Dagblaðið - 21.03.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.03.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979. (i Útvarp 23 Sjónvarp i /-----------:----------------------------------\ LIFIBENOVSKY - sjónvarp í kvöld kl. 20.55 Moric August Benovský hinn föngu- legi. *-----► Húsarínn ævintýragjami og fríði Lifi Benovský nefnist nýr tékknesk/ungverskur myndaflokkur sem hefst í sjónvarpi í kvöld. Myndin er byggð á æviminningum Moric August Benovský sem uppi var á átjándu öld. Benovský var mikill ævin- týramaður og mjög friður sýnum þann- ig að kvenfólkið lá við fætur hans. Er flokkurinn hefst er Benovský húsaraliðþjálfi hjá Maríu Theresu keisaraynju i Vín. Honum berst til eyrna að mágar hans í Slóvakíu séu að sölsa undir sig eignir hans og bregður við hart og heldur heim á leið, leyfis- laust. Þegar hann kemur þangað verður hann fyrir því óvart að verða mági sínum að bana. Anna, dóttir mikiivægasta mannsins á staðnum, fremur sjálfsmorð vegna Benovský svo hann sér sér þann kost vænstan að flýja. Ásamt vini sínum, fyrrverandi unnusta Önnu, heldur Benovský til Póllands, þar sem allt logar í uppreisnum gegn hinu ung- versk/austurríska keisaradæmi. Þeir félagarnir blanda sér inn í þessar uppreisnir en tolla þó ekki lengi í Póllandi heldur flækjast um heiminn. Benovský dó svo mörgum árum seinna á Madgaskar. Að sögn Jóhönnu Þráinsdóttur þýðanda flokksins er hann dæmigerð ævintýramynd við hæfi allrar fjölskyldunnar. -DS. NYJASTA TÆKNI0G VISINDI —s jónvarp í kvöld kl. 20.30: Sjálflýsandi lífverur Fjórar ameriskar myndir verða sýnd- ar í þættinum Nýjasta tækni og vísindi í kvöld. Fyrsta myndin fjallar um v skæðan býflugnastofn sem var fluttur frá Afríku til S-Ameríku fyrir rúmlega tuttugu árum. Býflugur þessar voru til- tölulega saklausar í Afriku en þegar þær komu til S-Ameríku gerðust þær hinar verstu óvættir og drápu bæði menn og skepnur. Lögð hefur verið mikil vinna í að rannsaka háttalag þess- w ara býflugna og greinir myndin frá þeim rannsóknum. Önnur myndin fjallar um björgunar- pall sem er hengdur neðan í þyrlu og notaður t.d. sem eldvarnartæki. Þessum palli er hægt að stýra töluvert og hann má m.a. nota ef eldur kviknar i háhýsi þar sem ekki er hægt að koma við brunastigum. Þá er hægt að láta hann renna upp með húshliðinni og bjarga þannig út fólki. Þessi pallur er enn á tilraunastigi og er beitt geim- ferðatækni við hönnun hans. Þriðja myndin fjallar um sjálflýs- andi lífverur i sjó. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvaða gagn þessar lífverur hafa af Ijósununt og greint er frá rann- sóknum á þvi og hvort menn geti hugsanlega haft eitthvert gagn af þessu. Hér er um að ræða fullkomnustu fram- Örnólfur Thorlacius. leiðslu sem til er á Ijósum þvi að cngin orka fer forgörðum við frantleiðsluna. Síðasta myndin fjallar um landbúnað við erfið skilyrði og rækjuræktun i sjó- kerjum uppi á landi. -GAJ V J Miðvikudagur 21. marz I2.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón leikar. 13.20 Litli barnatíminn. Stjórnandinn. SigríÖur Eyþórsdóttir, og Ágúst Guðmundsson lesa úr ritsafni Sigurbjarnar Sveinssonar. 13.40 Víð vinnuna: Tónleikar. 14.30 Mlðdegissagan; „Fyrir opnum tjöldum” eftir Grétu Sigíúsdðttur. Herdís horvalds dóttir leikkonalesllO). 15.00 MiðdeRÍstónleikan Útvarpskórinn i Letpzig syngur „Myndir frá Mátrahéraði**, tónverk fyrir blandaðan kór eftir Zoltán Kodály;_ Herbert Kegel stj. / Pcter Katin leikur með Fllharmoníusveit Lundúna Konsenfantasíu fyrir pianó og hljómsveit eftir Tsjaikovský; Sir Adrian Bouit stj. 15.40 íslenzkt mál. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn ir). 16.20 Popphorn: HalldórGunnarsson kynnir. 17.20 Útvarpvsaga barnanna: „Polli, ég og allir hinir” eftir Jónas Jónasson. Höfundur les (4). 17.40 Á hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flyturskákþátt. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Vcðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Frá tónleikum Tónlistarfélagsins i Háskólabiói 27. janúar sJ. Alfons og Aloys Kontarsky leika Konsert fyrir ivö pianó eftir Igor Stravinsky. 20.00 Úr skólalínnu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum, scm fjallar um Samvinnu skólann 1 Bifröst i Borgarfirði. 20.30 „Umskiptingurinn”, smásaga eftir W. W. Jacobs. Óli Hermannsson þýddi. Jón Júliusson leikari lcs. 21.00 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 Ljóð eftir Rögnu Steinunni Eyjólfsdóttur. Silja Aðalstcinsdóttir og Kristján Jóhann Jóns son lesa. 21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson ræðir við Björn Jónsson deildarstjóra um Alþjóðaflug málastofnunina. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. Lestur Passlusálma (33). 22.55 Úr tónlistarlifinu. Knútur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.10 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 22. marz 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson (8 00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýrais lög aó eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geir Christensen lýkur lestri sögunnar „Stelpnanna. sem struku” eftir Evi Bögenæs I þýðingu Þoriáks Jónssonar (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónlcikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmislög; frh. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sigmar Ármanns son og Sveinn Hannesson. Rætt um iðnþróun og iðnþróunarstarfsemi.' 11.15 Morguntónleikar: Felix Ayoog I Musici kammersveitin leika Fiðlukonscrt nr. 1 eftir Jospch Haydn/Kammcrsveit Jcan Francois Paillard leikur Brandenborgarkonscrt nr. I í F dúr eftir Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Þankar um hlbýli og mannlíf; — annar þáttur. Hvemig lífskjör og umhverfi þróuðust i skipulagsátt. Umsjón: Ásdís Skúladóttir þjóðfélagsfræðingur og Gylfi Guðjónsson arkitekt. 15.00 Miðdegistónleikan Filharmoníusveitin i Vjn lcikur Sinfóníu nr. 3 i d moll eftir Anton Bruckner; Carl Schuricht stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (46.15 Veður- fregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephcnsen kynnir óskalög barna. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Polli, ég og allir hinir” eftir Jónas Jónasson. Höfundur lcs (5). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Vcðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsíns. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. Sjónvarp Miðvikudagur 21. mars 18.00 Barbapapa. Framvegis vcrða endursýndar á miðvikudögum myndir um Barbapapa, scm verið hafa I Stundinni okkar á næstliönum sunnudegi. Fyrsti þáttur. Þýðandi Þuriöur Baxter. Sögumaður Kjartan Ragnarsson. 18.05 Sumarvinna. Annar hluti finnskrar mynd- ar um tólf ára drcng scm fær vinnu i sumar leyfinu. Þýðandi Trausti Júlíusson. (Nord- vision — Finnska sjónvarpið). 18.45 Heimur dýranna. Fræðslumyndafiokkur um dýralíf viða um hcim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vlsindi. Umsjónarmaður ömólfur Thorlacius. 20.55 Lifi Benovský. Nýr, tékknesk ungverskur myndafíokkur um ævintýramanninn og fcrðalanginn Moric August Benovský. ástir hans og hetjudáðir. Benovský var uppi á átjándu old. Hann skrifaði æviminningar siðar, og þær njóta enn hylli viöa um lönd. Fyrsti þáttur. Er sagan heíst er Benovský ungur húsari i þjónustu Maríu Theresu keisaraynju. Hann fcr í ólcyfi hcim til Slóvakiu að verja eigur sinar gegn ásælni mágasinna. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.50 Áfengismál á Norðurlöndum. Norsk fræðslumynd. Annar þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision—Norskasjónvarpið). 22.30 Dagskráriok. t---------------- ÚTVARP KL.22.55: FRÉTTIR UR TÓNHEIMINUM Lúðrasveilin Svanur. . ,,Ég mun minnast lítillega á sinfóníu- tónleikana á fimmtudaginn,” sagði Knútur R. Magnússon, en hann hefur umsjón með þættinum Úr tónlistarlíf- inu í kvöld kl. 22.55. „Þetta er nú ekki langur þáttur, aðeins 15 mínútur, svo maður kemst ekki yfir mikið.” Knútur sagði, að hann myndi einnig fjalla um heimsókn þeirra feðga, Ib og Wilhelm Lanskyotto, hingað til lands og leika tóndæmi. „Þá slæddist ég inn á hljómleika hjá lúðrasveitinni Svan um helgina og skemmti mér konunglega,” sagði Knútur. ,,Ég mun greina frá þeim hljómleikum og leika nokkur lög með hljómsveitinni.” -HP. V J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.