Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. orðinn Skákmeistari íslands 1979. Ingvar hefur lengi verið í fremstu röð islenskra skákmanna og a.m.k. tvívegis hefur íslandsmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. Árið 1973 varð hann efstur ásamt Ólafi Magnússyni, en tapaði einvíginu um titilinn naumlega. Hann var þó ekki af baki dottinn. Árið eftir varð hann efstur ásamt Jóni Kristinssyni og að þessu sinni lauk einvíginu með jafn- tefli. Ákveðið var að varpa hlutkesti um titilinn og beið Ingvar lægri hlut. Segja gárungarnir að þar hafi hann tapað titlinum á tombólu. Reyndar var það Bragi Halldórsson sem kast- aði upp krónupeningnum, en hann var þá í stjórn Sf. Hann gekk hins vegar í lið með Ingvari nú, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Eina tap- skák hans á mótinu var gegn Ingvari, en af Birni og Hauki hirti hann nógu marga vinninga til að afstýra einvígi. Þeir Björn og Haukur voru einu fyrrverandi íslandsmeistararnir á mótinu og stóðu svo sannarlega fyrir sínu, þótt titillinn yrði ekki þeirra að þessu sinni. Björn hefur teflt manna oftast í landsliðsflokknum, tefldi m.a. á hverju ári frá 1962 til 1974. Geri aðrir betur! Bragi Halldórsson kom nokkuð á óvart, hafnaði í 4. sæti og hélt þar með sæti sínu í flokknum. Hann hefur verið mis- tækur í undanförnum mótum, en virðist nú loks hafa náð sínum fyrri styrkleika. Ungu mennirnir stóðu sig þokkalega, en með örlítilli heppni og meiri reynslu hefðu fleiri vinningar orðið þeirra. Um önnur úrslit í lands- liðsflokki visast til meðfylgjandi töflu. Staða efstu manna í hinum flokk- unum varð þessi: Áskorendaflokkur: Hinn skæði sóknarskákmaður Benedikt Jónasson varð efstur með 8 1/2 v. af 11 mögu- legum, og Júlíus Friðjónsson fékk 8 v. Þeir flytjast upp í landsliðsflokk að ári. Þriðji varð Gylfi Þórhallsson frá Akureyri, með 7 v. Meistaraflokkur: Hannes Ólafsson vann yfírburðasigur, hlaut 8 1/2 v. úr 9 skákum. Eina jafnteflið kom í síðustu umferð. Annar varð Jör- undur Þórðarson með 7 v. Opinn flokkur: 1. Óttar Felix Hauksson 8 1/2 af 9. Rétt eins oghjá Hannesi kom eina jafnteflið i síðustu umferð! í unglingaflokki urðu jafnir og efstir Halldór G. Einarsson frá Bol- ungarvík og Eyjólfur Ármannsson. Þeir heyja væntanlega einvígi um 1. sætið. í landsliðsflokknum vekur hin gífurlega keppnisharka Ingvars mikla athygli. Hann gerði aðeins eitt jafn- tefli í 11 skákum og það gegn neðsta manni mótsins. Um miðbik mótsins tapaði Ingvar tveimur skákum í röð, en lét það ekkert á sig fá. Með sigri í fimm síðustu skákum sínum tryggði hann sér síðan titilinn. t skákum hans á mótinu var oftast þung undiralda og mikið að gerast. Við skulum líta á viðureign hans og Hauks úr 8. um- ferð, sem segja má að hafi verið ein af úrslitaskákum mótsins. Hvítt: Haukur Angantýsson Svart: Ingvar Ásmundsson Spænski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. Bxc6 Þetta afbrigði nýtur ekki mikilla vinsælda, enda virðist það gefa lítið í aðra hönd. Engu er líkara en að Haukur sé að tefla til jafnteflis. Hann var efstur á mótinu þegar skák- in var tefld og jafntefli hefði því komið sér ágætlega. 5. — dxc6 6. d3 Rd7 Ingvar fetar í fótspor Tals, sem tefldi þannig gegn Gufeld á Skák- þingi Sovétrikjanna 1959. Teóríu- fræðingarnir mæla með 6. — Bd6. 7. Rbd2 Be7 8. Rc4 Bf6 9. b3 Of hægfara. Gufeld fann réttu áætlunina gegn Tal: 9. De2 c5 10. Bd2 0-0 11. g4! b5 12. Re3 g6 13. h4! með stórsókn. 9. — 0-0 10. Bb2 He8 11. Dd2 b6 12. Re3 Hvassara og sjálfsagt betra hefði verið 12. g4!? ásamt h4, g4-g5 og langrihrókun. 12. — Rf8 13. 0-0 Rg6 14. Rf5 c5 15. g3h5! Snjall leikur. Svartur er greinilega að hrifsa til sín frumkvæðið. 16. Hael Be6 17. Re3 Hvítur virðist tefla án nokkurrar áætlunar. Reyndar er staða hans þröng og erfið, svo erfitt er að benda á haldgóða áætlun. Riddarinn á f5 var valtur í sessi. Svartur hótaði ein- faldlega 17. — Dd7, sem hefði hrakið hann á e3 hvort sem er. 17. — Bh3 18. Rg2 Dd7 19. De2 h4 20. Rd2 Bg5 21. Rc4 b5 22. Rce3 9 Afdrifarik mistök. Eftir 23. Dxe3 hræddist Haukur 23. — Rf4, því 24. gxf4? er svarað með 24. — Dg4 og svartur vinnur. Hvítur getur hins vegar fórnað skiptamun með 24. Rxh4! sem virðist gefa honum góða möguleika. T.d. 24. — Bxfl 25. gxf4 exf4 26. Dxf4 Bh3 27. He3! Be6 28. Hg3 með vinningsstöðu. Eða 25. — Dg4+ (í stað 25. — exf4) 26. Dg3 Dxg3 27. hxg3 Bh3 28. Bxe5 með glæsilegri stöðu á hvítt. 23. — Bg4! 24. Df2 h3 Riddarabeyglan á g2 er nú illa sett. Hún á aðeins einn reit og hann ekki gæfulegan. 25. Rh4 Rxh4 26.gxh4 He6! Hvíta kóngsstaðan hefur opnast og svarti hrókurinn bætist í sóknina. Takið eftir aðgerðaleysi biskupsins á b2. 27. Khl Hae8 28. Dg3 Hg6 29. Bxe5 Be2! Ef nú 30. Df4, þá 30. — Bxfl 31. Hxfl Hg4 32. Df5 Dxf5 33. Hxf5 g6! ogbiskupinnfellur. 30. Hxe2 Hxg3 31. Bxg3 c4! Það er oft erfitt að vinna „unnu” töflin, en Ingvari bregst ekki boga- listin. 32. Hef2 cxd3 33. cxd3 Dxd3 34. e5 Dd5+ 35. Kgl c5! Stefnan er tekin ácl-reitinn! 36. Bf4 Hc8 37. Hf3 c4 38. Hxh3 De4 39. Hg3 c3 40. Hg2 c2 41. Hcl Hc3 42. Kf2 a5 43. h5 Kh7 44. h4 Hc6 45. Hggl a4 46. Hgel axb3 47. axb3 Db4 48. e6 Dd2+ 49. Kf3 Hxe6 50. h6 gxh6 51. Dd5 + og hvítur gafst upp. SktjCkfe/7ý /V t'\f c.j-r\. j A. z. 3. T 7. 3: 6. 7. 8 9. 7 n /O. \ < f. j/í ’. 7 tmi. kú. J. XnavarJCs^rHíssofV-0J 0 1 0 1 1 I 1 ( 1 !’/ g'h r 2. EkJorn/þocrteLn&ori, 1 '///. Wf, 0 0 1 72 1 1 1 1 i H Z H-3. 3 Uaukur JJngasré<tsa>rf 0 1 M 'k 1 í 'k 'h 'k 1 i!» 2 Z-3. yJ&r&Q*-’ tja'Udtó'r&ori/ 0 1 % m 'lz 'k 'U 'U 1 1 Va!/ ? V. s JTohnnn MjartaKSon, 1 0 O jz m, t 1 'k % 0 7í 1 € s. 6. tJofauirrtS 6-ístL JonCSön 0 7* 0 'k 0 m % 0 ( 1 i!’/ *■ S 7. S<s.i/ar BjarnaSon 0 O 'k 'k 0 % 1 'k !4 'k\l s e-z S. EFLifar fhj&zinilsw, 0 0 'h ’k ’k i oW 'k 'k 0\l t. ?. \Fon. PJtssðn O 0 'k 0 'h 0 'k 'k % 1 Ú’A 9-/6 40. HlOndr karC&on \Q 0 o\ 0 1 0 'k 'k 0 Ul\l H jsó /í' Hdroldur HofojUssón \ q 0 o 'h 'k 0 'k 1 OU’h \\3 % l/. JlCJo/iOnn ^mSd/wjiínXfon\ o\o 0 'hO 0 'A OVkl'/A w iz. Undanúrslit íslandsmótsins Segja verður eins og er að heldur eru 3 grönd ógæfulegur samningur þó svo að þau standi, en einhvern veginn týndist spaðaliturinn. Hér kemur að lokum síðasta spilið og er það Akureyringurinn Jóhann Pétur Andersen sem spilar spilið á mjög skemmtilegan hátt. Svona voru öll spilin. Nordur *Á92 ^764 OK965 + Á84 Ve.nTUR ÁU.TUR ♦ D1084 + 765 t?GI082 <?3 0 D73 0 Á1082 + D9 SunuR + G10832 +KG3 VÁKD95 0G4 + K76 Jóhann Pétur spilaði fjögur hjörtu á þetta spil og var að visu heppinn með útspilið, en það var lítill spaði frá vestri, sem hann drap heima á gosa. Þá tók hann tvo efstu í hjarta og um leið gaf austur honum spilið með því að gefa niður lauf, sem ekki virtist í fljótu bragði óeðlilegt, en komum að því síðar. Þegar legan í hjartanu var komin í ljós tók hann tvo efstu í spaða og tvo efstu í laufi og spilaöi siðan þriðja laufinu. Þá var staðan orðin þessi: Nokíiuh Aenginn t?7 OK965 ♦ ekkert Austuk A enginn ty ekkert O Á1082 + 10 SUDUII + enginn ty D95 0 G4 + Þegar hér er komið sögu er sama hvað austur gerir. En ef hann hefði átt eitt lauf til viðbótar, er spUið tapað þvi þá getur austur spilað laufi i þrefalda eyðu, sem vestur trompar með hjartatíu og spilar síðan tígli, sem austur drepur á ás og spilar enn laufi. Samt sem áður var spilið mjög vel spilað. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga önnur umferð í Hraðsveitakeppni félagsins var spiluð sl. fimmtudag. Staðan erþá þessi: 1. Magnús Oddsson « 1299 stig 2. Ólafur GLslason 1243 — 3. Ería Eyjólfsdóttir 1209 — 4. Elis Helgason 1205 — 5. Ragnar Bjömsson 1176 — 6. Sigriöur P&lsdóttir 1173 — 7. Magnús Bjömsson 1170 — 8. Hans Nielsen 1169 — 9. Óskar Þráinsson 1163 — 10. Cyrus Hjartarson 1163 — Meðalskor úr umferð er 576 stig. Næst verður ^pilað nk. fimmtudag i HreyfUshúsinu við Grensásveg og hefstkeppnin kl. 19.45. Barðstrendingafólagið íReykjavík Nú eru aðeins eftir 5 umferðir í baró- meterkeppninni og verða þær spilaðar mánudaginn 23. april. Efstu pörin í keppninni eru þessi: 1. Sigurbjöm Ármannsson — Hróðmar Sigurbjömsson 156 stig 2. Kristján Kristjánsson — AmgrimurSigurjónsson 136 — 3. Ágústa Jónsdóttir — Guðrún Jónsdóttir 73 — 4. Kristinn Óskarsson — Einar Bjaraason 65 — 5. Helgi Einarsson — Málfríður Lorange 52 — 6. Sigurður Kristjánsson — Hermann Ólafsson 51 — 7. Þórarínn Ámason — Ragnar Bjömsson 34 — 8. Einar Jónsson — Gisli Benjamínsson 30 — Mánudagskvöldið 30. apríl ljúkum við vetrarstarfseminni, sem hefur verið mjög góð í vetur, með einmennings- keppni aðeins þetta eina kvöld. Nú geta aUir verið með. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 24. aprU til Ragnars í síma 41806 eða Siguröar í síma 81904. Veriö nú öll með. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Um síðustu helgi var spilað við Sel- fyssinga á heimaveUi á alls 6 borðum. Úrslit urðu þessi og eru heimamenn taldir á undan eins og tiðkast í íþrótta- fréttum — með allri virðingu fyrir gest- unum aðsjálfsögðu: 1. borö sv. Alberts Þorsteinssonar — Jónasar Magnússonar 11-9 2. borö sv. Sævars Magnússonar — Halldórs Magnússonar 11-9 3. borð sv. Bjöms Eysteinssonar — Gunnars Þórðarsonar 8-12 4. borð sv. Krístófers Magnússonar — Garðs Gestssonar 14-6 5. borð sv. Halldórs Einarssonar — Áma Erlingssonar 11-9 6. borö sv. Þóraríns Sófussonar — Stefáns Larsen 20-0 Hafnfirðingar unnu naumlega aðal- keppnina, sem er á 5 efstu borðunum, með 55-45. Á 6. borði er keppt um aukaverðlaun. Var þetta 34. viðureign þessara bæja og hafa tveir menn spilað allt frá upphafi, Friðrik Larsen af austanmönnum og Árni Þorvaldsson fyrir Hafnarfjörð. Um þriðjungur barómetersins lifir nú og æsist nú leikurinn, eins og vera ber. Staða lOefstu er nú þessi: 1. Bjöm Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 2. Ólafur Valgeirsson — • 177 stig Þorsteinn Þorsteinsson 165 — 3. Friöþjófur og Halldór Einarssynir 4. Halldór Bjamason — 149 — Hörður Þórarínsson 5. Bjami Jóhannsson — 145 — Þorgeir Eyjólfsson 6. Guðni Þorsteinsson — 129 — Krístófer Magnússon 7. Jón Stefánsson — 113 — Þorsteinn Laufdal 8. Ásgeir Ásbjömsson — 96 — Gisli Arason 9. Ámi Þorvaldsson — 67 — Sævar Magnússon 10. Albert Þorsteinsson — 36 — Sigurður Emilsson 10 — Aðrir hafa rauðar tölur og gerast því dökkir í kringum augun. Næst verður spilað mánudaginn 23. apríl. Rétt er að geta þess, að Reykjanes- mótinu í tvímenningi var frestað vegna bæjarkeppninnar við Selfoss. Bridge-deild Víkings Sjöunda umferð var spiluð mánu- daginn 9. apríl sl. Úrslit urðu þessi: Sveil Sigfúsar Ámasonar — Vilhjálms Heiðdal Sveit Jóns Ólafssonar (68-52) 14-6 — Bjöms Brynjólfssonar Sveit Hafþórs Krístjánssonar (115-81)17-3 — Tómasar Sigurjónssonar Sveit Guðmundar Ásgrímssonar (74-108)3-17 — ólafs Fríðríkssonar Sveit Hjörieifs Þórðarsonar (137-63) 20—2 — Guðbjöms Ásgeirssonar Röðefstu sveita: Frestað 1. Sigfús ö. Ámason lOOstig 2. Bjöm Brynjólfsson 89 — 3. Vilhjálmur Heiðdal 88 — 4. Tómas Sigurjónsson Bridgefélag Akureyrar 79 — Thule-tvímenningskeppni Bridge- félags Akureyrar er nýlega lokið. Spilað var í tveim 16 para riðlum. Vksti k A enginn <?G10 ó D73 + ekkert Sigurvegarar nú urðu Július Thoraren- sen og Þormóður Einarsson sem sigruðu með talsverðum yfirburðum og eru vel að þessum sigri komnir. Röð efstu para er þessi: 1. Júlíus Thorarensen — Þormóður Einarsson 740stig 2. Pétur Guðjónsson — Stefán Ragnarsson 706 — 3. Gunnlaugur Guðmundsson — Magnús Aðalbjörnsson 701 — 4. Ármann Helgason — Jóhann Helgason 692 — 5. Gunnar Sólnes — Ragnar Steinbergsson 690 — 6. Disa Pétursdóttir — Soffía Guðmundsdóttir 686 — 7.-8. Páll Pálsson — Frímann Frímannsson 685 — 7.-8. Guðjón Jónsson — Óli Þorbergsson 685 — 9. Araald Reykdal — Gylfi Pálsson 663 — 10. Ingólfur Lillendal — Reimar Sigurpálsson 659 — Meðalárangur er 630 stig. Eftir páska verður svo síðasta keppni félagsins, en það er „Halldórsmótið”, minningarmót um Halldór Helgason. Um helgina 30. marz — 1. apríl fóru sex sveitir frá Akureyri til Hornafjarð- ar til keppni við þrjú önnur bridge- félög. Úrslit urðu þau að Tafl- og bridgefélag Reykjavíkur hlaut 277 stig, Bridgefélag Akureyrar 238 stig, Bridge- félag Fljótsdalshéraðs og nágrennis 115 stig og Bridgefélagið Höfn Hornafirði 63 stig. Frá Bridgefélagi Kópavogs Fimmtudaginn 5. apríl sl. var spiluð eins kvölds tvímenningskeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilað var i 2 tólf para riðlum. Úrslit urðu þessi: Avlðlll: 1. Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 201 stig 2. Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Páll Sigurjónsson 200 — 3. Gróa Jónatansdóttir — Kristmundur Halldórsson 175 — B-riðiil: 1. Ragnar Bjömsson — Sævin Bjarnason 192 stig 2. Sigurjón Tryggvason — Skúli Einarsson 183 — 3. Magnús Halldórsson — Rúnar Magnússon 180 — Fimmtudaginn 19. apríl (sumardag- inn fyrsta) hófst barómeter tvímenn- ingskeppni hjá félaginu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.