Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979. Enginn bill þykir alvöru tryllitæki fvrr en búið er að kröma fjöðrunarbúnað, mála undirvagninn og böna hvort tveggja. Samkoma tryllitækjaeigenda 1978 „BREIÐARIDEKK OG KRAFTMEIRIVÉLAR” Samkoman höfst með þvi að allir þátttakendur keyrðu einn hring eftir Indiana polis kappakstursbrautinni. Regnið steypist niður eins og allar flóðgáttir himinsins hafi opnast. Regndroparnir splundrast er þeir lenda á sléttu malbikinu og þeytast siðan áfram undan hvössum vindinum. Ljósgeislar bílanna spelgast í vatnselgnum og svo virðist sem þúsundir regnboga séu á fleygiferð í náttmyrkrinu. Umferðin sem er á vegunum við Indiana virðist vera óvenjumikil þessa nótt og eru flestir á leiðinni út úr borginni. Skyndilega glampar elding og lýsir allt upp með milljón kilóvolta krafti. 1 bláa Ijósinu frá eldingunni sjáum við að flestir bilarnir sem á ferðinni eru virðast vera öðruvísi en almennt gerist. Litaskrúð þeirra er meira. dekkin eru breiðari og vélarnar kraftmeiri. Eldingin slökknar en i kjölfar hennar kemur þruma, en þó að hún sé hávaer yfirgnæfir hún ekki vélarhljóðið í bílunum. Hár hvinur reimaforþjappanna og þungar drunurnar úr hljóðkútslausum púst flækjununt heyrast greinilega þrátt fyrir ærandi hávaða þrumunnar. I bilunum sitja menn í veiku Ijósinu sem kemur frá mælunum i mæla- borðinu og ræða saman. Rifja þeir upp reynslu helgarinnar og ræða atburði hennar fram og til baka. En framund- an eru langir sléttir vegirnir og tilbreytingarleysi hversdagsleikans. En síðasta helgi hafði verið öðruvisi. Þá höfðu þeir verið þátt- takendur í stærstu samkomu tryllitækjaeigenda sem haldin hefur verið. Timaritið Car Craft hafði staðið fyrir mótinu sem haldið var á og við Fegurstu hljöð sem bilagæjar heyra er hvinurinn í reimaforþjöppu á 6000 snúningum. Basebolti, eplakökur og big hlock Chevrar hafa löngum þött helztu einkenni Ameríku. Séntilmenn kjösa Ijóshærðar stúlkur með silfurgráum forþjöppuðum Corv- ettum. Áletrunin á þessum segir til um hlut- Halda mætti að þessir hefðu komið verk þessa bíls „Bara á Rúntinn". alla leið frá Mars. Tryllitækin á samkomunni voru hátt á þriðja þúsund og voru þátttakendur frá flcstöllum rikjum Bandarikjanna. Það var þvi saman komið æði skrautlegt bila- safn á Indianapolis Motor Speedway. Indianapolis kappakstursbrautina i Indiana. Þar höfðu safnast saman allir skrautlegustu og kraftmestu götubilar Bandarikjanna. Tilgangurinn með mótinu var sá að sýna bilinn sinn og sjá aðra bíla. Afla sér þekkingar og reynslu ogef til vill varahluta.svosem sjóðandi heits kambáss eða krómaðrar forþjöppu. Bílarnir voru af öllum stærðum og gerðum. Mátti þar sjá Hemi Cudur með reimaforþjöppur. Corvettur með beininnspýttar big block vélar, Shelby Cobrur með 427 vélar með yfirliggj- andi kambás og Rambler Scrambler með 390 og pústforþjöppu. Áberandi var hversu tryllitæki sjötta áratugarins eru fjölmörg en sjötti áratugurinn var gullöld tryllitækjanna. Þá var hægt að fá ýmsa aukahluti með bilunum og sérpantaðar vélar, sem voru þá frekar i meira lagi kraftmiklar. Jóhann Kristjánsson. 13 BÆJARINS BEZTU ,Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar bjóða upp á Seven Beauties Sýningarstaður Austurbœjarbió. LeikstjóH: Lina Wertmuller. Gerð á Itelu 1976. Seven Beauties er pólitísk ádeilumynd sett fram á gamansaman máta. Áhorfendur fá að kynnast Pas- qualino, itölskum æðruleysingja sem lendir i fanga búðum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin fjallar um sjálfsbjargarviðleitni Pasqualino og barátt- una við að halda lífi. Myndræn uppbygging er oft á tiðum frábær. og Giancarlo Giannini fer á kostum i hlutverki Pasqualino. Liðhlaupinn Sýningarstaöur Regnboginn. Leikstjóri: Michael Apted, gerö i Bretlandi 1972. Mynd byggð á sögu H.E. Bates um liðhlaupa i seinni : heimsstyrjöldinni. Hartrr dulbýr sig sem kona og fer j Ituldu höfði á afskekktu sveitabýli. Síðan kemur lið- þjálfi i heimsókn og vandræðin hefjast. Þessi mynd er engin stórmynd en forvitnileg. Glenda Jackson og j Oliver Reed fara á kostum í aðalhlutverkum áamt Brian Deacon. Grease Sýningarstaöur Háskólabíó Leikstjóri: Randal Kleisner, gerð f USA 1978 Þótt efnið sé ekki bitastætt þá er þetta þokkaleg af- þreyingarmynd fyrir ungu kynslóðina. Átrúnaðargoð þeirra. John Travolta og Olivia Newton-John, sjá að mestu um skemmtunina i þessari dans- og söngva- ntynd. Grease hefur heiðurinn af þvi að vera tekju- hæsta kvikmýndin í Bandarikjunum 1978. Efnið er ástir og ævintýri í menntaskóla ásamt tilheyrandi mis skilningi. Strákur hittir stelpu o.s.frv. Úr Vlxlspor eftir Fassbinder. Lífsmark Leikstjóri: Wemer Herzog. Þýzk 1969. Sýningarstaöur Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn. Herzog vann til verðlauna fyrir handrit sitt að Lifs marki og voru boðnar háar peningaupphæðir i það. En Herzog lét það ekki af hendi og lauk við mvndina I969 þrátt fyrir mikla crfiðlcika við gcrð hennar Þetta erfyrsta mynd Herzog i fullri lengd ogfjallar im þýzkan hermann. Strozek að nafni, sem er láunn gæta littllar eyju i seinni heimsstyrjöldinni. Myndin endar á þvi að Strozek tryllist og þykir það átriði eitt af mögn- uðustu atriðum kvikmyndasögunnar. Þeim sem vilja kvnna sér Herzog betur skal bent á viðtal i timaritinu Svart á hvitu I. tbl. I. árg. '77. Skírteini i klúbbinn kosta aðeins 3000 kr. fyrir 16 sýningar en nánar verður fjallað unt þær myndir i næstu viku. Dersu Uzala Leikstjóri: Akira Kurosawa. Sovótríkin 1975. Sýningarstaöur Laugarósbíó. Hér er á ferðinni einhver fallcgasta kvikmynd scnt hingað Itefur komið í mörg ár. Höfundurinn. Akira Kurosawa. á að baki stórbrotinn feril sem kvikmynda- leikstjóri og nteð þessari mynd tekst honunt að skapa stórkostlegl listaverk þar sent náttúran og maðurinn heyja harðskeytta baráttu. Þessi ntynd er algjörlega laus við ofbeldi svo óhætt er að taka stálpuð börn og unglinga nteð. En slikar myndir eru sjaldgæfar vegna þess að ofbeldið selst bezt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.