Dagblaðið - 21.03.1979, Side 2

Dagblaðið - 21.03.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR21. MARZ 1979. 2' Víkingaskipin Örn og Hrafn ekki víkingaskip Svein Arvid Rnsmussen skrifar: Ég vil vekja athygli á því að víkingaskipin örn og Hrafn sem Norðmenn gáfu Reykvíkingum og Húsvíkingum eru ekki víkingaskip eða eftirlíkingar af víkingaskipum, eins og blaðamenn hafa haldið fram. Hins vegar eru þessi skip svokölluð „femböringar” sem hafa verið í notkun í Norður-Noregi allt fram á þessa öld, þ.e. 1910 til 1920. Þegar vélar hófu innrás sína tóku margir fiskimenn upp vélar í stað segla, þannig að „femböringar” hafa eigin- AÐALFUNDUR HVATAR — dugmiklum formanni vikið f rá Síðbúið bréf frá sjálfstæðiskonu: Ég var ein af þeirn mörgu, sem sótti síðasta aðalfund hjá Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt. Sennilega hafa mætt þar hátt á þriðja hundrað fé- lagskonur. Og tilefnið? — Jú, það átti að fella formanninn, eina dug- mestu konuna, sem gegnt hefur því starfi árum saman, og var kasin með meirihluta fyrir tveim árum. Auðvitað er það mjög eðlilegt að tekizt sé á um menn og konur við stjórnarkjör á aðalfundum félaga, menn hafa mismunandi skoðanir sem betur fer. En það sem einkenndi þennan aðalfund Hvatar að þessu sinni var það, að dugmikill og ein- beittur formaður, frú Jónina Þor- finnsdóttir kennari, og ötul og mikil- virk í starfi sínu fyrir lamaða og fatl- aða, átti að falla fyrir öðrum aðila (sem ég þekki ekki deili á), sem kannski er vænzt meiri sósíaliseringar af en frá fyrrverandi formanni. Hver veit? Og með liðsafnaði, meira segja utan Reykjavíkur, tókst að koma því svo fyrir, að liðsmenn frú Jónínu urðu undir í kosningu. Mér dettur ekki í hug, að fráfarandi formaður taki þessu með neinni eftirsjá úr því svo mikið kapp virðist vera lagt á að virkja öll félög sjálfstæðismanna í þágu félagshyggju, eða sósíalisering- ar. Og ekki dytti mér í hug að biðja um birtingu á lesendabréfi um þelta, nema af því að mér ofbýður það mikla kapp, sem lagt er á að víkja frá úr trúnaðarstöðum Sjálfstæðis- flokksins flestum þeim sem eru trúir stefnu flokksins. Það má mikið vera, ef fleirum en mér hefur ekki fundizt að einhver nýr og annarlegur andi hafi svifið yfir þessum síðasta aðalfundi í áður- nefndu félagi sjálfstæðiskvenna I Reykjavík. Þetta er ef til vill tímanna tákn, og fer máski bezt á því, að sósíaliseringin taki við alfarið, úr því við höfum nú fengið „vinstri”, bæði í borgarstjórn og rikisstjórn. En hrædd er ég um, að fleirum en mér hrjósi hugur við að sýna sig eða starfa i sjálfstæðisfélögum, sem stefna beinlínis að því að innleiða vinstri stefnu i flokkinn með öllum tiltækum ráðum. Ekkert röfl f ínar f rúr og fínir karlar GuðmundurGuðmundsson skrifar: Alþingismenn, oft voru baðaflir margir í senn. Skófu undan nöglunum skítinn, „sgu”, ckki lítinn. Svo kvað Halldór sál. Gunnlaugs- son, héraðslæknir í Vestmannaeyjum forðum, og sennilega mætti segja eitthvað svipað um þessar mundir. Eða hvað sagði ekki þernan á Hótel Borg, en þar hafa þingmenn oft veriö með fundi og aðsetur á herbergjum til vinnu: Alþingismenn. Oj bara. Pissa í vaskinn? Það var nú annars ekki þetta, sem ætlunin var að gera að umræðuefni nú, og í nokkrum síðari greinum, heldur óráðsía þingmanna og bruðl. Dæmi: 1) Fyrir stuttu segir málari nokkur, „funScfníjálpaö hon- mikiö. 6„!p»,Æ?‘ iri nj» mJ-W Eömu finan ogfinirterlarognúna| :g noltkurs konar htrö- ari iyrir Alþingt, þvi ðgj að vinna aö nokkrumt pdum af alþingismonn- Þetta er ágæt vmna. n er vel borguö og ekk- röfl.” hugmynda tíun altasar sagði ab hug- ndin meb graílkverk- liinu hefðiverib su, ab & rafikinni slu fyrm dir srnar og út frá þvl sem ekki er talinn af ódýrari gerð- inni, í blaðaviðtali um atvinnu- horfur hjá sér m.a.: „Síðan komu fínar frú og fínir karlar, og núna er ég nokkurs konar hirð- málari fyrir Alþingi, því ég er að vinna að nokkrum myndum af al- þingismönnum. Þetta er ágæt vinna. Hún er vel borguð og ekk- ertröfl.”(???) Spurning: Hvaðan kemur Gils þingforseta & Co. heimild til þess að mála þingmenn (og þá vafalaust „í lit”, sennilega rauðum, bleikum o.s.frv. eftir flokkum), fyrir ærið fé, sótt í vasa skattgreiðenda. 2) Hvers vegna eru skattgreiðendur látnir borga hinar frægu þing- veizlur? Á venjulegum árshátið- um borgar hver fyrir sig. 3) Hvaðan kemur Alþingi heimild til þess að hafa menn á launum (einhverja Kirkjubóls-Halldóra o.fl.) við að semja og gefa út ævi- sögur þingmanna á gljápappir, allt á kostnað skattgreiðenda? Múrarar, vélstjórar, prestar og aðrir i þjóðfélaginu verða að sjá sjálfir um sínar ævisögur, en láta ekki almenning borga brúsann. 4) Sýnishorn af ráðsmennsku þing- manna: Á sl. ári datt þeim í hug að greiða öllum föllnum þing- mönnum hálfs árs laun, án laga- heimildar: Það mega þingmenn Alþýðuflokksins eiga, að þeir komu í veg fyrir þetta, og það varð til þess að þarna var dregið verulega í land. Vonazt er eftir greiðum svörum. ES.: Þegar minnzt er á litmyndir (málverk) af alþingismönnum er ann- ars rétt að hafa í huga, að flestir þeirra eru heldur litlausar persónur. Undantekningar finnast þó, t.d. Vil- mundurog Albert. lega verið í notkun þar til í kringum 1940 sem fiskiskip. Þessi bátstegund er hin stærsta af gerðum „Nordlandsbáta”. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í Lófót í Norður-Noregi og hef ég þess vegna oft haft tækifæri til að skoða þessa Nordlandsbáta, sérstaklega „aattr- ingar” (áttæringa) sem ennþá er hægt að finna i bátanaustum heima fyrir. Suma þeirra hefur verið gert við og eru núna í notkun. Þessir bátar líkjast vikingaskipum, en í þeim eru notaðir járnnaglar Oam- saum) en ekki trénaglar eins og í víkingaskipum. Heitið „femböring” stafar e.t.v. frá gamalnorska orðinu „Jimbyrðing” og var það notað í Noregi á víkingaöld. Þá voru einnig í notkun orðin „tri-” og „fembyrð- ingar”. Byrðingar voru skip með meira burðarþol en langskipin. Þá má áreiðanlega segja að „femböringarnir” beri vott um óslitna bátabyggingarhefð frá víkingaöld allt fram á 20. öld. Ennþá eru til menn i Norður-Noregi sem byggja áttæringana sem eru minni gerðin af Nordlandsbátum eftir pönt- un og eru biðlistarnir langir. Skipin Hrafn og Öm voru ekki hugsuð sem eftirlíkingar af víkinga- skipum, en eru í raun og veru nútíma- skip, eða skulum við segja 50—70 ár frá því að vera það. Hins vegar hafa norskir vísindamenn líka gert eftirlík- ingar af vikingaskipum sem forn- leifafræðingar hafa fundið, en það er annað mál. Margir íslendingar hefðu e.t.v. frekar þegið ekta víkingaskip en „femböring,” en meiningin með því að gefa þeim „femböringa” sem þjóðargjöf var e.t.v. til að benda á að bæði Islendingar og Norðmenn hafa í sinni menningu hluti sem vert er að vernda og finnst mér þess vegna rétt að benda blaðamönnum, Viggo Maack og áhöfn og öðrum á hvers konar skip það var sem sigldi upp Hudsonfljót á 200 ára afmæli Banda- Örninn leggur að bryggju i Reykjavikurhöfn. ríkjanna. Vona ég að unglingarnir sem núna hafa tekið Örn í notkun Þjóðviljamynd. hafi gleði af og kunni vel að meta skipið. GAMLIMAÐURINN 0G SNJÓRINNH — snjóskaf lar á gangbrautum til mikils trafala fyrir vegfarendur 9753—7321 skrifar: Ég er fæddur og uppalinn í hinni gömlu Reykjavík. En fyrir aldar- fjórðungi varð ég að byggja fyrir austan Grensás, sem um langan aldur afmarkaði Reykjavík frá dreifbýlinu. Grensás þýðir landamæraás, en Danir réðu nafngiftinni eins og öðru á þeim timum. Ég kunni vel við mig í nýja umhverfinu, enda fluttist mið- bær Reykjavíkur smátt og smátt til austurs. Þegar fyrsti snjórinn heimsótti okkur skapaðist vandamál fyrir þá sem ekki áttu bíla; göturnar voru ruddar fyrir bilana og snjónum ýtt upp á gangstéttirnar. Þá urðum við þessir blikkbeljulausu að kafa snjó- skaflana sem réðu ríkjum á velflest- um gangstéttum eða hætta á það að notast við akbrautir bílanna. Það gat hinsvegar verið hættulegt, sérstak- lega jjegar mikil hálka var á hinum ruddu brautum, því engu mátti muna að við yrðum ekki undir einhverri bifreiðinni. Ekki þurfti nema að manni skrikaði um eitt fótmál eða viðkomandi bifreið viki til hægri eða vinstri vegna annarra ökutækja. Þrautalendingin var því sú að brölta yfir skaflana á gangstéttinni og þegar komið var að áningarstað strætó varð maður að skríða á fjórum fótum yfir skaflinn sem strætó stoppaði við og sæta svo lagi til að komast upp í strætisvagninn, en honum var i flestum tilfellum lagt fast að snjóskafli gangstéttarinnar. Þá var um tvennt að ræða: Að skríða að vagninum eða taka þá áhættu að stökkva að dyrum vagnsins. Hvort tveggja var áhættusamt og í báðum tilvikum gat maður átt það á hættu að verða undir vagninum. Svona er nú búið að gönguhrólfum borgarinnar. Að vísu er snjó rutt af gangstéttum við áningarstað S.V.R., en það er þó oft svo að á mörgum áningarstöðum er gangstétt ekki rudd. Við þessar aðstæður skapast slysa- hætta og það eru áreiðanlega mörg umferðarslys sem af þessu kæruleysi skapast. Það kostar sennilega um 20 þús. kr. að ryðja gangstéttir allra án- ingarstaða strætó. Þessi útgjöld vill þetta nauðsynjafyrirtæki spara borg- arsjóði, en hinu gleyma forráðamenn S.V.R. að það kostar ríki og bæ 45 þúsund krónur á dag að hýsa þá sem slasast og að auki tryggingabætur og vinnutap. í gamla daga hefði svona háttalag verið kallað að spara eyrinn en henda krónunni. v: ■ m Það er augljóst að f svona færð er crfitt að fóta sig jafnt fyrir aldna sem unga.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.