Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979. MILUONIR MYRTAR í SJÓNVARPSSAL Fyrir skömmu var sýndur þáttur í sjónvarpinu um málefni Kampútseu. Var þar mættur til leiks Magnús Torfi Ólafsson ásamt Elínu Pálmadóttur blaðamanni. Þáttur þessi hafði bæði góðar og slæmar hliðar — eins og oft vill verða um mannanna verk. Betri hlið þáttarins var umfjöllun MTÓ um innrás Víetnama i Kampút- seu. Mátti greinilega heyra á orðum Magnúsar að hann fordæmdi hana og teldi hana runna undan rifjum Sovét- ríkjanna að nokkru leyti. Elin Pála- dóttir var einnig andstæð innrásinni og taldi lýsingar (þ.á m. hennar eigin) á 'innanlandsástandinu í Kampútseu ekki réttlæta aðgerðir Vietnama. Höfuðhlið þáttarins.og jafnframt sú verri. var umræða þeirra Magnúsar og Elínar um meinta ógnarstjórn Pol Pots og félaga. Strax í inngangi þáttarins fullyrti Magnús eitt og annað um stjórn Pol Pots og kallaði hana harðstjórn sem ætti sér engan líka. Nokkrar beinar rangfáerslur slæddust með, s.s. að Phnom Penh hafi verið milljónaborg um 1970 og að Kampútsea hafi verið lokað land í nokkur ár og að ekki hafi erlendum fréttamönnum verið hleypt inn í landið fyrr en mánuði fyrir innrás Víetnam. Annað sem orkar tvímælis lét Magnús koma fram sem staðreyndir. M.a. segir hann að Shianouk hafi ekki fengið að koma heim fyrr en nokkrum mánuðum eftir frelsun landsins. Aðrir, þ.á m. franski trúboðinn Pon- chaud (ein helsta heimild Elínar) segir að hann hafi ekki viljað snúa heim og verið sóttur til N-Kóreu. Sjálfur sagði Shianouk nokkru áður en landið var frelsað undan oki Bandafikjanna að hann hygðist hætta þátttöku í stjórn landsins. Ennfremur segir Magnús í tvigang að fjölskyldum hafi verið sundrað á skipulegan hátt — en Frakkinn Pon- chaud segir aftur á móti að hið nýja - skipulag hafi byggst á fjölskyldunni sem grunneiningu. Hann segir að hverri fjölskyldu hafi verið úthlutað svo og svo miklu af einu og öðru, 12 fjölskyldur hafi myndað þorp o.s.frv. 1 heild þykir mér, að Magnús hafi ekki kynnt sér málin nema mjög einhliða. Það var því ekki von á góðu þegar Elín birtist á skjánum — barmafull af sögum um grimmdarverk Rauðu Khmeranna (þess má geta í framhjá- hlaupi að það er rangt hjá Magnúsi að hreyfingin hafi sjálf kallað sig Rauðu Khmerana. Nafngitin er aðöllu líkind- um upprunnin hjá Shianouk, en i stjórnartíð hans var barist grimmilega gegn þeim og um 80% þeirra féllu eða voru teknir til fanga). Fjöldaslátrun Elínar Elín hófst strax handa við að útlista hin ógnarlegu verk. Óþreytandi í gegn- um árin hefur hún sagt hverjum sem hafa vill, að svo og svo margar millj- ónir séu myrtar skipulega innan landa- mæra Kampútseu. Sjónvarpsáhorfendum sagði hún, að hér væri um að ræða „einhverja blóð- ugustu stjórn sem nokkurn tíma hefur verið.” Og Elín var óspör á tölulegar upplýsingar: þjóðin var um 7 milljón- ir, nú eru um 4 milljónir eftir og áfram átti að myrða þar til 1,6 milljónir ungs fólks stæðu uppi. Líklega verður kvót- inn ekki uppfylltur, þar sem Víetnam- ar hafa stoppað Pol Pot af. Hér er lík- lega komin skýringin á þvi, hvers vegna Þjóðviljinn hefur velt fyrir sér góðum hliðum innrásarinnar. — Einnig felst væntanlega í þessari fjöldaslátrun Elínar skýringin á því, hvers vegna Vietnamar æða yfir landið og mæta engri mótstöðu, þjóðinni hefur verið fækkað skipu- lega. Mesta furðu hlýtur það að vekja, hvers vegna Vietnamar biðu ekki að- eins lengur. Þeir hefðu getað fengið reglulegar fréttir frá Elínu um fram- gang fjöldamorðanna og svo þegar 1,6 milljónir væru eftir þá hefðu þeir getað skorist i leikinn með minni til- kostnaði. Einhverjum tölum gleymdi EÍin. Hún minntist ekki á þau átta hundruð þúsund sem féllu i loftárásum banda- riska flughersins og um tvö hundruð og fjörutíu þúsund sem urðu örkumla af sömu völdum. En auðvitað eru þetta smámunir miðað við stórvirkar áætlanir Pol Pots. Þeir sem hafa tekið þátt í talnaleikn- um, bæði erlendis og hér heima. hafa ekki getað komið sér saman um fjölda hinna skipulögðu ntorða. Það er eins og það hafi ekki verið talið skipta máli hvort skeikaði milljóninni til eða frá. Sama óvandvirkni hefur einnig verið ráðandi varðandi heimildirnar um ógnarstjómina. Sumir hafa gengið svo langt að birta fölsuð viðtöl við ráða- menn Kampútseu og jafnvel skreytt greinar sinar með fölsuðum ljósmynd- um. Aðrir hafa bara spurt flóttamennina og skrifað bækur og greinar beint út frá því. Oft hafa menn ekki gætt sín á þvi að þegar flóttamenn eru notaðir .sem frumheimild þá er verið að þræða varasamar brautir. Það mætti nefna í þessu samhengi að það teldist lítil heimild að spyrja nasista um ógnar- verk Hitlers. En stór hluti flóttamann- anna frá Kampútseu voru þátttakend- ur í hernaði Bandaríkjanna gegn frels- ishreyfingu landsins. Nú, margt af þeim upplýsingum sem fram hafa komið um ástandið í Kampútseu er unnið upp úr skýrslum Pentagon. T.d. hefur sá frægi blaðamaður Jack And- erson, en hann var einna fyrstur til að koma „upplýsingum” um blóðbaðið á framfæri, stuðst við leynilegar skýrsl- ur frá Hvíta húsinu. Vinnubrögð af þessu tagi mætti bera saman við það að ætla að skrifa um innrásina í Tékkóslóvakíu með stuðningi „upplýs- inga” frá Kreml. Lokaorð þáttarins voru á þessa leið: EP: Þeir ætluðu að ráða þessu cinir. þeir ætluðu að útrýma þjóðinni. Nota hana fyrst og útrýma henni þangað til að þeir gætu alið upp nýja kynslóð — en útrýmaöllumeldri. MTÓ: Öllum sem stæðu i vegi fyrir sér... EP: Já, öllum sem höfðu alist upp við gamla menningu, þeir virðast ekki hafa treyst einu sinni þeim . . . MTÓ: Mér finnst þetta alveg skóla- dæmi um það hvað af þvi getur hlotist þegar menn setjast niður og ætla að búa til einhvern ramma til þess að fella fólk inn í nauðugt viljugt. Einhvern ramma sem þeir búa til, en svipta allan almenning — sem þeir líta niður á — öllum myndugleik og öllu sjálfræði. EP: Já, þetta á allt saman að vera öllum fyrir bestu. En það er náttúrlega afleitt ef allir þeir sem verið er að gera Hjálmtýr Heiðal þetta fyrir eru komnir yfir i annan heim. Menn þykjast vita hvað öllum er fyrir bestu og þeir fá ekkert að segja um þetta sjálfir. Áróðursherferðin Þetta samspil þeirra Elínar og Magnúsar er niðurstaða áróðursher- ferðar sem hefur staðið látlaust í fjögur ár. Hún hefur átt vtða innan- gengt og verið tíður gestur í opinber- um fjölmiðlum lslendinga sem eiga vist að starfa samkvæmt reglum um jafnvægi i frásögnum af mönnum og málefnum. En svo langt hefur skrumskælingin á innanlandsástandinu í Kampútseu gengið að Magnús Torfi gengur til leiks grunlaus um það að einhverjar aðrar frásagnir en Elínar eru til um at- burði austur þar. Honum virðist ekki detta í hug að jafnvægisreglan sé brotin — hann situr þarna i sjónvarps- sal og fjallar bara um staðreyndir sem •allir hafa meðtekið — sallarólegur. En hætt er við því að herferðin gegn Kampútseu — sem nú er fylgt eftir með vopnavaldi af Víetnam með full- tingi Sovétríkjanna — muni brátt snúast í höndum þeirra sem henni hafa stjórnað og framfylgt. Þjóðin mun ekki gefast upp nú frekar en fyrir hernaði Bandaríkj- anna. Fréttir berast nú um baráttu gegn innrásinni. alþýðustriði þjóðar- innar gegn erlendri ihlutun. Leiðtog- arnir eru flestir til staðar i landinu sjálfu og stjórna baráttunni svipað og í baráttunni gegn bandarisku innrásinni 1970. Hjálmtýr Heiðdal teiknari. „Hætt er viö að herferöin gegn Kampútseu, sem nú er fylgt eftir meö vopnavaldi af Víetnam og fulltingi Sovétríkjanna, muni brátt snúast í höndum þeirra sem henni hafa stjórnaö og framfylgt.” Fáf ræði og fordómar um vítamín Þann 19.1. 1979 birti Dagblaðið grein eftir Sverri Guðjónsson kennara, sem hann nefndi „Stóri (lyfsölu ) bróðir gætir þín". Grein þessi er að nokkru leyti gagnrýni á lyfsala, sem ég mun ekki ræða frekar. Hins vegar er að finna í greininni fullyrðingar um fræðileg atriði sem allar byggjast á fá- fræði, misskilningi, röngum for- sendum eða fordómum. Það sem mér finnst alvarlegast við þessa ritsmið er að höfundur reynir að villa á sér heimildir. væntanlega til þess að saklausir lesendur trúi honum frekar. Þetta gerir höfundur með þvi að vitna sifellt í bækur og tímarit niáli sínu til stuðnings þrátt fyrir algera fáfræði á því efni sem fjallað er um. Það er sorg- lega algengt í umræðum um ýmiss konar málefni hér á landi að þeir sem minnst vit hafa á hlutunum hafi sig mest í frammi. Það er einnig sorglega algengt að þeir sem vita betur hafi engin afskipti af málinu og á þennan hátt berst talsvert mikið af röngum upplýsingum til almennings, sem seint eða aldrei er leiðrétt. Við skulum nú athuga nánar nokkur atriði, sem eru dæmigerð fyrir málflutning Sverris Guðjónssonar. Ný reglugerð? Fyrst fjallar Sverrir um reglugerð sem hann segir að gengið hafi í gildi um áramótin. Hér mun átt við reglugerð nr. 329 sem gekk í gildi haustið 1977. Það hefði vissulega verið auðvelt fyrir Sverri að afla sér upplýsinga um þetta. ! þessari reglu- gerð eru tilgreindir venjulegir dagskammtar vítamina og steinefna. Sverrir.bendir réttilega á að þessir dag- skammtar eru þeir sömu og i Banda ríkjunum og fullyrðir síðan að þetta séu lægstu dagskammtar í veröldinni. Þetta er alrangt, þeir dagskammtar sem hér gilda eru t.d. í flestum tilvikum þeir sömu og í Danmörku (t.d. vítamin Bl, B2, B6. D, nikotína- mið, járn, zink, kopar), en í nokkrum tilvikum eru þeir hærri en í Danmörku (t.d. vitamín A. BI2. C, fólinsýra). Þegar Sverrir fer síðan að útskýra á- stæðurnar fyrir þessum „lægstu dag- skömmtun i heimi” þá veður hann vissulega reyk. Dagskammtar þeirsem um er að ræða gefa til kynna þarfir líkamans og að sjálfsögðu hafa víta- minbættar súkkulaðikúlur engin áhrif á þær þarfir. Vítamín og vítamín í grein Sverris Guðjónssonar er fjallað um náttúruvítamín (vítamín sem unnin eru úr jurtum eða dýrum) og samtengd vitamín (syntetisk; gervivítamin) eins og tvo gerólika „Hættulegar eitranir geta orðið eftir töku A-, B- og D-víta- míns og C-vítamín í stórum skömmtum veldur oft verulegum óþægindum frá maga auk þess sem það getur hugsanlega valdið úrkölkun beina og nýrnasteinum.” Magnús Jóhannsson hluti. Hér er um sömu efnin að ræða og allar rannsóknir benda til þéss að þau hafi sömu áhrif i líkamanum. Einn munur er þó á þessu í reynd, en hann er sá að náttúruvitamínin inni- halda að jafnaði talsvert af óhreinind- um sem geta i vissum tilvikum verið til góðs (nauðsynleg snefilefni) en senni- lega jafnoft til ills (eitruð efni, eins og t.d. þungir málmar og skordýraeitur). I grein Sverris er stórkostleg lýsing á því hve ægilegt eitur samtengd vita- mín eru, en þau fá tilraunadýr til að éta hvert annað og eyðileggja meltingarfæri manna ..með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum”. Þetta er furðulegur hugarburður og varla þarf að taka fram að ekki er minnsti fótur fyrir neinu af þvi sem þarna cr sagt. Um hæfilega skammta af C-víta- mini og E-vítamíni er Sverrir ckki í neinurn vafa enda hafa „ýmsir lækn- ar" og „færustu sérfræðingar" leitt hann i allan sannleika um það. Þeir munu þó flciri læknarnir og sér- fræðingarnir sent eru i vafa og telja frekari rannsókna þörf. Sverrir fræðir okkur um það að... ekki er vitað til að nokkur maður hafi látist úr vitamíneitrun”. Þvi miður er staðreyndin sú, að vítamíneitranir eru nokkuð algengar, einkum hjá börnum. og dauðsföll vegna A- eða D vitamin- eitrunareru vel þekkt fyrirbæri, einnig hér á landi. Hættulegar eitranir geta orðið eftir töku A-, B- og D-vítamíns og C-vitamín i stórum skömmtum veldur oft verulegum óþægindum frá maga auk þess sem það getur hugsanlega valdið úrkölkun beina og nýrnasteinum. Það er m.a. af þessum ástæðum sem reynst hefur nauðsynlegt að setja vissar hömlur á sölu vítamína i óhóflega stórum skömmtum. Ný stétt 1 gegnum mannkynssöguna hafa alltaf verið til loddarar sem hafa not- fært sér sjúkdóma og fáfræði fólks til fjáröflunar. Á undanförnum 10—20 árum hefur þessari atvinnugrein vaxið svo fiskur um hrygg að e.t.v. er hægt að tala um nýja stétt. Aðferðir þessa fólks eru mjög margvíslegar.sbr.anda lækna á Filippseyjum. nálastungur, iljanudd. náttúrulyf, o. fl. 1 öllum sin- um ntvndum bvegist þessi fjaröflunar- lcið á fáfræði, fordómum og sjúk- dómum f'ilks og til að afla viðskipta- vina er oftast nauðst nlegt að ala á for- dómurn og bera á borð fyrir alntenning alls kyns rakalausan þvætt- ing. Framleiðsla og dreifing náttúru- vítamina og náttúrulyfja er greinilega mjög arðbær atvinnugrein og slíkar verksmiðjur spretta upp eins og gor- kúlur. Þeir sem ráða slíkum fyrir tækjum eru yfirleitt venjulegir kaup- sýslumenn sem hugsa um það eitt að fyrirtækið skili arði. Hráefnin sem notuð eru i þessa framleiðslu eru yfir- leitt mjög ódýr. gæðaeftirlit ekkert, rannsóknakostnaður enginn en verð lokaframleiðslunnar mjög hátt. Til að auka gróðann enn meira er hægt að beita ýmsum brögðum, t.d. cru þekkt nokkur dæmi þess að samtengd víta- mín séu seld sem náttúruvitamin. en þau fyrrnefndu eru yfirleitt mun ódýrari i framleiðslu. Síðan er að selja vöruna og þá er nauðsynlegt að út breiða fordóma og rangar upplýsingar á nægjanlega sannfærandi hátt. Hér á landi eru allt of margir sem hafa, meðvitað eða ómeðvitað, gerst boðberar fagnaðarerindis þessarar nýju stéttar sem hefur sjúkdóma og óhamingjuaðféþúfu. Magnús Jóhannsson dósent, dr. med.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.