Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 6
Niðurstöður skoðana- könnunarinnar uvðu þessar: Frjáls lokunartími Óbreytt kerfi Óákveðnir 182 eða 602/3% 63 eða 21% 55 eða 181/3% Ef aðeins ern teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöð- urnar þessar: Frjáls lokunartími 74,3% Óbreytt kerfi 25,7% „Af vínveitingastað í vinniT — segir Hilmar Helgason, formaður SÁÁ „Mér sýnist klárt af þessum niður- stöðum að almenningur hefur ekki. gefið sér tíma til að hugsa málið til enda,” sagði Hilmar Helgason, for- maður Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. ' „Ef tíminn er frjáls munu margir leiðast til að hafa mikið opið. Það verður alltaf opið einhvers staðar. „Mitt fólk” mun þá sitja fram i morgunsárið og fara af vínveitinga- staðí vinnu. Menn kæmu einnig við á slíkum stað til að fá sér einn lauflétt- an áður en þeir færu í vinnu. Þetta vandamál á við tíu prósent af þjóð- inni og greinilega þyrfti að fjölga sjúkrarúmum ef slík breyting yrði gerð. Þá mundi aftur skapast „sjoppu- menningin sæla” eins og hún var í gamla daga en nú í hrikalegri mynd. Hagsmunahópar mundu myndast og klíkur sem héngju á „sínum bar”. Menn mundu verr rækja skyldur gagnvart vinnu og fjölskyldu. Þá mundi peningaleysið, sem fylgdi aukinni drykkju, leiða af sér alls kyns glæpi. Á íslandi hafa menn ekki efni á slíkri drykkju án þess að stela,” sagði Hilmar. Hann kvaðst telja að niðurstöður könnunarinnar gæfu góða mynd af viðhorfum meirihlutans. -HH. Saumakona — Húsgagnabó/strun Óskum eftir að ráða sauma- kottu. Upplýsingar í síma 85815. HÚSAVÍK Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðs- mann á Húsavík. Uppl. í síma 27022 og 96-41582. 'ti íBIAÐIÐ NYR ÓNOTAÐUR NÝR E/ectro/ux frysti- og kæliskápur Litur: Gulbrúnn H. 175, B. 59,5, D. 59,5, 335 lítrar. Kælir 200 ltr. Frystir 155 ltr. Hagstætt verð: 400.000 til 450.000. Nýr kostar 513.000. Upplýsingar í síma 41551 eftirkl. 18.00. Mest andstaða hjá konum úti á landi Meirihlutinn fyrir frjálsræði í þessum efnum var mun meiri á Reykjavíkursvæðinu en utan þess. Af 150 sem spurðir voru á höfuðborgar- svæðinu sögðust 107 vilja frjálsan tíma, vildi óbreytt kerfi og 16 voru óákveðnir. Af 150 sem spurðir voru úti á landsbyggðinni vildu 75 frjálsan lokunartíma, 36 vildu óbreytt ástand og 39 voru óákveðnir. Mestan meirihluta hlaut frjálsi tíminn meðal karla á Reykjavíkur- svæðinu en langminnstan meðal kvenna úti á landsbyggðinni. -HH. „ Vaktaskipti hjá vínveitingahúsum" „Veitingahúsatímanum er heppi- legra að dreifa, lengja hann og draga með því úr hættu á heimafilleríi,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. Margir nefndu að bezt yrði að vin- veitingahúsin skiptust á um að hafa opið á ýmsum tímum. „Húsin eiga að loka á mismunandi tímum,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. Enn einn karl á höfuðborgarsvæðinu sagði: , ,Koma þarf á einhvers konar vakta- skiptum hjá vínveitingahúsunum í þessum málum.” Karl í Keflavík sem kvaðst ekki hafa neytt víns í 18 ár vildi hafa opið allan sólarhringinn. „Fólk á að ráða því sjálft hvað það vill sitja lengi frameftir,” sagði kona í Borgarnesi. „Það sem vandfengið er vill nú verða eftirsóknarverðara en hitt, svo að ég held að það sé bezt að V þetta sé frjálst,” sagði karl í Borgar- firði. „Það má reyna að láta húsin vera opin lengur til skiptis til að byrja með,” sagði kona áEskifirði. Vinsældaspil nokkurra þingmanna? „Það er nægilegt svigrúm fyrir malarbörnin að tralla eins og nú er og samkomuhúsið okkar er opið þegar við þurfum,” sagði karl í Mýrasýslu. „Það er engin þörf á að hafa vin- veitingahús opin lengur en nú er. Nokkrir þingmenn eru bara að skapa sér vinsældir með þessu,” sagði kona á Reykjanesf. „Það er opið alveg nógu lengi í vínveitingahúsunum nú. Hins vegar ætti að taka áfengismálin öll og þar með talin húsin til ræki- legrar endurskoðunar,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Það ætti að loka öllum vín- veitingahúsum,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu og var ekki einn um þá skoðun. „Helzt ætti að loka þeim alveg,” sagði kona i Vestmanna- eyjum. „Ég held að frjálsari lokunartími verði ekki til að draga úr drykkj- unni,” sagði karl á Húsavík. „Drykkjuskapurinn er nógur þótt ekki sé veriö að hafa barina lengur opna,” sagði kona á Sauðárkróki. „Ég pæli ekki í þessu. Ég fer svo sjaldan,” sagði kona í Keflavik. Nokkrir sem taldir eru óákveðnir nefndu að breyta ætti i átt til rýmk- unar en ekki gefa alveg frjálst. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill hafa lokunartíma veitingahúsa frjálsan en ekki bundinn eins og nú er. Þetta urðu niðurstöður skoðana- könnunar Dagblaðsins. Ríflega sextíu af hverjum hundrað voru fylgjandi frjálsræðinu, tuttugu og einn af hundraði vildi óbreytti kerfi og rúmlega átján af hundraði voru óákveðnir. Þegar þeir eru teknir sem tóku afstöðu reynast um þrír af hverjum fjórum fylgjandi frjálsum lokunartíma. Spurt var hvort menn teldu að lokunartími veitingahúsa ætti að vera frjáls eða óbreyttur. Þarna var því spurt um veitingahús sem heild en ekki aðeins vínveitingahús. Athygli fólks beindist þó greinilega að lokunartíma vínveitingahúsanna fremur en annarra veitingahúsa. Það kom fram í svörum fólks, að það hugsaði til vínveitingahúsanna. Spurningin var til komin vegna þeirra umræðna sem urðu eftir að fjórir þingmenn fluttu frumvarp um frjálsan lokunartíma veitingahúsa. í þeim umræðum beindist athyglin einnig fyrst og fremst að vínveitinga- húsunum. „Vona að málið fái afgreiðslu fyrir þinglok” — segir Vilmundur Gylfason „Þetta eru mjög ánægjuleg úrslit,” sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður (A) um niðurstöður könnunarinnar. Vilntundur er fyrsti flutningsmaður frumvarps um frjálsan lokunartíma veitingahúsa. Aðrir flutningsmenn eru Friðrikj Sophusson (S), Eiður Guðnason (A)' og Ellert B. Schram (S). „í sjálfu sér koma þessi úrslit mér ekki svo mikið á óvart,” sagði Vilmundur, því að ég þykist hafa þekkt nokkuð hugi neytenda, að minnsta kosti hér í Reykjavik. Grundvallarhugsun flutnings- manna frumvarpsins er auðvitað ekki að auka þá ógæfu sem er samfara óhóflegri neyzlu áfengis eins og margra annarra hluta. Mikils ber að meta varnarstörf í þessum efnum, bæði störf á vegum hins opinbera og einkaaðila. En við viljum reyna að bæta samkomumenninguna. Ég vona að þessar niöurstöður ýti á málið, svo að það fái afgreiðslu nú fyrir þinglokin í maí,” sagði Vilmundur. -HH. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. 35. skoðanakönnun Dagblaðsins: Fólk vill hafa tímann frjálsan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.