
eyingum hér en sama magn kolmunna
fyrir íslenzk skip í lögsögu Færeyja.