Dagblaðið - 30.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.04.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. 11 N lögðu fram í þessu sambandi eru frá 1975. Þá var talið að meira en fimm þúsund manns neyttu reglulega eitur- lyfja á þann hátt að sprauta í sig eitrinu. Var þá aðeins átt við Kaup- mannahafnarsvæðið. Nú er talið að ekki séu færri en tiu þúsund manns í allri Danmörku sem taka inn eitur- efni á þennan hátt. Söluverð hvers dagskammts af eitri, sem hver einstaklingur, sem orðinn er háður því þarf að fá er ekki talið vera lægra en eitt þúsund til fimmtán hundruð krónur danskar. Samkvæmt því er verzlað með eitur- efni fyrir samtals um það bil tíu milljónir danskra króna á dag. Er það jafnvirði sex hundruð og fimm- tiu milljóna íslenzkrakróna. Sjálfir forsvarsmenn eiturlyfja- lögreglunnar dönsku reikna með því, að aðeins takist aö hremma tíunda hluta þess eiturefnis sem flutt er til Danmerkur. Síðastliðið ár tókst lögreglunni að ná í hass, heróín og morfín sem selja hefði mátt fyrir tuttugu og fjórar milljónir danskra króna á hinum ólöglega markaði í Kaupmannahöfn. Yfirmaður eiturlyfjalögreglunnar P. M. Gauguin, segir að ómögulegt, sé að geta sér til um heildarmagn þeirra eiturefna, sem til Danmerkur koma á hverju ári. En sem dæmi um þróunina sagði hann að árið 1975 hefði verið gerð upptæk 0,6 kíló- grömm af heróíni. Það sem af er þessu ári er aftur á móti búið að leggja hald á um það bil fjögur kíló- grömm. Samsvarandi tölur fyrir árin 1976 og 1977 sýna að fyrra árið náðist átta kílógrömm af heróíni samtals en í fyrra fór magnið upp i sex kíló sam- tals. Af þessu sést að þessu hættuleg- asta eiturefni af þeim sem á markaði eru vex mjög fiskur um hrygg á hinum ólöglega markaði í Dan- mörku. Þykir þeim, sem um þessi mál fjalla þar í landi heldur dökkt útlitið. Kjallarinn Hjálmar Vilhjálmsson þessu landi, og birta útkomuna í blaði þínu. Útkoman úr þessu dæmi væri fróðleg til samanburðar við styrkina, sem þú kallar svo, sem veittir hafa verið til bænda í formi niðurgreiðslna og útflutningsupp- bóta. Vonandi verður útkoman ekki sú, að við verðum að leggja útgerðina niður líka og flytja inn allt fiskmeti í framtíðinni. Ég er sannfærður um, að fleirum en mér þætti fróðlegt að sjá þennan samanburð. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu bréfs þessa í blaði þínu, segi ég: Vertu blessaður og sæll. Hjálmar Vilhjálmsson Laun yfirmanna á kaupskipum lýkur námi, þá er félagi hans er ekki Fram hefur komið í fjölmiðlum stórorðar yfirlýsingar um háar tekjur yfirmanna á kaupskipum. Eflaust má sýna fram á háar tölur frá skipum, þar sem vinnuvikan er um og yfir 100 stundir, og að sjálfsögðu unnið laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga. Það væri gaman að sjá dæmi t.d. frá ríklsstarfsmönn- um, í sæmilega háum flokki, er hafa 1% af kaupi fyrir unna eftirvinnu- stund, sem í mörgum tilfellum er 45 mlnútur. í þeim átökum við vinnuveitendur (útgerðarmenn) er hinar fjölmörgu Kjallarinn Sigurbjörn Guðmundsson stéttir er vinna á kaupskipum hafa háð, hefur allt launahiutfall raskazt mjög, enda samið á ýmsum tímum ársins, í óðaverðbólgu. Hefur sú stétt er seinast tók þátt í „hringekjunni” jafnan borið mest úr býtum. Til að sýna launahlutfallið milli stétta set ég háseta með 5 ára starfsaldur 100 stig. 'Ég geri þessa viðmiðun vegna þess að háseti með 2ja ára siglingartíma kemst í stýrimannaskóla og er hann fór í skólann kominn með 5 ára starfsaldur. Stýrimaðurinn byrjar að sjálfsögðu á byrjunarlaunum. Ég nota skip úr 4. flokki (skip 150 1 — ,2000 BRL/BHA), en það er algeng- asta stærð skipa vorra. Aftan við launin set ég stigin hjá hverri stétt, svo og viðmiðun við frændur okkar Dani, og seinast I.T.F., Alþjóðasam- band flutningaverkamanna. Ég læt nú þessari upptalningu og samanburði á hlutföllum milli stétta lokið og bið þá er lesa þetta að gera sér grein fyrir hvílík launaröskun hefur átt sér stað milli starfshópa þeirra er á skipunum starfa undir íslenzkum fána. Eflaust má endalaust deila um hver séu eðlileg launahlutföU. Á fiskiskipum hefur skipstjóri frá 2- földu að 4-föIdu kaupi háseta. 1. stýrimaður og 1. vélstjóri 1,5 í hlut miðað við háseta. 2. stýrimaður, 2. vélstj. og kokkur 1,25 miðað við háseta. Launatap þeirra manna, er 'fara I stýrimannaskóla/vélskóla 3.— 4. stig, er með núverandi kaupgjaldi ca 15—20 milljónir, aö meðtöldum uppihaldskostnaði í skóla. Ekki Ihvarflar að undirrituðum, að undir- Imenn á skipunum hafi of mikil laun en er ekki eitthvaö athugavert, er 6— 7 stéttir yfírmanna, með 3—4 ára menntun úr sérskólum, eru komnir launalega undir sina undirmenn? Þá ber þess að geta að á þeim skipum, er hafa 3-skiptar vaktir, ;hafa yfirmenn oftast sáralitla eftir- vinnu, oftca30—40% af þeirri eftir- vinnu, er undirmenn hafa aðgang að og vinna. Laun hins íslenzka skipstjóra er án eftirlitsálags, en að því meðtöldu er byrjunarkaup skip- stjóra: 443.177 kr. Kaup dansks kollega hans fann ég með því að margfalda laun yfirstýrimanns með 1,94 og er það þá 17.738 dkr = 1174.940 isl. kr. Allar aðrar tölur eru úr launastiga, er birtist í danska stýri- mannablaðinu, febrúarblaði. l.T.F. samanburðurinn er frá 1. sept. 1978. í öllum töflunum er hásetinn metinn á 100,0 stig og reiknað út frá því. Þess má geta að islenzkt kaup er ca 40—50% af kaupi Dana og I.T.F., þegar helgidagar og allar sporslur eru taldar með. Undirritaður væntir þess að þessar upplýsingar verði til að opna augu almennings, og ekki sízt útgerðar- manna, í deilu þeirri er nú stendur yfir, og þá væntanlega greitt fyrir skjótri lausn deilunnar. Með þökk fyrir birtinguna: Sigurbjörn Guðmundsson, stýrimaður ^ ,,Er ekki eitthvað athugavert, er 6—7 stéttir yfirmanna, með 3—4 ára mennt- un úr sérskólum, eru komnir launalega undir sína undirmenn?” Staða Byrjunarkaup íslenzkt Stig, isl. Stig, dönsk Stig, I.T.F. (185,2) Skipstjóri 369.344 154,4 • 315,0 340,7 1. stýrím. 254.357 106,3 161,9 220,0 2. stýrim. 233.573 97,6 136,7 176,2 3. stýrim. 223.851 93,6 119,9 169,7 Loftskeytam. 210.351 87,9 131,7 176,2 Yflrvélstj. 324.176 135,5 (vantar) 309,7 2. vélstj. 254.358 106,3 153,9 220,0 3. vélstj. 233.571 97,6 133,0 176,2 4. vélstj. Bátsmaður 223.849 93,6 118,2 169,7 5ára starfsaldur. 272.236 113,8 106,9 111,8 Háseti 239.251 100,0 100,0 100,0 Jöf nuður og jaf nvægi Flugmenn gengu of langt. Samfélagið og ábyrg stjómvöld verða að hafa ramma um einhver grund- vallaratriði launamála, sem fylgt er. Sá rammi má auðvitað ekki vera stífur, en verður að gera ráð fyrir því að athafnafrelsi og vinnufrumkvæði séu virt. En samt verður samfélagið að móta almennar leikreglur, bæði til þess að halda launaskriði og verð- bólgu í skefjum, og eins af hinni ástæðunni að jöfnuður er lífsgæði af sjálfu sér. Fimm þingmenn Alþýðuflokksins í neðri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp til laga um sérstakan hátekjuskatt. Uppspretta þessa eru .nýafstaðnir samningar Flugleiða h/f, félags, sem var að tapa þremur milljörðum, við hóp flugmanna. Gert er ráð fyrir því að staögreiöslu- kerfi verði innheimt mánaðarlega 185% af launum sem fara yfir tólf milljónir á ári hjá einstaklingum. Minna má á, að útsvar er 11% og sjúkragjald 2%. Þetta verði lagt inn á sérstakan reikning ríkissjóðs og fólki síðan greitt aftur, ef tekjur fara niður, þannig að þessu gjaldi verði ekki náð. Það er verið að setja á launaþak með skattaaðgerðum. Flutningsmenn hafa óskað eftir því að ríkisstjórnin geri þetta mál að sínu og greiði fyrir afgreiðslu. Jafnframt má minna á þá stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur mótað, og liggur fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögur, þar sem gert er ráð fyrir afnámi tekjuskatts á almennar launatekjur, sem eru skil- greindar sem tvöfaldar meðaltekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðar- manna. Séu þessi mál skoðuð i sam- hengi, þá er hér um að ræða skyn- samlegar aðgerðir, en um leið jöfnunaraðgerðir, í launamálum. Milljón á mánuði allt árið eru miklar Kjallarinn VilmundurGylfason tekjur. Við slfkar tekjur á að setja þak á meðan við erum að vinna að öðrum efnum og koma jafnvægi á í þjóðfélaginu. Óþolandi Það á auðvitað eKki að þola það til lengdar að mjög fámennir hópar mjög sérhæfðra starfskrafta, eins og til dæmis flugmenn, geti aðstöðu sinnar vegna brotið sérhverja tilraun stjórnvalda til þess að koma á heildarstjóm efnahagsmála og þar með talinna launamála. Segja má, að þessu fylgi vissir erfiðleikar. Hvaða tekjur á að skilgreina sem slíkar hátekjur, að rétt sé að gripa til slíkra aðgerða? Er trygging fyrir því, að verðbólga geri ekki slikar tekjur að almennum tekjum fyrr en varir? Er þetta leyfilegt, þegar vitað er, að skattsvikarar sleppa eftir sem áður? Ríkisstjórn þarf að hafa markvissa stefnu í þessum málum. Það veitir móralska réttlætingu til harðra aðgerða. Þrátt fyrir efnahagsfrum- varpið verður ekki sagt, að þessi ríkisstjórn hafi markvissa stefnu. Hún er þvert á móti of hikandi og ósamstæð, of frumkvæðislaus. En reynslan verður að skera úr um það, hvort aðrar aðgerðir fylgja í kjöl- farið, þannig að þegar yfir lýkur verði komið á heilbrigðu skikki á launamál í þessu landi. Hugmyndir á reiki Hefðbundin „vinstri” hugmynda- fræði hefur um margt verið á reiki í þessum efnum. Sömu menn og hafna frelsi í framleiðslu og viðskiptum, krefjast ótakmarkaðs frelsis, þegar samið er um laun, jafnvel með vísi- tölukerfi sem spilar upp verðmæti sem ekki eru til. Þetta frelsi gildir þá einnig fyrir sérhæfða starfshópa hátekjumanna. Þetta kerft gengur auðvitað ekki endalaust, enda hefur það framkallað óéndanlegt launamis- rétti í samfélaginu. Launþega-' hreyftngin hefur líka krafúú þess að samningar væru virtir, þar með talið vísitölukerfið en hefðbundið hefur hún hins vegar fallizt á að löggjafar- samkoman réði þvi, hvernig skatt- lagningu væri háttað. Það styðst því við almennar hefðir og leikreglur að fara þessa hátekjuskattsleið, þegar aðrir þættir samfélagsins hafa brugðizt. Launamórall Það ber að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Það ber að koma í veg fyrir það að menn fái greidd ósæmilega há laun. Hvort tveggja eru aðgerðir sem stuðla að jöfnuði og jafnvægi i samfélaginu. Nýjustu hækkanir til handa flug- mönnum eru til þess fallnar að hleypa :illu blóði í launafólk af öllu tagi. Það er ofur skiljanlegt. Stjórnvöld missa traust. Þaðer líka ofur eðlilegt. Þess vegna er það skylda stjórnvalda að grípa inn í í jöfnunarskyni. Það verður að vera launamórall í landinu. Það verður að vera almennur virtur og viðurkenndur skilningur á því, að töluvert launabil er ' auðvitað nauðsynlegt, en of mikið Iaunabil er ósæmilegt. Það verður að vera launamórall. Þegar launabil er orðið of mikið sem afsprengi frjálsra samninga, þá ber löggjafarvaldinu aðgrípa inn í. Vilmundur Gylfason alþingismaður. A ,,Við slíkar tekjur á að setja þak, meðan við erum að vinna að öðrum efn- um og koma jafnvægi á í þjóðfélaginu.” /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.