Dagblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 24
„Skattalegri rannsókn á svonefnd-
um Finansbankamálum má heita
lokið,” sagði Garðar Valdimarsson,
skattrannsóknarstjóri í viðtali við DB.
Hann kvað gagnaöflun lokið í flestum
þeirra mála, sem skattrannsókn tekur
til. Hafi þau annars vegar verið af-
greidd með hækkunum samkvæmt
reglum um viðurlög við skattalaga-
brotum. Hins vegar hafa svo nokkur
mál verið send til skattsektanefndar til
álagningar sekta til viðbótar við
hækkun skattálagningar.
„Um fyrningu á brotum er ekki að
ræða hér,” sagði Garðar, „þar sem
þau fyrnast á sex árum að því er tekur
til skattalagabrota.”
Upplýsingar um 76 reikningshafa á
81 reikningi í Finansbanken í Kaup-
mannahöfn bárust skattyfirvöldum
hér í ársbyrjun 1978.
Eins og DB skýrði frá á sinum tíma
hafði verið stofnað til þessara reikn-
inga með ýmsum hætti. Eðlilegar skýr-
ingar fengust á mörgum þeirra og
hafði verið löglega til þeirra stofnað.
Aðrir reikningseigendur höfðu gerzt
brotlegir bæði við gjaldeyris- og
skattalög.
„Nokkur þessara mála hafa nú
verið rannsökuð og liggja hér hjá
okkur." sagði Þórður Björnsson, rikis-
saksóknari i viðtali við DB. Hann
sagði að þegar rannsókn þessara mála
allra væri lokið yrðu þau tekin til
meðferðar og skoðunar með tilliti til
hugsanlegrar ákvörðunar um opinbera
saksókn.
í grein í opnu DB i gær var frásögn
af því hvernig gjaldeyrismál af sömu
rótum runnin eru meðhöndluð i
Sviþjóð.
Ungar blaðakonur
Dagblaðið fær á ári hverju margar heimsöknir, stuttar og langar. Um þetta leyti koma unglingar íir efstu bekkjum
grunnskólanna og kynna sér allt sem lýtur að blaðamennsku og blaðaútgáfu. Þessa vikuna voru hjá okkur tvær dömur
frá Eyrarbakka og ein úr Garðabæ. Duglegar og áhugasamar stúlkur. Á stóru myndinni er Eyrún Óskarsdóttir að kynna
sér morgunblöðin á ritstjórn, en á hinni eru þærSólrún Jóhannsdóttir og Jóhanna Carlsson úr Garðabæ á blaðamanna-
fundi vegna nýs búnaðar sem eykur á atvinnuöryggi málara. # DB-myndir Jóhanna Carlsson og Bjarnleifur.
Lagarfossvirkjun:
Með sama áf ramhaldi
er sjálfgef ið að við
hættum — segir stöðvarstjórinn.
Vatnsborð Lagarfljóts hefur lækkað stöðugt
frá miðjum desember
„Með svona áframhaldi er sjálfgefið
að við verðum að hætta rafmagns-
framleiðslunni,” sagði Guðbergur
Rúnarsson, stöðvarstjóri Lagarfoss-
virkjunar, í samtali við fréttamann DB
í gær. Þar eystr^ hefur ekki komið
dropi úr lofti síðan um miðjan
desember og er nú vatnsborð Lagar-
fljóts orðið um metra lægra en það
ættiað vera.
„Við eigum þó langt eftir i það sem
það hefur verið lægst,” sagði
Guðbergur Rúnarsson. „þá er nánast
ekkert eftir. Við keyrum núna á 2.5
megavöttum en fullt afl er sjö og
hálft."
Guðbcrgur sagði að á meðan raf-
magn fengist um austurlínu væri allt i
lagi enástandið yrði alvarlegt ef gerði
vond veður eða línan bilaði. „Við
gætum bjargað okkur — en ekki mikið
meira — með dísilvélum ef allt annað
bregzt,” sagði hann.
Aflþörf veitusvæðisins er mjög
breytileg en er venjulega á bilinu
11 —17 megavött. Þörfin nú er í há-
marki. enda allar loðnubræðslur í
gangi. -ÓV/BA
Ákjósanleg skautasvell
útbúin víða um borgina
Það ætti ekki að vefjast fyrir
neinum að notfæra sér skautana þessa
dagana. Langt er síðan frost hefur
haldizt svo lengi sem nú.
Á Rauðavatni hefur leikfallanefnd
Reykjavíkurborgar látið skafa ákjós
anlegtsvell. Var ýta þaraðverki igær
og auk þess að skafa stærðar flöt af isi
lögðu vatninu bjó ýtumaðurinn til
ýmsar skautaleiðir i bugðum og
slaufum vítt og breitt um vatnið. Etti
þvi að verða fjölmennt'um hclL-;na á
Rauðavatni.
Auk þess eru ákjósanleg svæði
skafin við Dvergabakka og clst við
Breiðholtsbraut, i Mjóddinni og loks
við Rofabæ.
JBP.
Flugmannadeilan:
Stef nt að miðlunar-
tillögu sáttanefndar
Sáttanefndin i flugmannadeilunni
sat á fundi frá kl. 14—18 i gærdag.
Báðir deiluaðilar, Félag isl. atvinnu-
flugmanna og stjórn Flugleiða, hafa
verið boðaðir á fund nefndarinnar í
dag.
Að sögn Hallgrims Dalbergs
ráðuneytisstjóra. formanns sátta-
nefndarinnar, er stefnt að þvi að
leggja fram miðlunartillögu á
fundinum í dag.
JH.
Skilið
bóka-
verð-
inum
— er krafa kennara-
háskólanema
Nemendur i Kennaraháskóla Islands
mótmæla harðlega aðför rikisvaldsins að
námi sínu. Almennur fundur kennara-
háskólanema haldinn 1. febrúar sam-'
samþykkti þessi mótmæli.
Hvað eftir annað hefur fjármála-
ráðuneytið og menntamálaráðuneytið
hunzað kröfur skólans um nýjar stöður.
byggingar og frekari þróun ^kennara-
náms, að sögn nemanna. Nú er svo
komið að eftir síðustu aðgerðir stjórn-
valda geta kennaranemar ekki sinnt
námi sínu eðlilega þar sem öðrum bóka-
verði skólans hefði verið vikið úr starfi í
sparnaðarskyni.
Nemendumir telja bókasafnið þunga-
miðju í námi sinu og krefjast þess að
bókaverðinum „verði skilað” nú þegar.
Þá krefjast nemarnir þess að ráðuneytin
sinni þegar í stað öðrum kröfum
Kennaraháskóla Íslands þvi ella verði
hann óstarfhæfur með öllu vegna lang-
varandi kennaraskorts, húsnæðisleysis
og fjársveltis.
-JH.
Snæfellsnes:
Slæmt ástand
í sjónvarps-
málum
Ástandið í sjónvarpsmálum á vestan-
verðu Snæfellsnesi mun nú vera mjög
slæmt og hefur það aldrei verið verra
þrátt fyrir að það hafi oftast verið slæmt.
Ástandið mun hafa versnað mjög er
Landssíminn setti upp nýja endurvarps-
stöð I Grundarfirði er sendir út á sömu
rás og eldri endurvarpsstöðin fyrir
Hellissand, Ólafsvík, Rif og Gufuskála,-
Verst mun ástandið vera á Gufuskálum
og Hellissandi, þ.e. þeim stöðum sem eru
fjærst stöðinni.
Truflanir eru mjög tiðar. myndin er
óskýr og rákir koma í hana. Þá koma
litirnir mjög illa út. Einnig hefur orðið
vart vélatruflana en ekki mun Ijóst
hverju er þar um að kenna.
HJ/GAJ.