Dagblaðið - 30.04.1979, Side 1

Dagblaðið - 30.04.1979, Side 1
5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979 - 97. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMl 27022. Tap á Olíumöl hf. á sl. ári nam alls rúmlega 433 milljónum króna og eru heildarskuldir Olíumalar hf. þá um 1150 milljónir króna og lausaskuldir þar af 735 milljónir króna. Er tapið því mun meira en stjórn fyrirtækisins gaf upp þar til fyrir stuttu. HeHdarskukHr Otíu- malar 1150 milljónir — tapiö á síðasta árinam433milljónum króna Heiidarsala Olíumalar hf. á árinu 1978 nam alls 430 milljónum króna og er þá bæði átt við efni og þjón- ustu. Á reikningum félagsins frá ár- inu 1977 kom fram að fasteignamat á eignum Olíumalar var 84 milljónir króna. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs fyrir helgi kom fram í máli Björns Ólafssonar bæjarfulltrúa og stjórnar- manns í Olíumöl hf. að líklega yrði tap á rekstrinum í ár og á næsta ári, en gefnar voru vonir um að fyrir- tækið bæri sig innan 5 ára. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti að leggja fram aukið hlutafé á Olíu- möl hf. með þeim skilyrðum að 80% fyrri hluthafa legðu einnig fram aukið hlutafé. Þeg'ar hafa hluthafar sem eiga 19% neitað að leggja fram frekara hlutafé. Aðalfundur Olíumalar hf. hefst í dag kl. 16 og verður þar fjallað um reikninga félagsins og fyrirhugaða hlutafjáraukningu, sem nemur 400 milljónum króna. -JH. Símskeyt- unum rigndi yfir þingmenn Um^ helgina hafa ýmsir þing- manna fengið mörg hundruð sím- skeyti frá aðstandendum þroska- heftra. „Þetta st_endur í sambandi við frumvarpið lem félagsmála- ráðherra er að leggja fram á Alþingi um málefni þroska- heftra,” sagði Jón Sævar'Alfons- son, varaformaður Þroskahjálpar i samtali við DB í morgun. ,,Ég vissi að eitthvað slíkt stóð til, og okkur er mjög hugleikið að þetta frumvarp nái fram að ganga,” sagði Jón Sævar. Vilja aðstandendur þroskaheftra sýna hug sinn til frumvarpsins á þenn- an hátt og hvetja þingmenn til að styðja það þannig að það nái fram að ganga á þessu þingi. Þá hefur Dagblaðið fregnað, að á Akureyri hafi gengið undir- skriftalistar til stuðnings frum- varpinu. -GAJ- Innbrot íHjúkrunar- kvennaskólann: Handtekinn á laugardag Á laugardagsmorgun var hand- tekinn 25 ára gamall maður sem játaði við vfirheyrslur að hafa farið inn í herbergi hjá ungri stúlku í heimavist Hjúkrunar- kvennaskólans. Var hann þá með nælonsokk á höfði, en forðaði sér er stúlkan varð hans vör og hróp- aði á hjálp. Maðurinn játaði einnig að hafa farið inn í herbergi annarrar stúlku í sama hverfi skömmu áður. Þá var hann með bol fyrir andlitinu. Rannsóknarlögreglan var að vinna að því máli er kæran barst frá Hjúkrunarkvennaskól- anum seint á föstudag. Þegar rannsóknarlögreglu- menn komu í skólann hafði hrein- lætis verið gætt til hins ítrasta — og búið að þvo burt öll spor eftir manninn. Að sögn Arnars Guðmunds- sonar deildarstjóra hjá rannsókn- arlögreglu ríkisins var nokkuð greinargóð lýsing á manninum og náðist hann með aðstoð lögregl- unnar í Reykjavík. Manninum var sleppt eftir játn- ingu. Margt er enn óljóst hvað honum gekk til, en m.a. var ölvun spilinu. -JH. V Einar Olafsson útsölustjóri ÁTVR á Lindargötunni ásamt trésmið við skemmdu dyrnar i morgun. bókstsflega talaö Óboðnir gestir komu að Vínbúð ÁTVR við Lindargötu kl. 4.50 í morg- un. Þó enginn væri þar til afgreiðslu gerðu þeir sér lítið fyrir og brutu upp dyrnar, sennilega með því að láta bíl ýta á hurðina. Inn komust þeir því auð- veldlega en með nokkrum hávaða sem vakti fólk er tilkynnti. Sáust þrír piltar bera út einn kassa og nokkrar flöskur áfengis, og hverfa á brott. Lögreglan grunar ákveðna pilta helzt um þetta innbrot vegna líkingar við fyrri innbrot þeirra. Sömuleiðis er inn- brotið hugsanlega talið tengjast bil- þjófnuðum í nótt, sem voru að minnsta kosti þrír. -ASt. sendir launþegum árnaðaróskir á degi verkalýðsins kemur næst út á miðvikudag / Sorpið á Selfossi: Allt að tvö tonn á dag — baksíða Bílprófiðerekkert grínlengur: Umferðar- merkjum fjölgar um84 Umferðarmerkjunum — þess- um sem allir þurfa að kunna utanbókar í munnlegu bilprófi — fjölgar hressilega frá og með morgundeginum. Það verður hreint ekkert grín að mæta í það munnlega á næstunni, því merkj- unum fjölgar um 84 — úr 42 í 126. Breytingin er gerð til samræmis alþjóðareglum um umferðar- merki, enda aka æ fleiri íslenzkir ökumenn um erlendar götur og torg. — Umferðarráð annast kynningu nýju merkjanna með útgáfu veggspjalda, bæklinga og sölu reglugerðar dómsmálaráðu- neytisins. Merkið hér að neðan er eitt nýju merkjanna, sem taka gildi á morgun: Stöðvunarskylda við vegamót. -ÓV. A

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.