Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDA'GUR 3. FEBRÚAR 1979. \ WBIAÐIB fijálstóháð daghlað Útgefandfc Dagblaöifl hf. Frmmkvasmdastjóri: Svainn R. Eyjótfsson. Rttstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Haigason. Skrtfstofustjóri Htstjómar Jófiannaa RaykdaL iþrótdr Halur Sfmonarson. Aðatoóarfréttaatjórar AtJi Stainarsson og Ómar Valdi- marsson. Maimlngannál: Aóabtainn Ingótf sson. Handrft Ásgrtmur Pálsson. Biaóamann: Anna Bjamason, Ásgeir Tómaason, Bragl Sigurflsaon, Dóra Stafánsdóttir, Glssur Slgurfls son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaRur Halsson, Halgi Pátursson, Jónas Haraldsson, óiafur Gairsson, Ólafur Jónsson. Hflnnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ami Pál Jóhannsson', Bjamielfur BJamletfsson, Hörflur Viihjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svainn Pormóflsson. Skrtfstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkari: Práinn Portalfsson. Sökistjórt: Ingvar Svainsson. Dralfing- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Rltstjóm Siflumóla 12. Afgraiflsla, áskrtftadald, auglýsingar og skrtfstofur Pvarholti 11. Aðalslml blaðalns ar 27022 (10 Ifnur). Áskrtft 2600 kr. á mánufll innanlands. i lausasflki 125 kr. alntakifl. Satning og umbrot Dagblafllfl hf. Siflumóla 12. Mynda- og plötugarfl: HBmir hf. Siflumóla 12. Prantun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Iran sem kom á óvart Vesturlandabúum kom á óvart upplausnin í íran, sem leiddi til flótta keisarans úr landi. Fjölmiðlar á Vestur- löndum höfðu ekki fjallað á þann hátt um íran, að menn byggjust við slíkum atburðum. Fréttastofur og fjölmiðlar höfðu átt þátt í að móta ranga mynd af íran og keisaranum. Sú mynd var af menntuðum einvaldi, sem var að reyna að flytja forn- eskjulega þjóð sína til nútímans. Hann væri að vísu strangur landsfaðir, en réttlátur. Það gleymdist stundum, að bæði keisarinn og faðir hans, fyrri keisari, voru valdaræningjar, sem tóku völdin af lýðræðislegum stofnunum. Fréttamenn áttuðu sig ekki á, að þjóðir írans kærðu sig ekki um keisara til að segja sér fyrir verkum. Það gleymdist stundum, að getuleysi og spilling blómstraði á valdaskeiði keisarans. Færir menn voru reknir úr embættum, af því að þeir höfðu sjálfstæða hugsun. Keisarinn sjálfur, ættmenn hans og vildarvinir rökuðu svo saman milljörðum á svindlbraski. Það gleymdist stundum, að keisarinn byggði völd sín ekki aðeins á herforingjum með fullar hendur nýtízku- legra leikfanga, heldur ekki síður á harðskeyttri leynilög- reglu, sem ofsótti á ýmsa lund alla þá, sem grunaðir voru um andstöðu við keisarann. Alþjóðlegum fréttastofum og vestrænum fjölmiðlum hlýtur að vera þetta alvarlegt umhugsunarefni. Frétta- mennirnir í íran hljóta að hafa varið meiri tíma í glæsi- höllum en skúmaskotum borganna. Víða eru valdhafarnir erlendum fréttamönnum fjötur um fót. Frá slíkum ríkjum er skiljanlega erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um ástand mála. En íran var opið fréttamönnum og þaðan átti að vera hægt að fá réttar upplýsingar um hugmyndir íbúanna. Hvernig má það gerast, að íranir ganga skyndilega tugþúsundum saman frá heimilum sínum, vinnustöðum og kaffihúsum og rísa upp gegn keisaranum? Undiraldan í þjóðfélaginu hlýtur að hafa verið gífurleg. Vopnlausum almenningi er það enginn leikur að lama atvinnulíf voldugs ríkis og hrekja keisara úr landi. Að baki slíks hlýtur að ríkja öflugur þjóðarvilji, sem hvorki keisarinn né hinir vestrænu fréttamenn höfðu tekið nógu vel eftir. Fréttamenn mega ekki líta eingöngu á auðséð yfirborð glæsilegra halla, verksmiðja og varnarvéla. Þeir verða að kafa undir yfirborðið, finna sögu þjóðanna, hefðir þeirra og hugsanir. Það þýðir ekki að mata fréttaneytendur á því, að svart- klæddir og snaróðir shiita-prestar hafi æst írani til óhæfuverka. Við viljum fá að vita, hvernig sambandi múhameðstrúar og almennings er háttað i íran nútímans. Vonandi taka stóru fréttastofurnar nú til óspilltra málanna og senda til íran menn, sem þekkja tungu fólksins, sögu þess, trú og siði. Með þeim hætti getum við fengið áreiðanlegri fréttir af gangi mála og líklegri framtíðarþróun. Margir skrifa gáfulega um íran eins og önnur alþjóða- mál. En þeir vita ekki í rauninni, hvað muni snúa upp að lokinni þessari lotu. Verður þar prestaveldi, borgaraleg stjórn, vinstri sósíalismi, herforingjaveldi eða eitthvað annað? Þetta vita ekki einu sinni sérfræðingarnir. Og það staf- ar af því að upplýsingastreymið er í verulegu ólagi. — Kína: Margir merkir sögu- staöir í fjölmenn- asta nki heimsins Kína er ákaflega stórt land með langa sögu að baki. Það er auðugt að fögrum stöðum, merkum sögustöðum og fornminjum. Nú sækja erlendir ferðamenn til 100 borga og svæða. Til er kínverskt orðtak, sem segir: „Enginn getur kallað sig ánægðan, nema hann hafi skoðað Múrinn mikla.” Ferðamaður í heimsókn í Peking mundi verða meira en litið óánægður ef það færist fyrir af ein- hverjum ástæðum, að hann skoðaði hið mikla forna mannvirki. Múrinn mikli er kunnur sem eitt af sjö undrum veraldar. Hann byrjar við Sjanhækuan-skarðið við strönd Póhæ- flóa, liggur um fjallgarða, yfir hina miklu Gulá, grassléttur og eyðimerkur og endar við Tsíajúkuanskarð í Norðvestur-Kína. Hann er 6.000 km að lengd og er sagður sjást frá tunglinu. Múrinn mikli var byggður fyrir meira en 2.500 árum, undir lok tíma- bils hinna striðandi ríkja (475—221 f. K.) og var lengdur og endurbættur á tímum síðari konungsætta. Sá hluti -hans, sem er norðvestur af Peking og ferðamenn sækja til, var endur- byggður á valdatímabili Ming-keisara- ættarinnar (1367—1644) Hann er byggður úr graníti og massífum múr- steinum, er um það bil 6.6 metra hár og um það bil 5.5 metra breiður að ofan, þar sem fimm hestar gætu farið samsíða. Peking, höfuðborg Kína í meira en 800 ár, er nýjust meðal hinna fimm höfuðborga landsins (Sían, Lojang Kæfeng, Nanking og Peking). Hún hefur að geyma flest og best varðveitt forn byggingalistaverk hinna fimm borga. Hallarsafn Peking er geymt I hinum keisaralegu höllum Ming- og Tsing- keisaraættanna (1368—1644 og 1644—1911). Þær standa á svæði sem er 720.000 fermetrar, i þeim eru meira en 9.000 hcrbergi og heildargólfflötur er nálægt 150.000 fermetrum. Innan tiu metra hárra múra þeirra er að finna stærstu og fullkomnustu hallar- byggingar, sem til eru í Kina, þar sem saman eru komin öll bestu einkenni fornrar kínverskrar byggingarlistar. Nú eru allar hallirnar opnar almenningi ásamt keisaralegum fjár- sjóðum, þar á meðal eir. leirkera- smíði, listaverkum, handiðum og steinristum. Brúðarherbergið og garðar keisarafjölskyldunnar eru einnig til sýnis. Erlendir ferðamenn í Kína vilja líka gjaman koma til Tæjfalls i Tæan- sýslu, sem er við járnbrautina milli Pe- ing og Sjanghæ. Það er eitt af fimm frægustu fjöllum landsins. Samkvæmt söguheimildum komu 72 keisarar af ýmsum þjóðhöfðingjaættum hingað til að votta hollustu sína, biðjast fyrir og framkvæma fórnarathafnir. Stein- þrep liggja upp á tind fjallsins. Bratt- asta leiðin er tíu kilómetra löng, og eru þar meira en 7.000 þrep að tölu. Að neðan séð lítur gönguleiðin út eins og stigi, sem liggur til himins. Sjötíu kilómetrum fyrir sunnan Tæan-sýslu er Tsúfúsýsla, fæðingar- sveit Konfúsiusar. Þar stendur enn musteri helgað honum, sem tekur yfir einn fimmta af stjórnaraðsetri sýslunnar og er þyrping af fornum, haglega smiðuðum byggingum. Súlurnar tíu ristar drekamyndum und- ir framufsum Tatsenghallar, aðal- byggingarinnar, eru eitt af glæsilegustu verkum í bvggingarlist landsins. Stórfenglcgasti staðurinn við Hangtse. stærsta fljót Kina. er hin heimskunnu Jangtze-fljúfur. Þau mynduðust, þegar hið mikla, straum harða vatnsfall byltist niður eftir hin- um klungróttu Vúshan-fjöllum á mörkum Szesvan- og Húpejó-fylkja og gróf sér 198 km langt gil. Þeim sem fara með skipi um gljúfrin ógnar hrikaleikinn. Vitað er. að hin frægu Ijóðskáld, Tú Fú og Li Pæ. sem uppi voru á tímum Tangættarinnar (618— 907), ferðuðust um gljúfrin á skipi og ortu mörg Ijóð um þau. Löngum var Jangtze-gljúfrunum lýst sem náttúruhindrun vegna krókóttrar leiðar, straumþunga og blindskerja. Nú hefur farvegurinn verið stórlega lagfærður. Leiðeininga- stöðvar og siglingaljós hafa verið sett upp til að auka öryggi siglinga. Nokkrar fagrar borgir eru í óshólmum Jangtze og þar í nágrenni, sem eru kunnar sem „lönd hrisgrjóna og fisks”. Kunnastar eru Hangtsov og Sútsov. Frá fornu fari hafa þær verið lofaðar í vinsælu spakmæli: „Paradís er á himnum, en við eigum Sútsov og Hangtsov á jörðu”. Vesturvatn í Hangtsov er i rauninni samfelldur óravíður skrautgarður. Að sigla á vatninu, horfa á hið fagra landslag, meðan dreypt er á hinu Ijúfa „Lungtsing”-tei staðarins, er ein af unaðssemdum þessa staðar. Borgin Hangtsov var reist á sjöundu öld við enda Stóra skurðarins. sem grafinn var að fyrirmælum keisarans Jang af Súi- ætt (581-618). Þettá er borg skraut- garða með fjölmörgum musterum og pagóðum. Lingjín-musterið, sem byggt var fyrir meira en 1.600 árum og viðgert á árunum eftir frelsunina, er nokkuð sem sérhver ferðamaður verður að skoða í Hangtsov. Frá Hangtsov er aðeins þriggja tíma ferð norður á bóginn með lest til Sjanghæ. Ekki langt vestur af Sjanghæ er Sútsov, önnur fræg skrúðgarðaborg. Það eru ekki færr en 170 garðar i þess ari borg, og eru margir þeirra meira en 400 ára gamlir. Sá elsti á sér 1.000 ára langa sögu. Þessir garðar, sem eru vel hannaðir og hver með sín sér- einkenni, hafa löngum verið uppspretta fagnaðar og nýrra hug- mynda fyrir arkitekta, garðyrkjumenn og sagnfræðinga, svo og fornleifafræðinga, skrifara, lista- menn og myndasmiði. Hefðbundnum görðum kínverskum má í grófum dráttum skipta I tvær tegundir: keisaralega garða og almenningsgarða. Garðarnir í Sútsov eru dæmigerðir almenningsgarðar. Garðarnir við Sumarhöllina í úthverfi Peking vestan- verðrar eru dæmi um keisaragarð. Hin forna höfuðborg Luoyang í Mið-Kína er fræg fyrir sögulegar minjar. Musteri hvíta hestins þar, byggt í minningu um tvo indverska munka, sem komu til Luoyang með helgirit búddatrúar reidd á hvítum hesti á dögum keisarans Ming Tí af Austur-Han-ættinni (58—75), er elsta musteri, sem varðveist hefur i landinu. í því eru grafir þessara tveggja munka. Tólf kílómetrum fyrir sunnan Luoang eru hinir frægu Lumen-hellar, sem ná einn kilómetra frá norðri til suðurs. Byrjað var að grafa þessar hvelfingar árið 495 og stóð það verk i meira en 400 ár. Þar eru enn 1.352 hellar og 100.000 standmyndir, sú stærsta meira en 17 metra há og sú minnsta aðeins þriggja sentimetra há. Á löss-sléttunni i Norðvestur-Kina er hin forna höfuðborg Xían (Changan). Þó að hallir nokkurra keisaraætta í þessari borg séu ekki lengur til, er I Xían mestur fjöldi sögulegra minja og þar hefur verið grafinn upp mestur fjöldi fornminja í öllu Kina. Fimmtíu kílómetrum fyrir austan Xian er Huaqingchi, keisaralegur garður frá tíma Tang-ættarinnar (618—907). Við hinn fræga hver þar er bað Yang Gui-fei, eftirlætis hjá- konu keisarans Tangs Xuanzuong. Ekki langt þaðan er gröf keisarans Qin Shihuang (259—210 f.K.). Þegar grafið var á þessum stað austanvert við þessa gröf, fannst geysistórt jarðhýsi. fullt af standmyndum í fullri likamsstærð af riddurum og stríðs- fákum þeirra. Þessir striðsmenn úr leir, sem standa óaðfinnanlega fylktir, eru vopnaðir sverðum, spjótum, bogum og lásbogum. Þarna eru tvíhjóla striðsvagnar, hver dreginn af fjórum hestum. sem gerðir eru úr leir. Talið er, að í þessari „riddarasveit". sem grafin var fyrir meira en 2.000 árum, hafi verið 6.000 striðsmenn, jafngildi að styrkleika einu herfylki i nútima her. Þetta staðfestir veldi Qin- ættarinnar. Þarna hefur verið gerður stór sýningarsalur neðanjarðar. Í Suður-Kína hefur náttúrufegurð i Guilin verið lofuð allt frá mjög forn- um tímum svo, að hún „eigi ekki sinn Iíka I heiminum”. Þar bugðast Líjiang-áin fagurlega um land alsett fögrum hæðum, sem vekja hjá ferða- mönnum þá tilfinningu, að þeir séu staddir inni i miðju hefðbundnu lands- lagsmálverki kínversku. Guilin- héraðið er karstsvæði. Samkvæmt sumum jarðfræðingum var landið þarna hafsbotn, sem varð að þurrlendi fyrir um það bil 200 milljón árum. þegar hreyfingar jarðskorpunnar lyftu hafsbotninum. Áhrif vinds og regns um þúsundir ára hafa myndað fjölmarga fagra tinda og hella, sem finnast hvarvetna á svæðinu. Lúti- hellirinn þar (Lúti = rauð flauta) hefur vérið gerður að vinsælum ferða- mannastað. Þegar sumar kletta- myndanirnar i hellinum erulýstar með lituðum Ijósum, geta þær minnt á frumskógasvæði eða villt dýr. Aðrar likjast fossum, ávaxtaklösum, mat- jurtum. garðskálum og öðrum byggingum. Með flugvél er ferðamaðurinn eina klukkustund frá Guilin til Guangzhou (Kanton), stærstu borgarinnar í Suður- Kína. Guangzhou er 2.800 ára gömul og er ein af elstu höfnunum. þaðan sem Kina rak verslun við umheiminn. Árið um kring standa jurtir með blómum í þessari borg, scm er L ná- grenni við hitabeltið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.