Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.03.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 21.03.1979, Qupperneq 15
■v DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979. 15 Messidor Svisslendingurinn Alain Tanner sýnir með nýjustu mynd sinni að hann er enn ífullu f jöri Á Berlínarhátíðinni i febrúar sl. var frumsýnd ný mynd eftír sviss- neska leikstjórann Alain Tanner. Eftirvæntingin var töluverð því tvö ár voru siðan Tanner gerði Jónas, sem verður 25 ára árið 2000 eða „Jonas, Qui Aura 25 Ans En l’An 2000”. Þótt Tanner sé vel þekktur víðast hvar í Evrópu hafa fáar mynda hans komið hingað og í raun vita ís- lendingar mjög lítið um kvikmynda- gerð í Sviss. Fyrir utan tvær myndir Tanners, þ.e. La Salamandre (1971) og Le Milieu Du Monde (1973) og L’Invitation sem Claude Goretta gerði 1971, þá rekur undirritaðan ekki minni til að hafa séð hér á hvíta tjaldinu svissneskar myndir. Þeir Tanner og Goretta eru líklega þekkt- astir kvikmyndagerðarmanna frá Sviss og hafa kynnt land og þjóð mikið með myndum sínum. Innan skamms gefst íslendingum kostur á að sjá verðlaunamyndina ■Knipplingastúlkan (La Dentelliere) eftír Goretta en Háskólabíó hefur fest kaup á henni. Er þar um að ræða gífurlega fallega mynd, sem fjallar um fyrstu kynni ungrar stúlku af ást- inni og þeim vandamálum, sem koma í ljós þegar alvara lifsins tekur við. Vandi Svisslendinga Líkt og á íslandi hefur svissneska ríkið lítið stutt kvikmyndagerð í landi sínu nema allra síðustu árin. Yfirvöld eru treg tíl að leggja fram fjármagn svo kvikmyndagerðarmenn hafa snú- ið sér mikið að heimildarmyndagerð því auðveldara er að afla fjár tíl hennar enda þarf oft minna tÚ. Þar hafa Svisslendingar náð viðunandi árangri en leiknar myndir gerðar eftir handriti hafa meira eða minna orðið útundan. Hér kemur tungumálið inn í. í Sviss er aðallega töluð franska og þýska en um mállýsku er að ræða í þýskunni sem takmarkar útbreiðslu myndarinnar meðan franskan gengur a.m.k. í frönskumælandi löndum. Mállýskan sem notuð var í eldri myndum þeirra skapaði vandamál og fældi erlenda kaupendur frá sumum myndanna. Sést þetta best á því að hérlendis höfum við eingöngu séð svissneskar myndir með frönsku tali. En lítum betur á Alain Tanner. Tæp- lega fimmtugur að aldri á hann að baki 7 myndir í fullri lengd auk 5 stuttra mynda. þrýtur ákveða þær að athuga hve lengi þær geta haldið áfram ferðalag- inu peningalausar. Fyrir tilviljun komast þær yfir skotvopn og nota það síðar til að afla sér matar. Þar með er lögreglan komin í spilið og sjónvarpið er búið að gera þær að terroristum. Þannig snýst leikur þeirra upp í hálfgerða martröð og í lok myndarinnar verða þær manni að bana, sem setur endapunkt á ferðalag þeirra sem hófst sem saklaust ævin- týri. Tanner hefur mikið verið spurður hvort þessi mynd eigi að vera eitt- hvert framhald á myndinni um Jónas en hún var látin gerast 1968 og endur- speglaði þann pólitíska óróa sem var þá meðal yngri kynslóðarinnar. Messidor gerist sumarið 1978 og báðar stúlkurnar eru of ungar til að hafa getað tekið þátt í pólitísku vakn- ingunni 1968. Ferðalag þeirra er flótti frá umhverfi sínu. Stúlkurnar koma frá mismunandi umhverfi, önnur er stúdent sem langar til að viðra 'sig áður en próflestur hefst, en hin er á leiðinni heim til sín í sveit- ina eftir að hafa unnið í borginni, en hafði týnt lestarmiðanum. Þær hitt- ast fyrst þegar þær fyrir tilviljun fá far með sama bílnum. Tanner not- færir sér þessar andstæður enda byggir myndin mjög mikið á inn- byrðis keppni milli þeirra, hvor getí haldið út lengur á flakkinu. Baldur Hjaltason Kvik myndir Undir áhrifum Tanner lagði stund á hagfræðinám í háskólanum í Genf og var einn af stofnendum kvikmyndaklúbbs skól- ans. Að loknu námi fór hann frá Sviss og þvældist víða. 1955 fór hann til London og starfaði þar í tvö ár við bresku kvikmyndastofnunina. Á þeim tíma kynntist hann Lindsey Anderson og „free cinema” sem hafði mikil áhrif á hann. Upp úr þessu hóf Tanner gerð stuttra mynda og fyrsta mynd hans, Nice Time, sem hann gerði í Bretlandi, var í sam- vinnu við landa hans, Claude Goretta Á þessu tímabili skrifaði Tanner mikið um kvikmyndir, m.a. fyrir Sight and Sound, Cahiers du Cinema og Cinema Nuovo. Um 1960 lá leiðin til Parísar, þar sem hann vann sem aðstoðarleikstjóri við gerð ódýrra af- þreyingarmynda tíl ársins 1962, er hann fór alfarinn aftur til Sviss og stofnaði félag svissneskra kvik- myndagerðarmanna. Síðan hefur hann gert myndir sjálfur og unnið fyrir svissneska sjónvarpið. í flestum tilvikum gerir hann myndir sínar í samvinnu við Frakka enda leggja þeir til stóran hluta fjármagnsins. Ævintýri eða raunveruleiki Messidor fjallar um tvær ungar stúlkur, þær Jeanne og Marie, sem hittast fyrir tilviljun og ákveða að skoða heiminn nánar. Þær ferðast um á puttanum í Sviss án þess að vita1 hvert ferðinni er heitið. Eftir að fé Landslag Tanner færir sér mjög í nyt stór- brotið landslag Sviss. Sjálfur hefur Tanner sagt að Messidor sé mynd um Sviss, ekki nauðsynlega það Sviss sem augað sér, heldur sé myndin tákn fyrir hvað gætí gerst í tæknivæddu menningarþjóðfélagi. En Tanner telur Sviss einmitt vera á þessari leið. Samtímis virkar myndin sterkur óður til náttúrunnar en sýnir jafnframt hve erfitt það er að vera frjáls og óháður til að geta notið hennar. Boð og bönn þjóðfélagsins ná til einstaklingsins hvert sem hann fer. Það sé aðeins spumingin um tíma. Fyrir framlag sitt til Berlínarhátíð- arinnar fékk Tanner mikið lof. Töldu ýmsir að hann hefði fengið gullbjörn- inn, æðstu verðlaun hátíðarinnar, ef myndin hefði verið sýnd fyrri hluta hátíðarinnar í stað þess að enda hana. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þróun hans næstu árin því Tanner virðist eiga mjög auðvelt með að breyta stíl sínum í kvik- myndagerð. Áður en hann hóf töku Messidor, sem þýðir júlímánuður samkvæmt napólenska tímatalinu, vann hann að gerð myndar á Super 8 fyrir svissneska sjónvarpið, sem hann telur brúa bilið milli Jonas og Messi- dor. Hvað hann tekur sér næst fyrir hendur er samkvæmt hans sögn alveg óráðið, eða eins og hann sagði á blaðamannafundinum eftir fmmsýn- inguna á Messidor: „Hver dagur * verður að hafa sína þjáningu.” Nú fcr hvcr ab vcrba SÍÐASTUR TILÞESS AÐ FAGNA HEIMSMETI MickicGcc HANN KVEÐUR SUNNUD. 25. með1500tíma að baki Vidco ÝMSIR HEIMSFRÆGIR LISTAMENN VERÐA Á SKJANUM ”GLEYMD BÖRN 79„ Þakka BLIKKSMIÐJU BREIÐFJÖRÐS veitta fjárhagsaðstoð

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.