Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 24
Tungufossslysið: „Öryggisreglur þverbrotnar og hraðinn allt of mikill” segir einn trúnaðarmanna Dagsbrúnar við höf nina „Erfiðast er aö eiga við hraðann þegar gæta þarf öryggis á vinnustöð-’ um eins og hér við höfnina,” sagöi' Benedikt Kristjánsson, trúnaðar- maður Dagsbrúnar, í viðtali við DB. Fréttamaður spurði um álit hans á or- sökum banaslyssins sem varð um borö í Tungufossi fyrr í vikunni. Maðurinn sem lézt hét Guðmundur Árnason, 52 ára gamall, til heimilis að Hverfisgötu 28 i Reykjavik. „Þetta er annað dauðasiysið sem ég verð vitni að á allt of skömmum tíma,” sagði Benedikt. ,,Þaö er því miður staðreynd að öryggisreglur eru hér þverbrotnar og hér eru allt of tíð slys þótt ekki séu þau jafn alvarleg og það sem varð um borð í Tungufossi siðastliðinn þriðjudag. Til dæmis fót- brotnaði maður um borð í Goðafossi í fyrradag. Þá vil ég geta þess að Eimskipa- félaginu hefur verið skrifað út af of roiklum hávaða i vökvaspilum. Hann mælist um 115 desibel þar sem hættu- mörkin eru fyrir ofan 85 desibel. Þessi 115 desibela_hávaði er á því tiðnisviði að eyrnahlifar koma ekki að fullu gagni,” sagði Benedikt, ,,en það virðist ekki vera hlustað á öryggiseftirlit ríkisins þegar það gerir kröfur um úrbætur.” -BS, — sjá einnig bls. 5 1. maí hátíðahöldin: Sjálfstæðis- menn ekki með „Sjálfstæðismenn verða greinilega ekki með,” sagði Kristvin Kristvinsson, Dagsbrún, ser,i á sæti í 1. maí nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, í viðtali við DB í gær. Sjálfstæðismenn höfðu borið fram tillögu á fundi í fulltrúaráðinu um fjölgun í nefndinni úr 6 í 7 og stefnt að því að fá þar tvo menn í stað eins, að sögn Kristvins. Þetta var fellt. Þá fór svo að enginn sjálfstæðismaður hefur verið skipaður í nefndina og eru í henni 5 menn en ekki 6. „Við erum þrír alþýðubandalags- menn,” sagði Kristvin, „og tveir al- þýðuflokksmenn.” Auk fulltrúaráðs- ins sagði hann að BSRB og Iðnnema- sambandið ættu aðild að hátiðahöld- unum í Reykjavík. Kristvin .taldi að samkomulag yrði um ávarp og fram- kvæmd hátíðahaldanna milli alþýðu- bandalags- og alþýðuflokksmanna. Sjálfstæðismenn gengu í fyrra úr 1. maí nefndinni í Reykjavík vegna ágreinings um ávarp og tilhögun hátíðahalda. Kristvin sagði að samt hefðu ýmis félög, sem sjálfstæðismenn ráða miklu í, verið með í hátíðahöldun- um. Gæti eins farið nú. - HH Aðalfundi Olíumalar hf. frestað Aðalfundi Olíumalar hf., sem vera átti í gær, hefur verið frestað til 30. apríl nk. Að sögn Ólafs G. Einarssonar stjórnarformanns Olíumalar hf. er fundinum frestað vegna þess að enn' hafa ekki borizt svör frá öllum sveitar- félögum, er standa að fyrirtækinu, um framlag til hlutafjáraukningar. Þau svör sem nú hafa borizt eru langflest neikvæð. Ljóst ætti að vera í næstu viku hver afstaða sveitarfélag- anna er til hlutafjáraukningarinnar. - JH Najeíb Italaby, tengdafaðir Husseins Jórdaniukonungs, fyrir miðju. Honum til rinstri handar er Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjðri og til hægri handar Hilmi Ghandour verkfræðingur sem var I fylgd með Najeeb Halaby. DB-mynd Hörður. Tengdafaðir Husseins Jórdaníukonungs hér —gerði stuttan stanz á Hótel Loftleiðum Tengdafaðir Husseins Jórdaníu- næring þreyttum flugmanni að líta augum en aðalatriðið var þó að fá sér konungs átti stuttan stanz hérlendis í hinar glæsilegu sýningarstúlkur eitthvað í svanginn. -JH gær. Tengdafaðirinn, Najeeb Halaby, kom hingað á einkaþotu sinni á leið vestur um haf en hann flýgur sjálfur. Najeeb er faðir Lisu, þeirrar er í fyrra gekk að eiga Hussein konung Jórdaníu, en þau feðgin eru banda- rísk. Hussein kvæntist Lisu eftir að Alia Jórdaníudrottning fórst í þyrlu- slysi. Najeeb er fv. forstjóri bandaríska flugfélagsins Pan Am. Hann snæddi á Hótel Loftleiðum í hádeginu í gær og horfði jafnframt á tizkusýningu. Hann hafði á orði að það væri endur- Hussein Jórdaniukonungur með konu sinni, Lisu Halaby, dðttur Najeeb. Otrúlegt annað en BSRB-sam- komulagið verði samþykkt” segir Haraldur Steinþórsson ,,Mér finnst órtrúlegt annað en samningar BSRB og ríkisstjórnar- innar verði samþykktir við atkvæða- greiðsluna 3. og 4. maí,” sagði Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastj'' ””RB í viðtali við DB i gæi. SameiginL^, dur stjórnar og samninganefnda RB hefur sam- V þykkt að samkomulagið veröi í alls- herjaratkvæðagreiðslu lagt sam- eiginlega fyrir alla ríkisstarfsmenn og aðra félagsmenn BSRB sem ekki eru innan bæjarstarfsmannafélags. Á sama hátt fari fram allsherjar- atkvæðagreiðslá í hverju bæjarstarfs- mannafélagi fyrir sig. Haraldur, sem er ritstjóri tímarits BSRB, Ásgarðs, svaraði á blaða- mannafundi í gær ásökunum „andófsmanna” þeirra sem berjast gegn samningnum. Hann sagði að ekki hefði verið neitað um birtingu á röksemdum „Andófs ’79” í blaði BSRB. Þar væri opinn vettvangur fyrir slíkt i lesendaþætti en ekkert hefði borizt. BSRB og aðildarfélög munu efna til fjölmargra funda fram að atkvæðagreiðslunni. í dag, laugardag, verða fundir i Vestmanna- eyjum og Keflavík. í kosningunum verður talið sér- staklega hjá hverjú félagi bæjar- starfsmanna og gæti sú staða komið upp að einhver þeirra höfnuðu en önnursamþykktusamninginn. -HH írjálst, úháð dagbhtð LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. Kviknaði í logsuðumanni Litlu munaði að stórslys yrði um borð í togaranum Júpíter í gær. Óhappið varð með þeim hætti að járn- iðnaðarnemi var við logskurð á vinnu- palli í lest. skipsins er eldur komst í vinnuklæði hans. Skipti engum togum að fötin urðu alelda á svipstundu og er hann kom niður af vinnupallinum stóðu eldtungurnar út frá honum í allar áttir. Þrír vinnufélagar hans réðust þegar að honum og tókst þeim með miklu snarræði að ná fötunum utan af honum. Slapp járniðnaðarneminn óbrunninn með öllu og þótti það hin mesta mildi. Hjálpaðist þar tvennt að, góð hlífðarföt og snarræði vinnufélag- anna. -GAJ- Máttu þrífa upp eigin saur Piltarnir tveir sem brutust inn í félagsheimilið á Staðarfelli á dögunum hafa nú náðst og þeir hafa játað sekt sina. Þeir hafa greinilega flýtt sér mjög af innbrotsstaðnum þvi að þeir skildu hljóðkút bifreiðar sinnar eftir á hlaðinu við félagsheimilið og óku síðan með miklum drunum í gegnum Búðardal. Þar veitti maður einn bílnum athygli sökum hávaðans frá honum og tók' niður númerið. Leiddi það siðan til handtöku piltanna á Akranesi. í bílnum fundust allar kaffikönnurnar og öll glösin sem hurfu úr félags- heimilinu. Þegar játning piltanna lá fyrir sendi lögreglan á Akranesi þá vestur að beiðni lögreglunnar í Búðardal. Voru þeir fluttir að Staðarfelli og þar voru þeir látnir þrífa húsið en þeir höfðu áður skilið við það í heldur leiðinlegu ástandi og meðal annars gert þarfir sínar víðs vegar um húsið. -GAJ-/AF, Búðardal. Andóf 79: „Mikill hljóm- grunnur” ,,Við, félagar í Andófi 79, höfum heimsótt vinnustaði að undanförnu og verið mjög vel tekið,” sagði Pétur Pétursson útvarpsþulur og einn andófs- manna innan BSRB. „Við fórum í matsal Pósts og síma í hádeginu á miðvikudag og ávörpuðum^ félaga okkar þar og skýrðum sjónar- mið okkar. Síðan fórum við í mötu- neyti Tollstjóraskrifstofunnar og Skattstofunnar í gær og var mjög vel tekið ábáðum stöðum. Við fyrirhugum svo frekari aðgerðir á vinnustöðum i næstu viku. Það er greinilegt að okkur er að aukast fylgi og mikið er hringt til okkar. Það virðist mikill hljómgrunnur hjá hinum almenna félaga,” sagði Pétur. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.