Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. 7 Svartolíukerfi fjórfalt ódýrari hér en erlendis Brennslukerfi fyrir svartolíunotkun í skipum í stað olíubrennslu gerast nú æ algengari. Hafa þau reynzt mjög vel og eru útgerðarmenn þeirra skipa sem breytt hafa til svartolíunotkunar sam- mála um milljónasparnað árlega i rekstri skipanna eftir breytinguna. Frumkvöðull að þessum brennslu- kerfum er Ólafur Eiríksson tæknifræð- ingur og er hann hönnuður flestra eða allra svartolíubrennslukerfanna sem nú Grundarfjörður: Rafmagns- leysi og spennufall Rafmagnsleysi og spennufall hefur þjakað Grundfirðinga að undanförnu. Rafmagn hefur oft rofnað og þess á milli hefur spennufall verið mikið. 11. apríl sl. stoppuðu öll fyrir- tæki í Grundarfirði vegna raf- magnsleysis og rafmagnið fór aftur um kvöldið og var raf-, magnslaust fram á nótt. Daginn eftir datt spennan síðan niður í 100 volt og var þá haft samband við Stykkishólm og rafmagnið var rofið áður er. skemmdir yrðu meiri á raftækjum. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta fór rafmagn af í sjö tíma og er óhætt að segja að ástandið þessum málum sé afleitt. Bilunin er á mitli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Ekki hafa fengizt upplýsingar um það hvað' veldur þessum tíðu bilunum og spennufalli. Spennufallið getur valdið skemmdum á ýmsum dýrum raf- tækjum og atvinnufyrirtæki fara illa á tíðu rafmagnsleysi þannig að þetta ástand er dýrt fyrir byggðarlagið. -BC/JH Einar ræðir um öryggis- nefndina Einar Ágústsson fyrrum utan- ríkisráðherra flytur erindi um hina nýju öryggismálanefnd Alþingis á fundi Varðbergs í Snorrabæ í dag kl. 12.15. Einar er formaður öryggis- málanefndarinnar og mún í erindi sínu skýra frá markmiðum nefndarinnar og störfum. Fundurinn er opinn félags- mönnum í Varðbergi, Samtökum um vestræna samvinnu og gestum þeirra. -ÓV. eru í íslenzkum fiskiskipum og einnig í ýmsum vöruflutningaskipum og ferj- um. Það hefur vakið athygli að íslenzku kerfin sem Ólafur hefur hannað og stjórnað uppsetningu á eru margfalt ódýrari en svartolíubrennslukerfi sem fengin eru erlendis. Að vísu eru kerfin ekki sambærileg því erlendir aðilar vilja hafa ýmislegt í þessum kerfum sem Ólafur telur óþarft að nota og kemst þannig að miklu ódýrari lausn málanna og einfaldari en erlendis þekk- ist. Hafa kerfm samt reynzt mjög vel og erlendir sérfræðingar vélaframleið- anda, sem skoðað hafa kerfin, hafa lýst sig fullkomlega ánægða með lausn þá er hér hefur verið fundin. Nýjasta dæmið um verðlag kerfanna er svartolíukerfi í nýjan togara sem verið er að smiða í Noregi fyrir út- gerðarfélagið Gunnvöru og kemur í 'stað togara þess, Júlíusar Geirmunds- sonar. Var leitað eftir hvað slikt kerfi kostaði í Noregi og lausleg áætlun — ekki tilboð — leiddi í ljós að það yrði um 30 milljónir. Norðmenn vildu hins vegar færast undan því að setja slíkt kerfi í skipið, ekki sízt vegna þess að þeir töldu sig vart geta klárað það auk. annars fyrir afhendingartíma" skipsins sem ákveðinn er 25. maí nk. Úr verður að svartolíukerfið verður sett í hér á landi undir umsjón Ólafs Eiríkssonar sem nú starfar sem tækni- ráðgjafi hjá LÍÚ. Er kostnaðurinn áætlaður 7—8 milljónir króna að sögn. Kerfið verður sett í skipið í frátöfum frá veiðum, t.d. á þorskveiðibanntíma. - ASt. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Simi 15105 Valgerður Kristjánsdóttir, starfsstúlka f Samvinnubankanum, með hin glæsilegu sigurlaun i skólaskákkeppninni. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Fyrsta skólaskákmótinu lokið: Keppendur voru milli 10 og 15 þúsund Fyrsta landsmótinu í skólaskák, sem Einar S. Einarsson, forseti S.í. af- Ford Pickup árg. 1978 Til sölu er þessi einstaki Ford pickup árgerð 1978, yfirbyggöur hér heima. Rafmagnsspil, sportfelgur, breið dekk, fullklæddur, 8 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri og aflbremsur. Bílasala Eggerts, Borgartúni 24. Sími 2-8-2-5-5. haldið hefur verið undanfarna daga á Kirkjubæjarklaustri, lauk í gær. í eldri flokki (13—16 ára) sigraði Jóhann Hjartarson, Álftamýrarskóla. Hann hlaut 8 vinninga af 8 mögulegum. í 2. sæti varð Jóhannes G. Jónsson með 7 vinninga og í 3. sæti varð Kristinn Bjarnason, Eiðaskóla, með 4,5 vinninga. í yngri flokki (7—12 ára) sigraði Halldór Einarsson, Bolungar- vík, með 8vinninga af 9 mögulegum. í 2. sæti varð Arnór Björnsson, Hvassa- leitisskóla, með 7 vinninga og í 3. sæti varð Haraldur Sigurjónsson, Húsavík, mcð 6 vinninga. Undanfari þessarar úrslitakeppni eru á fjórða hundrað skólamót 'víðs vegar um landið. Hafa á milli tiu og fimmtán þúsund skólabörn teklð þátt í for- keppninni. í þessari úrslitakeppni voru mættir kjördæmameistararnir. Skákstjóri á landsmótinu var Bergur Óskarsson, Taflfélagi Rangæinga, en umsjónarmaður keppninnar hefur verið Erlendur Magnússon kennari á Hvolsvelli. Formaður Skólaskák- nefndarS.Í. erdr. Ingimar Jónsson. henti sigurvegurunum sigurlaunin í boði hreppsnefndar Kirkjubæjar- hrepps í gær. Sigurlaunin eru tveir farandgripir sem eru stórir fagurlega útskornir riddarar úr Hallormsstaða- birki, unnir af Halldpri Sigurðssyni tré- skurðarmeistara á Egilsstöðum en .gefnir af Samvinnubankanum, Banka- stræti 7, og Skákhúsinu, Laugavegi 46, Reykjavík. Sams konar riddarar en minni vinnast til eignar . -GAJ- Hraðskákmót íslands Hraðskákmót fslands 1979 fer fram sunnudaginn 22. apríl og hefst kl. 19 í Skátaheimilinu við Grensásveg, Reykjavík. Þátttökugjald fyrir alla er 1000 krónur en 1. verðlaun eru 25.000 krónur auk eignarbikars og sæmdar- heitisins Hraðskákmeistari íslands 1979. -GAJ- Ti/sö/u: Renault 4 Van F4 árg. '78 Renault 4 Van F6 árg. '77 Renault 4 Van árg. '75 Renault 4TL árg. '75 Renault 4TL árg. '71 Renault 5TL árg. '74 Renault 12TL árg. '77 Renault 12TL árg. '75 Renault 12 station árg. '75 Renault 12TL árg. '71 BMW 318 árg. '78 Willys með blsejum árg. '76, giæsiiegur bin (sportfelgur, Track-dekk, útvarp). Skipti möguleg. Opið laugardaga kl. 2-6. Kristinn Guðnason Suðuriandsbraut 20 - Simi 86633. ÝMIR YMIR Siglingafélagið Ý mir heldur almennan félags- fund að Hamraborg 1 Kópv., mánudaginn 23. apríl 1979 kl. 20.30. Dagsskrá: 1. Kvikmyndasýning 2. Sumarstarfið 3. Vinna í þágu félagsins 4. Önnur mál. Áhugamenn um siglingar velkomnir. - Stjórnin. fiL 0PNUM FðSTUDAG HEFUR OPNAÐ ÞAR SEM AÐUR VAR HÁRGREIÐSLUSTOFA ASLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR SIMI24596 RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.