Dagblaðið - 30.04.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979.
7
Það eru fleiri en flamingóamir sem geta staðið einfœtúr — þessi var að klippa af
trjánum sinum heima i garðiþegar (jósmyndarinn sá hana frá þessu sjónarhorni.
DB-mynd Ragnar Th.
Hátíðahöldin l.maí:
Mótmælt áform-
um stjórnvalda
um vísitölukerfið
— farmenn höfnuðu þáttöku
Í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavik, BSRB og
Iðnnemasambandsins er mótmælt
harðlega áformum stjórnvalda um að
ganga á gerða samninga um vísitölu-
kerfið og skerða almenn vinnulaun á
sama tíma og tekjuhæstu einstakl-
ingar þjóðfélagsins fá meira en mán-
aðarlaun verkamanns í kauphækkun,
eins og þar segir.
Lýst er yfir að gegn þessum áform-
um muni alþýða manna berjast af
fullum þunga, um leið og launafólk
sé reiðubúið til að styðja stjórnina á
braut til bættra lífskjara og félags-
legrar sóknar.
Þá er í ávarpinu hvatt til afnáms
hernaðarbandalaga og herstöðva hér
á landi.
Jafnréttismál og bætt skilyrði til
barnauppeldis eru ofarlega á baugi i
kröfum dagsins.
Aðalheiður
fundarstjóri
Á vegum þessara samtaka mun
safnast saman á Hlemmtorgi klukkan
hálftvö og gengið þaðan á Lækjar-
torg, þar sem útifundur hefst klukk-
an tvö.
Framkvæmdastjórn Farmanna- og
fiskimannasambandsins hafnaði
þátttöku i hátíðahöldunum. Þá hefur
DB áður greint frá að sjálfstæðis-
menn í fulltrúaráðinu eiga ekki aðild
að þessum hátíðahöldum.
Ræðumenn verða: Grétar Þor-
steinsson, formaður trésmíðafélags-
ins, Jón Helgason, formaður
Einingar á Akureyri, og Hafsteinn
Eggertsson, formaður Iðnnemasam-
bandsins. Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, formaður Sóknar, verður
fundarstjóri.
Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðra-
sveitin Svanur og Lúðrasveit
Árbæjar og Breiðholts leika fyrir
kröfugöngunni og á útifundinum.
Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur á
lóð Stjórnarráðsins frá klukkan hálf-
tvö. Leikararnir Baldvin Halldórsson
og Karl Guðmundsson munu lesa úr
bókinni Bréf til Láru eftir Þorberg á
fundinum.
Ráðherra
á Akureyri
Ræðumenn á Akureyri verða Karl
Steinar Guðnason alþingismaður og
Svavar Gestsson viðskiptaráðherra.
Á Siglufirði flytur Kristján Ásgeirs-
son, formaður Verkalýðsfélags
Húsavikur, aðalræðuna en Signý
Jóhannesdóttir flytur ávarp. Á Akra-
nesi talar Einar Ögmundsson, gjald-
keri ASÍ, en nokkrir flytja stutt
ávörp að auki. í Hafnarfirði tala
Björgvin Sigurðsson Stokkseyri,
Hallgrimur Guðmundsson, formaður
Hlifar, og Albert Kristinsson, form.
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.
Í Eyjum flytur Jóhanna Friðriks-
dóttir, formaður Snótar, ávarp en
aðalræðuna flytur Jón Kjartansson,
formaður Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambandsins,
flytur aðalræðuna á Húsavík.
Raf magn og hitaveita
upp um 30%
1. maí nk. taka gildi talsverðar
hækkanir á ýmiss opinberri þjónustu
og verðskrá opinberra fyrirtækja, sem
ríkisstjórnin samþykkti á fundi sinum í
gærmorgun.
Afgreiddar voru hækkunarbeiðnir
frá fjölda opinberra fyrirtækja og ber
þar hæst 30% hækkun á raforku frá
Landsvirkjun og taxti margra hita-
veitna víða um land hækkar á bilinu
20—30%.
Áburður frá Áburðaverksmiðjunni
hækkar um 52%, sement um 23%, far-
gjöld strætisvagna SVR um 25%, dag-
heimilagjald um 7.7% og leikskóla-
gjöld um 14.3%.
Fyrir liggja hækkunarbeiðnir frá
fleiri fyrirtækjum á opinberum vett-
vangi, eins og Pósti og síma, Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu
Reykjavíkur og rafmagnsveitur úti á
landi hafa farið fram á hækkanir. Er
talið liklegt að þær hækkunarbeiðnir
verði afgreiddar fyrir mánaðamótin
eða núna um helgina.
- HP
„Býst við samþykkt,” segir Stefán Jónsson (AB):
Yrði vantraust
á sjávarútvegs-
ráðherra
— DB birtir bréf Jónasar Haralz um
afstöðu Landsbankans til
rækjutogarakaupanna á Dalvík
,,Ég reikna með að þingmeirihluti
sé fyrir þessari þingsályktunartillögu
og býst við samþykkt hennar,’.’ sagði
Stefán Jónsson alþingismaður (AB) í
viðtali við DB. Samþykkt tillögunnar
fæli í sér verulegt vantraust á Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðuneytið stöðvaði
kaup Dalvíkinga á rækjutogara, þótt
þeir hefðu meðmæli Landsbankans
til kaupanna. í þingsályktunartillög-
unni greinir að skorað skuli á rikis-
stjórnina að veita Söltuanrfélagi Dal-
víkur heimild til að kaupa rækjutog-
ara til útgerðar á djúpslóð. Með
þessu hyggjast flutningsmenn, sem
eru úr öllum flokkum, yfirstiga and-
spyrnu sjávarútvegsráðuneytisins og
setja sjávarútvegsráðherra á hné sér.
Jónas Haralz mælir
með Dalvíkingum
DB hefur orðið sér úti um bréf
Jónasar H. Haralz, bankastjóra
Landsbankans, til Svavars Gests-
sonar viðskiptaráðherra vegna þessa
máls. Þar segir:
„í áliti starfshóps um lánareglur
varðandi innflutning fiskiskipa er
lagt til, að núverandi takmörkunum
verði haldið. Eigi að síður er talið
eðlilegt að leyfður verði innflutn-
ingur tveggja sérhæfðra skipa, ann-
ars til kolmunnaveiða en hins til
rækjuveiða, með rýmri lánsheimild
(80%).
Það er skoðun bankastjórnar
Landsbankans, að fallist rikisstjórnin
á þessar tillögur, ætti Söllunarfélag
Dalvikur hf. að sitja fyrir rækjutog-
aranum. Þeir hafa verið brautryðj-
cndur á þessu sviði og el'tir talsverða
byrjunarörðugleika hafa vciðar Dal-
borgar gengið mjög vel undanlarið
ár. Rök eru fyrir þvi að mun auðveld-
ara sé að reka fyrirtækið með
tveinrur góðum skipunt i stað eins,
jafnframt þvi sem þcir losnuðu við
gamalt skip, Arnarborg, sem ckki er
unnt að gera út með árangri. Lands-
bankinn hefur stutt rækjuveiðar
þcssa fyrirtækis, frá þvi ákveðið var
að kaupa Dalborgu, og lelur fjár-
hagslegan grundvöll vera fyrir hendi
til kaupa nýja skipsins. Er bankinn
reiðubúinn að gefa yfirlýsingu um að
eigið framlag til kaupanna muni vera
til staðari”
- HII
Stjórnarfrumvarp:
Fleiri fá gjaldeyri sinn jafnóðum
Afgreiðslum gjaldeyrisbankanna
verður veitt rýmri heimildir en verið
hefur til að afgreiða gjaldeyrisumsókn-
ir jafnóðum eftir föstum reglum sam-
kvæmt stjórnarfrumvarpi um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála, sem kom
fram í gær.
Þyrfti þá afgreiðslan ekki að tefjast
við það að bera verulegan hluta gjald-
eyrisbeiðna undir sérstaka nefnd, svo
sem verið hefur, segir i greinargerð með
frumvarpinu.
„Frumvarpið stefnir almennt séð i
þá átt að liðka afgreiðslur og létta þar
með undir i viðskiptalífinu með þvi að
færa daglegar afgreiðslur i rikari mæli
inn í gjaldeyrisviðskiptabankanna,”
segir i greinargerðinni. „Jafnframt og
á hinn bóginn er áfram beitt nauðsyn-
legu aðhaldi og mörg ný ákvæði tekin mála og sérstaklcga gjaldeyriseftirlits-
upp til að styrkja framkvæmd þessara ins,” segir þar. - HH
nartfml
OPIÐ
KL. 9-9
Allar skreytingar unnar af fag-
mönnum.
Nag blla.tc.6l a.M.k. é kvöldia
HiOMiAvixnn
HAFNARSTkÆTI Slmi 12717
Finlux
Litsjónvörp
\Æ
FISHER
Hljómtæki
Qcosiima
Myndavélar
TSiGmfl
Linsur
SUnPRK
Flöss
MAGNON
Kvikmynda
sýningavélar
HOYfi
Ljósmynda
filterar
MallorY
Rafhlööur
ZENITH
ZORKI — KIEV
MYNDAVÉLAR
TEC
SEKONIC
Ljósmælar
STEREO - FERÐAKASS-
ETTUTÆKI MEÐ ÚTVARPI
LW - MW - FM - SW.
MEÐ 4 HÁTÖLURUM
w audio
technica
Pickup
Heyrnartól
Astra Music
Úivarpsklukkur
AÐEINS KR. 102.000,-
SJÓNVARPSBÚDIN
BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099
refiecta
Kvikmyndatöku
Ijós og
Sýningartjöld
Do/imz
Þrifætur
GINO
Ljósmynda
töskur
SPECTRUM
Sjónvarps
leiktæki
SUPER ZENITH
Sjónaukar