Dagblaðið - 21.03.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
HMBIABIÐ
Útgefandi: Dagbiafllð hf. ~r - -
FramkvaBmdastJórl: Svainn R; EyJóHsson. Ritstjóri: J6nas Krtstjónsson.
Fróttastjórí: J6n Birglr PétUrsson. Rltstjómarfultrúi: Haukur Haigason. Skrífstofustjórí rítstjómar
Jóhannas RoykdaL íþróttir HaHur Simonarson. Aflstoóarfréttastjórar Atii Stainarsson og ómar Valdi
marsson. Mannlngarmél: Aðabtainn Ingólfason. Handrtt Asgrímur Pélsson.
Blaflamann: Anna BJamason, Ásgalr Tómaaaon, Bragl Slgurflsson, Dóra Stafénsdóttir, Gbsur Sigurfls-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, HtpJkir Halaaon, Halgl Pétursson, Jónas Haraklsson, Ólafur Geirsson,
ólafur Jónsspn. Hflnnun: Gufljón H. Pélsson.
Ljósmyndir Ami Péll Jóhannsson, BJamlalfur BJamlaHsson, Hörflur Vlhjéimsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Svainn Þormóflsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyJóHsson. GJaldkari: Préinn Þoríalfsson. Sökistjórí: Ingvar Svalnsson. Draifing-
arstjórí: Mér E.M. HaHdórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, éskríftadaild, augfýslngar og skrifstofur'ÞvarhoW 11.
Aflabbni bbflsins ar 27022 (10 Inur). Askríft 3000 kr. é ménufll Innanlands. I lausasfllu 150 kr. alntakifl.
Satning og umbrot Dfgbbflifl h#. Siflumúb 12. Mynda- og pifltugarfl: HRmlr hf. Siðumúb 12. Prantun:
Árvakur hf. Skaifunnl 10.
Eittþema íýmsum myndum
Það væri kraftaverk, ef ríkisstjórn- /25kZ?&
inni tækist ekki að ná síðbúnu sam- ||ji
komulagi um efnahagslög á næstu vik-
um. Núverandi ágreiningur stjórnar-
flokkanna er hreinn barnaleikur í
samanburði við annan ágreining, sem
rikisstjórnin hefur komizt yfir á hálfs árs ferli sínum.
Þessi ríkisstjórn, sem var svo sjálfsögð og eðlileg
niðurstaða kosninganna, hefur verið á hvolfi frá upp-
hafi. Það er hennar náttúrlega ástand. Hún hangir
saman á ósamlyndinu og hefur alltaf gert. Hún mundi
hanga saman, þótt ráðherrarnir mættu vopnaðir til
funda.
Þema rikisstjórnarinnar er hin stöðuga orrahríð
Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins annars vegar
og hins vegar tilraunir Framsóknarflokksins til að bera
klæði á vopnin. Framsóknarflokkurinn er kjölfestan
og hallar sér á vbd að hinum óstýrilátu samstarfsflokk-
um.
Þemað kom í ljós, áður en stjórnin var mynduð.
Fyrst mistókst Benedikt Gröndal og Lúðvík Jósepssyni
hvorum á fætur öðrum að mynda hana. Síðan hnýtti
Ólafur Jóhannesson hana saman með aðstoð land-
stjóra Verkamannasambandsins, Guðmundar J. Guð-
mundssonar og Karls Steinars Guðnasonar stórvezírs.
Sömu nóturnar eru endurteknar hvað eftir annað í
hljómkviðu ríkisstjórnarinnar. Á örlagastundu hefur
Alþýðubandalagið tilhneigingu til að stíga skref aftur á
bak. Bandalagið gerði það, þegar Benedikt var næstum
búinn að mynda stjórn. Og það gerðist aftur, þegar
Ólafur var búinn að koma saman efnahagsfrumvarp-
inu, sem nú liggur fyrir þingi.
Stærstu þingmál ríkisstjórnarinnar hafa byggzt á
misskilningi ráðherra. Tómas Árnason hélt á sínum
tíma, að hann væri búinn að ná stjórnarsamkomulagi
um fjárlagafrumvarp. Ólafur hélt svo um daginn, að
hann væri búinn að ná slíku samkomulagi um efna-
hagsfrumvarpið. Hvort tveggja var misskilningur og
bæði frumvörpin litu dagsins ljós sem einkafrumvörp
viðkomandi ráðherra.
Sérgrein forsætisráðherra i hljómkviðunni eru kú-
vendingarnar. í efnahagsfrumvarpi nóvembermánaðar
kúventi hann skyndilega frá 3,6% kauphækkun
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks yfir í 6,1% kaup-
hækkun Alþýðubandalags. í efnahagsfrumvarpi marz-
mánaðar. kúventi hann enn frá Alþýðuflokki yfir til
Alþýðubandalags og síðan til baka aftur.
Ætíð héfur ríkisstjórnin velt vanda eins máls yfir á
næsta mál. Hún náði samkomulagi um fæðingu sína á
þann hátt, að Alþýðubandalagið fórnaði varnarmálun-
um og Alþýðuflokkurinn siðgæðismálunum. Hún náði
raunar samkomulagi um óbreytta stefnu fráfarandi
ríkisstjórnar.
í efnahagsfrumvarpi hinu fyrra, sem sumir kalla
kaupránsfrumvarp hið fyrra, var vandanum velt yfir á
fjárlagafrumvarpið. í fjárlagafrumvarpinu var vand-
anum velt yfir á efnahagsfrumvarp eða kaupránsfrum-
varp hið síðara. Síðasti vandinn verður svo væntanlega
leystur með því að velta honum yfir á sérstakt frum-
varp um „félagslegar umbætur”.
Þar eru enn komnir til skjalanna guðfeður rikis-
stjórnarinnar, landstjórinn og stórvezír hans. Þeir eru
um þessar mundir að reyna að bjarga rikisstjórninni
með hugmyndum um nýtt hliðarhopp yfir í ,,félagsleg-
ar umbætur”. Líklegt er, að Guðmundi J. og Karli
Steinari takist þetta.
Þannig endurtekur sagan sig á ýmsan hátt á storma-
sömum ferli ríkisstjórnarinnar. Þemað hefur sinn gang
í nýjum og nýjum myndum. Því meira sem hlutirnir
breytast, þeim mun meira eru þeir eins. Þess vegna
nun rikisstjórnin hanga saman enn um sinn.
Leipzig gjörbreytir
um svip í heila viku
— á meðan hin aldagamla, heimsf ræga kaupstef na fer f ram
í heila viku hverfa öll pólitísk
slagorð af veggjunum, verðlag
snarhækkar og árleg vorkaupstefna
hristir drungann af austur-þýzku
borginni Leipzig, sem breytir henni í'
líflegan og alþjóðlegan stað. Tvisvar á
ári eru haldnar kaupstefnur. Sú fyrri
hófst þann ellefta þessa mánaðar.
Búizt var við á hana allt að hálfri
milljón gesta fráum sextíu löndum.
Breytingarnar á borginni eru
snöggar og miklar. Veggspjöld og
borðar sem hengdir eru upp að til-
hlutan kommúnistaflokksins eru
fjarlægðir af veggjum og opinberum
byggingum. Jafnvel slagorðin ,,Burt
frá Víetnam”, sem hengd hafa verið
upp víðs vegar í öllum borgum og
bæjum Austur-Þýzkalands, sjást
ekki í Leipzig meðan á kaupstefnunni
stendur. Og Kínverjar — fjendurnir í
austri, sem réðust inn i Víetnam —
eru meðal stærstu sýnendanna.
Stjórnmál skipta
ekki máli — og þó
„Kaupstefnan er eingöngu
viðskiptalegs eðlis. Þar koma stjórn-
mál ekki nálægt,” segir einn af
aðstandendum sýningarinnar. Hann
bætir því þó við, að einhvers staðar
verði þó að setja mörkin. Því eru
Suður-Afríka og Chile til dæmis ekki
meðal sýnenda.
Það er ekki aðeins að pólitísk
slagorð hverfi af veggjum. Leipzig
gerbreytist öll þegar sýningargestirnir
— aðallega verzlunarmenn frá
Austur- og Vestur-Evrópu ásamt
síauknum fjölda frá þriðja heiminum
— flykkjast að. Gleðikonur storma
um anddyri hótelanna og leita uppi
væntanlega viðskiptavini á börum og
an’nars staðar þar sem líklegt er að
finna sýningargestina. Jafnvel bar-
þjónarnir, sem eru frægir út um allan
heim fyrir fúlmennsku og óliðlegheit,
eru nú skyndilega allir á hjólum,
hjálpsamir og jafnvel vingjarnlegir.
Þeir sýningargestir sem hreyfa sig
eitthvað um komast að raun um að
verzlanir eru allar fullar af varningi.
Fimmtu og eina viku ársins er þar
hins vegar almennur vöruskortur.
„Það er ekki hægt að fá eitt
einasta epli keypt i Dresden þessa
dagana, því að allri ávaxtasölu hefur
verið beint hingað,” sagði einn gestur
frá Dresden, um leið og hann nældi
sér í epli úr fjallháum ávaxtahlaða.
Flokksforinginn
er meira að
segja hafður
að skotspæni
Umskiptin þessa viku ná jafnvel
enn lengra. Kabarettinn Piparmyllan,
sennilega fyndnasta og hárbeittasta
grínsýningin, sem boðið er upp á í
Austur-Þýzkalandi, gengur enn
lengra en leyfilegt er undir venjuleg-
um kringumstæðum. Að þessu sinni
fær Eric Honecker, leiðtogi
kommúnistaflokksins, meira að segja
nokkur skot á sig. Slík dirfska hefur
hingað til ekki þekkzt, því að gagn-
rýni á flokksforystuna er með öllu
bönnuð.
Þó fá sýningargestir á vor-
kaupstefnunni ekki að valsa alveg um
;ins og kálfar á vordegi. Menn úr
austur-þýzku leyniþjónustunni
fylgjast með því að allt fari vel fram.
Þeir eru á verði á fjölförnum götum
og á hótelum og gefa tortryggilegum
útlendingum auga. Þá er einnig látið
vitnast um Austur-Þjóðverja, sem
þykja gefa sig óvenju mikið að út-
lendingunum.
Eric Honecker hefur það fyrir
Þeir sem fylgjast með stjómmálum
í landinu þessa dagana og hafa á ann-
að borð auga fyrir þeim hræringum,
sem hafa átt sér stað síðustu mánuði,
munu flestir sammála um það, að
styrinn stendur ekki um það, hvort
svokölluð „ríkisstjórn”, sem nú er
talin við völd, sitji áfram eða ekki.
Styrinn í íslenzkum stjórnmálum
stendur um það eitt þessa dagana,
hvort Alþingi verður lagt niður,
vegna þess að það hefur ekki bol-
magn til að fylgja eftir þeim ákvörð-
unum, sem þar eru teknar, og völdin
flutt í eitt skipti fyrir öll til verkalýðs-
forystunnar.
öll einkenni benda til þess, að Al-
þingi verði lagt af innan skamms
tíma, og ef marka má ummæli al-
þingismanna sjálfra, er virðingin
fyrir þeirri stofnun, sem þeir hafa
sjálfir barizt hart fyrir, til þess að
megasitjaí.harlalítil.
Einn hinna nýju þingmanna lýsir
stofnuninni þannig í áheyrn blaða-
manna: „Þetta er mesta vitleysingja-
hæli, sem ég hef komið á”. Kannske
hafa hinir yngri þingmenn okkar
góðan samanburð frá þeim stofnun-
um eða „hælum”, sem þeir hafa
áður verið á. En þegar svo er komið,
að þingmenn sjálfir telja Alþingivera
mesta vitleysingjahælið, þá er ekki
svo fráleitt, að völd þessarar stofnun-
ar flytjist til annarra aðila eða sam-
taka, svo sem forystu verkalýðssam-
takanna eða ASÍ, sem ekki hefur
fengið orð fyrir að vera neitt annað
en vitleysingjahæli af meðalgráðu.
„Eins og
Guðmundur
segir..."
Eins og vikið er að hér að ofan, og
sá er þetta ritar hefur áður haldið
fram, skiptir það litlu máli fyrir al-.
menning í þessu landi, hvort núver-
andi ríkisstjóm, sem svo hefur verið
kölluð, hjarir lengur eða skemur, því
verkalýðsforystan hefur nú þegar
tekið við stjórnartaumunum og
„dregið” einkaráðherra sína, þá
Ragnar, Svavar og Hjörleif út úr
ríkisstjórninni og niðurlægt þá svo,
að þeir munu ekki framar mega mæla
sem ábyrgir aðilar.
Raunar skyldi enginn halda, að
þessir þrír ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins hafi verið sínir eigin herrar,
hvað þá, að þeir hafi ráðifl einu eða
öðru, eftir að flokkur þeirra ákvað
að tefla þeim fram sem ráðherraefn-
um, til þess að reyna að storka Fram-
sóknarflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum eða forystu þeirra, sem
seint myndi telja heppilegt að tefla
hinum yngri mönnum sínum fram
sem ráðherrum.
Komið hefur og fram, að það var
ekki á færi hinna ungu framherja
Alþýðubandalagsins að etja kappi
við formann Verkamannasambands-
ins, Guðmund J. Guðmundsson, sem
er í raun valdamesti maður Alþýðu-
bandalagsins og líflæknir hinnar svo-
kölluðu ríkisstjórnar. Formaður
þessa flokks, Lúðvík Jósefsson
kemur þar hvergi við sögu lengur,
þótt einstaka sakleysingjar vilji ekki
trúa öðru en allt ráðabrugg þurfi að
fara gegnum hendur formannsins,
eins og gerist í lýðræðisflokkunum
þremur.
Einn er þó sá, sem sér hvert stefnir
með völd og áhrif í Alþýðubandalag-
inu. Það er forsætisráðherra, sem
tekur lítt mark á „skilaboðum”
þeim, er ráðherrar Alþýðubandalags-
ins koma með á ríkisstjórnarfundi.
— Slík skilaboð gætu hafa verið
„lagfærð” áleiðinni.
Forsætisráðherra vill tala beint við
„yfirmanninn”, og engan annan. Og
þessvegna hefur nú verið komið á
sambandi milli forsætisráðherra og
„yfirmanns” landsmála, Guðmund-
ar J. Guðmundssonar, gegnum
„hlutlausan” aðila, pylsuvagninn á
Lækjartorgi.
örlagaríkt
spil í gangi
Eftir að hið margumrædda efna-
hagsmálafrumvarp forsætisráðherra
var lagt fram með samþykki allrar
ríkisstjórnarinnar, þ.á m. ráðherra
Kjallarinn
Geir R. Andersen
Alþýðubandalagsins, varð það fyrsta
verk formanns Verkamannasam-
bands íslands að skipa ráðherrum
Alþýðubandalagsins að lýsa yfir and-
stöðu við þetta frumvarp og þæfa
málið. Með því fékkst tími til þess að
fá samstöðu annarra forystumanna
launþegasamtaka.
Og þar sem þessari rikisstjórn svo-
kallaðri var ætlað annað og veiga-
meira hlutverk af kommúnistum en
að fjalla um kaup og kjör einhverra
launþegasamtaka, var sú ákvörðun
tekin að svifta launþegaráðherrana
„sjálfsfþrræði” og færa þaðmeðöll-
um réttindum og skyldum til „yfir-
manns” landsmála, formanns Verka-
mannasambandsins.
Hans fyrsta verk er að boða til
funda um land allt. Þessi fundahöld
eiga að draga umræður um frumvarp
forsætisráðherra enn á langinn,
meðan fundin er leið til þess að gera
aðra ráðherra núverandi ríkisstjórnar
svokallaðrar valdalausa.
Ék „Sú ákvöröun var tekin aö svipta launþega-
ráðherrana sjálfsforræði og færa þaö meö öllum
réttindum og skyldum til „yfirmanns” landsmála, for-
manns Verkamannasambandsins.”