Dagblaðið - 30.04.1979, Blaðsíða 2
Tillitsleysi við
skellinöðrustráka
— bflstjórar eiga ekki einir réttinn
Rósa Arthúrsdóttir skrifar:
Margir ungir piltar hafa í dag at-
vinnu sína af að keyra skellinöðrur
og þar af leiðandi eru þeir mikið i
umferðinni alla virka daga. En
kæruleysi og tillitsleysi bílstjóra við
þá hefur oft og iðjulega skelft mig og
þakka ég drengjunum á skellinöðrun-
um fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys,
en bílstjórunum, vegna þess að pilt-
arnir afstýra slysum vegna frekju og
tillitsleysis bilstjóranna yfirleitt með
því að gefa eftir frekjunni í um-
ferðinni.
Oft hef ég séð og heyrt skelli-
nöðrustráka lýsa atvikum þar sem
þeir hafa getað afstýrt slysi eða
árekstri með því að keyra hreinlega út
af götunni þegar bílstjórarnir beygja
fyrir þá án þess að gefa stefnuljós
eða troðast fram hjá þeim og ýta
þeim alveg út af götunni. Bíl-
stjórarnir eiga götuna.
1 einu tilviki af þessum mörgu sem
ég veit um, þar sem keyrt var ádreng,
kom einn bilstjóri sem stöðvaði út og
athugaði skellinöðrudrenginn. Yfir-
leitt keyra þeir í burtu og hafa ekkert
séð eða gert. Ökumenn bila verða að
athuga það að skellinöðrur eru með
meira en helmingi lengri stöðvunar-
vegalengd en bílar en stoppa ekki á
punktinum eins og þeir virðast halda.
Aðalatriðið er: skellinöðrustrákar
eiga rétt i umferðinni eins og
ökumenn bila.
Margir hafa látið heillast af skelli-
nöðrum og eyða öllum frítíma sínum
i hjólin.
Raddir
lesenda
Raddir
lesenda
Bilasprautunin Varmi s.f.
Borgarholtsbraut 86. Sími 44250.
Box 180. Kópavogi.
Bílamálun.
Óskum eftir aö ráöa, bílamálara og aðstoðarmenn, algert skilyröi að við-
komandi hafiáhugaástarfinu. ¥T ,, , , ,
Upplýsingar í sima 44250.
Þrjár áríðandi
tilkynningar
vegna Húsnæðismálalána
Gjalddagi
Gjalddagi D, E og F veðdeildarlána
(húsnæðismálalána) er 1. maí.
Hækkun grunnvaxta
Frá og með 1. maí 1978 hækkuðu grunnvextir á
veðdeildarlánum sem tekin voru eftir 1. júlí 1974 og
bera bókstafina F.
Vextir af öllum F lánum eru nú 9.75%
Hækkun dráttarvaxta
Dráttarvextir veðdeildarlána sem tekin voru eftir
1. júlí 1974 og bera bókstafinn F eru nú 3% fyrir
hvérn mánuð og byrjaðan mánuð.
W'Véödeild Landsbanka íslands
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRlL 1979.
Frihöfnin á Keflavíkurflugvelli.
Er Fríhöfnin
okurstofnun?
— selur dýrara súkkulaði en verzlanir íDublin
I.esandi hringdi:
Þann 18. apríl sl. keypti ég
súkkulaði sem heitir Anthon Berg og
er dönsk framleiðsla i frihöfninni á
Keflavíkurflugvelli. Kostaði
súkkulaði þetta 3,5 dollara eða 1155
íslenzkar krónur. Ég var þá að koma
frá Dublin og hafði keypt þar ná-
kvæmlega eins súkkulaði á 1 pund og
35 penny eða 948 íslenzkar krónur.
Súkkulaðið sem ég keypti í frí-
höfninni hér var því 207 krónum
dýrara heldur en það sem ég keypti út
úr verzlun i Dublin.
Mig langar þess vegna til að
spyrja hvort fríhöfnin á Keflavíkur-
flugvelli sé okurstofnun. Alla veg
finnst mér ekki nokkur fríhöfn geta
selt varning sinn með slíkri
álagningu.
Sumir sjá
klám í öllu
— meira að segja eðlun dýra
Fjölskyldufaðir skrifar:
Það er furðulegt hvað sumt fólk
virðist sjá klám á öllum mögulegum
hlutum og leitar svo mikið að það sé
klám í þvi að krabbadýr eðli sig í
sjónvarpinu.
Skilgreining mín er að klám sé
þegar fólk lítur náttúrulega og
eðlilega hluti sóðalegum augum. Það
má vera aumt foreldri sem ekki þorir
'að segja barni sínu ófeimið frá því
(þegar það spyr) hvað sé að gerast
þegar dýr eðla sig. Það er aðeins til
að ýta undir saurugt hugarfar
barnsins.