Dagblaðið - 21.03.1979, Side 4

Dagblaðið - 21.03.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979. Niðurstöðurnar birtast á morgun Á morgun, fimmtudag, birtum við niðurstöður úr samanburði á heimiliskostnaði í febrúar, byggðar á fjölda upplýsingaseðla sem blaðinu hafa borizt alls staðar af landinu. Niðurstöðurnar eru athyglis- verðar, en nokkuð sameiginlegt er fyrir þær að heildarniðurstöðurnar eru hærri vegna þess að liðurinn ,,annað” er hærri nú en venjulega. Fasteignagjöld ráða þar töluverðu og eins virðist sem fólk almennt noti febrúarmánuð að einhverju leyti til endurbóta heima fyrir eða þess hátt- ar. En sem sagt, niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á morgun! n I l r /// / / / RAGNHEIÐUR I kristjánSdótti Jæja, krakkar. Langar ykkur ekki ofurlítið til þess að prófa saumavélina hennar mömmu? Saumið ykkur þá skyrtu. Það ætti ekki að vera svo mikill vandi með smátilsögn hjá mömmu. Og saumaskapurinn tekur enga stund þegar þið eruð byrjuð. Allt sem til þarf er 1 metri af lakalérefti sem er 2,30 m á breidd og kostar rúmlega 2000 krónur ef það er mislitt. Og svo auðvitað tvinni og kostar keflið um 400 til 500 krónur. Hér fylgja svo leiðbeiningar um hvernig skyrtan er saumuð og sjáið þið bara til. Þið verðið örugglega alveg sallafín í nýju skyrtunum sem þið saumuðuð sjálf. -rk. Heimiliskostnaður ífebrúar: VRNCd Leggið efnið tvöfalt. Leggizt svo á það og biðjið mömmu að strika fram með ykkur á efnið. Síðan smeygið þið efninu yfir höfuðið eftir að þið hafið klippt fyrir hálsmáli og biðjið mömmu að mæla síddina. Þvi næst klippið - þið efnið tU. Þegar þið hafið lokið við sauma- skapinn takið þið upp straujárnið og strauið aila sauma vel og vandlega niður svo að þeir standi ekki allir upp í loftið. Og svo er að taka upp saumavélina og sauma og nú er um að gera að vanda sig. Karrý- sfld 1 dós skyr (200 gr) 4 msk. rjómi 1/2—1 dl þeyttur rjómi 1 msk. sykur 1 tsk. karrý 6 marineruö síldarflök 2 epli 1/2 laukur SKRAUT: 1 harðsoðið egg, agúrkusneiðar og sUdarbitar. Þynnið skyrið út með rjómanum, blandið síðan þeytta rjómanum, skyrinu og karrýinu saman við. Skerið sUdarflökin í litla bita og raðið á fat. Skerið eplin í litla bita og saxið laukinn og raðið ofan á síldina. Smyrjið sósunni yFir síldina þannig að hún hyljist. Skreytið með síldar- ræmum, agúrkusneiðum og söxuðu eggi. Allt efni í uppskriftina: ca. 1100 kr. Ártúnshöfði Til leigu 160 ferm verzlunar- og iðnaðarhús- næði á jarðhæð, lofthæð 3,40 m. Upplýsingar í síma 83744 á daginn. Og hér sést svo árangurinn. Sallafin skyrta. Og svo getið þið lika saumað ykkur i belti úr sama efni eða bara notað eitthvert annað belti ef þið eigið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.