Dagblaðið - 21.03.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
Götumynd frá Leipzig. Verzianir
fyllast af vamingi, gleðikonur fara á
veiðar og jafnvel fúlustu barþjónar í
heimi verða skyndilega hjálpsamir og
vingjarnlegir.
fastan sið að heimsækja erlenda
sýningarbása á kaupstefnunni. Alls
sýna um niu þúsund aðilar varning
sinn, svo að ógjörningur er fyrir
foringjann að líta við hjá þeim öllum.
Diplómatar og framleiðendur líta á
það sem mjög þýðingarmikinn at-
burð ef Honecker heiðrar þá með
heimsókn sinni, sér í lagi ef þeir hafa
i huga að ná samningum við Austur-
Þjóðverja. Þá ganga viðskiptin mun
betur.
Þó er það ekki einhlítt. Brezkir
sýnendur töldu sig hafa himin
höndum tekið, er Honecker leit við
hjá þeim í fyrravor. Þeir urðu af
öllum samningum við Þjóðverja.
,,Mér finnst það frekar minna á
dauðakross en hamingjutákn að
foringinn komi við. Ég vona að hann
stoppi ekki að þessu sinni,” sagði
einn Bretinn daufur í dálkinn.
Kínverska
sýningarsvæðið
sérlega vinsælt
Vestur-Þýzkaland er með næst-
stærsta sýningarrýmið á vor-
kaupstefnunni í Leipzig — næst á
eftir heimamönnunum, sem leggja
aðaláherzluna á þungavinnuvélar.
Þriðji stærsti sýnandinn er Sovét-
ríkin. Sovétmenn hýsa öll sín tæki og
rafmagnsvörur i risastóru tjaldi með
voldugri gullspíru á toppnum.
Sýningarsvæði Kínverja er sér-
lega litauðugt, þar sem á boðstólum
eru feldir, teppi, brúður og alls kyns
leikföng, sem gera það eitt hið
vinsælasta á sýningunni. Þá er einnig
talsvert áberandi að Austur-
Þjóðverjar geri sér sérstaka ferð til að
sjá þessa hræðilegu Kínverja, sem
búið var að segja þeim svo margar
söguraf.
Leipzig kaupstefnan á sér átta
alda gamla sögu. Hún hefur ávallt
verið ein hinna mikilvægustu í
Evrópu og allt síðan seinni heims-
styrjöldinni lauk verið nokkurs konar
aðalfundur fyrir kaupsýslumenn frá
Austur- og Vestur-Evrópu. Þó að nú
á síðustu árum hafi sérhæfðari
sýningar víðs vegar um Evrópu
nokkuð skyggt á Leipzig-
kaupstefnuna — aðallega í Sovét-
ríkjunum, Tékkóslóvakíu og Pól-
landi — er hún samt enn vinsæl,
bæði til að gera samninga og einnig
til viðræðna.
REUTER.
En ráðherrana ungu, sem nú er bú-
ið að svipta „sjálfsforræði” má hins
vegar nota til sendiferða út um land.
Viðskiptaráðherra hinn valdalausi er
látinn ríða á vaðið í þessari „seríu”
fundahalda. Og táknrænt er það, að
fyrsti fundurinn af þessu tagi er hald-
inn á Akureyri, í höfuðvígi þeirra
samvinnumanna — undir umræðu-
efninu „Hvemig var frumvarpi Ólafs
breytt”?!
Það spil, sem formaður Verka-
mannasambandsins hefur nú sett i
gang á eftir að verða örlagaríkt fyrir
þingræðið í landinu, og þar með alla
landsmenn, því að með þeim funda-
höldum, sem nú er boðað til af for-
ystu verkalýðsins er það undirstrikað
og staðfest, áður en lýkur, að Alþingi
er valdalaus stofnun, sem lætur hinn
kommúníska arm verkalýðshreyfing-
arinnar hér á landi kúga sig til hlýðni
og staðfesta löggjöf, sem gengur í
berhögg við öll grundvallaratriði lýð-
ræðisskipulags.
Einu stefnumarkandi ummæli for-
sætisráðherra hingað til eru þó ekki
önnur en þessi: „Ég þekki Guðmund
vel, og ég veit, að hann er maður,
sem stendur við sín orð — og það
skiptir miklu máli”!
Eru kosningar
kappsmál?
Nokkuð hefur verið rætt um það,
einkum af stjómarandstöðunni, að
tafarlaust beri að efna til kosninga,
þvi ekki komi til greina að Sjálf-
stæðisfiokkurinn taki þátt í myndun
ríkisstjórnar, án undangenginna
kosninga.
Skoðanakönnun Dagblaðsins
hefur að ölium líkindum ýtt undir þá
sannfæringu einstakra aðila í for-
ystuliði Sjálfstæðisflokksins, að
fiokkurinn komi langsterkastur út úr
væntanlegum kosningum, og sanni
það fyrir landsmönnum, að hann eigi
yfirgnæfandi fylgi að fagna meðal
kjósenda.
En ekki þarf umfangsmiklar skoð-
anakannanir til þess að sanna slíkt,
eða aðrar ótímabærar kosningar,
jægar ekkert meira liggur við en það
að sameinast í örlagaríkri baráttu
gegn yfirtöku kommúnista í þjóðfé-
laginu. Sjálfstæðisflokkurinn er i dag
stærsti stjórnmálaflokkurinn og
hefur fiesta þingmenn. Um það þarf
ekki að spyrja nú, hvort fylgisaukn-
ing hafi orðið á þessum fáu mánuð-
um, sem liðið hafa frá stjórnarmynd-
uninni siðustu.
Eins og það skiptir miklu máli fyrir
fylgismenn Sjálfstæðisflokksins, að
flokkurinn sé stærsta og öflugasta
stjórnmálaafiið í landinu, skiptir það
ekki minna máli fyrir þá, sem eru
fylgjendur sannrar frjálshyggju og
lýðræðis, að sá flokkur sé reiðubúinn
að standa við hlið annarra lýðræðis-
flokka í landinu, þegar hætta steðjar
að frá þeim öfium, sem ætla augsýni-
lega að láta sverfa til stáls um yfir-
töku þjóðmála, meðan efnahagslífi
þjóðarinnar og afkomumöguleikum
er haldið í helgreipum af þessum
sömu öflum.
Aðhald í peningamálum, samdrátt-
ur í ríkisumsvifum, verðtrygging
skulda, frjáls verðmyndun og frjálsir
kjarasamningar. Allt þetta hefur
verið reynt, annaðhvort með tveggja
fiokka stjómum eða vinstri stjórnum
— og lika svokallaðri „hægri
stjórn”, ef menn vilja kalla síðasta
stjómarsamstarf svo. Alltaf hefur
þetta reynzt árangurslaust, vegna
þess að kommúnistar hafa annað
hvort verið með i stjórn — eða haft
samstöðu við annan flokk í stjórnar-
andstöðu.
í síðustu ríkisstjórn reyndist Sjálf-
stæðisflokknum ekki unnt að
grynnka á efnahagsöngþveitinu í
landinu sem skyldi, vegna þess að
hann á ekki þau ítök innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, sem til þarf til þess
að samstaða náist um frjálsa og
eðlilega samningagerð milli aðila
vinnumarkaðarins. Alþýðubandalag-
ið — og Alþýðuflokkur — sáu til
þess.
Sú staða hefur nú komið upp, að
lýðræðisflokkarnir tveir í svokallaðri
núverandi ríkisstjóm eiga í vök að
verjast, en hafa þó komizt það ná-
lægt hvor öðrum, eftir langvarandi
ósamlyndi, að herzlumuninn vantar
til þess að hér geti skapazt eðlilegt
ástand og áframhaldandi uppbygging
megi eiga sér stað.
Það ætti að vera létt verk fyrir
stærsta stjómmálaflokk þjóðarinnar
að sýna styrk sinn með því að koma
hinum lýðræðisflokkunum til bjargar
og mynda samstjórn með þeim, þótt
ekki sé nema til þess að einangra
þann fiokk, sem óhikað beitir ör-
þrifaráðum til þess að koma islenzku
þjóðskipulagi fyrir kattarnef. Óefað
myndi fylgi Sjálfstæðisflokksins auk-
ast til muna í næstu kosningum, ef
þessi stefna yrði tekin. Stefna hans er
jafn skýr eftir sem áður. Stefaníu-
mynstrið að stjórnarsamstarfi er því
enn í fullu gildi, hver svo sem faðir-
inn verður. Samstaða um þríflokka
lýðræðisstjóm gæti breytt því áliti
landsmanna, að þeir sem hæst hrópa
um frelsi og frjálshyggju geri það
ekki af fagurgala, heldur þjóðholl-
ustu.
Geir R. Andersen.
FRUMVARPIÐ
Á laugardag í fyrri viku hafði
náðst samkomulag í ríkisstjórn um
frumvarp um efnahagsmál. Um það
talar skýrustu máli viðtal við Ólaf
Ragnar Grimsson, prófessor, í Visi á
mánudag, þar sem hann lýsir sam-
komulagi í rikisstjórn. Að visu bætir
hann við að Alþýðubandalaginu hafi
bæði tekizt að koma í veg fyrir
kaupránstilhneigingar og atvinnu-
leysisfyrirætlanir hinna alræmdu al-
þýðuflokksmanna. En samt — það
hefði náðst samkomulag.
Auðvitað gat enginn einn unað
fullkomlega við þetta samkomulag.
Það er víst eðli allra samninga undir
svipuðum kringumstæðum. Frá
sjónarhóli okkar í Alþýðuflokknum
eru tökin í ríkisfjármálum um margt
of lin og of óákveðin, verð-
bólgumarkmiðin of veik. Ákvæði
um verðlagsmál eru gamaldags. Hins
vegar er margt sem horfir til stór-
kostlegra framfara, svo sem kaflinn
um vaxta- og verðbindingarmál. Allt
um það, það hafði náðst sam-
komulag, eins og Ólafur Ragnar lýsti
skýrt í viðtali við Vísi á mánudag.
Innanflokksátök
hefjast
Á þessum sama mánudegi virðist
sem heiftarleg- innanflokksátök hafi
byrjað í Alþýðubandalaginu þar sem
hinir ólíkustu armar hófu að takast á.
Skömmu seinna sögðust ráðherrar
Alþýðubandalagsins aldrei hafa
samþykkt neitt. Við í
Alþýðuflokknum hefðum auðvitað
getað leikið sama leikinn. Það er
fræðilega hægt að byrja sama leikinn
upp á nýtt. Það er hægt að rífa allt
frumvarpið upp frá rótum, þannig að
hver byrji að toga í sín áhugamál. —
En það er óvart ekki það sem gera
þarf. Það hafði náðst samkomulag i
rikisstjórninni. Nú er þess krafizt að
til komi meiri peningalaun, þannig að
annað fari enn úr böndum og þar
með meiri verðbólga. Launafólk
verður engu bættara, en verðbólgu-
braskarar munu hagnast stórum. Og í
hverra þágu yrði slíkt? Ekki þeirra
sem lægst hafa launin. Svo mikið er
víst.
Það hefur auðvitað enginn ástæðu
til þess að vera fullkomleg ánægður
með þetta frumvarp. Það kemur of
seint fram og er of veikt. Hins vegar
er það róttækara i uppskurði á ríkis-
fjármálum en slik plögg hafa verið
um langa hríð. Sannleikurinn er
einnig sá að raunverulega er það
óskiljanlegt fyrir áhorfendur hvað
fyrir kommunum vakir. Það er hægt
að renna yfir þetta frumvarp grein
fyrir grein. f ljós kemur að þeir
standa í vegi fyrir hverri einustu
breytingu sem nefnd er á efnahags-
kerfinu. Þeir virðast orðnir að
stöðnuðum ihaldsflokki, flokki sem
stendur gegn öllum breytingum á
kerfinu.
Allt um það — það hafði náðst
samkomulag. Það geta svo sem allir
rift þessu samkomulagi og hver
byrjað að toga í sín áhugamál. Af
reynslunni vitum við hvað það þýðir.
Fyrir okkur í Alþýðuflokknum er
varanlegur og áþreifanlegur árangur í
verðbólgumálum með mikilvægari
markmiðum. Þess vegna munum við
standa að þessu frumvarpi og sjáum
ekki ástæöu til þess að brjóta það
upp enn á ný. Leysi Alþýðúbanda-
lagið sín innri vandamál og vinni að
þeirri samþykkt, sem þeir voru búnir
að gera, þá hefur þessi ríkisstjórn
loksins náð verulegum og varanleg-
um árangri í efnahagsmálum.
Peningalaun
Velunnarar verkalýðshreyfing-
arinnar ættu að hafa af því nokkrar
áhyggjur, hversu einsýn hreyfingin
stundum er í afstöðu sinni til efna-
hags- og almennra þjóðmála. Það er
horft á peningalaunin ein, þó allir viti
að það er einskis virði ef krónurnar í
launaumslaginu aukast, en
kaupmáttur launa stendur í stað..
Undanfarin ár og lengur hefur um of
verið einblínt á peningalauna-
hækkanir. Að minni hyggju hafa of
margir forustumenn í launþega-
hreyfingu verið of ósveigjanlegir í
þessu tilliti. Félags- og menningarmál
hafa fyrir vikið verið vanrækt.
Peningalaunamál hafa ekki verið
skilin í samhengi við almenn efna-
hagsmál. Launþegahreyfingin — þá
er eingöngu átt við örfáa en áberandi
forustumenn hennar — hefur í allt of
ríkum mæli einblínt á peningalaunin,
en látið sig almenna framþróun efna-
hagsmála, og þá fyrst og fremst
verðbólguna litlu eða engu skipta. Á
þessu eru væntanlega skýringar. Hér
hefur verið mikið og skuggalegt
neðanjarðarhagkerfi sem hefur alið á
tortryggni milli atvinnureksturs og
launafólks. Eins hafa væntanlega of
margir talsmenn launafólks verið
öðrum þræði talsmenn þröngra
flokkssjónarmiða — og nú á allra
síðustu dögum hefur komið í ljós að
margir þeirra eru eingöngu talsmenn
fyrir einn arm í stjórnmálaflokki, þar
semborizterá banaspjótum.
Það eiga fleiri að hafa áhyggjur af
verðbólgu en talsmenn
Alþýðuflokks. Það er í þágu fleiri en
umbjóðenda Alþýðufiokks að
verðbólgu verði náð varanlega niður
og lífskjör með því varanlega treyst
og tryggð. Talsmenn Alþýðubanda-
lags verða að skilja að það er ekki
hægt að keyra endalaust í óbreyttu
kerfi og láta verðbólguþróun lönd og
leið. Verðbólgan stuðlar að stjórn-
lausum eignatilfærslum, hún leikur
láglaunafólk verr en nokkurt annað
fólk, og hún stuðlar að spillingu í
öllu lánakerfinu. Þessu höfum við
viljað breyta, og þegar um það næst
samkomulag í ríkisstjórn, jafnvel þó
það sé ekki eins útfært og við hefðum
kosið, þá er auðvitað ófært að koma
degj seinna og krefjast þess að allt
samkomulag verði brotið upp og
endalausar samningaviðræður hefjist
á nýjan leik.
Atvinnuleysi
og kauprán
Við í Alþýðuflokknum höfum
setið undir jseim svívirðingum tals-
manna Alþýðubandalagsins í allan
vetur að til skiptis hefðum við engan
áhuga á stjórnmálum annan en þann
að vilja stuðla til skiptis að at-
vinnuleysi og kaupráni. Þessi söngur
hefur varað í allan vetur. Menn taka
þessu auðvitað sem hverju öðru
frumstæðu nöldri manna sem hvorki
vita hvað þeir eru að segja né gera.
En óneitanlega minnir þetta ágömlu
vinnubrögðin sem þessi flokkur og
forverar hans hafa beitt í áratugi.
Mér skilst að við í Alþýðuflokknum
séum sérstakir óvinir launafólks sem
dundum við það um helgar að
skipuleggja atvinnuleysi og
kauplækkun. Hverju þessi frumstæði
málflutningur á að þjóna er mér
raunar óskiljanlegt með öllu.
Verðbólgumarkmið virðast gilda einu
hjá þessum herrum.
En nú er þetta fúkyrðaregn
væntanlega afstaðið í bili — vegna
Kjallarinn
VilmundurGylfason
þess að það hafði náðst samkomu-
lag í ríkisstjórn. Þá sneru
fúkyrðasmiðirnir sér að ráðherrum
Alþýðubandalagsins. Nú voru þeir
orðnir þátttakendur i samsæri krata
gegn launafólki! Og þeir munu hafa
fengið kveðjurnar eftir þvi.
Sennilega er nú komin upp sú
staða að fólk almennt sér i gegn um
þetta allt saman. Málið er það að
það hafði náðst samkomulag, þar
sem er allnokkur árangur i stjórn
ríkisfjármála og verðbólgumálum.
Ragnar Arnalds hélt grátræðu mikla í
útvarpsumræðum á mánudag, þar
sem hann lýsti samkomulagsvilja
sínum. Hann hélt hins vegar
uppteknum hætti. Að sögn hans eru í
Alþýðuflokknum fantar, sem ekki
vilja samkomulag. Það eru
væntanlega þeir sömu og dunda við
það í næturmyrkrinu að skipuleggja
atvinnuleysi og kauplækkun til
handa launafólki, að sögn vina hans í
Alþýðubandalaginu. — En nú getur
þessu skæklatogi lokið í bili. Við get-
um drifið i gegn frumvarp það sem
Ólafur Ragnar Grímsson sagði á
mánudegi að Ragnar Arnalds hefði
samþykkt í ríkisstjórn á laugardegi.
Það er einfaldast — og þá getum við
snúið okkur að öðrum umbóta-
málum, sem of lengi hafa beðið, sam-
félaginu öllu til tjóns.
„Kommarnir virðast vera orðnir að stöðnuðum
íhaidsflokki, flokki sem stendur gegn öllum
breytingum á kerfinu.”
Þetta
sagfli Ólaf-
ur Ragnar
Grímsson
á mánu- f
degi, 12. [
marz, eftir '
ríkisstjórn- k
arfund, V
þar sem
samkomulagf
náðist.
Frásögnin I
lýsir að
öðru leyti (
mannkostumL
komma,
en innræti f
krata!
,Náðum kjaraskerð-
ingaratriðunum éf"
fiEf frumvarpið, scm vift
fáura I hendur eftir há-
degift verftur 1 samræmj
vift þaft samkomulaeT
sera gert var á laugar-
ðaginn, er Ijóst aft okkur
Tielur tekist aft ná út öll-
um hörftu samdráttar- og
k jarjaSkerftingaratriftun-
um'1, sagfti Olafur Kagn-
ar Grlmsson. formaður
f ram kva inda stjórnar
Al þvftu ba ndal agsins, f
morgun.
ólafur sagöi, aö þaö
frumvarp, sem sarff-
komulag heföi náfist um á
faugardaginn I rlftí^
sttormnni. faeli fvrst og
Tremst 1 sér almenna
stefnumótun I efnahags-
málum, en öll þau höröu
bönd, sem veriö heföu í
upphaflega frumvarpt
forsætisráöherra, heföu
nú veriö leyst sundur, og
þar meö komiö I veg fyrir
aö stefnt yröi I atvinnu-
leysi meö frumvarpinu.
—ESJ
Æ
T